Morgunblaðið - 27.11.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982
47
Nú tapaði ÍR með 11 mörkum
ÍR-ingar töpuðu enn einum
leiknum í 1. deildinni í handbolta
er þeir mættu Þrótti í Höllinni i
gærkvöldi. Sigur Þróttar var mjög
öruggur og lokatölur uröu 32:21.
Staðan í hálfleik var 15:10.
Leikurinn var fjarskalega lítt at-
hygliveröur og varla heyrðist í
þeim sárafáu áhorfendum, sem á
hann mættu, fyrr en um þrjár mín-
utur voru eftir og Ólafur Bene-
diktsson í Þróttarmarkinu geröi til-
raun til aö skora yfir endilangan
völlinn. Síöan heyröust aftur fagn-
aðaróp er Páll Ólafsson skoraöi
þrjú „sirkusmörk“ alveg í lokin.
Páll var langbesti maöur Þróttar
ásamt Ólafi H. Jónssyni sem nú lék
meö að nýju. Spilaöi hann sína
menn oft vel uppi. Varla er hægt
aö tína neina út úr hjá ÍR nema
kannski markvöröinn, Guöjón
KA jafnaði á
síðustu stundu
BREIÐABLIK og KA geröu jafn-
tefli 19—19 í 2. deild í gærkvöldi.
í hálfleik var staðan 12 mörk
gegn 8 fyrir UBK. Það var ekki
fyrr en alveg undir lok leiksins að
KA jafnaði og þá úr vítakasti.
Breiðablik var betra liðið í leikn-
um og hafði forystuna allan leik-
inn út í gegn og heföi veröskuld-
að sigur. Þegar ein mínuta var til
leiksloka haföi UBK tveggja
marka forystu 19—17, en missti
þaö niöur í jafntefli. Á síðustu
sekúndu leiksins var dæmd víti á
UBK og úr því skoraði Jakob
Jónsson örugglega. Liðin skiptu
því með sér stigunum.
INIörk KA: Flemming fi, (iuómundur 3, Fridjón
3, Kristján 2, Kjeld 2, l’orleifur, Magnús o>»
Jakoh I mark hver.
Mörk IIBK: Brynjar 5, Björn 4, Aóalsteinn 3,
Kristján 2, Andrés 2, Kagnar, Olafur oj» Stefán I
mark hver.
Hauksson, sem varöi nokkuö vel.
Annars er liöiö mjög jafnt en vinn-
ur varla leik þegar leikmenn gera
sig seka um jafn mikiö af mistök-
um og veriö hefur í leikjum þeirra
til þessa.
Mörkin
ÍR: Björn Björnsson 4, Tryggvi
Gunnarsson 4, Einar Valdimarsson
3, Andres Gunnlaugsson 3, Guö-
jón Marteinsson 3 (1v), Þórarinn
Tyrfingsson 2, Atli Þorvaldsson 1,
Gunnar Kristófersson 1.
Þróttur: Páll Ólafsson 14, Einar
Sveinsson 7 (5v), Lárus Lárusson
3, Jens Jensson 3, Gísli Óskarsson
2 (1v), Lárus Karl Ingason 1, Ólafur
H. Jónsson 1, Magnús Margeirs-
son 1.
— SH.
Naumur sigur ÍBK
ÍBK VANN Njarövík í úrslitadeild-
inni í körfuknattleik í gærkvöldi í
Njarðvík með 69 stigum gegn 67.
Njarðvík var yfir í leikhléi 36—28.
Þetta var leikur mistaka, tauga-
veiklunar og mjög mikillar
spennu. í fyrri hálfleiknum kom-
ust Keflvíkingar níu stigum yfir er
15 mín. voru liðnar — staöan var
þá 27—17 — en þá tóku Njarðvík-
ingar sprett og skoruöu 19 stig í
röð. Staðan þá 36—26.
Keflvíkingar byrjuöu síöari hálf-
leikinn vel og náöu fljótlega aö
jafna og eftir fimm mín. voru þeir
komnir eitt stig yfir, 43—42. Síöan
var mikið jafnræöi meö liöunum —
liöin skiþtust á um aö hafa foryst-
una — en um miöjan hálfleikinn
tók UMFN sprett og komst fimm
stig yfir er rúmar sex mín. voru
eftir og var það mesti munurinn i
hálfleiknum.
Eftir mikinn handagang og læti
tryggöu Keflvíkingar sór sigur á
síöustu mínútunni — sigur sem
heföi getaö lent hvorum megin
sem var.
Stigin. Njardvík: Kotterman 19, Valur Ingi-
mundarson 16, Árni Lárusson 11, Gunnar
Þorvarðarson 10, Áatþór Ingason 4, Júlíua
Valgeirsson 4, Ingimar Jónsson 3.
ÍBK: Axel Nikulásson 27, Þorsteinn Bjarna-
son 14, Jón Kr. Gíslason 10, Brad Miley 10,
Björn Skúlason 8.
Hördur Tuleníus og Siguröur Valur dæmdu
frábærlega vel.
ÓT.
Gróttan er efst
GRÓTTA sigraði Ármann í 2.
deild í gærkvöldi meö 22 mörkum
gegn 21 í hörkuleik. Grótta er nú
efst í 2. deíld og viröist liöið meö
sama áframhaldi stefna að fyrsta
sæti í deildinni. Liðið leikur
skemmtilegan og árangursríkan
handknattleik og fer liðinu stöð-
ugt fram.
í hálfleik í gær haföi Grótta for-
ystu 11—9. Og lengst af í síöari
hálfleiknum haföi Grótta tvö til þrjú
mörk yfir. Þegar þrjár mínútur voru
til leiksloka haföi Ármenningum þó
tekist aö ná forystunni meö mjög
mikilli baráttu en leikmenn Gróttu
gáfu sig ekki, skoruöu næstu þrjú
mörk og síöasta mark sitt svo úr
vítakasti í lokin. Sanngjarn sigur
Gróttunnar. Ragnar Halldórsson
markvöröur Gróttu var besti maö-
ur liðsins. Varöi meöal annars tvö
víti.
Víkingar ráða nýjan
sovéskan þjálfara
ÍSLANDSMEISTARAR Víkings í
knattspyrnu hafa ráðið nýjan
þjálfara og er hann sovéskur,
eins og tveir síöustu þjálfarar
Víkings, þeir Youri llitschev og
Youri Sedov. Hinn nýi þjálfari
Víkings heitir Gennady Logofet,
kallaður „Gena“ meðal félaga
sinna og er væntanlegur hingað
til lands í janúar.
Gena er mjög kunnur þjálfari í
Sovétríkjunum — í alfremstu röö.
Hann lék um langt skeiö með sov-
éska liðinu Spartak Moskvu og var
í 12 ár fastur maöur í sovéska
landsliðinu. Lék stööu bakvaröar.
Hann hefur síöustu árin veriö meö
sovéska B-landsliöið og var aö-
stoöarmaöur Beskovs, aðalþjálf-
ara sovéska landsliösins á Spáni í
sumar. Gena er 40 ára gamall og
talar mjög góöa ensku.
Víkingar fengu fyrst til sín sov-
éskan þjálfara fyrir fjórum árum,
Youri llitschev. Þó Víkingar næöu
ekki aö vinna til verölauna þaö
sumar, þá sýndu þeir miklar fram-
farir. Voriö 1980 réöst Youri Sedov
til félagsins og þá varö Víkingur
Reykjavikurmeistari og ávann sér
rétt til aö leika í UEFA-keppninni.
Sumariö eftir 1981 varö Víkingur
islandsmeistari undir stjórn Youri í
fyrsta sinn í 57 ár. Og í sumar
vöröu Víkingar titilinn — uröu ís-
landsmeistarar, auk þess aö þeir
uröu Reykjavíkurmeistarar og
meistarar meistaranna. Veröur
ekki annaö sagt en hin sovésku
tengsl hafi reynst Víkingi vel.
H.Halls.
Mörk (.róllu: Sverrir 10, Keynir 3, Siguróur 3,
(.unnar 2, Kari I, Krislján 1, Jóhannes I, Hjörl-
ur I.
Mörk Ármanns: Friórik 9, llaukur 4, Bragi 3,
F.inar 3, Kristinn I, Atli I.
ÞR.
Sigmar meö
stórleik
ÞÓR frá Vestmannaeyjum sótti
Aftureldingu heim í gærkvöldi og
vann öruggan sigur á liöinu,
25:19. í hálfleik var staöan 10:8
fyrir Þór. Leikur liöanna var ekki
mjög vel leikinn en þó brá fyrir
sæmilegum köflum. Maöurinn á
bak við sanngjarnan og öruggan
sigur Þórs var markvörður liös-
ins, Sigmar Þröstur. Hann varöi
15 skot í leiknum og sýndi snilld-
artakta.
Mörk UMFA: Lárus 6, Hjörtur 5, Steinar 3,
Sijfurjón 2, Jón 2, lngvar l.
Mörk Þórtc Lars (iöran 8, Gylíi 5, («estur 4,
Böóvar 2, Herbert 2, Þór, Oskar «g Ingólfur, allir
meó l mark.
ÞR/íben.
Bikarkeppni SSÍ hófst í gærkvöldi
Annaö stærsta sundmót vetrarins hófst í Sundhöll Reykjavíkur í gærkvöldi. En þaö er bikarkeppni SSÍ í 1.
deild. Bikarkeppnin er stigamót og þaö liö sem sigrar verður bikarmeistari íslands en það lið sem fæst stig
fær fellur niður í 2. deild. Reiknaö er með mikilli keppni á mótinu, og ekki er gott að spá um hvaða félag
sigrar eöa hvaða félag fellur niður í 2. deild. Keppni hefst kl. 16.00 í dag en kl. 15.00 á morgun. _ ÞR.
Verkamanna-
félagið Dagsbrún
Félagsfundur veröur haldinn í Iðnó mánudaginn 29.
nóvember kl. 20.30. Dagskrá:
1. Félagsmál.
2. Kjaramál.
3. Önnur mál.
Félagsmenn eru hvattir til aö koma á fundinn og sýna
skírteini viö innganginn.
Stjórnín.
Polaroid
augnabliksmyndirnar
eru hrókur alls fagnaðar
Polaroid660 myndavélin tryggir fallegri,
litríkari og skarpari augnabliksmyndir
■ Rafeindastýrt leifurljós gefur rétta blöndu af
dagsbirtu og „Polaroid“-ljósi hverju sinni,
úti sem inni.
660 vélin hefur sjálfvirka fjarlægðarstillingu
frá 60 cm til óendanlegrar, 640 vélin er með
fix focus og 650 vélin með fix focus og nærlinsu.
Óþarft að kaupa flash og batteri
því batteri er sampakkað filmunni.
m Notar nýju Polaroid 600 ASA
litmyndafilmuna, þá hröðustu í heimi!
helmingi Ijósnæmari en aðrar sambærilegar filmur!
■ Algjörlega sjálfvirk.
m Á augabragði framkallast glæsilegar Polaroid
litmyndir sem eru varanleg minning líðandi stundar.
■ Polaroid 660 augnabliksmyndavélin
er metsölu augnabliksmyndavélin í heiminum í ár!
Tökum gamlar vélar upp í nýjar Polaroid vélar.
Kynntu þér kjörin!
Polaroid filmur og vélar fást í helstu verslunum um land allt.
Polaroid
Einkaumboð: Ljosmyndaþjónustan hf., Reykjavík.