Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 11 Aukin söltun smáfisks veldur erfiðleikum í sölu NOKKI K undrrti knli nii kumiA upp »egn« vaxandi hlutdeildar snuerri fisks i saliíwkverkun. Er hún nu um rjoróungur. eAa 4.000 lem um meiri en á aiðanta ári. Nú á eflir aA afhcnda um 12.000 leatir af aalt- fiiiki upp i solusamninga viA Portú- (al og befur Solu.saroband údeuzkra fuskframleiAenda því veriA aA reyna aA auka ma(i anuerri fiaks i þeim samninKum og jafnframt aá uelja hann til annarra landa Að sögn Priðriks Pálssonar, framkvæmdastjðra SÍF, hefur það verið stórfiskurinn, sem erlendir kaupendur hafa mest verið að sækjast eftir heðan, þar sem mik- ið magn smærri fisks hefur verið fáanleKt hjá oðrum framleiðslu- londum. Friðrik saRði einnig, að þó verið væri að reyna að selja meira af smærri fiski til Portúgal þýddi það ekki, að ekki væri hægt að standa við gerða samninga þar vegna skorts á stórfiski. í samn ingunum við Portúgali v«ri gert ráð fyrir þvi, að hlutfall stóiTisks væri 80** og við það væn hægt að standa. þegar vertíðarfiskurinn kæmi inn í dæmið. Vandamálið væri hins vegar að losna við smá- fiskinn á viðunnandi veröi og að þvi máli væri nú unnið. Aðspurður um það, hvers vegna hlutdeild smærri fiska færi vax- andi, sagði Friðrik, að það gæti stafað af erfiðleikum annarra vinnslugreina. Á þessu ári vrði framleitt svipað magn af soltuö- um þorski og á siðasta ári, þrátt fyrir samdrátt i þorskaflanum og hlyti því sú framleiðsla að vera á kostnað annarra vinnslugreina og þá liklega aðallega smærri fiskur t»a gæti meðalþyngd þorsks einnig verið að lækka, eins og ýmislegt benti til. Þá má benda á það, að nú er flutningaskipið Keflavik að lesta saltfisk á Portúgal á Akureyri og býður þar átekta eftir því, hvort hægt verði að fá Portúgali til að kaupa meira af smærri fisknum. /l?b/ j7 enn eitt dæmið um það, hvað þér er lagið að misskilja staðreyndir. Eigum við að taka nokkur dæmi. Af nógu er að taka. Hvenær hafa talsmenn SÍF sagt að smærri fiskur fari aðallega á Portúgalmarkað, eins og þú full- yrðir í greini þinni? Aldrei. „Stórfiskur er nú seldur í mun meira magni til Portúgal en áður og smærri fiskurinn hleðst upp hérlendis. Hvað býr að baki? spyrð þú. Svar: Það býr ekkert að baki nema vanþekking þín. Stór- fiskur er ekki seldur í meira mæli til Portúgal en áður. „En er ekki jafn líklegt að SÍF sé að sanna fyrir umbjóðendum sínum að hægt sé að fá hærra verð en verið hefur með því að selja nær eingöngu stórfisk." Hvílík firra. Sjáðu til: Fiskur upp úr sjó er af ýmsum stærðum. Sumir eru stór- ir, aðrir minni og enn aðrir enn minni. Þegar þeir eru svo saltaðir halda þeir að mestu þessum ein- kennum sínum, nema hvað haus- inn fer af, og eftir stærð eru þeir svo seldir. Þegar meira er saltað af smáfiski þarf að selja meira af smáfiski og þegar meira er saltað af millifiski þarf að selja meira af honum og svo framvegis. Stundum vantar okkur sumar stærðir, til dæmis 40/60 númer 3 og finnst þér þá að ég ætti að hringja í Björgvin Guðmundsson hjá BÚR og biðja hann að senda togarana sína út að veiða ein- göngu stærðina 40/60 af þriðja gæðaflokki. Eða ætti ég kannski að hringja í Pál Pétursson, for- mann þingflokks Framsóknar- flokksins, sem þú nefnir til leiks- ins? Einhverjum kann að finnast að sumt hér að framan sér í hálfkær- ingi sagt og lái mér hver sem vill, því að nú þegar hefur of oft verið reynt að svara rakalausum full- yrðingum þínum. Öllu gamni fylgir nokkur alvara Það er vissulega alvarlegt, þeg- ar i víðlesnasta blaði landsins birtist setning þar sem segir: „Undirboð SÍF á mínum samning- um benda sterklega til þess að þessi samtök víli ekki fyrir sér að beita óhagkvæmni í markaðsdreif- ingu og sölu til að draga dulu fyrir augu umbjóðenda sinna." Þetta er alvarlegur rógur um samtök saltfiskframleiðenda og jafnframt fáránlegt aö saka salt- fiskframleiðendur sjálfa um að vinna markvisst gegn eigin hags- munum. Það er ennfremur þráhyggja að staglast sífellt á einhverju undir- boði, sem aldrei hefur verið til nema í hugarheimi Jóhönnu. Styrkur samtaka á borð við SÍF felst meðal annars í því að berjast ekki hver við annan á erlendum mörkuðum og bjóða ekki meira magn til sölu út úr landinu en tryggt er að hægt sé að standa við. Þetta er samvinna en ekki einok- un. Það er alveg nóg að þurfa að slást við tvístraða ríkisstyrkta út- flytjendur t.d. frá Noregi, sem sjaldnast virðast vita hvað mark- aðsverð er og bjóða fiskinn niður hver fyrir öðrum. Með skrifum sínum á undan- förnum árum hefur frú Jóhanna sannað, hve hættulegt það væri, ef aðilar eins og hún færu að bjóða fisk til sölu vítt og breitt án þess að þekkja haus né sporð á hlutun- um. Frú Jóhanna sagðist t.d. geta selt 10—20.000 tonn af 40/60 af þriðja gæðaflokki. Af þessum flokki eru aðeins framleidd um 1.000 tonn í meðalári og þetta væri því 10—20 föld ársframleiðsla. Þetta er lýsandi dæmi um þekk- ingarskort frú Jóhönnu Tryggva- dóttur Bjarnason á saltfiskfram- leiðslu og sölu og segir meira en mörg orð. Karlmannaföt kr. 1175,- kr. 1395,- kr. 1950.- Terelynebuxur kr. 250.- kr. 398.- Flauelsbux- ur kr. 225.- Stakir jakkar nýkomnir, kr. 1250.- Venjulegar stæröir og víddarnúmer. Úlpur, skyrtur, nærföt, peysur, hanskar, o.fl. ódýrt. Andrés Skólavörðustíg 22, sími 18250. Óskar Aðalsteinn FYRIRBURÐIR ASKÁLMÖLD Þetta er saga af sjómanninum Jóhannesi Helga- syni, sem gæddur er dulrænum hæfileikum er koma bæði honum og öðrum að góðu gagni á örlagastundum. Þetta er myndrík og spennandi saga. Þetta er jólabókin í ár. LITBRA SÍMAR 22930 - 22865 Eimskipafélag Islands hefur veitt okkur frábæra þjónustu við flutningana, útvegað okkur kæli- gáma, flutt þá á staðinn þar sem fiskurinn er unninn, svo og tóma fiskikassana heim aftur. Fara gámarnir með Eyrarfossi og Alafossi á hverju miðviku- dagskvöldi, skipað upp í Felixtowe næsta mánudag, keyrðir til Hull og fiskurinn settur á uppboð á þriðjudagsmorgni. Umboðsmaður okkar í Hull er J. Marr & Sons, sem hefur í þjónustu sinni ungan íslending, Pétur Björnsson, sem hefur haft veg og vanda af móttöku fisksins. Hefur Pétur unnið frábært starf við mót- tökuna, en nokkrir erfiðleikar voru við losun í fyrstu, sem nú hefur verið ráðið bót á. Er kössun- um skilað þvegnum í sama gáminn og kom með fiskinn, tveimur klukkutímum eftir að gámurinn kom. Söluverð var gott í fyrstu, með- alverð fyrir kílóið 18—19 kr. og fór upp í 22 kr. í lok nóvember. Hins vegar hefur verðið fallið stórlega nú í desember vegna mikils fram- boðs af fiski, einkum þorski. Var fyrsta sala í desember með kr. 16 meðalverð og nú á miðvikudaginn sl. fór verðið niður í 13—14 kr. Samtals er nú búið að senda 21 gám með um 220 tonn af fiski. Mjög kostnaðarsamt er að nota kæligáma, svo og flutningur milli hafna í Bretlandi, flutningar á tómum kössum til baka. Samtals er flutningskostnaðurinn kr. 4,50 á hvert kíló fisks og erlendur upp- boðskostnaður og tollar samtals 15% af söluverði. Heildarkostnað- ur er því kr. 7—7,50 á hvert kíló. Það þurfa því að fást kr. 16 fyrir hvert kíló til að endar nái saman. Vegna þessa höfum við reynt að senda fiskinn í venjulegum ókæld- um gámum, sem tekist hefur vel, en verður aðeins mögulegt um kaldasta tíma ársins. Lækkar flutningskostnaður þá um 30%. Þá munum við nú á næstunni, í samvinnu við Eimskip, gera til- raun með einangraða gáma, svo og umbúðir er nota á aðeins einu sinni. Einnig munum við athuga möguleika á að hanna gáma þann- ig að fiskurinn verði ísaður í stíur í gámum, en að sjálfsögðu munum við hafa samráð við Framleiðslu- eftirlit Sjávarafurða, sem fylgst hefur með frágangi fisksins. af öndvegisverkum “ íslenskrar leikritunar — eru níi aftur fáanleg á hljómplötum 3 plötur Verö aöeins kr. 540.- 4 plötur Verö aöeins kr. 620.- Gullna hliöiö eftir Davfö Stefánsson Leikstjóri: Lárus Pálsson Tónlist: Páll ísólfsson Islandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness Leikstjóri: Lárus Pálsson Á þessum upptökum af verkum tveggja af höfuöskáldum íslenskrar tungu koma fram margir af vinsælustu leikurum þjóöarinnar fyrr og síöar. Meö þessum hljómplötum fylgja vandaöir bæklingar meö upplýsingum um verkin, leikstjóra, leikara og höfundana. Einnig eru upplýsingar á ensku. Heildsölubirgðir fyrirliggjandi Verk þessi eru fáanleg í hljómplötuverslunum um land allt FALKINN Suðurlandsbraut 8 — simi 84670. Laugavegj 24 — sími 18670. Austurveri — sími 33360.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.