Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 22
Sparisjóður Hafnarfjarðar 80 ára í dag: Atvinnusaga Haftiarfjarðar og sparisjóðsins er samtvinnuð „l>að er ekki hægt að skrifa atvinnusögu Hafnarfjarðar nema skrifa sögu sparisjóðsins í leiðinni, og eins verður saga spari- sjóðsins ekki skrifuð nema atvinnusagan verði skrifuð í leiðinni. Þetta hvort tveggja er svo nátengt,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson, annar af sparisjóðsstjórum hjá Sparisjóði Hafnar- fjarðar, er blaðamenn litu þar við í tilefni þess, að í dag, 22. desember, eru 80 ár liðin frá stofnun sparisjóðsins. í Hafnarfirði hefur reyndar verið starfandi sparisjóður allt frá árinu 1875 er Sparisjóður Alftaneshrepps var stofnaður, en Hafnarfjörður var þá í Álftaneshreppi. Sjóður þessi var starfræktur allt til ársins 1902, þó að síðustu níu árin af því tímabili hafi hann legið í dvala og verið varðveittur hjá gjaldkera sjóðsins í Keykjavík. Ýmsar ástæður munu hafa legið til þessa doða og mun ein hafa verið sú, að erfið ár steðjuðu að Hafnfirðingum um þessar mundir, fjárhagsörðugleikar, aflabrestur og fólki fækkaði í bænum. Um aldamótin kom hins vegar fjörkippur í útgerð frá Hafnarfirði og fólki tók að fjölga þar á ný. Islendingar eignuðust æ fleiri og stærri þilskip og fjárhagsafkoma fór batnandi, enda vöruskipti að minnka og „sauðagullið“ að koma til sögunnar. Sparisjóður Hafnarfjarðar hefur vaxið og styrkst með árunum og er nú einn af stærstu sparisjóðum á landinu. Höfuðstöðvarnar eru á Strandgötunni, en í byrjun árs 1979 var opnað útibú í Norðurbænum, og nú er í athugun hvar útibúi verður bezt fyrir komið í Suðurbænum, en leyfi hefur nýverið fengist fyrir úti- búi þar. Jafnframt hefur sparisjóð- urinn sótt um leyfi til að verzla með gjaldeyri, og kváðust sparisjóðs- stjórarnir vongóðir um að heimild fengist til þess innan tíðar. Sparisjóðurinn flutti í núverandi húsnæði við Strandgötuna í des- ember 1964, en fyrstu 62 starfsárin var hann til húsa í leiguhúsnæði á sex mismunandi stöðum í bænum. Umskiptin voru mikil, bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk, en nú er svo komið að þrengslin eru orðin mikil, og því í undirbúningi að sparisjóðurinn geti fengið aðra hæð sparisjóðshússins til eigin nota, og er áætlað að hægt verði að taka hæðina í notkun snemma næsta ár. Þegar sparisjóðurinn flutti í eigið hús 1964 voru starfsmenn sex, en nú eru þeir samtals 47, þar af sjö í útibúinu í Norðurbæ. Núverandi sparisjóðsstjórar eru Guðmundur Guðmundsson og Þór Gunnarsson og útibústjóri Hildur Haraldsdótt- ir. þar á eftir urðu miklar umræður í Hafnarfirði og á Álftanesi, sem enduðu með því að hinum forna Álftaneshreppi var skipt í tvennt, Garðahrepp og Bessastaðahrepp og var Hafnarfjörður upp frá því í Garðahreppi. Ætla má að þessi breyting sé m.a. orsök þess að nafni sjóðsins var breytt í janúar 1884 og nefndist hann „Sparisjóðurinn í Hafnarfirði". Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar, ásamt Þór Gunnarssyni sparisjóðsstjóra. Sitjandi eru (f.v.): Guðmundur Guð- mundsson, Matthías Á. Mathiesen og Stefán Jónsson. Standandi (f.v.): Þór Gunnarsson, Guðmundur Árni Stefáns- son og Arni Grétar Finnsson. fjörð, og fengið áhrifamenn á staðnum í lið með sér til að hrinda þeirri hugmynd í framkvæmd. Árangurinn af því undirbúnings- starfi kom í ljós mánudaginn 22. desember fyrir 80 árum, er 10 Hafnfirðingar komu saman til fundar og stofnuðu Sparisjóð Hafn- arfjarðar. Tók hinn nýstofnaði sjóður við eignum og skuldum Sparisjóðsins í Hafnarfirði og hóf þegar starfsemi sína, en fyrstu lánveitingar úr sjóðnum fóru samt ekki fram fyrr en á stjórnarfundi hinn 4. febrúar 1903. Á þeim fundi var jafnframt ákveðið að sparisjóð- urinn skyldi vera opinn einu sinni í viku kl. 4 til 5.e.h. á mánudögum og einnig samþykkt að kaupa læstan járnkassa undir peninga og skjöl sjóðsins. .(Aft *ta »'■« tTut• j/x /XUf-W , rfi'tlSf* - éýé.— . 1 *€?///+*+ - /W0- — M /j" /fM. - /JJC /f S ZStJ/ S) yi/ ~ . . /(//S.JZ — . y ýtftP -. - ________________ . fV y/ Jf%t /(///'/> - /fJ/J.M /<%4 /f/xt ■ 22^^ Fyrsta opnan í fyrstu sparisjóðsbók, sem stofnuð var Fjárhagsreikningar Sparisjóðsins í Hafnarfirði við við Sparisjóð Hafnarfjarðar. afhendingu sjóðsins til Sparisjóðs Hafnarfjarðar í árslok 1902. Aðdraganda að stofnun Spari- sjóðs Hafnarfjarðar má rekja til ársins 1875, en 27. nóvember það ár var Sparisjóður Álftaneshrepps stofnaður í Hafnarfirði. Næstu árin Árið 1893 stöðvaðist starfsemi sjóðsins að mestu, þar sem gjald- keri hans, Christian Zimsen flutti til Reykjavíkur og sjóðurinn með honum. Haustið 1899 flutti Páll Einars- son til Hafnarfjarðar og er talið að hann hafi verið aðal hvatamaður að stofnun sparisjóðsins fyrir Hafnar- Stofnendur 10 Páll Einarsson, sem að framan er getið, var skipaður sýslumaður í Gullbringusýslu haustið 1899 og. flutti þá til Hafnarfjarðar, en 1908

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.