Morgunblaðið - 27.11.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.11.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 13 Veitum Bessí Jóhanns- dóttur brautargengi... eftir Ardísi Þórðardóttur, rekstrarhagfræðing Um þessa helgi lýkur próf- kjörsbaráttu sjálfstæðismanna í Reykjavík. Baráttan hefur verið drengileg og vonandi raðast á lista flokksins hæfar konur og karlar. Flokkurinn getur þannig gengið sterkur til kosninga. Þá verður mögulegt að nýta þann byr, sem ég tel okkur sjálfstæð- ismenn hafa nú. Bessí Jóhannsdóttir, formaður Hvatar, er einn af hinum yngri og glæsilegri frambjóðendum í prófkjörinu. Ég hef þekkt Bessí Jóhannsdóttur lengi. Fyrst kynntumst við í Vöku, félagi lýð- ræðissinnaðra stúdenta. Þar var þróttmikið starf eins og oft er meðal ungs fólks. Það var ákaf- lega gaman að vinna með þessu kjarnmikla fólki í Vöku. Ég nefni Bessí Jóhannsdóttur, Dav- íð Oddsson, Hannes Hólmstein Gissurarson, Ingu Jónu Þórðar- dóttur og Kjartan Gunnarsson, sem öll urðu virk í Sjálfstæðis- flokknum að námi loknu. Bessí var áberandi baráttumaður hægri manna í skólanum. Þegar hún náði kjöri sem fulltrúi nem- enda í deildarráði hinnar mjög svo vinstri sinnuðu heimspeki- deildar, urðum við steinhissa — ásamt mörgum öðrum að ég hygg. Bessí naut þarna mann- kosta sinna. Hún er dugleg, hreinskiptin, sjálfstæð, skelegg, og ákaflega lagin við að vinna málstað sínum fylgi. Bessí Jóhannsdóttir hefur síð- an gegnt fjölmörgum trúnað- arstörfum fyrir SUS, Hvöt og Sjálfstæðisflokkinn. í þau hefur hún valist vegna þess trausts, sem hún nýtur meðal hins al- menna flokksmanns. Bessí er nú í forsvari fyrir Hvöt og stýrir félaginu af röggsemi og festu. Vekur það athygli að Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna, er sífellt að verða sjáanlegra og virkara póli- tískt afl í flokknum, og í þjóð- málabaráttunni. Framboð Bessíar Jóhanns- dóttur fékk strax mikinn og góð- an hljómgrunn meðal sjálfstæð- isfólks, enda á foringi sjálfstæð- iskvenna í Reykjavík einmitt er- indi á lista sjálfstæðismanna. Þannig styrkist framboðslistinn verulega. Ég hef, eins og aðrir, mikla trú á reynslu Bessíar Jóhannsdóttur og hæfni hennar í stjórnmála- baráttunni. Því hvet ég alla sjálfstæðismenn til að kjósa Bessí Jóhannsdóttur í prófkjör- inu. Það yrði Sjálfstæðisflokkn- Um mikill styrkur í komandi al- þingiskosningum. Ardís Þórðardóttir Prófkjör sjálfstæöismanna 28. og 29. nóvember Ragnhildur Helgadóttir Skrifstofa stuöningsmanna er í Skip- holti 19, 3. hæð, horni Nóatúns og Skip- holts. Opiö laugardag og sunnudag kl. 14—22. Símar 19055 og 19011. ______________________J Við minnum á Elínu Pálmadóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Við viljum Elínu á þing: • Vegna beinna kynna hennar af borgar- búum og málefnum þeirra sem borgar- fulltrúi um árabil og blaöamaöur á ferö í tvo áratugi. Hún hefur sýnt aö hún tekur mannlega á málum. • Hún hefur hugkvæmni, kjark og dugnaö til aö nýta sína reynslu af málefnum Reykja- víkur og þekkingu til að koma málum fram. • Rétta þarf hlut kvenna í þingliöi Sjálfstæö- isflokksins Studningsmenn Þeir sem eru sama sinnis og viö, hafi samband viö okkur í Dugguvogi 10 (Sigurplast) eftir kl. 5 og um helgina. Símar 35590 og 32330. Flokkur okkar stendur á vegamótum. Skammt er til Alþingiskosninga og prófkjör vegna þeirra verður í Reykjavík 28. og 29. nóv. n.k. Nú þegar stundarágreiningur er að baki, er taekifæri til þess að sameina kraftana og sækja fram sem órofa heild. Með hag flokksins í huga í prófkjörinu höfum við möguleika á að stilla upp sterkum lista í Reykjavík. Sá listi, og það afl sem að baki býr, mun veita Sjálfstæðisflokknum brautargengi til forystu í íslenskum stjómmálum á ný. Við sem tökum þátt í prófkjörinu - gerum það í þágu Sjálfstæðisflokksins og þjóðarinnar allrar. ' Það sem máli skiptir nú, er sterkur samhentur Sjálfstæðisflokkur. Þess vegna tek ég þátt í komandi prófkjöri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.