Morgunblaðið - 22.12.1982, Side 15

Morgunblaðið - 22.12.1982, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 15 Jól án áfengis í Betlehem Betlehem, vesturhakkinn, 21. desember. Al\ BORGARRÁÐIÐ í Betlehem hefur komið því til leiðar, að áfengissölur verði lokaðar og leitað verði á öllum þeim sem ætla sér að taka þátt í hinni árlegu útiveislu á Jötutorginu á jðla- nóttina. Síðustu árin hafa hátíðahöld þessi, sem haldin eru til að minnast fæðingar Jesú Krists, boðið upp á vaxandi drykkjuskap þátttökuaðila að mati borgaryfirvalda og borgar- stjórinn Elias Freij lét hafa eftir sér, „við viljum ekkert brennivín lengur á þessari hátíð. Torgið hefur litið út eins og Time Square í New York eftir nýársnóttina, varla gang- andi um götur fyrir brotnum vín- flöskum og tómum bjórdósum." „Við viljum að hátíðarhöldin verði eins virðuleg og framast er kostur," lét ferðamálaleiðtogi einn hafa eftir sér í þessu sambandi. Lögreglan í Betle- hem hefur og gert það ljóst, að að- gerðir verði harðar, leitað verður á fólki við sérstaka vegatálma og drukkið fólk verður umsvifalaust gripið og því stungið í svarthol. Oldurhúsaeigendur við Jötutorgið eru á öndverðum meiði við ákvörðun borgaryfirvaldanna. Einn þeirra sagði: „Þetta er voðalegt, þetta er eina kvöld ársins sem Betlehem vaknar til lífsins. Þeir koma ekki í veg fyrir drykkjuskapinn með svona aðferðum." Annar sagði hins vegar: „Ég er sammála þessu, á hverju að- fangadagskvöldi geri ég ekki annað en að varpa drukknum ólátabelgjum út úr bjórkjallara mínum. Fjár- hagslega snertir þetta mig varla.“ En á meðan að þrefað er um málið er undibúningur hátíðarinnar í full- um gangi, en þrátt fyrir öll boð og bönn er reiknað með því að þúsundir manns muni troða sér inn á torgið og olnbogarými verði með minnsta móti. Hápunktur kvöldsins verður messa í Santa Catarina kirkjunni þar sem færri komast að en vilja. öðrum gefst kostur á að hlýða á messuna um mikið hátalarkerfi og sjá hana að auki á risavöxnum sjónvarpsskermum sem komið hefur verið fyrir á torginu. Eigi færri en tíu kórar munu syngja jólalög linnu- laust allt kvöldið og 500 lögregiu- menn verða á þönum hafi skæruliðar áform á prjónunum að fremja hryðjuverk. • Nýleg mynd af Jerry Lewis. Jerry Lewis í hjartauppskurði Ijls Vejjan, Nevada, 21. desember. AP. BANDARÍSKI gamanleikarinn Jerry Lewis gekkst undir hjartaupp- skurð árla í morgun í sjúkrahúsi Las Vegas-borgar og var líðan hans eftir atvikum, samkvæmt upplýsingum frá talsmanni sjúkrahússins. Talsmaðurinn sagði að hinn 56 ára gamli leikari hefði góða mögu- leika á að ná fullum bata að nýju, en hann neitaði að tjá sig um hvers konar aðgerð hefði verið að ræða. Jerry kom á sjúkrahúsið síðast- liðinn mánudag vegna brjóst- verkjar og samkvæmt upplýsing- um frá fjölskyldu hans ákváðu læknar þegar í stað að gera á hon- um aðgerð. Tilræðið við páfa: „Ítalía leiksvið svæsn- ustu njósnastarf- semi kommúnista“ Kómarborg 21. desember. AP. FJÓRIR ítalskir ráðherrar, þ.á m. dómsmálaráðherrann, ('lelio Darida, greindu frá því í ræðum sínum á italska þinginu á mánudaginn, að sannanir lægju fyrir um aðild búlgörsku leyni- þjónustunnar að tilræðinu við Jóhannes Pál páfa á Péturstorginu á síðasta ári. Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnin italska greinir frá þessu formlega og viðbrögð á Ítalíu hafa verið afar sterk. Leiðarahöfundar flestra helstu dagblaða Italíu gerðu tilræðismálinu skil í kjölfarið á umræðunum og ræðuhöldunum á þinginu á mánudag- inn. Helsta blað íhaldsmanna, II Giornale Nuovo, sagði að „gangur þessa máls benti eindregið til þess að Italía hefði einum of lengi verið leiksvið fyrir svæsnustu njósnastarf- semi kommúnistaríkjanna". Stórblað- ið Corriera Dela Sera sagði að ef sannanir lægju fyrir um aðild Búlgar- anna að tilræðinu, yrði ítalska stjórn- in að beita sér fyrir mótaðgerðum sem ekki aðeins væru í þágu Vesturlanda allra, heldur einnig framkvæmd með stuðningi þeirra og vitund. Nokkur blöð gerðu að leiðarakjarna sínum orð varnarmálaráðherrans, Lelio Lagorio, „að tilræðið við páfa væri næstum stríðsyfirlýsing á frið- artímum". Málflutningur ráðherranna á mánudaginn kallaði fram viðbrögð af hálfu Búlgara og voru þau á sama veg og fyrri daginn, ásakanirnar væru með öllu rakalausar og fáránlegar og einungis með þann tilgang að leiðar- Ijósi að sverta Búlgaríu og önnur Austur-Evrópulönd í augum heimsins. ítalska utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt að eftirlit með útlendingum og þá einkum Búlgörum og Austur- Evrópumönnum verði hert og mjög takmarkað hversu margir slíkir fá að- gang inn í landið. Þá hefur ráðuneytið > hyggju að fækka starfsmönnum í búlgarska sendiráðinu í Róm, en þar er mun fjölmennara starfslið heldur en í ítalska sendiráðið í Sofíu. Guatemala: Vilja sleppa forseta- dótturinni (.ualemalaborj;, 21. desember. AP. RÆNINGJAR hinnar 33 ára gömlu dóttur forseta Honduras hafa heitið því að sleppa henni óskaddaðri verði fallist á að birta mikla pólitíska til- kynningu i helstu dagblöðum Mið- Ameríku. Tilkynning þessi er í meg- indráttum stjórnmálaskoðanir mannræningjanna. Neiti stjórnvöld hins- vegar að birta tilkynninguna mun líf Judith Xiomara Suaza Estr- ada vera i hættu, að þvi er bófarnir hóta. Stjórn Guatemala er sögð hafa áhuga á þessari málamiðlun, en hefur í hyggju að ganga aðeins að henni ef Judith verði sleppt áður. Muni stjórnin þá birta tilkynn- ingu ræningjanna sem auglýsingu sem stjórnvöld myndu greiða. Fjölskylda konunnar hefur fengið sönnun fyrir því, að Judith hafi ekki verið líflátin og sé vel haldin, en ekki er vitað hverjar sannan- irnar eru. „Ghandi“ Attenboroughs besta kvikmyndin ’82 New York, 21. desember. AP. SAMTÖK kvikmyndagagnrýnenda í New York kjósa ár hvert bestu kvikmyndir, leikara og fleira. f gær settust þeir á rökstóla og báru saman bækur sínar. Kvikmynd Richards Attenboroughs um ævi indverska leiðtogans Mohatma Ghandi var þar kjörin besta kvik- mynd ársins 1982. Kvikmyndin „Tootsie," með Dustin Hoffman í aðalhlutverki fékk einnig ríku- legar viðurkenningar. Besti leikari ársins var kjör- inn Ben Kingsley fyrir hlutverk sitt sem Ghandi í mynd Atten- borough, en Meryl Streep var kjörin besta leikkonana fyrir hlutverk sitt sem pólskur flótta- maður í myndinni „Sophies Choice", en hún fjallar um líf Sophie meðan á gyðingaeyðing- um nasista stóð. Besti leikstjór- inn var kjörinn Sydney Pollack sem ieikstýrði „Tootsie" og sú kvikmynd átti einnig bestu leikkonuna í aukahlutverki, en það var Jessica Lange. Besti • Dustin Iloffman .. besti leikar- inn. karlleikari í aukahlutverki var að dómi gagnrýnendanna John Lithgow, sem fór með hlutverk kynferðislega afbrigðilegs fót- boltaleikara í myndinni „The World According To Garp“. Besta erlenda kvikmyndin var valin „Time Stands Still", eftir Ungverjann Peter Gothar. I filmunni okkar voru engir leikarar, enginn söguþráöur og enginn leikstjóri. samt fékk hún ÓSKARSVERÐLAUN. Árið 1982 er merkisár hjá okkur, í marsmánuði fengu FUJI-filmur Óskarsverðlaun fyrir filmugæði. Um svipað leyti staðfesti verðkönnun Verðlagsstofnunar að FUJI filmuverðið er langlægst af öllum filmum á markaði hérlendis. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu á Spáni valdi FUJI filmur til varðveislu þess atburðar. Aðrar filmur komu hvergi nærri. Þegar fara saman frábær gæði og lágt verð, er ekki nema von að FUJI filmurnar njóti mikilla vinsælda. Nú flytjum við í nýtt og glæsilegt húsnæði að Skipholti 31, Reykjavík. Þar munum við geta veitt viðskiptavinum okkar betri þjónustu og meira úrval af FUJI vörum. SKIPHOLTI 31 Umboðsmenn um allt land Frá FUJI bjóðum við: Ljósmynda- og kvikmyndatökuvélar í öllum verðflokkum, Ijósmynda- og kvikmyndafilmur, hljóðkassettur, myndbandaspólur í VHS og Beta kerfin og fjöldan allan af skyldum vörum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.