Morgunblaðið - 27.11.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.11.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 23 Að þora að vera framsýnn Nokkur orð um Guðmund H. Garðarsson Eftir Ólaf Hauksson Flestir stjórnmálamenn láta sér nægja á stjórnmálaferli sínum að glíma við vandamál líðandi stund- ar. Þeir sjá varla fram úr verkefn- unum. Framtíðin er nokkuð sem hugur þeirra hvarflar varla að nema á hátíðarstundum. Hins vegar standa svo nokkrir einstaklingar upp úr, sem vilja skyggnast fram í tímann. Þeir skoða verkefni samtímans með langtímaáhrif í huga. Þeir huga að nýjungum sem stuðla að uppbygg- ingu og þróun. Guðmundur H. Garðarsson er einn af þessum framsýnu mönnum. Eitt ljósasta dæmi þess er brautryðjandastarf hans í þá átt að fá aflétt einokun ríkisins á útvarpi og sjónvarpi. Sú barátta sýndi líka að Guðmundur er mað- ur sem þorir að vera framsýnn. Það er nefnilega ekki nóg að hrópa húrra fyrir nýjungum bara vegna þess að allir aðrir eru sam- mála um þær. Þá fyrst reynir á djörfung og þor þegar þarf að vinna gegn fordómum og aftur- haldssemi. Þegar Guðmundur H. Garðars- son lagði fram lagafrumvarp um frjálst útvarp á Alþingi 1976 mætti hann strax mikilli andstöðu meirihluta þingmanna. Sumir töldu ríkisútvarp og sjónvarp nógu gott, aðrir töldu útvarps- stöðvar í einkaeign þjóðhættu- legar. Olafur Hauksson En Guðmundur H. Garðarsson hafði þor til að standa við tillögu sína, og fylgja henni fast eftir. Hann hafði framsýni um það að frjáls útvarpsrekstur væri til heilla. Og það sem meira er, Guð- mundur fann þann púls hjá þjóð- inni sem kallaði á heilbrigt rekstr- arform mikilvægra fjölmiðla. Nú, mörgum árum síðar, rankar hver stjórnmálamaðurinn af öðr- um við sér og viðurkennir nauðsyn þess að afnema einkarétt ríkisins til að útvarpa og sjónvarpa. Nú er auðvelt að vera jábróðir í þessum efnum. „Guðmundur H. Garðarsson er einn af þessum framsýnu mönnum. Eitt Ijósasta dæmi þess er brautryðjandastarf hans í þá átt að fá aflétt ein- okun ríkisins á útvarpi og sjónvarpi. Sú barátta sýndi líka, að Guðmundur er mað- ur sem þorir að vera fram- sýnn.“ Sá sem þessar línur ritar hefur kynnst Guðmundi H. Garðarssyni í baráttunni fyrir frjálsum út- varpsrekstri. Þar hefur komið fram víðsýni Guðmundar, ein- lægni og festa. Nú fer fram prófkjör sjálfstæð- ismanna um það hverjir eiga að skipa sæti á framboðslista flokks- ins til Alþingiskosninga. Þar á lista á að vera stjórnmálamaður sem sér fram úr vandamálum dagsins í dag, og þorir að leggja fram þau úrræði sem duga. Þessi maður er Guðmundur H. Garð- arsson. Jóladagatöl Lions- klúbbsins Freys Lionsklúbburinn Freyr í Reykja- vík og fleiri Lionsklúbbar í ná- grannabæjunum og viðast hvar um landið hafa þegar byrjað hina árlegu sölu sína á jóladagatölum. Eins og flestir kannast eflaust við, er hér um að ræða dagatöl með súkkulaðimola fyrir hvern dag desembermánaðar. Þetta er tíunda árið, sem klúbbarnir bjóða þetta skemmtilega dagatal, og er það orðið fastur þáttur í jólahaldi margra heimila. Auk þess að gleðja börnin eru kaupendur að styrkja klúbbana ríflega til að sinna ótrúlega fjöl- þættu og oft viðamiklu hjálpar- starfi. Stærsta hluta ágóða af söl- unni fyrir síðustu jól lagði Lionsklúbburinn Freyr til eins vistrýmis á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði, auk þess lagði klúbburinn mörgum öðrum aðilum lið, svo sem Styrktarfélagi vangefinna' vegna Lækjaráss, íþróttafélagi fatlaðra, björgun- arsveitum í Vestmannaeyjum, MS-félaginu og ýmsum einstakl- ingum og félögum. Meðfylgjandi mynd sýnir börn Freysfélaga aðstoða feður sína við i pökkun og merkingu á dagatölun- ( um. Það er líf í tuskunum á pökk- unarkvöldunum og eru þau eftir- sótt af yngri kynslóðinni, sem einnig tekur ríkan þátt í sölustarf- inu. Lionsklúbburinn Freyr þakkar velunnurum sínum stuðninginn og óskar öllum gleðilegra jóla og far- sæls komandi árs. (Frétutilkýnning) CITROÉNA BÍLASÝNING OPIÐ LAUGARDAGINN 27. NÓV. OG SUNNUDAGINN 28. NÓV. KL. 14.00 — 18.00 Verö 172.000.- . Verö 259.500.- Aldrei fyrr hefur verðid á CITROÉN* verið hlutfallslega jafn hagstætt og nú. Notið því tækifærið og tryggið ykkur bíl á þessu einstaka verdi., Hagstæðir greisöluskilmálar CITROÉN A ÁVALLT í FARARBRODDI G/obusi9 LAGMULI 5. SIMI81555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.