Morgunblaðið - 22.12.1982, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 25
„Ég held að mannhatur og list-
sköpun hafi aldrei farið samanu
Rætt við Svövu Jakobsdóttur í tilefni af útkomu
smásagnasafnsins Gefið hvort öðru ...
Svava Jakobsdóttir hefur ný-
lega sent frá sér smásagnasafnið
Gefið hvort öðru ..., sem bóka-
útgáfan Iðunn gefur út. Alllangt
er liðið frá því síðasta smá-
sagnasafn Svövu, Veisla undir
grjótvegg, kom út, en hún hefur
ritað skáldsögu og leikrit á þeim
tíma sem síðan er liðinn. Blaða-
maður hitti Svövu að máli fyrir
skömmu í tilefni af útkomu bók-
arinnar og spurði fyrst um tilurð
sagnanna:
„Þessar sögur hafa orðið til á
löngum tíma, sú elsta er skrifuð
fljótlega eftir að síðasta smá-
sagnasafnið mitt, Veisla undir
grjótvegg, kom út og þær nýj-
ustu eru skrifaðar á þessu ári.
Ef ég lít yfir heildina á þessu
smásagnasafni finnst mér ég
vera að fjalla öðru fremur um
einstaklinga í vissum tilfinn-
ingalegum vanda og hvernig þeir
bregðast við hverju sinni.
Það er óhætt að segja að þetta
smásagnasafn er skylt mínum
fyrri verkum. Mér finnst ég að
sumu leyti vera að fara inn á
brautir sem ég byrjaði á í Tólf
konum.“
— Nú fjalla flestar smásögur
þínar um konur og því kannski
nærtækt að spyrja um hugtakið
„kvennabókmenntir" og hvaða
skilning þú leggur í það?
„í verkum mínum er ég að
fjalla um tilvist mannsins — þó
konur beri viðfangsefnið uppi í
mörgum sagnanna. En ég er allt-
af jafn hissa þegar það telst til
tíðinda að kona sé aðalsöguhetja
í einhverri bók. Svo virðist sem
það veki sterkar tilfinningar hjá
sumu fólki þegar það heyrir að
söguhetjan er kona. Fyrir mér er
ekkert eðlilegra en skrifa um
konur og það umhverfi sem þær
hrærast í.
Reynsluheimur kvenna hlýtur
að vera öðruvísi en karla, bæði
líffræðilega og eins fyrir áhrif
umhverfis vegna þeirrar verka-
skiptingar sem er ríkjandi í
þjóðfélaginu. í þessu sambandi
tel ég að vandræðin byrji þegar
menn fara að fyrirlíta þennan
reynsluheim kvenna og telja
hann ómerkilegan. Það endar að
sjálfsögðu með því að það telst
ekki ómaksins vert að skrifa um
þennan reynsluheim í alvarleg-
um bókmenntum. Það segir eig-
inlega alla söguna að það skuli
teljast fréttnæmt að skrifað sé
um konur.
Konur hafa sýnt það alla tíð,
að hvenær sem tækifæri gefst þá
er þeirra leið fram á við. Þetta
sést best ef litið er á söguna."
— Nú fjalla tvær sagnanna
um brúðir. Má kannski tengja
þær kúgun kvenna í hjónabandi?
„í sögunni í draumi manns er
ég að fjalla um þær hugmyndir
sem karlmaðurinn gerir sér um
konu, en þær miða allar að því
að festa hana í sessi, setja hana í
ákveðinn bás. í lok sögunnar má
sjá að hann er fangi í bókstaf-
legri merkingu, þ.e. þessar sömu
hugmyndir hefta hans eigin
þroska. Þau verða því bæði fang-
ar þessara hefðbundnu hug-
mynda um konuna. Mér finnst
ég hins vegar ekki vera að fjalla
um hjónaband eða kúgun tengda
því í sögunni Gefið hvort öðru
..., heldur um trúnað, óskilyrt-
an. Sagan er um brúðkaup, ekki
hjónaband."
— Smásögur hafa verið mjög
áberandi af verkum þínum.
Hvað telurðu smásagnaformið
hafa fram yfir önnur?
„Það er tvennt í sambandi við
smásagnagerð sem hrífur mig og
gerir það að verkum að mér
finnst skemmtilegt að fást við
hana.
Fyrst og fremst er hægt að
halda til haga vissu innsæi eða
hugmynd sem lýstur niður. Sam-
fara því er sú tilfinning eða vissa
að um er að ræða efni í smásögu.
Það getur ekki orðið neitt annað.
í öðru lagi er það síðan glíman
við form smásögunnar sem er
bæði skemmtileg og krefjandi.
Þegar ég les vel gerða smásögu
annars höfundar grípur mig
sama tilfinning og þegar ég les
vel ort ljóð. Þarna er um að ræða
einhverskonar samspil forms og
tilfinninga sem er gaman að fást
við.“
— Finnst þér hinum gráa
hversdagsleika best lýst með
furðum eða fantasíum?
„Til að varpa nýrri sýn á efni,
eins og t.d. stöðu kvenna, sem er
rígskorðað í viðjar vanahugsun-
ar — sjáðu t.d. allar klisjurnar
um konur í bókmenntum — hef
ég orðið að bylta frásagnarhætt-
inum um leið. Það verður að vera
samræmi milli nýrra hugmynda
og formsins, annars nær það
ekki máli.
En fantasía gegnir auðvitað
margvíslegu hlutverki. Hún er
eitthvað það skemmtilegasta
sem til er, en vandmeðfarin af
því að hún vill leika lausum hala
... Það er hennar eðli.
Furður í líkingu við það sem
við höfum lesið um í ævintýrum
höfðu djúp áhrif á mig sem barn
vegna þess að ég trúði þessu öllu
eins og nýju neti. Ég hef kannski
verið óvenju barnaleg. Mér hefur
alltaf fundist að fólk eigi að trúa
þessu öllu saman. Bókmennta-
fræðingurinn í mér talar um
tákn, skáldið gerir það ekki.“
— Hvað með boðskap?
„Boðskap, menn nota það orð
oft gáleysislega. Hver sem sting-
Svava Jakobsdóttir
ur niður penna hlýtur alltaf að
vera með boðskap. Ef við værum
ekki með boðskap hefðum við
ekkert að segja ... Við værum
dauð í einhverri merkingu orðs-
ins.
Eins finnst mér gáleysislegt
að tala um bölmóð hjá skáldi.
Bara það að skáld sest niður og
skrifar er jákvætt þó sagan endi
kannski illa. En í þessu sam-
bandi verður náttúrlega að hafa
í huga að skáldið verður að finna
til með persónum sínum og hafa
samúð með því sem er háleitt og
göfugt ... Samúð með lífinu.
Ég held að mannhatur og list-
sköpun hafi aldrei farið saman.“
— EJ.
Gleojum börmn
Jólaplatan meö öllum vinsælustu jólalögunum sem börnin
syngja á jólatrésskemmtunum.
18 jólalög sem koma öllum í jólaskap.
Tröll, Stúfur og börn.
P - "Yi* ,< ,
S% V 1
\ i ' -/a
Gefið
tonlistargjöf.
ÍSKÓIMW
i SKÓINN er jólaplata með tlu lögum
eins og: Snæfinnur snjókarl, Jólasveinninn
minn, Gefðu mér gott I skóinn, Hvit jól og
mörgum fleiri. Útgefandi er Guömundur Rúnar
Lúðviksson, en hann varð landsfrægur I sumar
fyrir „súrmjólk og serios á kvöldin" sönginn. Á
þessari plötu koma fram margir góðir söngvar-
ar og hljóðfæraleikarar og hljóófæraleikur er
allur hinn ágætasti. Ef velja á eina sanna jóla-
plötu veröur þessi örugglega ein þeirra sem
kemur hvað sterklegast til álita.
ATH: Jólaspil fylgir með I umslaginu.
—----<Sh-------
DREIFINGARSÍMI
29575/ 29544