Morgunblaðið - 27.11.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.11.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík 28. og 29. nóvember 1982 Stuðningsmenn mínir veita upplýsingar og akstursþjónustu prófkjörsdagana sunnudag og mánudag. Sími 84069 — 16121 Björg Einarsdóttir Ég býö mig fram til prófkjörs Sjálf- stæöisflokksins 28.-29. nóvember af einlægum áhuga fyrir málefnum flokks og þjóóar. Nýja stjórnarskrá. Jöfn atkvæöi án tillits til búsetu. Krefst ákvöröunartöku og ábyrgöar stjórnmála- manna. Valdiö úr höndum nefnda og þrýstihópa inn á Al- þingi. Frelsi til athafna án skatt- pípingar. Guðmundur Hansson, Hæðargaröi 2. Sími 85570. Prófkjör Sjálfstæöisflokksins Finnbjörn Hjartarson • Vinnum að lækkun söluskatts — og að ríkið skyldi ekki einstakar stéttir til innheimtu skatta endur- gjaldslaust. • Kirkjan, heimilið og skólinn verði ein og óslitin keðja í uppbyggingu íslenzks þjóðlífs. • Látum ekki sundrungaröfl eyöileggja íslenzkt þjóðlíf, vinnum gegn þrýstihópum, vinnum fyrir þjóðina. • Frelsi í athafnalífi meö aðhaldi gegn hringamyndunum. • Ríkisbáknið dregiö saman. • Fjármagnið til fólksins. • Stöndum vörð um vestræna samvinnu. Finnbjörn er formaður í Félagi sjálfstæðismanna í Langholti og situr í Fulltrúaráöi Sjálfstæðisflokksins. Skrifstofusímar 21650 — 29540 X Finnbjörn Hjartarson Rétt stóriðju- stefiia og röng - Hjörleifi Guttormssyni svarað Eftir Geir H. Haarde, formann Sambands ungra sjálfstœð- ismanna Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- og orkuráðherra sendi mér smákveðju í sjónvarpsum- ræðum á Alþingi sl. þriðjudags- kvöld. Orðrétt sagði ráðherrann m.a.: „Erlend stóriðjustefna er á hröðu undanhaldi og menn átta sig nú á gildi þess að tryggja hér innlent forræði í öllum þáttum atvinnulífs. Það er líklega þetta undanhald erlendu stóriðjustefn- unnar, sem farið hefur svo mjög fyrir brjóstið á háttvirtum þing- manni Agli Jónssyni, eins og heyra mátti hér áðan og sama neikvæða tóninn mátti lesa á síð- um Morgunblaðsins fyrir réttri viku frá formanni Sambands ungra sjálfstæðismanna, Geir Haarde, varðandi íslenzkt stór- iðjuver, Kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Hann á raunar sæti í stjórn þess fyrirtækis." Þau ummæli, sem iðnaðarráð- herra vitnar hér til og sá sérstak- lega ástæðu til að nefna í umræð- um um vantrauststillögu á ríkis- stjórnina, birtust í frétt í Morgun- blaðinu 16 þ.m. Þar er skýrt frá því að stjórn Kísilmálmvinnslunn- ar hf. á Reyðarfirði hafi ákveðið að leggja til við Alþingi að áform- um um byggingu og rekstur þess- arar verksmiðju verði frestað um 1—3 ár. Á meðfylgjandi mynd er frétt þessi endurbirt og geta les- endur blaðsins þar séð hvaða um- mæli eru eftir mér höfð. Ástæðulaust er að fara mörgum orðum um málefni þessarar verk- smiðju á þessum vettvangi. Stjórn Kísilmálmvinnslunnar vinnur nú að gerð lokaskýrsiu til Alþingis á grundvelli þeirrar samþykktar, sem Mbl. greinir frá 16. nóvember. Alþingi mun siðan taka endanlega ákvörðun um framhaldið. „Meðlag“ frá ríkinu Ummæli iðnaðarráðherra gefa hins vegar tilefni til að fjalla um eitt meginatriði sem varðar stór- iðjurekstur á íslandi á næstu ár- um, þ.e. spurninguna um erlenda eignaraðild að slíkum fyrirtækj- um á íslandi. Öll stóriðjuver eru gífurlega fjárfrek á islenzkan mælikvarða. Heildarfjárfestingin í kísilmálm- verksmiðju á Reyðarfirði, sem þó yrði tiltölulega lítið fyrirtæki með aðeins um 130 manns í vinnu, er t.d. áætluð rúmlega milljarður króna. Ný álverksmiðja myndi kosta mun meira. Rekstur þessara iðjuvera er stórlega áhættusamur, eins og mjög glöggt hefur komið í ljós undanfarin misseri, en fjöldi verk- smiðja af þessu tagi víða um heim hefur þurft að loka vegna erfiðra markaðsskilyrða og fjárhagserfið- léika. Á tslandi er hörgull á fjár- magni. Þess vegna geta íslend- ingar ekki hagað sér eins og þeir séu olíufurstar, sem ekki vita aura sinna tal. Ég tel mjög varhugavert fyrir íslenzka ríkið að hætta stórkostlegum fjárhæðum af skattpeningum almennings í at- vinnurekstur af þessu tagi. Hins vegar á að leita til einkaaðila, er- lendra og innlendra, um samstarf um að leggja fram áhættufjár- magn í slíkan rekstur hér á landi á ábyrgð þeirra sjálfra. Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra gaf raunar í umræðunni um vantraustið góða mynd af því Geir H. Haarde „Það er stefna Hjörleifs Guttormssonar að ríkiö haldi áfram að stofna til fyrirtækja, sem geta lent í erfiðleikum sem þessum. Það skiptir ekki máli, hvort iðnaðarráðherra kallar þetta innlenda eða erlenda stóriðjustefnu. Þetta er röng stefna.“ Hjörleifur Guttormsson hvernig farið getur þegar íslenzka ríkið er sjálft að vasast í áhættu- rekstri af þessu tagi. Hann vék að rekstrarerfiðleikum járnblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga, sem er að meirihluta til í eigu ríkisins en 45% í eigu erlends samstarfsaðila, og sagði orðrétt: „Ríkið verður nú með fárra mánaða millibili að útvega tugi milljóna í erlendum rekstrarlán- um til að halda verksmiðjunni gangandi. í september var með- lagið frá ríkinu um 38 milljónir króna og næsta meðlagsgreiðsla sem leggja þarf fram þegar í þess- ari viku nemur um 26 milljónum króna — allt fengið að láni erlend- is.“ Það er stefna Hjörleifs Gutt- ormssonar að ríkið haldi áfram að stofna til fyrirtækja sem geta lent í erfiðleikum sem þessum. Það skiptir ekki máli hvort iðnaðar- ráðherra kallar þetta innlenda eð erlenda stóriðjustefnu. Þetta er röng stefna. Rétt stefna er að hagnýta orku- lindir landsins í samstarfi við þá aðila, sem treysta sér til þess að taka hina fjárhagslegu áhættu af rekstrinum á eigin herðar, án þess að íþyngja skattgreiðendum þessa lands. Hagsmunir íslendinga fel- ast í því að selja raforkuna, vinnu- aflið við bygginguna og í rekstrin- um og ýmsa þjónustu á sem hæstu verði, en ekki í því að hætta harð- fengnum fjármunum í einhverjum áhættusamasta atvinnurekstri sem fyrirfinnst. Þetta — og ekkert annað — er kjarni málsins. Trúarbrögð en ekki stjórnmál Með því að leggja ekki miklar fjárhæðir af almannafé í slík fyrirtæki er líka hægt að beina takmörkuðu fjármagni lands- manna í^stærra mæli í virkjanirn- ar sjálfár og koma þar mun meiru ^Hv^rk en ef fjármagninu er skipt milli orkuvera og stóriðjufyrir- tækja. Um þetta meginatriði varðandi eignaraðild að stóriðjufyrirtækj- um er pólitískur ágreiningur. Hjörleifur Guttormsson og skoð- anabræður hans hafa bitið sig i það viðhorf að hér á landi megi helzt ekki undir neinum kringum- stæðum stofna til atvinnurekstrar í samstarfi við erlend fyrirtæki. Ástæðurnar fyrir þessari afstöðu eiga sennilega meira skylt við frumstæð trúarbrögð en stjórn- mál eða efnahagsmái og verður ekki reynt að ráða frekar í þær hér. Hitt er víst að öll skynsemis- rök hníga í átt til þess að íslend- ingar leiti heilbrigðs samstarfs við aðrar þjóðir í orkunýtingar- málum þannig að báðir hafi hag af. Við getum lagt fram það sem hér er gnótt af, þ.e. raforku og traust vinnuafl, en aðrir það, sem hér er hörgull á, þ.e. fjármagn. Stefnubreytingar er þörf í þess- um málum. Vonandi þarf ekki að bíða hennar lengur en til næstu kosninga. rksmiAían á Rcydarfirði: . „ \ komið ábyrgðarleysi að la áfram að hraða malinu vc-rksmiðiunnar - tt au um ----------. ir Haarde, einn stjórnarmanna verksmiðjunnar .tl.vio.MinJVMS.ii v > | Z r,amk>rmduni »ð fynrb-ia** íi ui k- - * w-n-. H • fn-u '»*•." 1 JZZ. KIÉh Irrrt— atjórnarinnar að.verð hrrfli húnað gJPJJ m iðnaðarráft a*m .varar 24 mill é k lftwall li. aem af full- atund Hvirt yv vildi kiyra ajá. aft ófmrt ir f >«*'f" fyrir aft gnlm álógur á Uati|{r.iftindur i land nn hallankaiur iau. þvi auftvltaft * vlé povirandi gri.fta.1 af aim.nnaféEnn onaur „3r fulltrúi oniftjan Uk, t,l atarfa. i virk aft akki virftur til rafmagn fyrtr ntali vift blafta vrrk.miftjun. árift *i „r „H*r ligu oryoti Allt •£"**£* B fjármMf" aft fraatun þi-a mála. Þ* r- X-MW"* taínlind. /rSLfraS Si ^aarfr.Wukl.i'málm- nuvirandi aft- virkamiftju “ . ... skvr*la um þitu v*ri hin. vcpr I kift Ul lAnaAarráAhirr.. m!ft umþykkt .tjórnannnar o« “r, .ft bifta n«ft umr«ftur um málift un. ráfthirr. hifft. fanft »*F332Er£ fyrata ofn virk.miftjunnar l nou un 1986 Fnkari timaaetnmgar virfti hin. v*«»r '•kn»r •* • 1 1 ■■mrnni vift .toftu mark •■‘•"■ÍSIÍÍ 'ZmfZS —ov'> SsraSSsBs ,S”,..v"»44,‘'”í|4"í? „i™d. v«i. til “"'■“''V,'? “ riw .'fl...-4*1* «» virk.miftjunni verft, OW raforkuvirft , -mrimi v.ft Hm Álvirift vift Straum o(t blindivark.miftjan vift Grundar unga gnifta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.