Morgunblaðið - 27.11.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.11.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 33 Sverrir Stormsker 19 ára og gefur út ljóðabók: „Kveðið í kútnum“ FJÖLVAÚTGÁFAN hefur sent frá sér ljóðabók eftir ungt skáld sem kýs að nefna sig Sverri Stormsker. í bókinni er aö finna 59 Ijóð og er þetta í fyrsta sinn sem hið unga skáld sendir frá sér kver af þessu tagi. „Ég byrjaði að fitla við lista- gyðjuna í lokabekk gagnfræða- skóla," sagði skáldið, sem er ní- tján ára, í samtali við Mbl. „En ég fór ekki að finna fyrir mér sem skáldi fyrr en í fyrra." Þetta er svo til allt ort með hefðbundnum hætti og ekkert ljóð hefur kostað neinn verulegan svita í samningu. Og ljóðin eru ekki löng, því ég vil helzt ekki vera að þreyta fólk með langlok- um,“ sagði Sverrir Stormsker. Ljóðakverið nefnist „Kveðið í kútnum" og sagði Sverrir heiti bókarinnar táknrænt fyrir inni- hald hennar. Myndskreytingar eru eftir systur skáldsins, Guð- rúnu E. Ólafsdóttur. Kápa Ijóðabókar Sverris Stormsker, Kveðið í kútnum. Islenskri þjóðsagnaveröld lýst með stórbrotnum og þjóðlegum teikningum Þú lest sögurnar og skoðar myndirnar og horfír beint inn í þjóðarsálina. ÖRN&ÖRLYCUR Síöumúla 11, simi 84866 TVÆR SJÁLFSTÆÐAR BÆKUR, ENSK OG ISLENSK Haukur Halldórsson myndlistarmaður hefur valið sér það verkefni að lýsa íslenskri þjóðsagnaveröld með óvenjulega þjóðlegum og stórbrotnum teikningum. Listamaðurinn valdi sjálfur eða samdi nokkrar þjóðsögur og myndskreytti. Sögurnar voru jafnframt þýddar á ensku og samhliða þeirri i'slensku höfum við gefið út enska útgáfu. íslenska útgáfan er ætluð öllum þeim Islendingum, ungum sem öldnum, sem vilja gleðjast vfir þjóðlegum verðmætum, glæða áhuga annarra fyrir þeim og tryggja það að tengslin við fortíðina slitni ekki heldur styrkist með auknum skilningi og samúð á h'fi og kjörum forfeðranna. Nú er tækifærið til þess að senda vinum og viðskiptamönnum erlendis eitthvað nýstárlegt og óvenjulegt, en jafnframt 1 takt við þann mikla þjóðfræða- áhuga sem fer eins og eldur um sinu um allan heim. In Icelandic Folklore Stories and Drawings Opið ídagtil kL4 HAGKAUP Skeifunni15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.