Morgunblaðið - 27.11.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.11.1982, Blaðsíða 48
^^Lskriftar- síminn er 830 33 ^Auglýsinga- síminn cr 2 24 80 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 Kát og hress stúdentsefni úr Hafnarfirði. Nemendur Flensborgarskóla héldu dimissjón sína í gær og varð þessi fríði hópur þeirra á vegi Ijósmyndara Mbl. LÍÚ boðar „við- eigandi aðgerðir“ AÐALFUNDUR LÍÚ samþykkti að beina því til stjórnar samtakanna að reyna næstu vikur að ná samningum um viðunandi rekstrargrundvöll fyrir útgerðina eftir áramót, þannig að fyrir liggi hvort hægt verði að hefja veiðar eftir 1. janúar. Verði viðunandi rekstr- argrundvöllur ekki tryggður fyrir miðj- an desember, að mati stjómarinnar, þá kalli stjórnin trúnaðarráð samtakanna til fundar, til að taka ákvörðun um viðeigandi aðgerðir. Einnig segir í samþykktinni að áð- ur en til þessa komi, verði staðan rædd ítarlega í félögum útvegs- manna. Þessi samþykkt er gerð í ljósi þeirrar óvissu, „sem nú ríkir varðandi oiíugjald til fiskiskipa, niðurgreiðslu á olíu, fiskverð og ann- an rekstrargrundvöll útgerðarinnar um næstkomandi áramót", að því er segir í samþykktinni. Vefst fyrir stjórn- völdum að skil- greina láglaun Ragnar í Smára - listaverkabók Listasafns ASÍ og Lögbergs — Miklir útreikningar og umræður vegna ákvæöa bráðabirgöalaganna um greiðslu 50 millj. kr. láglaunabóta fyrir áramótin MIKLIR útreikningar og umræður fara nú fram í fjármáiaráðuneytinu og meðal stjórnarliða um hverja telja eigi láglaunamenn þessa lands og hvernig verja á 50 milljónum króna til greiðslu bóta til láglaunafólks fyrir nk. áramót samkvæmt 2. grein bráðabirgöalaga ríkisstjórnarinnar. Mbl. er kunnugt um að stórum hluta ríkisstjórnarfundar sl. fimmtudagsmorgun var varið til umfjöllunar um þetta atriði. RAGNAR í Smára nefnist bók er út kom hjá Listasafni ASf og bóka- forlaginu Lögbergi i gær, og er þetta fyrsta bók þessara aðila í rit- röð; íslensk myndlist — Lista- verkabækur Listasafns ASÍ og Lögbergs. Ritstjórn bókarinnar og skráningu viðtala hefur Ingólfur Margeirsson blaðamaöur annast, en æviágrip Ragnars Jónssonar í Smára og bókaútgefanda i Helga- felli hefur Gylfi Gislason myndlist- armaður ritað. Á blaðamannafundi, sem efnt var til í gær í tilefni útkomu bókarinnar, sagði Sverrir Krist- insson útgefandi í Lögbergi, að ætlunin væri að halda áfram á þessari braut. Um leið og bókin um Ragnar í Smára kæmi út, væri gefin út bók um Eirík Smith listmáiara, og síðan sé ætlunin að gefa út ekki færri en tvær bækur á ári, fleiri að öllum „Hvernig á að skilgreina lág- laun og eftir hverju? Hvað eru laun? Hvað eiga þessar bætur að vera háar?“ spurði Þröstur Ólafs- son aðstoðarmaður fjármálaráð- 70 atvinnulausir í Ólafsfirði: „Útlitið er dökkt“ — segir Ágúst Sigurlaugsson „ÁSTANDIÐ er ekki gott ennþá og veðráttan og aflaleysi virðast hjálp- ast um að gera okkur lífið leitt. Það eru ennþá um 70 manns á atvinnu- leysisskrá,“ sagði Ágúst Sigurlaugs- son formaður Olafsfjarðardeildar Einingar í samtali við Mbl. í gær. Um síðustu mánaöamót voru rúm- lega eitthundrað manns á skrá yfir atvinnulausa í Ólafsfirði. „Útlitið er ekki bjart. Það er alltaf vitlaust veður og enginn afli. Nú er verið að segja upp fólki hjá minni aðilum, til dæmis salt- fiskverkunarhúsunum hérna, vegna þess að ekkert berst á land. Það byggist allt á því að fiskur berist á land. Miklar framkvæmdir hafa verið í öðru frystihúsinu hérna, og stefnt er að því að það verði til- búið til fiskmóttöku nú um mán- aðamótin, en eftir er að sjá hvort þá gefi á sjó og hvort einhver afli berist á land.“ Ragnar Jónsson í Smára. líkindum. Þorsteinn Jónsson for- stöðumaður Listasafns Islands sagði, að hugmyndir væru um að hafa bækurnar með þrennu móti; Bækur um starfandi lista- menn, bækur um látna lista- menn og bækur er tækju fyrir ákveðin tímabil, listastefnur eða hópa er starfað hafa saman að myndlist með einum eða öðrum hætti. Viðeigandi þótti að hefja útgáfuna með bók um Ragnar í Smára, sagði Sverrir, „einn mesta velgjörðarmann íslenskra lista á þessari öld.“ Á blaða- mannafundinum í gær í tilefni útkomu bókanna voru Ragnar Jónsson og kona hans, Björg Ell- ingsen, Eiríkur Smith, fulltrúar útgefenda og ýmsir aðilar er unnið hafa að bókunum. í bókinni um Ragnar í Smára eru viðtöl við ýmsa menn er þekkja vel til Ragnars, og birtar eru fjölmargar myndir af lista- verkum er Ragnar gaf ASÍ fyrir nokkrum árum. Sjá nánar á miðopnu Morgunblaðsins í dag. herra á móti, er Mbl. spurði hann á hverju stæði hvað greiðslur þessara bóta varðar, en sam- kvæmt bráðabirgðalögunum frá í ágústmánuði á að greiða þær á þessu ári. Þröstur sagði að haldn- ir hefðu verið fundir með forystumönnum verkalýðshreyf- ingarinnar varðandi þetta, en ýmis tæknileg vandamál vefðust fyrir mönnum. Þröstur sagði að væntanlega kæmi til greiðslna rétt fyrir jól, en samkvæmt þeirri reglugerð, sem gefin yrði út varð- andi þær greiðslur, yrðu einnig greiddar samskonar bætur eftir áramótin og yrði þar til varið 125 milljóna króna fjárveitingu sem reiknað væri með í fjárlögum. Þær leiðir sem helst hafa verið til umræðu eru samkvæmt heim- ildum Mbl. tvær, þ.e. skattaleið og fyrirtækjaleið. Annars vegar að miðað verði við skattaframtöl og hins vegar greidd laun og hef- ur í því sambandi verið rætt um að greiðslur kæmu þá í gegnum atvinnufyrirtækin. Það var þó að heyra á Þresti Ólafssyni, þó hann vildi ekkert fullyrða um hver niðurstaðan yrði, að líklegast yrði byggt á niðurstöðum skattaframtala og að einnig yrði reynt að taka sem mest tillit til framfærslubyrðar hvers og eins. Þá taldi hann líklegast að greiðsl- ur kæmu í formi ávísana á ríkis- sjóð og að um misháar bætur yrði að ræða. Þröstur sagði að 50 milljónirnar væru þegar fyrir hendi í ríkissjóði og að þeirra hefði verið aflað með tekjuöflun- arliðum bráðabirgðalaganna. Umfjöllun um bráðabirgðalögin á Alþingi: Kemur til fullra verð- bóta, verði þau felld? — Ágreiningur um lagatúlkun meðal tilkvaddra umsagnaraðila í UMFJÖLLUN Alþingis um staðfestingu bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar um efnahagsaðgerðir frá 21. ágúst sl. hafa komið fram mismunandi túlkanir tilkvaddra umsagnaraðila á því hvað gerast muni, ef bráðabirgðalögin verða felld. Nokkrir þeirra halda því fram, að ef bráðabirgðalögin verða felld eftir I. desember þýði það, að til greiðslu fullra verðbóta, eins og þær áttu að verða 1. desember, komi frá og með þeim degi sem Alþingi fellir frumvarpið. Aðrir telja að ákvörðun kauplagsnefndar um 7,72% verðbætur 1. desember sem er helmings skerðing samkvæmt bráðabirgðalögunum standi óbreytt og vísa máli sínu til stuðnings á ákvæði Ólafslaga. Sú túlkun að til fullra verðbóta eigi að koma, ef bráðabirgðalögin verða felld, og þá frá afgreiðslu- degi þeirra, er tiltölulega nýtil- komin. Hefur því jafnvel einnig verið haldið fram, að til greiðslu verðbóta eigi að koma afturvirkt, þ.e. frá 1. desember, ef frumvarpið verði fellt síðar. Þær raddir eru þó fáar. Túlkunin um að fall bráða- birgðalaganna hafi engin áhrif er byggð á 48. gr. svonefndra Ólafs- laga, en þar segir að kauplags- nefnd reikni vísitölu til þriggja mánaða í senn. Greinin er svo- hljóðandi; „Greiða skal verðbætur á laun hinn 1. júní 1979 og síðan á þriggja mánaða fresti miðað við breytingar sérstakrar verðbóta- vísitölu sem kauplagsnefnd reikn- ar á sama tíma og vísitölu fram- færslukostnaðar." Þeir sem telja grein Ólafslaga standa sterkast hvað þetta varðar segja að ákvörðun kauplagsnefnd- ar um hver launin verða 1. des- ember sl. hljóti að standa, hver svo sem afdrif frumvarpsins verði. Til að henni verði hnekkt hljóti að verða að breyta þessari grein Ólafslaga, eða þá að kauplags- nefnd komi saman eftir að bráða- birgðalögin verði felld og ákveði kaup á ný samkvæmt því. Árásin í Hátúni 10: Maður hand- tekinn og hefur játað UNGUR maður var handtekinn fyrir utan veitingahús í Reykjavík um mið- nætti í fyrrakvöld vegna fólskulegrar árásar á fullorðna konu í íbúð hennar í Hátúni 10, húsi Öryrkjabandalagsins, fyrr um kvöldið. Hann hefur játað að hafa ráðist á konuna og stolið frá henni um tvö þúsund krónum. Hann vísaði rannsóknarlögreglumönnum á veskið sem hann stal. Maður þessi hef- ur áður komið við sögu vegna árásar- mála. Tildrög voru þau, að konan skrapp út úr íbúð sinni um áttaleytið og skildi hana eftir opna. Þegar hún kom til baka var maðurinn í íbúð hennar. Hann sló konuna í andlitið þegar hún hrópaði á hjálp og svo mikið var höggið að konan kinn- beinsbrotnaði og var hún flutt í slysadeild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.