Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 21 nýju, María Lovísa Ragnarsdóttir (t.h.) og MorgunblaAiA/ KÖE Maríurnar í búðinni sinni María Guðrún Waltersdóttir. jtafc, t* Maríurnar — ný tízku-, og gjafavöruverzlun MARÍURNAR heitir ný tízku- og gjafavöruverzlun að Klapparstíg 30 í Reykjavík. Eigendur eru María Lovísa Ragnarsdóttir fatahönnuður JNNLENT og María Guðrún Walters- dóttir. María Lovísa hefur hannað og framleitt allan fatnað sem er á boðstólum í verzluninni, en hún hefur hannað föt fyrir hin ýmsu fyrirtæki, m.a. úr íslenskri ull. Tekur hún að sér hönnun fyrir einstaklinga og fyrirtæki og verður sauma- og hönnunar- stofa á annarri hæð verzlunar- innar. María nam fatahönnun í Kaupmannahöfn. Ásamt fatnaði verða á boð- stólum í nýju verzluninni snyrtivörur og gjafavörur. Ad leita hamingjunn- ar á réttum stöðum Rætt við Vigfús Björnsson höfund bókarinnar Skógarkofinn — I rauninni ætlaði ég að skrifa allt aðra bók og var búinn að safna miklu efni í hana, sagði Vigfús Björnsson höfundur bókarinnar Skógarkofinn sem kom út nú fyrir skömmu. — En ég hvildi mig á henni, byrjaði á öðru sem varð að bók áður en ég vissi af. Ég sé það líka núna að það tæki mig mörg ár að Ijúka við þá upphaflegu. — Viðfangsefnið hefur alltaf búið í mér, tilfinnning mín fyrir því hvernig lífið ætti að geta verið, en er ekki kannski einhvers konar utopía, en draumur sem við sækj- umst eftir, hugmyndir um veröld sem við sjáum inn í en erum þó í allt of lítilli snertingu við. Ég hef fengið að reyna það sjálfur að í viðleitni minni til að láta draum minn rætast hef ég verið studdur og mér leiðbeint af skapara lífsins á undraverðan hátt, ýmislegu hef- ur verið hvíslað að mér. Ég hef treyst .á að mér yrði hjálpað og það hefur gerst, kannski ekki nákvæmlega eins og ég hef hugsað mér en þá á einhvern annan hátt sem ég hef séð síðar að var fyrir beztu. — Þetta vildi ég meðal annars segja með bókinni en einnig að í manninum sjálfum býr sitthvað sem gæti í daglegu tali kallast yf- irnáttúrulegt en er í rauninni ekk- ert yfirnáttúrulegt, allt er eðlilegt. Skógarkofinn er tákn fyrir heil- brigt mannlíf, þegar maðurinn lif- ir í sátt við sjálfan sig og skapara sinn í skjóli fyrir vályndum veðr- um tækninnar. — Auðvitað hefði mér ekki dottið Skógarkofinn í hug ef ég hefði ekki keypt Gilsá í Saur- bæjarhreppi fyrir nokkru og verið farinn að hreiðra um mig þar. Fyrst var þetta draumur, aft- Vigfús Björnsson urhvarf til náttúrunnar, og kenn- ing sem ég er að reyna að lifa eftir sjálfur. Ég vogaði miklu í þessu máli en brimlendingin hefur tekist á undraverðan hátt, enda hafa margir furðað sig á hvernig maður með lág laun, sem hefur komið upp sjö börnum og byggt yfir fjöl- skyldu sína gott hús, skyldi geta komið fram hugðarefnum sínum á Gilsá. Þar vakir fyrir mér vönduð ræktum fárra en valinna hrossa og skógrækt jöfnum höndum. — Þetta hefur veitt mér hvíld frá aðalstarfi mínu og þær stundir hef ég lifað á þessum stað sem ég er sannfærður um að hafa hvergi getað lifað nema þar — áhyggju- laus, glaður, sæll og sáttur. — Ef tæknin er dýrkuð tækninnar vegna er hún stórhættuleg. Mað- urinn þarf að rækta sjálfan sig og anda sinn miklu betur en hann gerir. í honum býr svo margt, til að mynda hugarkraftur sem er sannarlega sú orka sem á að ríkja líka yfir efninu. Ef menn vilja ekki skilja það sjálfir af fúsum vilja þá tel ég að þeir verði neyddir til þess. Þeir eiga heldur ekki að láta stjórnast af annarra forsjá eða smekk, heldur vera þeir sjálfir óháðir öðrum í leit að sannleikan- um sem þarf ekki að vera sá sami fyrir alla. Það er að mínum dómi sannleikur sem er rétt gagnvart sköpunarverkinu, ekki bókstafur eða kennisetningar. — Ég verð að játa að ég hef ekki skrifað neitt í alvöru í nítján ár, eða frá því ég var að skrifa barnasögurnar hans Gests Hann- essonar. Ég hef aldrei skrifað sögu af þessu tagi fyrr, en hef hug á að skrifa aðra sögu í framhaldi af þessari, ekki endilega um sömu persónur heldur er viðfangsefnið í framhaldi af því sem komið er. Hver veit nema þessi bók og kannski nokkrar fleiri séu nokkurs konar undirbúningur undir stóru söguna sem ég hafði í huga og skrifa kannski seinna þegar tími verður til kominn og ég verð til- búinn að takast á við verkefnið. — „Skógarkofinn" er ekki endi- lega ég sjálfur, ævi mín eða reynsla heldur miklu fremur það sem ég hugsa mér að gæti verið og ég læt það rætast. Ég er á móti því neikvæða viðhorfi sem einkennt hefur skáldskapinn að undan- förnu. Ég vil stuðla að jákvæðri niðurstöðu og vil láta sögur enda vel, enda á það að vera hægt í raunveruleikanum, ef rétt er lifað og rétt er að farið. — Sagan er hörkumikill boð- skapur en fólk verður að hafa fyrir því sjálft að sjá hann skína í gegn- um hana. Ef það tekst er ég ekki í vafa um að fólk gæti orðið ham- ingjusamara en ella. Ég held að menn hafi leitað að forsendum hamingjunnar á röngum stöðum. Sv.P. áf xaauiiR Loksins! Loksins! Barónsstíg 18, 101 Reykjavík. Sími: 18830. Loksins er hún komin, Stóra Barnabókin frá Fjölni. Bók með fimmtíu myndum við œvintýri og sögur, Ijóð og leiki, þulur, gátur, bœnir og barnagœlur. Bók með öllu þvi efni sem foreldrarnir lœrðu sem börn, og vildu nú geta kennt sínum börnum aftur. Rammíslensk bók, um 100 blaðsíður að stœrð í stóru broti. Það er enginn vafi á því lengur, hver er óskabók barnanna í ár!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.