Morgunblaðið - 27.11.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.11.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 Aðventuhátíð í Neskirkju SUNNUDAGINN 28. nóvember verður aðventuhátíð í Neskirkju. Kl. 02.00 annast öll fermingarbörnin ljósamessu. Þorsteinn Stefánsson flytur ávarp, lesin verða nokkur vers úr heilagri ritningu, Guðrún Björg Birgisdóttir les jólasögu og mikið sungið. Trompetleikari Skarphéðinn Einarsson. Seinni hluti hátíðarinnar hefst kl. 05.00 þá syngja báðir barnakórar Seltjarnarness, fyrst í sitt hvoru lagi og svo saman, undir stjórn Hlínar Torfadóttur. Kristján Benediktsson borgarráðsmaður flytur ræðu. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Reynis Jónassonar og sr. Frank M. Halldórsson flytur hugleiðingu. Kvöldvaka á heilsu- hælinu í Hveragerði Mveragerði, 25. nóvember. FYRIR skömmu var haldin kvöld- vaka á Heilsuhælinu í Hveragerði í tilefni af ári aldraðra. Þarna komu fram þrír Reykvík- ingar, sem allir eru kunnir fyrir störf sín í þágu aldraðra. Sigurður Magnússon frá Rauða krossi íslands og Þórir Guðbergs- son, félagsráðgjafi, fluttu erindi, í senn bráðskemmtileg og hin at- hyglisverðustu. Hans Jörgensen, fyrrverandi skólastjóri, stjórnaði fjöldasöng með miklum ágætum, undirleik á píanó annaðist frú Elín Dungal, læknaritari hælisins. Kvöldvakan var fjölsótt af dvai- argestum hælisins og þótti takast með afbrigðum vel. Var þremenningunum þakkað af alhug fyrir komu þeirra um svo langan veg og skemmtan þá og fróðleik, sem þeir veittu viðstödd- um. Undirbúning kvöldvökunnar annaðist frú Jóna Kristín Magn- úsdóttir frá Reykjavík, sem lætur sig öldrunarmál miklu skipta og helgar þeim málum mikinn tíma. — Sigrún. Sigldi með síld og kom með aftur SKARFUR GK seldi afla í er- lendri höfn nýverið. Hluti af afla Skarfs sem hann sigldi með var síld. Skarfur fékk ekki heimild til sölu á síldinni erlendis og kom því með hana til landsins aftur. Kynna nýstárlegt tafl FÉLAG eðlis- og stærðfræði- nema við Háskóla íslands efnir til Go-námskeiðs í samráði við íslensk-japanska félagið og Kínversk-íslenska menningarfé- lagið. Námskeið fyrir byrjendur hófst í gær í byggingu Verk- fræði- og raunvísindadeildar við Hjarðarhaga. Námskeið fyrir þá, sem lengra eru komnir, hefst síðan á sama stað kl. 14 í dag, laugardag. Kennari verður Jay d’Arcy, kennari við Háskóla ís- lands, og mun hann kenna á ís- lensku. Go eða Weiqi er eins konar skák eða tafl, sem tíðkast hefur um langt skeið í Japan og Kína. Hróður þessa tafls hefur farið mjög vaxandi á Vesturlöndum undanfarna áratugi og má ætla, að hér verði um kærkomna nýj- ung fyrir íslendinga að ræða. (Fréllalilkynning.) Sýnum fjölbreytt úrval KEMPPI-rafsuöuvéla auk annarra járniðnaðar- véla helgina 27. og 28. nóv. Opiö laugardag kl. 9.00—17.00 og sunnudag kl. 10.00—16.00. Athugið: Vélarnar verða sýndar í vinnslu. Notiö tækifærið, komið og kynnist nýjungum í suöutækni. SsQasDsanQ Dníío Armúla 34 Símar 34060 — 34066 Sameinast Ólafs- vík og Hellissandur? Olafsvík, 23. nóvemher. ÍBIIAR Ólfsvíkur og Hellissands gera því töluvert skóna þessa dagana aö sameinast undir einu merki stórrar byggðar hér á utanverðu Snæfellsnesi. er sem sagt mikið rætt manna i Ennis og Ólafsvík. Samskipti íbúa þessara byggð- arlaga hafa aukist töluvert á und- anförnum árum og munu enn aukast með öruggari samgöngum með tilkomu nýs Ennisvegar. Eng- in ástæða er til annars en að ætla að hugsanleg sameining megi vel takast. Benda má á að allmikið er um að stofnað sé til hjónabanda fyrir Ennið og tekst yfirleitt með ágætum. Meðmælendur samein- ingar segja líka einn stærsta kost- inn vera þann, að þá verði endan- lega tekið af skarið með hver sé stærsta byggð á Snæfellsnesi. Á því hefur þótt leika nokkur vafi. Sameiningarmenn eru margir og umræða þessi fer fram á ýms- um stöðum, allt frá vigtarskúrum til fundarsala. Mun vera stutt í illi, hvort sameina beri Neshrepp utan það að hreppsnefndarmenn setji upp sparisvipinn og hefji athugan- ir á málinu. Þar sem ekki er vitað til að flokkapólitík spili inn í þessa umræðu, er nokkuð ljóst að þing- menn okkar munu standa álengd- ar við reifun málsins. Hvað sem því líður, þá er ljóst að fljótlega verður kannað á hvaða sviðum byggðirnar geta haft beint sam- starf, þó sameiningu sé ekki til að dreifa. Og séu nú einhverjir enn til af „gamla skólanum", það er að segja menn sem urðu of sterkir á mannamótum, hafa þeir sett hnef- ana djúpt í buxnavasana, til þess að nágrannakærleikur megi blómgast sem mest undir Jökli. Helgi Agúst Einarsson Bjarni Guðnason Emmanúel Morthens Jóhanna Sigurðardóttir Jón Baldvin Hannibalsson Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík: Kosið í dag og á morgun PRÓFKJÖR Alþýðuflokksins í Reykjavík vegna næstu alþingis- luwninoa er haldið niina um helcr- ina, í dag og á morgun, sunnudag. Frambjóðendur eru fimm, þau Ágúst Einarsson útgerðarmaður, Bjarni Guðnason prófessor, Emmanúel Morthens, fram- kvæmdastjóri, Jóhanna Sigurð- ardóttir alþingismaöur og Jón Baldvin Hannibalsson alþingis- maður. Prófkjörið er opið öllum stuðningsmönnum Alþýðu- flokksins í Reykjavík, flokks- bundnum sem óflokksbundnum. Kjörstaðir eru þessir: Iðnó, fyrir þá sem búa við Snorra- braut og vestan hennar, Sigtún, fyrir þá sem búa milli Snorra- brautar og Reykjanesbrautar og Broadway, fyrir þá sem búa í Árbæ, Breiðholti og Selási. Kjörfundur stendur yfir frá klukkan 10 til 18, báða dagana. Flugmálafélag íslands heldur landsþing að Hótel Loftleiðum á sunnudaginn og hefur Flugmálafé- lagið boðið Ann Welch og Bob Harrison hingað til lands, en þau eru bæði heimsþekkt fyrir afrek á sviði flugiþrótta. Þau halda fyrir- lestra að loknu þingi Flugmálafé- lagsins á sunnudaginn. Landsþing félagsins fer fram annaðhvert ár og sækja það sér- stakir fulltrúar kjörnir af 11 að- ildarfélögum þess, sem starfa á 6 mismunandi sviðum flugsins. en þau eru: vélflug, svifflug, fall- hlífastökk, módelflug, drekaflug og flugsaga. Stjórn félagsins, liðið starfs- tímabil, var þannig skipuð: Ás- björn Magnússon, forseti, Sig- mundur Andrésson, varaforseti, Friðrik Pálsson, gjaldkeri, Jón E. Böðvarsson, ritari, Hörður Hjálmarsson, meðstjórnandi og Friðrik Sigfússon, varamaður. Á þinginu á sunnudaginn fer fram kjör nýrrar stjórnar fyrir næsta 2ja ára tímabil. Ann Welch í boði Flugmálafélagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.