Morgunblaðið - 27.11.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.11.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 7 Prófkjör Alþýðuflokksins Kosningaskrifstofa Bjarna Guðnasonar er aö Langholtsvegi 115, símar 81066 — 82023. Opiö laugardag og sunnudag. Bjarni í 1. sæti Stuðningsmenn Vinahjálp Jólabazar Vinahjálpar veröur að Hótel Sögu, á morgun sunnudaginn 28. nóvember kl. 2 e.h. Fallegar jólaskreytingar. Handavinna og sælgæti. Ávísanir leystar út eftir mánaðamót. Hefur verið reyndur á ís- landi í öllum veðráttum og virkað óaðfinnanlega. Hentar vel í nýbyggingar, sumarbústaði og eldri hús. Hitar útiloftiö áður en þaö fer út í herbergið, og virkar þá bæði sem loft- ræstikerfi og hitunartæki. Fæst í mismunandi út- færslum. Þremur stærð- um. í horn eöa á vegg. Þér klæðið arininn að eig- in ósk. Viö leiöbeinum meö val og veitum allar upplýsingar. Góðar leiðbeiningar um uppsetningu fylgja. Sam- þykktur af Brunamála- stofnun íslands. Hringið og við sendum upplýs- ingar. P. O. BOX 330 - 202 KÓPAVOGI - ICELAND Kvöld- og helgarsími 46100. SUPERFIRE ARINNINN í glerhúsi? Einstæður kostur Blaðamenn búa við þann einstæða kost í störfum sínum, að þeir leggja verk sín daglega undir dóm lesenda. i þessu felst í senn aðhald og styrkur. Enginn blaðamaöur sem vill láta taka mark á sér fer vísvitandi með rangt mál. Þeir, sem halda því fram, að blaðamenn misfari með staðreyndir, geta gert það meö því að vísa til þess sem birst hefur, en þeir verða jafnframt að færa rök fyrir máli sínu. í Staksteinum í dag eru birtar tvær setningar úr málsvörn Helga H. Jónsson- ar, fréttamanns, sem vildi láta loka framsóknarþinginu fyrir blaðamönnum. Þar dylgjar hann um fréttir Morgunblaðsins af þessu þingi og tilgang blaðsins með því að hafa þar blaðamann. Helgi H. Jónsson færir engin rök fyrir máli sínu. Skrifar hann sem framsóknarmaður eða fréttamaöur? Helgi H. Jónsson, frétta- maöur hjá útvarpinu. hefur sent öllum dagblöðunum grein, þar sem hann heldur uppi vömum fyrir þá af- stöðu sína á flokksþingi framsóknarmanna á dög- unum, að þinginu bæri að loka fyrir blaöamönnum. Af þessu tilefni ályktaði stjórn Blaöamannafélags- ins gegn sjónarmiðum Helga. Telur hann þaö mikla bíræfni hjá stjórn- inni að samþykkja slíka ályktun án þess að leita fyrst til sín (Helga H. Jóns- sonar, fréttamanns) og fá hjá honum þau rök, sem hann hefur uppi lokunar- máli sínu til stuðnings. í þessari grein, sem nú hefur birst meðal annars hér í blaðinu, færir Helgi svo fram sín rök. Þar er meðal annars að finna þessar setningan „Hitt er annað mál, þótt einhverjir stjórnarmanna Bl (Blaðamannafélags ís- lands, innsk. Staksteinar) kjósi kannski að láta sem þeir viti það ekki, að sum- um íslensku blaöanna hættir á stundum til þess að sjá atburöi í gegnum pólitiskt sjóngler — ég tala nú ekki um atburði á borö við flokksþing annarra flokka en þess sem við- komandi blað styður... Og tæpast fer hjá því, að einhverjum detti í hug, að áhugi Morgunblaðsins á umræðum pólitískra and- stæðinga eigi sér hugsan- lega fleiri orsakir en þá eina að flytja af þeim hlut- lausar og málefnalegar fréttir. Eða hvað?“ Eins og kunnugt er láta fréttamenn útvarps jafnan eins og þeir standi utan og ofan við þjóðlífið þegar þeir birtast á öldum Ijós- vakans, síst af öllu lúti þeir svo lágt að draga taum eins fiokks, einstaklings eða stefnu fram yfir aðra. En menn hljóta að spyrja eftir framgöngu Helga H. Jóns- sonar, fréttamanns, í lok- unarmálinu á flokksþingi framsóknarmanna, þar sem hann var meðal full- trúa, enda einn af áhrifa- mönnum flokksins og varaþingmaður, hvort hann sem fréttamaður sjái aldrei „atburði í gegnum pólitískt sjóngler"? Kemur fram- sóknarandinn aðeins yfir hann á þingum framsókn- armanna? Hvort skrifar Helgi H. Jónsson grein sína sem framsóknarmaö- ur eða fréttamaður? Eða er hún kannski skrifuö í gler- húsi? „Rjóminn af róttæklingum“ þingar Lítið hefur verið sagt frá svokallaðri landsráðstefnu Samtaka herstöðvaand- stæðinga, sem efnt var til 9.—10. október sl. I nýj- asta tölublaöi Verkalýðs- blaðsins, setn dagsett er 22. nóvember, segir ÞOA loksins fréttir af þessari landsráðstefnu. Hann seg- ir, að hún hafi verið með „fámennasta og daufasta móti" og ba'tir við: „Fyrstu ráðstefnur samtakanna voru æði stormasamar, en nú virðist lognmollan vera búin að ná yfirhöndinni." Segir ÞOÁ, að innan Samtaka herstöðvaand- stæðinga skorti menn „sjálfsrýni, sjálfsmat og | sjálfsaga" og þar ríki jafn- I framt „virðingarleysi fyrir j skoðunum annarra". I ! samtökunum sé ekki vægt að segja „hug sinn allan" eða leggja fram „efasemd- ir sínar" án þess „að verða sér til skammar". Þá segir ÞÖÁ: „Æðsta forysta Alþýðu- bandalagsins skrópaði að þessu sinni og var það útaf fyrir sig ágætt. Enginn þingmaður trufi- aði ráðstefnuna, en ýmsir urðu til að senda þeim tón- inn. Æskulýðsnefnd AB (Alþýðubandalagsins, innsk. Staksteina) fékk einnig harðar ákúrur fyrir að stinga af með gróða af veitingasölu á Miklatúns- fundinum, en sú ágæta nefnd var sömuleiðis ijar- verandi á ráðstefnunni. Engar bjartsýnisraddir heyrðust um að hermálið muni vinnast í þingsölum í bráð." Enn segir ÞÖÁ: „Það má furðu sæta, að á ráð- stefnu þessari, þar sem ætla má að rjóminn af rótt- æklingum iandsins sé sam- an kominn, skyldi ekki vera minnst á heimskrepp- una og þátt efnahagsást- ands og hagkerfa í mögnun ófriðar, heldur. fyrst og fremst einblint á vopn og hernaðarmannvirki. Orðið heimsvaldastefna er nú máð út úr orðabók samtak- anna nema sem innantómt skammaryrði gegn Banda- ríkjunum einum í munni einstakra Trotski-aðdá- enda." Og að síðustu er rétt að birta þexsa klausu úr fund- argerð I>ÖÁ: „Að venju var afar lítið fjallað um þátt Sovétríkjanna í að kynda ófriðarbálið. l>ó fer í vöxt að heina spjótunum ekki einungis að Bandaríkjun- um og NATO, heldur einn- ig að stórveldunum og jafnvel risaveldununi báð- um. Enginn vogaði sér þó að minnast að ráði á her- námið og útrýmingarstriðið í Afganistan. slikt hefði getað spillt hinu frálsam- lega andrúmslofti á ráð- stefnunni." Bók sem ætti að vera til á hverju heimili • Áfengisvandamálið hefur oft verið nefnt mesta mein 20. aldarinnar. • í þessari bók er fjallað á raunsæjan og fordóma- lausan hátt um áfengisböliö og hvernig berjast megi gegn því. • Höfundur bókarinnar er Joseph Pirro, yfirmaður meðferðardeildar Freeport-sjúkrahússins í Banda- ríkjunum. • Þúsundir íslendinga hafa farið í meðferð vegna alkoholisma á síðustu árum, og sá árangur sem hér hefur náðst hefur vakiö heimsathygli. Free- port-ferðirnar og síðan stofnun SÁÁ mörkuðu upphaf þessarar baráttu. .p KHÍ^HR JoMph P. Pirro MESTA M6IH Joseph P. Ptrro raeötr u sjáltsrækt og alkohólisma Barónsstíg 18,101 Reykjavík. Símar: 18830 og 77556.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.