Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 13 sölusamning Einars Benedikts- sonar til Braga hf., 17. janúar 1938, þá hafi Einar virst vera bú- inn að skrifa undir samninginn þegar hún kom inn og hafi hún því ekki séð þegar hann skrifaði undir hann. Jafnframt er tekið fram, að þó að Anna hafi áður vottað, að Einar hafi skrifað undir samning þennan með fullri vitund og vilja, þá vilji hún þó ekkert um það full- yrða, þar sem hún telji sig ekki dómbæra um veikindi Einars á þessum tíma. Ennfremur bar Anna Guðmundsdóttir fyrir dóm- inum, að þegar hún kom inn i stof- una þegar verið var að undirrita samninginn hafi Einar staðið við borðið og hafi verið að leggja frá sér pennann. Anna kvaðst ekki hafa athugað það sérstaklega, en eftir því sem henni virtist hafði Einar undirskrifað skjalið sjálfur. Ekki hafi verið hægt að sjá annað, en að Einar Benediktsson hafi á þessum tíma haft fulla vitund um það, hvað hann var að gera. Vottorð Þórarins Snorrasonar hreppstjóra í sama þinghaldi staðfesti Guð- ni Gestsson, Þorkelsgerði í Sel- vogi, undirritun sína á gjafabréf Einars Bénediktssonar til Háskóla íslands. Sérstaklega aðspurður bar Guðni, að Einar Benediktsson hafi sjálfur undirritað skjalið. í þessu sama þinghaldi staðfesti Þórarinn Snorrason, hreppstjóri, Bjarnastöðum, m.a. vottorð sitt á gjafabréf Einars Benediktssonar til Háskóla íslands. Þórarinn sagðist ekki mega með það fara, hvort Einar Benediktsson hafi les- ið í viðurvist sinni skjöl þau sem hann undirritaði í viðurvist Þór- arins, en Þórarinn kvaðst muna, að Einar hafi látið þess getið, að sér væri sérstök ánægja í því að gefa Háskólanum jörðina Herdís- arvík í minningu um föður sinn. Þórarinn kvaðst ekki vera dóm- bær um andlegt ástand Einars Benediktssonar í febrúar 1937, en hann hafi verið prúður og komið vel fram. Vottorð Lúðvíks Norðdal héraðslæknis Hinn 24. apríl 1945 var Lúðvík Norðdal, héraðslæknir, yfirheyrð- ur fyrir aukarétti Árnessýslu. Við yfirheyrslu þessa staðfesti læknir- inn vottorð, dags. 28. ágúst 1944. í vottorði þessu kemur m.a. fram, að vottorðsgefandi líti svo á, að það sé og hafi verið almennt við- urkennt og álitið, að heilsa skálds- ins, andleg sem líkamleg, hafi ver- ið mjög biluð all mörg síðustu ævi- árin. Sé ekki ofmælt, þó að sá van- heilsutími sé talinn taka yfir 8—10 síðustu æviár skáldsins. Á þessu tímabili hafi læknirinn komið tvisvar að Herdísarvík, í annað sinnið til skáldsins gagn- gert. Andlegt ástand hans hafi þá verið þannig, að ekki hafi verið hægt að ræða við hann, án þess að áberandi sjúkdómseinkenna yrði vart. Hafi hann þá einatt misst þráð samræðunnar, líkast hafi verið sem loku væri rennt fyrir útsýn hugans og orkuuppsprettu. Hann hafi getað jafnað sig ögn aftur, en þá ekki munað frá hvaða umræðuefni hann hafi horfið, þeg- ar eyðuna bar að og hugurinn myrkvaðist. Ályktunargáfa og dómgreind hafi verið mjög svo hrörnuð og hugsunin reikul og sundurbútuð. Það var skoðun læknisins, að skáldið hafi ekki, að minnsta kosti 6—8 síðustu ár ævinnar, nokkurn tíma haft þau not gáfna sinna, að unnt hafi verið fyrir hann að ræða og gera hags- munasamning. Við yfirheyrsluna kvaðst læknirinn telja, að það hafi verið árið 1933, sem hann kom fyrst að Herdísarvík og hafi hann þá verið sóttur til Einars Bene- diktssonar sjálfs. Læknirinn taldi, að þá hafi hann staðið við í Her- dísarvík ekki skemur en 2 klst., en ekki lengur en 3 klst. Einar hafi verið sjúkur vegna taugaslapp- leika, óþæginda fyrir hjarta og gamals magakvilla. í síðara skipt- ið sem læknirinn kom að Herdís- arvík hafi hann verið sóttur til ungbarns og þá hitt Einar Bene- diktsson í stofu, en aðeins átt stutt viðtal við hann í það sinn, hann hafi þá verið á fótum. Læknirinn hélt, að það hafi verið sumarið 1939. Vottorð sr. Ólafs Magnússonar Við yfirheyrslu fyrir aukarétti Árnessýslu 21. nóvember 1944 staðfesti séra Ólafur Magnússon vottorð, dags. 9. október 1944. í vottorði þessu kemur fram, að álit vottorðsgefanda sé, að andlegu heilsufari Einars skálds Bene- diktssonar hafi verið þannig hátt- að árið 1938 og enda talsvert fyrr, að hann hafi ekki verið fær um að gera bindandi samninga þannig, að þeir mættu teljast að lögum gildir. Vottorðsgefandi hafi verið sóknarprestur Einars Benedikts- sonar allt frá því, að hann flutti til Herdísarvíkur, að því er vott- orðsgefanda minnti árið 1934. Vottorðsgefandi hafi komið þar til húsvitjunar í októbermánuði ár hvert, öll þau ár, sem Einar dvaldi þar og síðast árið 1939 og séð hvernig heilsu Einars fór ár frá ári hnignandi, ekki síst andlega. Vottorðsgefandi fullyrðir, að a.m.k. síðustu 3 árin, sem Einar Benediktsson lifði, hafi hann ekki verið fær um að ræða eða gera bindandi samninga. Vottorðsgef- andi vísaði til vottorðs Lúðvíks Norðdals, héraðslæknis, og kvaðst vera því samdóma í öllum grein- um. Við yfirheyrsluna kvaðst séra Ólafur ekki geta fullyrt, að Einar Benediktsson hafi ekki vitað hvað hann var að gera, er hann undir- ritaði sölusamninginn við Braga hf. Hann kvaðst jafnaðarlega hafa dvalist 2—4 klukkutima í hvert skipti, sem hann kom til Herdísarvíkur, en • það hafi sennilega verið 6 sinnum, sem hann kom þangað. Vitnisburður dr. Alexanders Jóhannes- sonar, prófessors Hinn 14. nóvember 1944 var dr. Alexander Jóhannesson, prófess- or, þáverandi stjórnarformaður stefnda, yfirheyrÖur á bæjarþingi Reykjavíkur. Fram kom hjá stjórnarformanninum að vorið 1944 hafi Sigurgeir Sigurjónsson, hrl., komið heim til hans og vel geti verið að hann hafi sagt við lögmanninn, að andlegt ástand Einars Benediktssonar kunni að hafa verið slíkt, að hann hafi ekki verið fær um að gera samning á þessum tíma 1938, en tók fram, að þar sem hann hafi ekki þekkt Ein- ar Benediktsson eftir 1934 hafi sitt álit enga þýðingu haft um þetta. Stjórnarformaðurinn kvaðst hafa þekkt Einar Bene- diktsson og síðast átt viðtal við hann í fyrri hluta október 1934 og þá hafi hann orðið þess var, að heilsu hans hefði hrakað, en ekki svo mjög, að hann teldi hann ekki hæfan til almennra viðræðna. M* rr. P /'/ í-a9f fram a baoiarjjlngi Reykjavíkur I c/ 19 Y 19?-<P Jev. undirri/c.obur Jiuc.r lienediktsjoa fyi’v. sýsluiaabur I til heiailia í Kerdísarvík, sel oj a-Tsala :.;eó brjei’i '>es3U nluta- | fjelaginu ".ir,,- a" í líeyKjavik eifJuarrjett á öllu því, ce:.i je.,- hef saraib, pó ab sjálfsögöu laeó >eiiu taiauörkunuiu, sem ieióa af áöur *:jorouu rábstöfunuxu ..ílnuu viovíkjandi eignar- eöa útgáfu- rjetwi aö rituu .uinum. h/f 3r^i iiei'ur pví :ue-al annars full- Kominn einkarjetx. á pví ab bi. ta. o,; jeia út rit uiír* hvernig sem vera sicai, ;>ar á úieoal s*criiu>,, prencuó eba marjföicluó u cinnun hátt, hvort soru pau uúiú veriw áour birt eöa u&d, svo 0*5 til þess ub sýxia pau á ieiksviói eoa lesa pau up^. Jiiuii^? n -r rjetturl h/f braja til pess ao prenta eou v efa út rit *.ií*x á a*ukiii nátt svo opt so.u vera s.:al o-s meo _.eii.. aintakafjölda ae... tjeo nluta- fjelatj áicvc ur. L/f 3i*u,<;i iitíiur oskoraóan rjeLt tii pes-'ab irtiuselja fraxaan- greinú rjeótinúi sín aö ritua i.ínuiu tii Lnnoi'a uÖ j-íu eóa nolucru leyti. Kaupvtíi JÍo er umsamiö ki’. Vooo.oo -sjö púsuna- kr. oö- greióibt| Þ&nnlg ai' kaup&naa: a) nú þe^tr ;reiöist í penii\;uL. Kr. iuco.oo b) eptirstöövornar ^*i*eioist meo skuidtbrjeii :: cooo.oo seu aibo:* iot meo iooo kt. á ái*i o,_ Oreioist ai'bor^iiii* ol. juOiúuj* ái*a x.Vors, í fyrsta jinu 31. juiúm* ib3S. ' . \ounoraoi: >£:.''áravo::ti. .ir á SOt3cxx».\;ávXix: op t ii; á: xxx: ioio: x>o. xrxxxx 5QD3sxiQiW Jeb . ví ;iú ai kaupanoi i'.eiur , reitt ..ijtíi- ,-kjT iooo *a*., sexu | rjBÓir ui:» unair a) lió hjer uc i*i ...cn o ; ioia.’ úo gefs út til mín j skuldabrjef saaKVoiut pví, cr 3cjir unúir b) liö aj-iieiiain/j ai’salsbrjeis pá xýsi jej .ciupuiiúa rje-tcui cit>uJida. uils hins selcu eins otJ uínur er te.-cio i'ra.i áoui* í aisalsbrjeci _,esoU og | svara tii Vcuú.eiráidLc.. . .erdiscrví.: Votta: /fj, Hið mikilvæga gagn í málinu, afsal Einars Benediktssonar á eignarrétti verka sinna til Braga hf. f vörn sinni sagði lögmaöur Braga hf. að þetta sé samningur sá, sera félagið hafi byggt á rétt sinn og starfsemi fyrr og síðar. Skjalið sé undirritað og dagsett af Einari Benediktssyni sjálfum og fullnægði öllum lagafyrirmadum sem einkaskjal. Lögmaður erfingja Einars Bene- diktssonar taldi í sókn sinni að samningurinn væri ekki undirritaður af Einari sjálfum og hann hafi ekki verið svo heíll heilsu andlega og líkamlega í janúar 1938, að hann hafi verið fær um að ráðstafa fjárhagslegum og persónulegum hagsmunum sínum og samningurinn sé því ekki bindandi fyrir hann og erfingja hans. Vitnisburður Guð- mundar Thoroddsen prófessors I sama réttarhaldi var prófessor Guðmundur Thoroddsen yfir- heyrður. Fram kom hjá prófess- ornum, að hann hafi þekkt Einar Benediktsson og hafi þeir hist þó nokkrum sinnum, bæði hér á landi og erlendis. Síðast hittust þeir sumarið 1939, en þá kom prófess- orinn til Herdísarvíkur. í þetta skipti hafi Einar Benediktsson verið fullkomlega andlega sljór. Hann hafi ekki getað talað svo skiljanlegt væri. Vottorð Jochums Magnúsar Eggerts- sonar, rithöfundar I þessu sama réttarhaldi stað- festi Jochum Magnús Eggertsson, rithöfundur, vottorð dags. 6. maí 1944. I vottorði þessu kemur m.a. fram, að Jochum Eggertsson hafi dvalið á heimili Einars Bene- diktssonar í Herdísarvík. Fyrst hafi hann komið þangað um mán- aðamótin maí/júní 1935. Á þeim tíma hafi Einar Benediktsson oft verið skrafhreyfinn og skemmti- legur, en mjög slegið út í fyrir honum, minnið stórbilað og sund- urtætt. Næst kom Jochum í Her- dísarvík í ágúst 1935 og þá dvaldi hann þar í 7 vikur samfleytt. Á þessu tímabili hafi heilsu Einars frekar hrakað og sljóleiki hans aukist. Hann hafi virst að mestu ósjálfráður gjörða sinna og at- hafna, ósjálfbjarga til orðs og æð- is líkt og barn. Hvorki hafi hann getað lesið, skrifað né ort, sakir minnisbilunar. Nafn sitt hafi hann getað skrifað undir skjal ef á þurfti að halda, eða hann væri þess beðinn, en Jochum hélt, að hann hefði ekki munað það stund- inni lengur. Síðast dvaldi Jochum Eggertsson í Herdísarvík frá nóv- ember 1935 til marsloka 1936 og taldi Jochum, að heilsu Einars Benediktssonar hafi farið jafnt og þétt hnignandi á þessum tíma. Vitnisburður Hlínar Johnson Hinn 20. nóvember 1944 var Hlín Johnson, sem bjó með Einari Benediktssyni allan tímann, sem hann dvldi í Herdísarvík, yfir- heyrð fyrir aukarétti Árnessýslu. Fram kom hjá Hlín, að Einar Benediktsson hafi verið andlega heill til síðustu stundar og vitað hvað hann vildi þegar hann beitti sér, en oft endranær hafi hann ekki fylgst með því, sem gerðist í kringum hann. Hafi hann þá verið í sínum heimi, allt öðrum en við smælingjarnir eins og ljóð hans beri vott um. Einar hafi vitað vel, hvað hann var að gera, er hann í ársbyrjun 1938 gerði samninginn við hf. Braga, enda hafi hann lengi óskað eftir því, að þeir fjölluðu um verk hans, sem á þeim hefðu vit. Hlín kvaðst hafa skilið Einar Benediktsson og getað talað við hann allt til síðustu stundar hans og hann við hana. Eftir 1930 hafi Einar Bene- diktsson einskis stuðnings notið frá börnum sínum. Peningum þeim, sem fengust fyrir samnings- gerðina við hf. Braga hafi Hlín tekið við og ráðstafað í samráði við Einar Benediktsson, aðallega upp í skuldir. Einar 500 krónur munu hafa komið heim af allri upphæðinni. Þá er Hlín var fyrir dómi tók hún fram, að hún ætti ekki hlut í hf. Braga, hún hafi árið áður gefið syni sínum Jóni hlut sinn. Viðvíkjandi kunnugleika Lúðvíks Norðdals, læknis, á heilsufari Einars Benediktssonar, sagði Hlín, að læknirinn hafi verið sóttur að Herdísarvík í sláttar- byrjun 1933 vegna magakvilla Einars. Hafi læknirinn skrifað lyfseðil en ekki staðið við nema í nokkrar mínútur. Læknirinn hafi aftur komið að Herdísarvík í júlí 1939, en í það skipti hafi hann ekki séð Einar Benediktsson. I seinni hlutanum, sem birtist á morgun verða m.a. rakin bréfa- skipti Hlínar Johnson, sagt frá út- gáfustarfsemi Braga hf., sagt frá vottorði bandarísks rithandasér- fræðings, sem taldi undirskriftir Einars Benediktssonar falsaðar, helstu málsástæður og kröfur að- ila málsins raktar og niðurstaða dómarans rakin. Pétur Björnsson framkvæmdastjóri Vífilfells: Hringamyndun í Breiðholti úti lokar Coca Cola frá neytendum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eft- irfarandi frá Pétri Bjömssyni, fram- kvæmdastjóra Vífilfells hf.: „í Breiðholti hafa nokkrir kaup- menn myndað einokunarsamtök til þess að sniðganga vörur frá Coca Cola verksmiðjunni í jólamánuðin- um. Með þessu ætla þeir að knýja fram sérstakan staðgreiðsluafslátt þeim til handa, sem ekki gengur áfram til neytandans. Þessir skrýtnu verslunarhættir koma fyrst og fremst niðurá neytandanum sem ekki nær til vörunnar. Líkist þetta mest afturhvarfi til fyrri alda og eiga þessir kaupmenn erfiðan málstað að verja. Á fundi með þeim Breiðholts- kaupmönnum, Gunnari Snorrasyni formanni Kaupmannasamtakanna og Jóni í Straumnesi, tilkynnti Coca Cola verksmiðjan að hún mundi ekki ganga að prívatafslætti til þeirra einna og skýrði um leið að ef fært yrði að gefa slíkan afslátt mundi hann ná til allra kaupmanna og enginn skilinn eftir útundan. Þessir tveir kaupmenn vissu ennfremur að þessi mál væru í at- hugun hjá verksmiðjunni á þessum grundvelli. Afslættir við staðgreiðslu og lánakjör til kaupmanna eru komin til vegna þess hve lengi kaupmenn þurfa að liggja með vöru áður en hún selst. Gunnar Snorrason gat þess sjálfur að meðalvelta vöru hjá honum væri 10 sinnum á ári. Veltu- hraði okkar vara er frá 50 sinnum til 150 sinnum á ári, þar sem við keyrum reglulega til kaupmanna, minnst einu sinni í viku, oftast tvisvar sinnum og iðulega þrisvar í viku. Það munu flestir sjá að lítið svigrúm gefst til staðgreiðsluaf- sláttar og lán í þessu tilliti verður- því að líta á sem sérstök rekstrarlán eða uppbót á álagningu. Kaupmennirnir uppi í Breiðholti höfðu ekki fyrir því að tilkynna okkur um þessar aðgerðir, heldur urðum við fyrst varir við þær er þeir höfnuðu afsláttarvörunum okkar með 15% kynningarafslætti til neytenda. Við höfum alla tíð haft mjög ánægjulegt samstarf við kaup- menn og okkar kynni hafa ávallt sýnt að þeir fylgdu hinni gullvægu reglu að mæta fyrst og fremst óskum og þörfum neytenda. Samtök (Kartel) þessara fáu kaupmanna skáka raunar í því skjólinu hvernig borgarskipulagi Breiðholts er háttað með tilliti til staðsetningu verslana. Svona Kartel-samtök geta ráðið miklu um neyslu neytenda þar sem um langar leiðir er að fara til þess að ná í vöru sem þeir sniðganga. Það verður fróðlegt að sjá hvernig samtökunum tekst að stýra neyslu neytenda í Breiðholti. I framhaldi af viðræðum og at- hugunum við kaupmenn undanfarna mánuði um möguleika á stað- greiðsluafslætti, langar okkur til þess að láta þá kaupmenn vita sem sýnt hafa þolinmæði í þessum mál- um, að við höfum ástæðu til þess að ætla að nú sé að skapast grundvöll- ur til þess að mæta þeim á þessum meiði innan mjög skamms tíma. Ótímabærar aðgerðir eins og í Breiðholti geta einungis skapað misskilning og skaða.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.