Morgunblaðið - 27.11.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.11.1982, Blaðsíða 17
Styðjum eftir Guðmund Guðmundsson verkstjóra Mikið hefur verið rætt og ritað um prófkjör Sjálfstæðisflokksins nú síðustu daga, enda líður senn að því að gengið verði að kjörborð- inu. Eitt er það nafn sem sjaldan eða aldrei er rætt eða ritað um, það er nafn Sigfúsar J. Johnsen. Sigfús J. Johnsen er fæddur í Vestmannaeyjum 25. nóvember 1930. Hann er kvæntur Kristínu Vlsindaþing Lífs og lands VÍSINDAÞING ’82 Lífs og lands hefst í dag klukkan 10.00 fyrir há- degi að Kjarvalsstöðum með ávörpum dr. Jóns Óttars Ragn- arssonar og dr. Sturlu Friðriks- sonar. Þingið stendur báða dagana og byggist á mörgum en mjög stuttum erindum. Helsta umræðu- efni þingsins verður með hvaða hætti sé hægt að beita vísindum til að sporna gegn yfirvofandi efnahagskreppu og stuðla að auk- inni velmegun Islendinga á kom- andi árum. Erindi þingsins hafa verið gefin út og eru til sölu á þingstaðnum. Kökubasar og flóamarkaður KVENFÉLAGIÐ Fjallkonurnar í Fella- og Hólahverfi efnir laug- ardaginn 27. nóvember kl. 14 til kökubasars og flóamarkaðar í Fellahelli. Verður þar margt gómsætt meðlæti og mikið úrval góðra muna á boðstólum. Allur ágóði rennur til kirkjubyggingar sóknarinnar. Víðförli kominn út ANNAÐ tölublað Víðförla, mál- gagns kirkjunnar, er komið út. Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni er grein eftir Þorvald Garðar Kristjánsson, alþing- ismann, sem ber yfirskriftina: „Má granda lífi?“. Sagt er frá nýafstöðnu kirkjuþingi og þeim málum er þar bar hæst, svo og öldunarstarfi kirkjunnar. Sr. Valgeir Ástráðsson fjallar um aðstöðuleysi safnaða í Breið- holti og dr. Sigurbjörn Einars- son ritar grein um bænalíf ein- staklingsins. Þá má nefna barnaefni og margvíslegar frétt- ir af því mikla starfi, sem unnið er innan kirkjunnar. Leiðara ritar hr. Pétur Sigur- geirsson, biskup. Víðförli kemur út mánaðarlega fyrst um sinn. Höföar til .fólksí öllum starfsgreinum! MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 17 Sigfús J. Johnsen Sigfús J. Johnsen Þorsteinsdóttur og eiga þau sex börn. Sigfús lauk prófi frá Verslun- arskóla íslands 1950 og kennara- prófi frá Kennaraskóla íslands 1953. Sigfús er einn sá hæfasti þeirra sem á framboðslistanum eru vegna þeirrar mikilsverðu reynslu, sem hann hefur í atvinnumálum, heilbrigðismálum, skólamálum og málefnum aldraðra og fatlaðra. Sigfús hefur lagt fram margar hagnýtar tillögur í málefnum aldraðra og fatlaðra. Hann hefur stundað útgerð, frystihúsarekstur, og haft afskipti af flugmálum. Undanfarin ár hefur Sigfús stund- að kennslu og starfað sem félags- málafulltrúi í Garðabæ. Þessi reynsla er hverjum manni mikils virði sem vill helga sína starfskröftum til úrbóta í þágu lands og þjóðar. Öll þau verk, sem Sigfús hefur tekið sér fyrir hend- ur, hefur hann leyst með einstakri prýði og óeigingirni. Hann hefur sérstaklega varið miklu af tíma sinum í þágu þeirra, sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Hógværð og óeigingirni Sigfús- ar sést best á því hversu hljótt er um þennan mann. Það eru allir sammála um það, sem Sigfús þekkja, að hann á heima á Al- þingi, þar sem hann getur beitt sér án milligöngu annarra manna, og þar sem hann getur stuðlað að bættum lífskjörum okkur til handa. Ég hef þá trú að ef við stöndum öll saman að baki Sigfúsar í því prófkjöri sem framundan er, að þá séu bjartari tímar framundan hjá okkur. Sumir spyrja: Hver er þessi Sig- fús? Svarið er: Sigfús er okkar maður. Ég skora á alla sanna sjálfstæð- ismenn að veita Sigfúsi J. Johnsen þann stuðning sem hann á skilið að fá frá okkur. Ljósm.: Kmilia Á vegum Ártúns, Úrvals og fleiri aðila stendur nú yfir keppni í dansi og hófst hún um síðustu helgi með yngstu þátttakendun- um. Keppni þessi mun standa yfir næstu sunnudaga, en úrslit eiga að ráðast í desember. Myndin er tekin síðastliðinn sunnu- dag er yngsta kynslóðin tók nokkur spor í Ártúni. Vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 28. og 29. nóv. nk. Ása St. Atladóttir, hjúkrunarfræðingur Kjósum unga baráttukonu á þing ° Stuðningsmenn Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 28.—29. nóv. formann Hvatar á þing Kosningaskrifstofa aö Suöurlandsbraut 14, 2. hæö. Sími 38636. Opið frá kl. 17.00—22.00 alla daga Kjósandi góöur! Þitt atkvæöi skiptir máli — Vertu meö! Sjálfstæöismenn V kjósum Bessí Jóhannsdóttur Stuðningsmenn Bessíar Jóhannsd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.