Morgunblaðið - 19.11.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.11.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982 Pétur Sigurðsson: Tryggja þarf hafsbotns- réttindi á Reykjaneshrygg „Ekki er ráð nema í tíma sé tekið“ Pétur Sigurðsson (S) mælti í gær fyrir tillögu, sem hann flytur ásamt Eyjólfi Konráö Jónssyni (S) um hafsbotnsréttindi íslands á Reykjaneshrygg. Tillagan felur ríkisstjórninni að gera nú þegar ráðstafanir til að tryggja þau ótvíræðu réttindi til hafsbotnsins á Reykjaneshrygg og út frá hlíðum hans, sem ísland á tilkall til skv. 76. grein hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Pétur Sigurðsson (S) sagði m.a., að útfærsla fiskveiðilögsögu okkar í 4 sjómílur, síðan 12, þá 50 og loks stóra stökkið 1976 í 200 sjómílur, hafi verið mikil gæfuspor í lífs- baráttu lítillar þjóðar fyrir velferð og efnalegu sjálfstæði. Samning- urinn um Jan Mayen, tillaga til þingsályktunar um íslenzk rétt- indi á Rockall-svæðinu, sem Eyj- ólfur Konráð Jónsson hefur ný- lega mælt fyrir og þessi tillaga um hafsbotnsréttindi á Reykjanes- hrygg, eru framhald fyrri skrefa í hafréttarmálum. Pétur sagði hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna veita Islend- ingum réttindi yfir hafsbotninum á Reykjaneshrygg og hugsanleg- um auðæfum hans, allt út í 350 mílur frá grunnlinum, en þennan rétt þurfi að sækja, samkvæmt ákvæðum sáttmálans, með gagna- söfnun og málatilbúnaði. Þessi réttindi spanna öll hugsanleg auð- æfi, sem í jarðlögum botnsins kunna að finnast, svo og lífverur, sem ekki hreyfa sig án snertingar við botninn. Þannig á jarðhiti á Reykjaneshrygg að tilheyra ís- landi, svo og hugsanlegir málmar, sem m.a. geta myndast við neð- ansjávarumbrot og samþjöppun við mikinn hita. Þessi yfirráða- réttur eykur og á stjórnun fisk- veiða yfir botninum og væri skemmst að minnast gengdar- lausrar rányrkju Rússa á karfa- miðum á Reykjaneshrygg. Ólafur Jóhannesson, utanríkis- ráðherra, sagði ísland eiga rétt að sækja, skv. 76. grein hafréttar- sáttmálans, bæði á Rockall-há- sléttunni, samanber tillögu Eyj- ólfs Konráðs Jónssonar, og á Reykjaneshrygg. Hann upplýsti, að strandríki þyrfti að gera rök- studda kröfu til þess réttar, sem hér væri fjallað um, til alþjóðlegr- ar nefndar innan 10 ára frá gildis- töku hafréttarsáttmálans. Ráð- herra lagði til að sú þingnefnd, sem um málið fjallaði, leitaði álits Hans G. Andersen, sendiherra, en fyrirvari hans af Islands hálfu er viðkomandi grein sáttmáls var samþykkt, hafi mikið gildi um framhald málsins. Eyjólfur Konráð Jónsson (S) vitnaði m.a. til Guðmundar Pálmasonar, sem kannað hefði þetta mál út frá jarðfræðilegum sjónarmiðum, en hans álit væri ótvírætt, að Reykjaneshryggur væri hluti af landgrunni íslands, eðlilegt framhald landsins. Hann vitnaði til þess að Sovétmenn hefðu í umræðu um málið látið í ljós þann skilning, að rétturinn næði til 150 mílna frá 200 mílna mörkum, þ.e. 350 mílna, og yfirlýs- Pétur Sigurðsson ing sendiherrans, sem utanríkis- ráðherra hefði vitnað til, hefði verið reist á sama skilningi. Fagn- aði Eyjólfur því að þingnefnd hefði samband við Hans G. Ander- sen um málið og lagði áherzlu á mikilvægi íslenzkrar hagsmuna- gæzlu á þessum vettvangi. Pétur Sigurðsson (S) þakkaði undirtektir. Ekki væri ráð nema í tíma væri tekið og nauðsynlegt væri að undirbúa þetta mál vel og vandlega. Vilmundur Gylfason um Bandalag jafnaðarmanna: „Tilraun sem kannski heppn- ast, kannski misheppnast“ Málaskrá og midstjórn kunngerð síðar HÉR FER á eftir þingræða Vilmundar Gylfasonar, er hann kunngjöröi úrsögn sína úr Alþýðuflokknum og stofnun „Bandalags jafnaðarmanna": „Það munu vera þinglegir siðir að láta forseta sameinaðs Alþingis og hv. alþingismenn um það vita, að ég, 4ði þingmaður Reykvíkinga, hefi með bréfi, dagsettu 18. nóvember 1982 til háttvirts annars þingmanns Reyknesinga, Kjartans Jóhanns- sonar, sagt skilið við minn gamla Það er, herra forseti, ævinlega sárt að skilja við samtök, sem mað- ur hefur tekið þátt í af lífi og áhuga. Ekki vegna flokks, heldur vegna fólks. En vindar lífsins munu áfram velta um — þrátt fyrir þessa daga og þrátt fyrir allt. Jafnframt, herra forseti, hefur í dag verið lögð fram þingsályktun- artillaga um aðskilnað fram- kvæmdarvalds og löggjafarvalds og beina kosningu forsætisráðherra. Þetta þingskjal verður eitt af stefnumálum samtaka, sem eru í undirbúningi, og munu nefnast Bandalag jafnaðarmanna. Ég vil þó skýrt taka fram, að hér er ekki um að ræða klofning af einu eða neinu tagi, eins og háttvirtur 2. þingmað- ur Reyknesinga gat réttilega um í sjónvarpi í fyrrakvöld, þó ekki væri nema þegar af þeirri ástæðu að við munum eiga samherja úr gamla flokkakerfinu þveru og endilöngu. Við myndum bandalag gegn flokk- unum. Þetta er tilraun, sem kannski heppnast, kannski misheppnast. Það verður að koma í Ijós. Innan tíðar verður lögð fram málaskrá og nafnalisti miðstjórnar; og enn síðar verða framboð kynnt. Herra forseti! í fylgiskjali með þingsályktun- artillögu þeirri, sem lögð hefur ver- ið fram í dag, eru ritgerðir eftir tvo fræðimenn, hvorn í sinni grein, þá dr. Gylfa Þ. Gíslason, og Ólaf Jó- hannesson, núverandi hæstvirtan utanríkisráðherra. Það þarf auðvit- að ekki að taka fram, að birting þessara ritgerða, sem birtust í ein- hverju ágætasta og umbótasinnað- asta tímariti sinnar tíðar, Heiga- felli, árið 1945, hefur engar frekari pólitískar meiningar, heldur er hér leitast við að afia málstað fylgis með fræðilegum rökum. Vitaskuld skiptir máli, að inntak þessara ritgerða fer mjög saman við hugmyndir í ályktunargreinum. Meira máli skiptir þó að báðir hinir ungu háskólakennarar lögðu á það áherslu, hvor með sínum hætti, að lýðræði stafaði hætta af óeðlilegu flokkavaldi. Einmitt þetta verður snar þáttur í heimspeki Bandalags jafnaðar- manna, bandalagsins gegn flokkun- um. Flokkavaldið, hið þrönga vald, hið fáa fólk, hefur gert þessari þjóð og þessu landi of mikið illt.“ Eyjólfur Konráð Jónsson: Rányrkja Færeyinga á Atlantshafslaxinum Vilmundur Gylfason stjórnmálaflokk, Alþýðuflokkinn, og telst því ekki lengur til þing- flokks þess flokks. Að því er séð verður hefur þessi tiifærsla engin áhrif á stöðu ríkis- stjórnarinnar. Ég hef verið og verð í stjórnarandstöðu, og hygg að svo sé einnig farið með minn gamla flokk. Skýlaust brot á hafréttarsáttmálanum Eyjólfur Konráð Jónsson (S) mælti í Sameinuðu þing í gær fyrir þings ályktunartillögu, sem hann flytur ásamt Albert Guömundssyni (S), þar sem ríkisstjórninni er falið að gera nú þegar ráðstafanir til að stöðva rányrkjti Færeyinga við veiðar Atlantshafslaxins í efnahagslögsögu okkar og hafa um það samráð við önnur upprunalönd laxstofnsins, ef nauðsynlegt reynist. Eyjólfur Konráð Jónsson (S) hót mál sitt á því að vitna til 66. grein- ar Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem væri þverbrotinn með rányrkju Færeyinga. Hann vitnaði og til ákvæða, sem veita „upprunalöndum laxstofna" ekki aðeins rétt heldur ekki síður skyldur um varðveizlu stcfnsins, sem nú væri stefnt í hættu með óhóflegum úthafsveiðum. Samningur sá, sem gerður hafi verið um þessi mál á ráðstefnu hérlendis, hafi um sumt verið spor í rétta átt, en í annan stað „slys“, sem þurfi að mæta með endur- skoðun málsins i heild, en þessi samningur sé uppsegjanlegur með 6 mánaða fyrirvara. Eyjólfur vitnaði til þess, að samhliða margföldun á aflabrögð- um Færeyinga, hvað úthafslax varðar, hafi laxveiði í íslenzkum ám skroppið saman. Á sínum tíma hefðu laxar, sem Snorri heitinn Hallgrímsson merkti, komið fram við Færeyjar, svo það fengi ekki staðist, að ekki væri samgangur laxa milli íslands og Færeyja. Nú viljum við íslendingar enga þjóð fremur styrkja en Færey- inga, sagði Eyjólfur, en það er hvorki þeim né okkur í hag, að sýna sinnuleysi í þessu efni, en Færeyingar veiddu nú allt að 5 sinnum það magn í sjó sem veidd- ist í öllum laxveiðiám á íslandi. Með þessu áframhaldi getur stofn- inn hreinlega hrunið. Þessi rán- yrkja verður að hætta. Pálmi Jónsson landbúnaðar- ráðherra taldi ekki fullsannað, að lax gengi milli umræddra veiði- svæða, og þyrfti að reyna að færa sönnur á það með meiri laxa- merkingum, sem nú væri að stefnt. Hann sagði rétt vera að veiðimagn Færeyinga hefði stór- vaxið. Það hefði verið 50 lestir 1978, 200 lestir 1979, 700 lestir 1980 og 1000 lestir 1981. Hinsvegar gerði samningur milli Færeyja og Efnahagsbandalags Evrópu ráð Vantraust á ríkisstjórnina: Þingfund- ur á sjón- varpsskermi Sameinað þing samþykkti í gær að umræðu um vantraust á ríkisstjórnina, sem þingmenn Alþýðuflokks flytja og fram fer nk. þriðjudagskvöld, skuli bæði útvarpað og sjónvarpað. Þetta er í fyrsta sinn sem heilli þingumræðu er sjónvarpað. Auk fjögurra þingflokka, sem hafa 30 mínútur hver til umráða, taka þátt í umræð- unni ráðherrar úr Sjálfstæð- isflokki, sem hafa jafn lang- an tíma til umráða sem þing- flokkur væri, og Vilmundur Gylfason, sem hefur skv. þingsköpum 15 mínútur til umráða. Að þessu leyti er umræðan einnig nýlunda. Ráðherrar úr Sjálfstæðis- flokki hafa jafnan haft 20 mínútur til umráða við út- varpsumræður, skv. sam- komulagi þingflokka. Alþingi samþykkti í gær með rúm- lega einum þriðja atkvæða að lengja þennan tíma í 30 mínútur, 22 samþykktu, jafnmargir þingmenn sátu hjá og 16 vóru fjarverandi. Fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins tala í umræðunni: Geir Hallgrímsson, formað- ur flokksins, Matthías Bjarnason, fyrrv. sjávarút- vegsráðherra, og Pétur Sig- urðsson, alþingismaður. Fyrir hönd Alþýðuflokksins tala; Kjartan Jóhannsson, formaður flokksins, Sig- hvatur Björgvinsson, for- maður þingflokksins, og Jó- hanna Sigurðardóttir, al- þingismaður. Af hálfu Fram- sóknarflokks tala Steingrím- ur Hermannsson, flokksfor- maður, Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, og Al- exander Stefánsson, alþing- ismaður. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalags- ins, talar fyrir flokk sinn, en ekki lágu á lausu upplýsingar um aðra ræðumenn síðdegis í gær. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, og Friðjón Þórðarson, dómsmála- ráðherra, tala af hálfu ráð- herra úr Sjálfstæðisflokki. Og löks talar Vilmundur Gylfason, sem nú telst utan þingflokka. Eyjólfur Konráð Jónsson fyrir samdrætti í afla þeirra, sem þegar hefði sagt til sín, ef magnið væri 850 tonn 1982 og áætlað 650 tonn 1983. Hér væru stigin spor í rétta átt. Ég lýsi stuðningi, sagði ráðherra, við allar tilraunir til samkomulags um að draga úr lax- veiði í sjó, bæði við Færeyjar og V-Grænland. Olafur Jóhannesson, utanríkis- ráðherra tók í sama streng og landbúnaðarráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.