Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 79 Þeir Villingur og Aðalsteinn gerðu góða hluti i sumar. Sigruðu í flestöllum kappreiðum sem þeir toku þátt í og þegar upp var staðið voru þeir aðeins sekúndubroti frá metinu. Hvað gera þieir næsta sumar. Bestum tíma i 150 metra skeiði náði Torfi frá Hjarðarhaga, knapi er Sigur- björn Bárðarson. um í 800 metrunum. Var árangur nær undantekningalaust lélegur. Eina undantekningin frá þessu var á Landsmótinu á Vindheima- melum enda eru sjö af tíu bestu tímum sumarsins þaðan. Jafnir á besta tíma voru þeir Cesar og Leó. Það er skoðun undirritaðs að Ces- ar sé einn besti átta hundruð metra hlaupari hin seinni ár, þótt ekki hafi hann náð því að setja íslandsmet. En hins ber að gæta að hann hefur fengið færri tæki- færi en keppinautar hans. Bestum tíma á hringvelli náði örvar frá Hjaltastöðum. Brokk Athyglisverð tilraun var gerð í sumar í þeim tilgangi að hefja brokkið til vegs og virðingar eins og svo oft hefur verið talað um að þyrfti að gera. Var boðið upp á nýja vegalengd, 300 metra, í stað 800 og 1500 metra en sú vegalengd er að segja má dottin út. Ekki er merkjanlegt að virðing gangteg- undarinnar hafi aukist til muna við þessa breytingu en það skal þó fullyrt að ekki er hún minni. Stað- reyndin er sú að okkur vantar fleiri fljóta brokkara til þess að spenna geti myndast og sjálfsagt er ekki mikið úrval af slíkum grip- um í hrossastofni okkar. Hugsan- lega yrði það árangursríkt ef leit- að yrði að kunnáttu í þjálfun og uppbyggingu kappreiðabrokkara, út fyrir landsteinana. Við eigum nokkra fljóta brokkara en því hef- ur oft hagað þannig til að þeir hafa verið dreifðir um landið og því sjaldan leiddir saman til keppni. Alltaf eru raddir á lofti um að leggja brokkið niður en þá má benda á að meðan við höfum það á dagskrá kappreiða ásamt skeiði og stökki, undirstrikar það vel fjölhæfni íslenska hestsins og ekki hvað síst þegar góðir skeið- hestar ná góðum tíma í brokki. Eins og áður kemur fram var deyfð yfir kappreiðum sumarsins og voru nefndar tvær hugsanlegar ástæður en sú þriðja gæti líka ver- ið sú að þetta dagskrárfyrir- komulag sem notað er á öllum hestamótum sé orðið úrelt og breytinga sé þörf. Væri ekki þjóð- ráð að hugmyndaríkir menn færu nú að leggja höfuðið í bleyti, finna upp nýjar keppnisgreinar eða leiki sem jafnvel áhorfendur gætu tekið þátt í. Eitthvað í léttum dúr því fólk er orðið þreytt á þessari al- varlegu keppni eingöngu. Fækkun hrossa í keppni gæti í sumum til- vikum orðið til bóta svo hægt sé að stytta dagskrá og hafa um leið hraðari atburðarás, vel skipulagða dagskrá og hnitmiðaða. Athygli vakti á mörgum kapp- reiðum sumarsins hversu strangt var tekið á miklum hvatningum og öðru er þótti miður í framkomu keppenda og íhaldara. Fengu knapar óspart áminningar og sumir hverjir voru áminntir á flestum kappreiðum sem þeir tóku þátt í. Þessar áminningar eru heldur gagnslitlar meðan ekki er skráð á einn stað þær áminningar sem hver knapi fær. Væri víst þörf á því og þá hafa þetta líkt og í fótboltanum, þannig að eftir ákveðinn fjölda áminninga færi viðkomandi í keppnisbann. Með einhverjum slíkum reglum eða lögum væri knöpum veitt meira aðhald og finnst sumum ekki van- þörf á. Eftirtaldir hestar hafa náð bestum árangri í sumar sem hér segir: Gildandi íslandsmet 20.10. 1982 150 metra skeið með aldursmörkum: Börkur frá Kvíabekk. Metið sett á Mánagrund 15.6.’80 14,2 sek. 150 metra skeið án aldursmarka: Skjóni frá Móeiðarhvoli. Metið sett á Vindheimamelum 1.8.’81 13,9 sek. 250 metra skeið: Skjóni frá Móeiðarhvoli. Metið sett á Vindheimamelum 5.8.’79 21,6 sek. 250 metra unghrossahlaup: Don frá Hofsstöðum. Metið sett á Vindheimamelum 5.8.’79 17,6 sek. 300 metra stökk: Hylling frá Nýja-Bæ. Metið sett á Mánagrund 8.8.’82 20,6 sek. 350 metra stökk: Glóa frá Egilsstöðum. Metið sett á Vindheimamelum 5.8.’79 23,9 sek. 400 metra stökk: örvar frá Hjaltastöðum. Metið sett á Mánagrund 9.8.’81 27,4 sek. 800 metra stökk: Gnýfari frá Vestra-Fíflholti. Metið sett á Mánagrund 9.8.’81 55,8 sek. 800 metra brokk: Léttir frá Stórulág. Metið sett á Fornustekkum 23.8.’78 1.23,3 mín. 250 metra skeið: 1. Villingur frá Möðruvöllum skeiðaði á Faxaborg 1.8. á 21,7 sek. 2. Börkur frá Kvíabekk skeiðaði á Vindheimamelum 11.7. á 22,6 sek. 3. Funi frá Seljabrekku skeiðaði á Víðivöllum 23.5. á 23,0 sek. 4. Jón Haukur frá Tyrfingsstöðum skeiðaði á Víðivöllum 15.5. á 23,3 sek. 5. Sproti frá Torfastöðum skeiðaði á Vindheimamelum 11.7. á 23,3 sek. 6. Þór frá Kvíabekk skeiðaði á Hellu 14.8. á 23,4 sek. 7. Hjörtur úr Borgarfirði skeiðaði á Faxaborg 1.8. á 23,5 sek. 8. Snarfari frá Húsey skeiðaði á Vindheimamelum 11.7. á 23,6 sek. 9. Skjóni frá Móeiðarhvoli skeiðaði á Víðivöllum 23.5. á 23,7 sek. 10. Fjölnir frá Kvíabekk skeiðaði á Víðivöllum 25.7. á 23,7 sek. 150 metra skeið: 1. Torfi frá Hjarðarhaga skeiðaði á Vindheimamelum 11.7. á 14,7 sek. 2. Ásaþór frá Kirkjubæ skeiðaði á Faxaborg 1.8. á 15,1 sek. 3. Freisting frá Austurkoti skeið- aði á Víðivöllum 23.5. á 15,3 sek. 4. Fjölnir frá Kvíabekk skeiðaði á Víðivöllum 25.7. á 15,3 sek. 5. Hvöt frá Sigmundarstöðum skeiðaði á Faxaborg 1.8. á 15,3 sek. 6. Júpíter frá Stafholtsveggjum skeiðaði á Hellu 14.8. á 15,5 sek. 7. Gormur frá Húsafelli skeiðaði á Vindheimamelum 11.7. á 15,6 sek. 8. Nói frá Sigmundarstöðum skeið- aði á Vindheimamelum 11.7. á 15,7 sek. 9. Frigg frá Kirkjubæ skeiðaði á Víðivöllum 25.7. á 15,7 sek. 10. Baldur frá Sandhólum skeiðaði á Hellu 14.8. á 15,8 sek. 250 metra unghrossahlaup: 1. Hylling frá Nýja-Bæ hljóp á Vindheimamelum 11.7. á 17,7 sek. 2. Örn frá Uxahrygg hljóp á Vind- heimamelum 11.7. á 17,9 sek. 3. Loftur frá Álftagerði hljóp á Vindheimamelum 11.7. á 17,9 sek. 4. Brynja frá Möðrudal hljóp á Vindheimamelum 11.7. á 18,1 sek. 5. Léttir frá Hólmi hljóp á Vindheimamelum 11.7. á 18,3 sek. 6. Þristur frá Uxahrygg hljóp á Vindheimamelum 11.7. á 18,5 sek. 7. Aron frá Garðshorni hljóp á Faxaborg 1.8. á 18,6 sek. 8. Trilla frá ?? hljóp á Faxaborg 1.8. á 18,6 sek. 9. Skelfing frá Útgörðum hljóp á Hellu 14.8. á 18,6 sek. 10. Ör frá Haugi hljóp á Murneyrum 26.6. á 18,8 sek. 300 metra stökk: 1. Hylling frá Nýja-Bæ hljóp á Mánagrund 8.8. á 20,6 sek. Isl. met. 2. Spóla frá Máskeldu hljóp á Mánagrund 8.8. á 20,6 sek. 3. Tvistur frá Götu hljóp á Faxa- borg 1.8. á 21,3 sek. 4. Gullfaxi frá Ásum hljóp á Faxa- borg 1.8. á 21,5 sek. 5. Mannsi frá Hörgshóli hljóp á Arnarhamri 19.6. á 21,6 sek. 350 metra stökk: 1. Spóla frá Máskeldu hljóp á Hellu 14.8. á 24,0 sek. 2. Sindri frá Ármóti hljóp á Vind- heimamelum 11.7. á 24,2 sek. 3. Örvar frá Hjaltastöðum hljóp á Vindheimamelum 11.7. á 24,2 sek. 4. Loka frá Útgörðum hljóp á Vindheimamelum 11.7. á 24,3 sek. 5. Mannsi frá Hörgshóli hljóp á Vindheimamelum 11.7. á 24,3 sek. 6. Don frá Hofsstöðum hljóp á Hellu 14.8. á 24,3 sek. 7. Gjálp frá Höskuldsstöðum hljóp á Hellu á 24,6 sek. 8. Gullfaxi frá Ásum hljóp á Vindheimamelum 11.7. á 24,9 sek. 9. Tvistur frá Götu hljóp á Hellu 14.8. á 24,9 sek. 10.—11. Óli frá Neðri-Dal hljóp á Vindheimamelum 11.7. á 25,0 sek. 10.—11. Kóngur frá Miðsitju hljóp á Hellu 14.8. á 25,0 sek. 400 metra stökk: 1. Spóla frá Máskeldu hljóp á Mánagrund 8.8. á 27,6 sek. 2. Hylling frá Nýja-Bæ hljóp á Mánagrund 8.8. á 27,6 sek. 3. Don frá Hofsstöðum hljóp á Mánagrund 8.8. á 27,8 sek. 4. Örvar frá Hjaltastöðum hljóp á Mánagrund 8.8. á 27,9 sek. 5. Léttir frá Hólmi hljóp á Mána- grund 8.8. á 28,0 sek. 6. Kóngur frá Miðsitju hljóp á Mánagrund 8.8. á 28,0 sek. 800 metra stökk: 1. Cesar frá Björgum hljóp á Vindheimamelum 11.7. á 57,5 sek. 2. Leó frá Nýja-Bæ hljóp á Vind- heimamelum 11.7. á 57,5 sek. 3. Þróttur frá Miklabæ hljóp á Vindheimamelum 11.7. á 59,5 sek. 4. Móri frá Brunná hljóp á Vind- heimamelum 11.7. á 60,0 sek. 5. Þristur frá Uxahrygg hljóp á Mánagrund 8.8. á 60,0 sek. 6. Hrímnir frá Kúfhól hljóp á Vindheimamelum 11.7. á 60,0 sek. 7. Reykur frá Nýja-Bæ hljóp á Vindheimamelum 11.7. á 60,6 sek. 8. Don frá Hofsstöðum hljóp á Mánagrund 8.8. á 61,0 sek. 9. Brjánn frá Hæli hljóp á Vind- heimamelum á 61,0 sek. 10. Örvar frá Hjaltastöðum hljóp á Hellu 14.8. á 61,7 sek. (Besti tími á hringvelli). 300 metra brokk: 1. Fengur frá Ysta-Hvammi brokk- aði á Vindheimamelum 11.7. á 31,0 sek. 2. Svarri frá Vífilsdal brokkaði á Vindhcimamelum 11.7. á 34,0 sek. 3. Burst frá Burstafelli brokkaði á Vindheimamelum 11.7. á 34,7 sek. 4. Funi frá Jörva brokkaði á Vindheimamelum 11.7. á 37,0 sek. 5. Hjalti frá Hjaltabakka brokkaði á Vindheimamelum 11.7. á 37,5 sek. 6. Bastían frá Bergsstöðum brokk- aði á Vindheimamelum 11.7. á 37,7 sek. 7. Trítill frá Skagafirði brokkaði á Arnarhrauni 19.6. á 38,1 sek. 8. Smyrill frá ?? brokkaði á Arn- arhamri 19.6. á 38,1 sek. 800 metra brokk: 1. Svarri frá Vífilsdal brokkaði á Faxaborg 1.8. á 1.33,3 min. 2. Fengur frá Ysta-Hvammi brokk- aði á Hellu 14.8. á 1.40,2 mín. 3. Trítill úr Skagafirði brokkaði á Víðivöllum 15.5. á 1.45,2 mín. 4. Glampi frá Hofsstaðaseli brokk- aði í Olveri 27.6. á 1.49,3 mín. Þar sem öflun upplýsinga í af- reksskrá sem þessa er miklum erfið- leikum bundin kunna að leynast vill- ur í þessari skrá. Ef svo reynist vera eru leiðréttingar vel þegnar. VK. Landspítalinn: Sýkingar- hætta liðin hjá MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Landspítalanum: „Veirusýking sú, sem barst inn á Kvennadeild Landspítalans i lok september, virðist nú um garð gengin. Engin ný tilfelli af sýking- um meðal nýbura hafa gert vart við sig sl. 4 vikur. Varúðarráðstöf- unum, sem beitt var til að hefta útbreiðslu veikinnar, hefur því verið aflétt. Nýburar hafa litla mótstöðu gegn margskonar veikindum. Að fenginni reynslu af þeirri veiru- sýkingu, sem nú virðist um garð gengin, þykir rétt að takmarka heimsóknir til sængurkvenna og nýbura frekar en verið hefur til þessa. Framvegis verða heimsókn- artímar á sængurkvennaganga Kvennadeildar Landspítalans sem hér segir: Almennur heimsóknartími er kl. 15.00-16.00. Heimsóknartími fyrir feður er kl. 19.30—20.30. Heimsóknir barna innan 12 ára aldurs verða ekki leyfðar. Undanskilin eru þó börn sængurkvenna, en æskilegt er, að þær heimsóknir fari fram á setu- stofum deildarinnar. Vonast er til, að heimsóknar- gestir sýni þessum nýju reglum skilning.” Islendinga- félag í Kansas- borg stofnað STOFNAÐ hefur verið íslendingafé- lag í Kansas-borg en í borginni og næsta nágrenni fer íslendingum og fjölskyldum þeirra og fólki af ís- lenzku bergi fjölgandi. Félög af þessu tagi hafa verið stofnuð í mörg- um bandarískum stórborgum. í fréttatilkynningu frá samtök- unum segir að þegar farið var að grennslast fyrir um Islendinga og fólk, sem rætur eigi að rekja til landsins, hafi fjöldinn reynzt miklu meiri en ráð hafði verið fyrir gert. Jafnframt segir í fréttatilkynn- ingunni að unnið sé að spjaldskrá yfir íslendinga á sex ríkja svæð- inu (Missouri, Kansas, Nebraska, Iowa, Oklahoma og Arkansas) og allir íslendingar eða fólk af ís- lenzku bergi brotið i þessum ríkj- um hvatt til að setja sig í samband við félagið af þeim sökum, en heimilisfang félagsins er: The Ice- landic Association in Kansas City, Box 37, Grandview, MO 64030 U.S.A. Á stofnfundi íslendingafélags- ins í Kansas-borg í október var Vigdís Aðalsteinsdóttir Taylor kjörin forseti félagsins og J.S. Skaptason varaforseti. Dorothy Skaptason var kjörin ritari, Guð- ríður (Dúa) Clemensen gjaldkeri, Aðalsteinn Jon Taylor ritstjóri fréttabréfs og Knútur Hauksson fulltrúi námsmanna í stjórn. Afhenti trúnaðarbréf EINAR Benediktsson, sendiherra, afhenti þann 11. nóvember hennar hátign Elísabetu II. Bretadrottn- ingu trúnaðarbréf sem sendiherra íslands í Bretlandi. Utanríkisráðuneytið, 12. nóvember 1982.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.