Morgunblaðið - 22.12.1982, Side 1
64 SÍÐUR
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982
Leiðtogar sovéska kommúnistaflokksins votta virðingu sína við grafhýsi Leníns i Rauða torginu til að minnast 60 ára afmælis Sovétríkjanna.
Bandaríkjamenn höfnuðu til
boði Yuri Andropov alfarið
Leiðtogar annarra Vesturlanda taka boði Sovétmanna fullir varkárni og efasemda
Moskvu, Lundúnum og París, 21. desember. AP.
YURI ANDROPOV, hinn nýi leiðtogi Sovétmanna, sagði í klukku-
stundarlangri hátíðarræðu, sem haldin var til að minnast 60 ára
afmælis Sovétríkjanna í Moskvu í dag, að Sovétmenn væru reiðu-
búnir að fækka meðaldrægum varnarflaugum sínum verulega, eða
að því marki, að þeir réðu yfir jafnmörgum slíkum flaugum og
Bretar og Frakkar til samans, gegn því að Atlantshafsbandalagið
hætti við staðsetningu 572 meðaldrægra varnarflauga, sem koma á
fyrir í Evrópu.
287. tbl. 69. árg._________
Danir hafna
boði EBE
Brússel, 21. desember. AP.
DANIR höfnuðu í dag „loka-
tilboði“ Efnahagsbandalagsins í
fiskveiðideilunni, sem ríkt hefur
innan bandalagsins frá því kvóta-
skipting var samþykkt af hinum
aðildarríkjunum 9 í októberlok.
Um leið og Danir höfnuðu til-
boðinu voru þeir varaðir við því,
að skip þeirra yrðu tekin ef til
þeirra sæist í breskri landhelgi
eftir 1. janúar. Sagði Peter
Walker, landbúnaðarráðherra
Breta, að þau myndu verða tek-
in og látin sæta sektum.
„Þetta eru síðustu viðræðurn-
ar, sem við tökum þátt í um
fiskveiðisamkomulagið," sagði
danskur embættismaður er
ráðherrarnir 10 komu saman til
fundar í dag. Danir hafa einir
aðildarþjóðanna neitað að
fylgja samkomulagi frá 26.
október um skiptingu veiði-
kvóta. Samþykki Danir ekki
fyrir 1. janúar munu hin aðild-
arríkin framfylgja október-
samkomulaginu, hvert á sinn
hátt. Neyðast Danir þá til að
beygja sig undir það.
Að því er heimildir herma
hafnaði danska þingið þeirri
málamiðlunartillögu sem fram
kom í dag á þeim forsendum, að
það fæli í sér of lágt kvótahiut-
fall.
Myrtu átta
lögreglumenn
San Salvador, 21. denember. AP.
SKÆRULIÐAR urðu átta lögreglu-
mönnum að bana og særðu þann ní-
unda er þeir gerðu árás á hóp 10
lögreglumanna í El Salvador í gær.
Tiunda lögreglumanninum tókst að
komast undan ómeiddum.
Lögreglumennirnir voru sendir í
héraðið til að hrekja þaðan skæru-
liða, sem höfðu lokað þjóðveginum
með vegartálma. Á leið sinni að
vegartálmanum var setið fyrir
lögreglumönnunum með áður-
greindum afleiðingum.
Talið er að um 40.000 manns
hafi látið lífið í borgarastyrjöld-
inni, sem nú hefur geisað í þrjú ár.
Að sögn yfirmanna kirkjunnar
eru 80% þeirra, sem fallið hafa,
óvopnaðir óbreyttir borgarar.
Þá endurtók Andropov fyrra
boð Sovétmanna um að þeir
væru reiðubúnir til að fækka
langdrægum varnarflaugum sín-
um um fjórðung, gegn því að
Bandaríkjamenn gerðu slíkt hið
sama. Andropov bauðst einnig
til þess að Sovétmenn höfnuðu
notkun kjarnorkuvopna og beit-
ingu venjulegs hervalds að fyrra
bragði.
Vestrænir fréttaskýrendur
segja ræðu Andropovs fyrst og
fremst hafa verið beint til al-
mennings á Vesturlöndum, sem í
auknum mæli hefur barist fyrir
afvopnun og alheimsfriði. Flest-
ir tóku þeir boði hans með mik-
illi varfærni og einn þeirra
sagði: „Andropov segist ætla að
fækka flaugunum. Tæpast fer
hann að eyðileggja þær?“
Bandaríkin höfnuðu í kvöld al-
farið boði Andropovs um fækkun
meðaldræga varnarflauga í Evr-
ópu. I yfirlýsingu frá Banda-
ríkjastjórn sagði, að ef boði
Sovétmanna yrði tekið þýddi
það, að þeir hefðu samt yfir 260
SS-20 flaugum að ráða á meðan
Bandaríkjamenn hefðu engar
sambærilegar flaugar til að
svara fyrir sig með í Evrópu.
Aðrir jeiðtogar á Vesturlönd-
um tóku boði Andropovs al-
mennt af varfærni. Margaret
Thatcher, forsætisráðherra
Breta, sagði í dag, að tilboð
Andropovs miðaði ekki að því
jafnvægi, sem nauðsynlegt væri
til að tryggja varanlegan frið í
Evrópu. Thatcher sagði á breska
þinginu í dag, að hún hefði ekki
lesið ræðu Andropovs í heild, en
sagði að ef sér skjátlaðist ekki
væri hér fátt nýtt á ferð.
„Þetta er aðeins tilraun Andr-
opovs til að beina umræðum um
afvopnun inn á aðrar brautir,“
sagði Claude Cheysson, utanrík-
isráðherra Frakka, er hann
hafði heyrt ummæli Andropovs.
Cheysson sagðist undra, að hin-
ar tiltölulega fáu varnarflaugar
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Frakka væru allt í einu farnar
að skipta einhverju máli í þessu
tilliti og sagði Frakka alfarið
hafna þessu boði Sovétleiðtog-
ans.
„Við munum íhuga þetta til-
boð Sovétmanna gaumgæfilega
og athuga hvort það getur leitt
til aukins valdajafnvægis," sagði
talsmaður v-þýsku stjórnarinn-
ar, sem ekki vildi gefa út neina
opinbera yfirlýsingu.
r
Saka Iraka
um að beita
eiturefnum
Nikósía, Kypur, 21. desember. AP.
ÍRANIR ásökuöu íraka í dag um að
beita eiturefnum er þeir geröu árás
á íranska landamærabæinn Dezful.
Forseti íran, Ali Khameini, varaði
íraka viö því, aö áframhaldandi
skothríö á landamærabæi yröi ein-
ungis til þess aö draga hina 27 mán-
aða löngu styrjöld þjóöanna á lang-
inn.
Skipst hefur verið á skotum frá
því árás þessi var gerð um kvöld-
matarleytið á sunnudag, en til-
tölulega kyrrt hafði verið um
tíma fram að því. Áras íraka á
Dezful var að þeirra sögn gerð í
hefndarskyni fyrir bílsprengju,
sem komið var fyrir við opinberu
fréttastofuna í Bagdad og olli þar
miklu tjóni. Sprengjuárásin á
Dezful kostaði 62 lífið og særði
287.
I fréttum frá báðum aðilum
seint í kvöld hermdi, að bardagar
hefðu brotist út víða á hinni tæp-
lega 500 km löngu víglínu. Þá bár-
ust í kvöld fregnir af því að grískt
olíuskip hefði orðið fyrir spreng-
ingu í Persaflóa og stæði í ljósum
logum. Ekkert manntjón varð um
borð í skipinu.
Unglingarnir teknir úr skóla
og sendir í fremstu víglínu
Yfirvöld í Kabúl grípa til örþrifaráða sökum mannfæðar hersins
Islamabad, 21. de.sembcr. AP.
YFIRVÖLD í Kabúl hafa að und-
anförnu tekið upp á því aö draga
unglinga á skólaaldri nauðuga vilj-
uga í herinn til þess aö leysa
áþreifanlegan skort á vopnfærum
mönnum i her landsins. Aö sögn
vestrænna diplómala hefur í mörg-
um tilvikum sést til hermanna, þar
sem þcir hafa gripiö unglinga á
götum úti á leið í eða úr skóla, og
scnt þá rakleiöis í fremstu víglínu.
Svo hart hefur verið gengið
fram í að smala unglingum í
herinn, að jafnvel nemendur,
sem hafa skírteini með undan-
þágu frá herþjónustu upp á vas-
ann, hafa verið gripnir hvar sem
til þeirra hefur náðst. Virðist
engu skipta þótt fjölmargir þess-
ara nemenda séu að búa sig und-
ir próf, sem veitir inngöngu í há-
skóla.
Heimildarmenn AP-frétta-
stofunnar herma, að aðgerðir
þessar hafi vakið mikla reiði
íbúa höfuðborgarinnar og að
fólk, sem áður var hlynnt lepp-
stjórn Sovétmanna, hafi nú snú-
ið baki við henni. Þá er haft eftir
heimildarmönnum að fáar fjöl-
skyldur í Kabúl séu nú ósnortnar
af þessari smölun hersins.
Harðvítugar deilur hafa
sprottið upp á milli mennta-
mála- og varnarmálaráðuneytis
landsins vegna þessa framferðis
hersins. Fregnir hafa borist af
samkomulagi í þessum efnum og
samkvæmt þeim fá 17 og 18 ára
drengir nú að taka próf sín, en
allir eldri eru skyldaðir í herinn.
Herafli Afgana var um 90.000
manns í ársbyrjun 1979, en er nú
aðeins talinn þriðjungur þess
sakir brotthlaups hermanna,
flótta og mannfalls. Þrátt fyrir
umrædda smölun skólanema í
herinn er talið að lítið fjölgi
vegna sífellds flótta hermanna
til Pakistan.