Morgunblaðið - 27.11.1982, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982
ÁGÚST EINARSSON
1
Kjósiö í prófkjöri Alþýðuflokksins.
Kjósiö Ágúst í 3. sætiö.
Kosið verður laugardag og sunnudag kl. 10—18 í Iðnó, Sigtúni og Broadway.
Studningsmenn.
Ættbók
íslenskra hrossa
Stóðhestar nr 750-966
ÆTTBÓK ÍSLENSKRA HROSSA
Fyrsta bindi að útgáfu ættbókar Búnaðar-
félags íslands, fjallar um stóðhesta nr. 750-
966. Þetta eru þeir stóðhestar sem færðir
hafa verið í ættbók frá 1965 allt til þessa
dags. Myndireru aföllum hestunum.
Hér er að finna ýtarlegar upplýsingar um
217 skráða stóðhesta á umræddu tímabili.
Ættir eru raktar, dómum lýst og getið
skráðra afkvæma meðal annarra þeirra
sem tekin voru í ættbók nú í sumar.
Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðunaut-
ur á Laugarvatni hefur nú gengt því starfi í
tuttugu ár og því verið aðalleiðbeinandi í
hrossaræktinni þann tíma sem hér um ræð-
ir. Hann hefur auk þess að vera aðaldómari
á sýningum, annast skráningu hrossanna í
ættbók og þar með lagt til efni bókarinnar.
Hann hefur og haft yfirumsjón með gerð
handrits.
Engum sem fylgst hefur með hrossa-
ræktinni, getur blandast hugur um að fram-
farir í ræktun og meðferð hafa verið stór-
stígar. Þær eru að sjálfsögðu árangur af
starfi hinna fjölmörgu hrossabænda og
annarra unnenda og ræktenda íslenska
hestsins.
Allir sem fylgjast vilja með eða taka þátt í
ræktunarstarfinu hafa not af ættbókinni.
Án ættbókar getur enginn fylgst með.
Bókina er hægt að panta frá Búnaðarfélagi
lslands,v/Hagatorg, Reykjavík. Sími 19200.
Verð til áskrifenda er kr. 500.00. Verð í bóka-
verslunum er kr. 615.00.
776
Nr. 776 NÁTTFARI
•tn n» ■
mr m-Mi iM-ttJ iunii-w tM-e-w u.tt-u
M____M-MM-MÍ M M - *>B M - M *B*D *M M«
AlbmnWU f» « '«'• IW 7,«0. ' 08 - 'J0
BúnaÓarfélag
Islands
Drengileg rann-
sókn á saltfisk-
sölumálinu verði
gerð af Alþingi
eftir Jóhönnu
Tryggvadóttur
Bjarnason
Alþingi hefur nú setið um nokk-
urra vikna skeið. Fátt eitt markv-
ert gerist í þingsölum. Mætti ætla
að þinginu sé lítt umhugað um
mál málanna í dag, — að afla
þjóðinni skotsilfurs í sem mestum
erlendum gjaldeyri. I fjölmörgum
blaðagreinum, viðtölum í útvarpi
og sjónvarpi hef ég á undanförn-
um árum bent á þá staðreynd að
fyrir eina okkar helstu útflutn-
ingsafurð, saltfiskinn, gat ég feng-
ið snöggtum hærra verð í Grikkl-
andi og í Portúgal, en einokun:
arhringurinn SÍF hefur fengið. í
mai 1980 gat ég selt fyrir 26%
hærra en SÍF. Samningur minn
við Portúgali á þessum tíma
hljóðai upp á 7000 tonn af öllum
stærðum fisks, andvirði 20 millj-
óna Bandaríkjadollara. Hvað ger-
ði Tómas ráðherra? Hann leyfði
SÍF undirboð, svo sem hver maður
getur séð í hagskýrslum.
Láttu ekki standa við
orðin tóm, Geir
Hallgrímsson!
Geir Hallgrímsson hefur rétti-
lega bent á að sækja beri stjórn-
málamenn til ábyrgðar. Þetta
fannst mér drengilega mælt og
hvet ég Geir nú til að standa við
þau hin góður orð. sjálf hef ég ítr-
ekað staðhæft að um valdbeitingu
og vandníðslu sé að ræða hjá Tóm-
asi Árnasyni, sem kostað hafi alla
alþýðu manna stórkostlegar fjár-
fúlgur. Hef ég bent á með fullum
rökum að sækja beri ráðherra til
saka, og það vil ég og bið um að sé
gert. Þetta verður Alþingi sjálft
að gera, eins og Geir Hallgrímsson
benti réttilega á, enda hafa þing-
menn einir aðgang að skjölum
ráðuneytis Tómasar Árnasonar.
Þjóð okkar hefur engin efni á að
hafa menn í ráðherrastólum, sem
láta það viðgangast að beitt sé
Jóhanna Tryggvadóttir Bjarnason
„ÞaÖ hlýtur aö vera
skýlaus krafa þjóðarinn-
ar að hið háa Alþingi
láti nu fara fram nákv-
æma rannsókn á sölum-
álum saltfisks, og
vinnubrögðum og fram-
komu ráöherra og ráö-
uneytisstjóra hans varð-
andi mig og umboðssölu
mína.“
söluaðferðum eins og SIF viðhef-
ur, — og viðskiptaráðherra leggur
blessun yfir, með því að veita út-
flutningsleyfi. Þetta sjá allir að er
hreinasta þjóðarskömm á sama
tíma og laun almennings eru skert
rétt fyrir jól og fregnir berast af
lántökum erlendis frá.
hingmenn sem ÞORA
Nú veit ég að hver og einn hinna
60 þingmanna vill þjóð sinni vel.
En þannig er, að sumir þora með-
an aðrir þora ekki. Það er fyrr-
Bækur um tröll
BÓKAÍJTGÁFAN Örn og Örlygur
hefur gefið út bók um tröll með
teikningum eftir llauk Halldórsson
myndlistarmann. í tilkynningu útgef-
anda segir, að Haukur hafi sjálfur
valið eða samið nokkrar þjóðsögur og
myndskreytt. Sögurnar voru jafn-
framt þýddar á ensku og samhliða
íslensku útgáfunni kemur sjálfstæð
ensk útgáfa.
í fréttatilkynningu útgefanda
segir m.a.:
Frost og fönn eru engin fyrirstaða þegar ATLAS er annarsvegar. ATLAS snjóhjólbardar: Minni bensíneyðsla, meiri ending og síðast en ekki síst, aukið öryggi fyrir þig, þína og þá sem á vegi ykkar verða. Á ATLAS eru þér allir vegir færir. Útsölustaðir: Hjólbardasalan Höfðabakka 9 Reykjavík og kaupfélögin um allt land. SAMBANDIÐ ^ VÉLADEILD HJÓLBARÐASALA Höfðabakka 9 /-83490-38900
GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM