Morgunblaðið - 19.11.1982, Side 2

Morgunblaðið - 19.11.1982, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982 Stjórn Blaðamannafélags íslands: Óveðursskemmdir á Sauðárkróki Báðar þessar myndir eru frá Sauðárkróki og sýna af- leiðingar óveðursins. Önn- ur myndin er af þeim sjó- varnargarðinum sem verr varð úti í óveðrinu og má fremst á honum sjá leif- arnar af innsiglingarvita, sem þar var. Hin myndin er úr bátahöfninni og sýnir þak stýrishúss einnar þeirra þriggja trilla, sem sukku í óveðrinu. Tvær þeirra náðust upp í fyrra- dag og ein um hádegið í gær og er ein þeirra talin nær ónýt og hinar tvær eru báðar talsvert brotnar. Ljósmyndir Stefán Pedersen. Lýsir undrun á meðferð Ríkisútvarpsins á um- sókn Atla Steinarssonar Á FUNDI stjórnar Blaðamannafé- lags íslands 18. nóvember 1982 var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Stjórn Blaðamannafélags Is- lands lýsir undrun sinni á meðferð umsóknar Atla Steinarssonar blaðamanns um stöðu frétta- manns hjá Ríkisútvarpinu-hljóð- varpi. Stjórnin mótmælir hringl- andahætti stofnunarinnar varð- andi umsóknir um þessa stöðu og telur varhugavert að hvað eftir annað skuli óreyndir umsækjend- ur vera ráðnir „bakdyramegin" til starfa á fréttastofum ríkisfjöl- miðlanna. Stjórn BÍ telur óviðun- andi af stjórn Ríkisútvarpsins að möndla svo með auglýstar stöður, að þrautreyndur blaðamaður og félagi í BÍ um áratuga skeið skuli ekki njóta jafnréttis á við óreynda umsækjendur. Blaða- og frétta- mennska er vandasamt ábyrgð- arstarf, sem krefst víðtækrar þekkingar og reynslu. Stjórn Biaðamannafélags Islands fær því ekki séð hvernig má með réttu hafna svo reyndum blaðamanni þegar valið er í stöður á frétta- stofum ríkisfjölmiðlanna." Borgarfjörður eystri: Hauskúpa úr dys í landi Njarðvíkur Borgarfirói eystri, 17. nóvember. LENGI hefur leikið grunur á því, að fornmannadysjar væru í landi Njarðvíkur við Borgarfjörð. Seint í fyrrasumar fór áhugamaður um slík mál að skyggnast í einn hauginn og kom fljótlega niður á hauskúpu. Lét hann þá staðar numið og tilkynnti þjóðminjaverði fundinn, en síðan hefur ekkert gerst í málinu og engin nánari rannsókn farið fram á dysjunum. Tók þessi sami áhugamaður því höfuðbeinin í sína vörslu til þess að þau týndust ekki í annað sinn. Auk fyrrnefndrar höfuð- kúpu fannst þarna tanngarður, sem vantaði þó í nokkrar fram- tennur, en jaxlarnir virðast furðulega heillegir. Verður nú að bíða álits sér- fróðra manna, sem væntanlega geta ákvarðað aldur hauskúp- unnar og vonandi dregst ekki lengur en til næsta sumars nán- ari rannsókn þeirra á fundar- staðnum, þar sem ekki er ólík- legt að fleira merkilegt kunni að leynast. — Fréttaritari. Prófkjör Alþýðuflokksins: Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla Samvinnusjóður Islands stofnaður: 50 félög leggja til 12—17 milljónir kr, Utankjörstaðaatkvæða- greiðsla í prófkjöri Alþýðu- Bíl stolið BROTIST var inn í Heklu við Laugaveg aðfaranótt fimmtudags og þaðan stolið bíl, samkvæmt upplýs- ingum sem Mbl. fékk hjá rann- sóknarlögreglunni. Bíllinn, sem er af Lancer-gerð, er í eigu eins starfsmanns Heklu og er ljósdrapplitaður að lit. Bíll- inn er af árgerðinni 1982 og með númerinu G-1817. flokksins í Reykjavík hefst í dag. Kosið verður á skrifstofu flokksins í Al- þýðuhúsinu og verður kjör- fundur opinn á venjulegum skrifstofutíma. Prófkjörið verður síðan dagana 27. og 28 nóvember. Kosið verður í Iðnó og Sig- túni og verður kjörfundur opinn frá klukkan 10 til 16 báða dagana. STOFNFUNDUR Samvinnusjóðs fs- lands var haldinn í ger og kjörin var 5 manna stjórn sjóðsins. Stofnfélag- ar eru flest kaupfélög landsins, Sam- band íslenzkra samvinnufélaga og dótturfélög þess, alls um 50 félög. Stofnfé var 2 milljónir króna, en að auki skuldbundu stofnfélögin sig til þess að láta eitt prómill af veltu sinni renna í sjóðinn næstu 5 árin. Að mati Þorsteins Ólafssonar full- trúa forstjóra Kambandsins er eitt prómill 10 til 15 milljónir króna á verðgildi nú. Tilgangur sjóðsins er að efla ís- lenzkt atvinnulíf með því að efla þátttöku samvinnuhreyfingarinn- ar í því — eins og Þorsteinn Ólafsson orðaði það. Stjórn sjóðs- ins hefur enn ekki komið saman og því ekki skipt með sér verkum. í hana voru kjömir á stofnfundin- um í gær: Árni Jóhannsson, kaup- félagsstjóri, Blönduósi, Þorsteinn Sveinsson, kaupfélagsstjóri Kaup- félags Héraðsbúa, Finnur Krist- jánsson, varaformaður stjórnar Sambandsins, Benedikt Sigurðs- son, fjármálastjóri Samvinnu- trygginga, og Þorsteinn Ólafsson, fulttrúi forstjóra Sambandsins. Seyðisfjörður: Leita kafbátagirðinga Árásir á konur í október: Þrír menn hafa játað afbrotin ÞRÍR ungir menn hafa játað að hafa síðla í október ráöist á þrjár konur og rænt þær fjármunum. Slösuðu tveir þeirra aidraða konu svo að hún liggur nú á Grensásdeild Borgarspítalans. Þessir tveir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í gær. SeyAisfirði, 1H. nóvember. EINS OG FRAM hefur komið í fréttum hafa verið að fljóta upp dufl hér í flrðinum, sem að öllum likindum munu vera úr kafbáta- girðingum þeim, sem Bretar komu hér fyrir á striðsárunum til að hindra siglingar þýskra kafbáta inn fjörðinn. Árið 1963 komu hingað breskir tundurduflaslæðar- ar og var fjörðurinn slæddur, en menn urðu ekki mikils varir. Lárus heitinn Þorsteinsson skipherra, var Bretunum til að- stoðar, og segir hann svo í skýrslu sinni til Landhelgisgæsl- unnar, að hann vilji taka það fram, að þótt slætt hafi verið á þessum stöðum, þá sé ekki þar með sagt, að ekki geti leynst nokkur dufl sem hætta geti staf- að af. Það sé þó ekki af því að hann telji ekki hafa verið sam- viskusamlega slætt, þvert á móti sé hann viss um að við slæðing- una hafi Bretar gert sitt besta, en auðvitað hafi þeir sínar ákveðnu aðferðir og reglur og breyti ekki mikið af þeim. I sumar og haust hafa komið upp tvö dufl, sem hafa valdið mönnum áhyggjum og ekki að ástæðulausu, þar sem ekki er vitað um virkni þeirra eða óvirkni. Seinna duflið sem upp kom í haust, rak inn fjörðinn í átt að rússnesku olíuskipi sem var að losa hér 10 þúsund tonna olíufarm. Tókst að ná duflinu áður en það bar að skipinu, og við rannsókn reyndist um flot- dufl úr kafbátagirðingunni að ræða. Bæjaryfirvöld hér á Seyðis- firði höfðu nú nýverið samband við Landhelgisgæsluna, sem ávallt hefur brugðið skjótt við í slíkum tilvikum, og fór þess á leit að fjörðurinn yrði kannaður að nýju með tilliti til „eftirlegu- dufla". Nú í dag komu hingað á vegum Gæslunnar þrír sérfræð- ingar frá Varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli ásamt sérfræðing- um Gæslunnar í meðferð neð- ansjávardufla. Munu þeir fara út með varðskipi sem hingað kom í dag og kanna aðstæður í firðin- um. í dag og í kvöld hafa þeir hlýtt á frásögn heimamanna, sem muna stríðsárin, um legu kafbátagirðinganna og sjó- manna sem fest hafa veiðarfæri sín í henni. Ætlunin mun svo vera sú, að koma með viðeigandi útbúnað hingað í mars í vetur og reyna að ná því upp sem eftir er af þessum stríðsminjum í firðin- um. Viðbrögð manna hafa því verið snör í þessu brýna máli, því óskemmtilegt er til þess að vita, að dufl geti flotið hér upp, virk eða óvirk, fyrirvaralaust, sjófarendum og öðrum til mikill- ar hættu. — Fréttaritari. Á konurnar var ráðist 21., 23. og 24. október og áttu árásirnar sér stað á Háteigsvegi, á Klapparstíg og á Ægisgötu. Konurnar voru rændar veskjum sínum og fé, en einnig voru í veskjunum persónu- legir munir og skilríki. I síðasta ráninu, á Ægisgötu, þann 24. október, varð kona fædd árið 1909 fyrir árás piltanna og hún rænd. Féll konan í götuna og slasaðist. Talið er að árásarmennirnir hafi haft 1.700—1.800 krónur upp úr þessum þremur ránum. Eins og fyrr segir hafa tveir verið úr- skurðaðir í gæsluvarðhald, en þessir menn eru fæddir árin 1963 og 1965. Þeir sem sitja í varðhaldi hafa játað á sig árásirnar á Klapparstíg og á Ægisgötu, en sá þriðji tók þátt í árásinni á Há- teigsvegi ásamt öðrum hinna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.