Morgunblaðið - 19.11.1982, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 19.11.1982, Qupperneq 32
75 juglýsinga- síminn er 2 24 80 ipr^ivwMaMfo ^/Xskriftar- síminn er 830 33 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982 Banaslys um borð í Karlsefiii SKUTTOGARINN Karlsefni frá Reykjavík kom í gær með látinn skipvera til hafnar á Patreksfirði. Tildrög slyssins voru þau, að skipið fékk á sig brotsjó um há- degið í gær um 30 sjómílur vestur af Látrabjargi. Skipverjar voru þá við vinnu á þilfari og lézt skipverj- inn af áverkum, er hann hlaut, er brotið lenti á honum. Ekki urðu slys á öðrum skipverjum. Sjópróf í málinu fara fram í Reykjavík er skipið hefur lokið yfirstandandi veiðiferð, en það hélt aftur til veiða í gærkvöldi, enda var það ekki mikið skemmt. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Lyftur opnaðar í Blá- fjöllum um helgina? NÚ ER nokkur von til þess, að skíðalyftur í Bláfjöllum verði opnað- ar á laugardag. Að sögn Stefáns Kristinssonar, íþróttafulltrúa Reykjavíkurborgar, er ekki fyllilega nægur snjór þar enn sem komið er, en þó vonast menn til þess að hægt verði að opna um helgina. Síðasta vetur voru lyftur í Bláfjöllum ekki opnaðar fyrr en 18. janúar, en þess eru dæmi að þær hafi verið opnaðar í nóv- ember. Þá hefur verið samþykkt verð- hækkun á lyftugjöldum og nemur hækkunin í flestum tilfellum 66,67% en mest er hún á 8 miða korti eða 81,8%. Verð kortanna verður sem hér segir: 8 miða kort krónur 40 fyrir fullorðna og 20 fyrir börn. Dagkort krónur 100 fyrir fullorðna og 50 fyrir börn. Kvöldkort krónur 75 fyrir full- orðna og 35 fyrir börn. Arskort krónur 1.500 fyrir fullorðna og 750 fyrir börn. Að sögn Stefáns hafa lyftugjöld ekki fylgt verðlagi síðustu ár og nú er áætlað að verð sé samsvar- andi og árið 1980. Sjónvarpað frá Alþingi Sjónvarpsumræða frá Alþingi um vantraust á ríkisstjórnina fer fram nk. þriðjudagskvöld. Er þetta í fyrsta skipti sem umræðu frá Alþingi er bæði sjónvarpað og útvarpað. Sjá nánar um tilhögun umræðunnar á þingsíðu Mbl. í dag. Mikil síldveiði síðustu daga veldur verkendum vandræðum NOKKUR vandræði hafa nú skapazt vegna mikillar síldveiði i fyrradag og gær. Vnnslustöðvar í landi eiga erfitt með að vinna þann afla, sem að landi berst og því hefur verið nokkuð um það að sild fari í bræðslu. Síðastliðinn sólarhring var til- kynnt um nálægt 15.000 tunna afla þrátt fyrir það að vinnslu- stöðvar hafi haldið bátum inni vegna vandræða við að vinna afla þeirra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er nú nokkur kurr í síldarsaltendum vegna þróunar þessara mála. Sigurður Skúlason og Styrmir Guðlaugsson, starfsmenn Landgræðslusjóðs, með nýfelld tveggja metra há jólatré úr Þjórsárdal. Verð á jólatrjám verður 40—50% hærra en f fyrra og verða fleiri íslenzk jólatré en innflutt á boðstólum í ár. Jólatréssalan hefst eftir um þrjár vikur. Mor^nblaðið/ Krístján Einarsson íslenzk jólatré fleiri en innflutt ÍSLENSK jólatré eru farin að ber- ast í söluskála Landgræðslusjóðs og um aðra helgi er von á fyrstu sendingunni af útlendum jóla- trjám, en að þessu sinni verða ein- vörðungu dönsk jólatré flutt inn. Búist er við að jólatréssalan hefjist almennt um 8. desember. Að sögn Kristins Skæringssonar hjá Land- græðslusjóði verður meira fram- boð á íslenzkum jólatrjám að þessu sinni en innfluttum, en það hefur ekki gerst áður að hans sögn. Verða milli 10 og 11 þúsund íslenzk tré á boðstólum á landinu fyrir þessi jól. Kjartan sagði að eft- ir þvi sem næst yrði komist yrði verð á jólatrjám að jafnaði 40—50% hærra en í fyrra, en þá kostaði 150 sentimetra tré 190 krónur. Innflutningur hefur verið bannaður á trjám frá Norður- Ameríku vegna sjúkdómahættu, en gin- og klaufaveikin, sem upp kom í Danmörku í ársbyrjun, hef- ur ekki áhrif á innflutning þaðan, þar sem Danir töldu sig hafa kom- ist fyrir þann faraldur í sumarbyrj- un. Vilmundur Gylfason stofnar Bandalag jafnaðarmanna: Hyggjast bjóða fram í öllum kjördæmum Vilmundur flytur tillögu á Alþingi um þjóðkjörinn forsætisráðherra VILMUNDUR Gylfason, fjórði þingmaður Reykvíkinga, kunngerði úr ræðustól i Sameinuðu þingi í gær, að hann hefði „sagt skilið“ við sinn „gamla stjórnmálaflokk, Alþýðuflokkinn". „Ég telst þvi ekki lengur til þingflokks þess flokks," sagði Vilmundur, en bætti við, „ég hef verið og verð i stjórnarandstöðu.“ í samtali við Morgunblaðið sagði Vilmundur i gær, að flokkur sá, er hann væri að stofna, Bandalag jafnaðarmanna, myndi að öllum likindum bjóða fram í öllum kjördæmum við næstu kosningar. „Þeir, sem að okkur standa, segja, að svo eigi að vera,“ sagði Vilmundur Gylfason. Jafnframt lagði hann fram „til- lögu til þingsályktunar um gerð frumvarps til stjórnskipunarlaga um aðgreiningu löggjafarvalds og framkvæmdavalds". „Þetta þing- skjal verður eitt af stefnumálum samtaka," sagði Vilmundur, „sem eru í undirbúningi, og munu nefn- ast Bandalag jafnaðarmanna." Tillagan felur stjórnarskrárnefnd, ef samþykkt verður, að taka nú þegar saman frumvarp til stjórn- skipunarlaga, sem hafi eftirtaldar meginhugmyndir: 1) Forsætisráð- herra verði kosinn beinni kosn- ingu um landið allt til fjögurra ára í senn. Kosið verði í tveimur umferðum, ef nauðsyn krefur, þannig að í síðari umferð verði kosið milli tveggja efstu, hafi eng- inn frambjóðanda þá náð hreinum meirihluta, 2) Forsætisráðherra skipi með sér ríkisstjórn, utan þings eða inna, og verði ráðherrar ekki fleiri samtals en níu, 3) Löggjafarþing verði kosið til 4ra ára, kjördæmaskipan og kosn- ingalög verði óbreytt, nema hvað kosningaldur lækki í 18 ár. Alþingi verði ein málstofa. 4) Utanríkis- ráðherra verði staðgengill forsæt- isráðherra, 5) Stefnumörkun í utanríkismálum verði á hendi Al- þingis, 6) Forsætisráðherra geti efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvaða mál sem vera skal, þar á meðal um samþykkt lagafrum- vörp ... “ Sjá ræðu Vilmundar á þingsíðu Mbl. í dag og viðtal við hann á miðsíðu. Umfangsmikið fíkniefnamisferli: Sex manns úrskurð- aðir í gæzluvarðhald TVENNT var í gær úrskurðað í 7 og 15 daga gæsluvarðhald vegna gruns um fíkniefnamisferli, en handtökur þessa fólks tengjast umfangsmiklu fíkniefnamáli sem nú er i rannsókn hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Gísla Björnssyni lögreglufulltrúa. Frá því máli var skýrt í Mbl. fyrir nokkru, en þá var fernt úr- skurðað í varðhald. Samtals sitja því sex manns inni vegna málsins. Gísli sagði í samtali við Mbl., að einkum væri um að ræða dreifingu kannabisefna, en einnig tengdust önnur efni málinu. Málið á rætur að rekja til fyrrihluta þessa árs, en þá hófst smygl fíkniefnanna sem fyrrgreint fólk er grunað um að hafa dreift og talið er að um verulegt magn sé að ræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.