Morgunblaðið - 02.12.1982, Síða 7

Morgunblaðið - 02.12.1982, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982 7 Öllum þeim sem glöddu mig meö heimsóknum, skeytum og gjöfum á 70 ára afmœli mínu þakka ég innilega. Guö blessi ykkur öU. Björn Guðmundsson Fáksfélagar Fræðslufundur verður í félagsheimilinu fimmtudaginn 2. desember kl. 20.00. Fundarefni: 1. Sigurbjörn Báröarson les úr nýrri bók sinni „A Fáksspori" og fjallar um helztu vandamál hesta- mennskunnar. 2. Sýndar verða litskuggamyndir frá Landsmótinu á Vindheimamelum í sumar. Félagar fjölmenniö. Fræðslunefndin SIEMENS Betri gjöf — vegna gædanna Siemens- kaffivél med GULLSÍU • Engar pappírssíur. • VARIOTHERM hitastilling. • Dropar ekki eftir lögun. • Snúra uppundin í tækið. SMITH & NORLAND HF., NÓATÚNI 4, SÍMI 28300. Philips solarium heimilislampinn kostar aðeins 6.805 - krónur;* meðstandara og sjálfvirkum tímastilli Philips solarium er fisléttur og meðfærilegur og tekur sára- lítið pláss í geymslu. Það er líka hægt að nota hann án standarans en þannig kostar hann aðeins5.670krónur. Rafmagnseyðsla 0.24 kg. wött Þyngd - 7,5 kg Stærð dxbxh - 10x38x74 cm heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 - SÆTÚN 8 - 15655 ÓSA — UTSTJÓRNUGUIN Klofningur íhaldsins geirnegldur Mesta illmælgin Athygli vekur að mesta illmælgin í tilefni af prófkjöri sjálfstæð- ismanna í Reykjavík og úrslitum í því birtist í hinu ríkisrekna Alþýðu- blaöi. Ritstjóri blaðsins til skamms tíma tók þátt í litlu og misheppn- uöu prófkjöri krata og nú er þaö lína blaösins að draga athyglina frá þeim hörmungum krata með skítkasti á sjálfstæðismenn. Er sú lína í samræmi við stefnu Sigurðar E. Guðmundssonar í borgarstjórn- arkosningunum í vor, þegar hann kepptist við að færa rök fyrir því, aö í raun væru sjálfstæðismenn nasistar og fasistar. Kratar innan og utan Alþýöuflokksins eru sem sé í harðri keppni um að sverta Sjálfstæöisflokkinn sem mest. Útlistun Al- þýðublaðsins í gær fjalla flokksmál gögn vinstri manna að sjálfsögðu um niðurstöð- una í prófkjöri sjálfstasV ismanna í Reykjavík. Eins og við var að búast meta blöðin niðurstöðuna út frá sjónarhóli þeirra flokka, sem eiga þau og stjórna penna ritstjóranna. Kemur því ekki á óvart, þótt rit- stjóri Alþýðublaðsins sé í senn skammsýnastur og þröngsýnastur. Músarholu- sjónarmiðin hafa lengi ráð- ið ríkjum innan Alþýðu- flokksins og ekki sta kkaöi sjóndeildarhringurinn við hið misheppnaða og fá- menna prófkjör krata í Reykjavík á laugardag og sunnudag. Hefur jafn mikil og víðtæk pólitisk auglýs- ingaherferð aldrei skilað jafn litlum árangri. En hvað segir svo rit- stjóri Alþýöublaösins um prófkjör sjálfstæð- ismanna? Meðal annars þetta: „Það sem gerir þessi úrslit prófkjörsins enn al- varlegri fyrir forystu Sjálf- stæðisflokksins, er sú stað- reynd að prófkjörið var lokað, þannig aö aðeins kjarni flokksmanna stóð að aftökunni." Skoðum þessa fullyrðingu nánar: Rúmlega 11 þúsund manns voni á kjörskrá í prófkjöri sjálfstæðismanna — þótl flokkur þeirra sé stór og þá sérstaklega í augum krata er of mikið sagt, að kjarna Sjálfstæðisflokksins myndi 11 þúsund manns. Af þess- um fjölda grciddu 8155 at- kvæði — því miður er einnig oftalið að kalla allan þennan fjölda „kjarna flokksmanna". En kannski skilja pólitiskir skriffinnar krata ekki svona háar töl- ur, því að til dæmis kusu aðeins 3949 manns flokk þeirra í síðustu borgar- stjórnarkosningum i Reykjavík. Alþýðublaðið fer einnig með rangt mál, þegar það segir, að prófkjör Sjálf- stæðLsflokksins hafi verið lokað. Það var opið, því að hver sá sem lét skrá sig gat kosið. hvort heldur hann var flokksbundinn eða ekki. Svo er það auðvitað eftir öðru, að þegar útlistun rit- stjóra Alþýðublaðsins er lesin áfram, kemur auðvit- að í Ijós að í málflutningi hans er ekki heil brú og er það í góðu samræmi við háttalag þeirra núverandi og fyrrverandi krata, sem mest láta til sín taka um þessar mundir. { forystu- grein Alþýðublaðsins segir: „Þegar rúmlega 8 þúsund Reykvíkingar hafna flokknum eins afdráttar- laust og gerðist í prófkjör- inu ...“ Nióurstaða krata- blaðsins er sem sagt sú, að „kjarni" sjálfstæðismanna hafi hafnað flokki sínum í eigin prófkjöri! Hvernig væri að þessi stjórnmála- skýrandi tæki sér fyrir hendur að skilgreina eigin flokk og hið ríkisrekna, litla Alþýðublaðið, sem gef- ið ér út vegna leiðaralest- urs í ríkisútvarpinu, og segði hinum litla hópi les- enda sinna frá því, sem er að gerast í músarholum flokkskrílisins, sem „gefur út“ hið ríkisrekna mál- gagn? Alþýðublað- ið og verka- lýðurinn Engu er líkara en kratar utan og innan Alþýðu- flokksins telji sér mjög til framdrátlar að vera sífellt með Morgunblaðið á vör- unum. Er það ekkert ný- næmi að kratar leiti skjóls hjá þeim sem þeir telja sterkan og óbifanlegan í hinum pólitísku sviptivind- um. Hitt er jafnljóst, að sjaldan launar kálfur ofeldið og krötum utan og innan flokks er það einnig gjarnt að gera Morgun- blaðið að blóraböggli. í gær birti hið ríkisrekna Al- þýðublað athugasemd frá verkalýðsforingjum krata. Foringjarnir mótmæla þeim fullyrðingum Alþýðu- blaðsins, að Alþýðusam- bandið hafi kokgleypt síð- ustu kjaraskerðingar, for- ystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar liggi hundflatir fyrir fótum rikisstjórnar- innar og keppist við að svíkja umbjóðendur sína. Síðan segja verkalýðsrek- endur kratæ „Þetta er málflutningur, sem er ekki sæmandi. Ekki Alþýðu- blaðinu. Þetta gerir Morg- nnblaðið..." Ruglandi ritstjóra Al- þýðublaðsins er takmarka- laus eins og lýst hefur ver- ið, en ekki sýnast verka- lýösrekendur krata betri. Er hér með skorað á þá að færa rök fýrir því, að Nlorgunblaðið ræði um for- ystu ASÍ sem ríkisstjórn- arrakka og svikara við málstaó umbjóðcnda sinna? Baráttan mílli krata utan og innan flokks tekur svo sannarlega á sig und- arlegar myndir. Ákvörðun út- varpsráðs Enn skal að gefnu tilefni bent á það, að það er út- varpsráð, sem hefur ákveð- ið þá skipan, sem veldur því, að ekki er lesinn út- dráttur úr forystugreinum Morgunblaðsins fyrr en daginn eftir að þær birtast. Oftar en einu sinni hefur blaðið lýst undrun sinni á þessari tilhögun og jafn- framt hefur útvarpsráði verið skrifað vegna þess með hvaða hætti frétta- menn útvarps, sem stytta forystugreinarnar, sinna starfi sínu. Við því bréfi hefur ekki borist svar og auðvitað skiptir útvarpsráð aldrei um skoðun, nema þegar fréttamenn útvarps setja þvi stólinn fyrir dyrn- ar. HAFSKIP HF. REYKJAVÍK Til hluthafa Hafskips hf. Kynning á starfsemi félagsins. Fjórða árið í röð boðar félagið til fundar með hluthöfum sínum til kynningar á starfsemi félagsins. Á fundinum munu deildarstjórar félagsins og framkvæmdastjórar sitja fyrirsvörum. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 4. desember n.k. í Hliðarsal Hótel Sögu (inn af Sulnasal) kl. 14:00. Þess er að vænta, að á fundinum verði ræddar hinar margvíslegustu spurningar um rekstur félagsins, framtíð þess og stöðu. Hluthafar eru eindregið hvattir að koma til fundarins og leggja sitt af mörkum til að gera umræður gagnlegar og samveruna ánægjulega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.