Morgunblaðið - 22.12.1982, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982
Fósturfaöir minn og afi okkar,
GUÐMUNDUR BJARNLEIFSSON,
HæAargarði 30, Reykjavík,
andaðist í Elliheimilinu Grund 16. desember.
Otförin hefur fariö fram í kyrrþey, samkvæmt ósk hins látna.
Svava Viggósdóttir, Guömundur Helgason,
Helgi Magnússon, Guðrún Björnsdóttir,
Ágústa Magnúsdóttir, Gunnar Gunnarsson,
Ástrós Guömundsdóttir, Páll Björgvinsson,
Eygló Guðmundsdóttir, Bragí Kristinsson,
Magnea Guðmundsdóttir, Guðmundur Símonarson.
Konan mín, móöir okkar og dóttir,
BRYNDÍS SIGUROARDÓTTIR,
Reynigrund 9, Akranesi,
lést í Landspítalanum 20. desember.
Tómas Friöjónsson og börn,
Svava Símonardóttir.
Útför systur okkar,
ÁSU S. JÓNASDÓTTUR,
fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 23. des. kl. 10.30.
Svava Jónasdóttir,
Klara Jónasdóttir.
Útför móðurbróður okkar,
JENS JÓHANNESSONAR,
Grenilundi 8, Garöabæ,
fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 23. des. kl. 15.00.
Marta Jónsdóttir Guömundur Jónsson.
t
Konan mín,
EMILÍA FRIORIKSDÓTTIR,
Fagrahvammi, Hverageröi,
andaöist aö heimili sínu 16. desember. Útförin fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag miövikudaginn 22. desember kl. 1.30.
Ingimar Sigurðsson.
t
Útför móður minnar og tengdamóöur,
SÓLBORGARGUDBRANDSDÓTTUR,
sem lést 15. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, fimmtu-
daginn 23. desember kl. 13.30.
Birna Jónsdóttir, Tryggvi Sveinbjörnsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför
KETILRÍÐAR JAKOBSDÓTTUR,
Vitastíg 25, Bolungarvík.
Matthildur Benediktsdóttir,
Guörún H. Kristjánsdóttir, Bjarni Aöalsteinsson,
Björg Kristjánsdóttír,
Aöalsteinn Kristjánsson,
Hallgrímur Kristjánsson,
Benedikt K. Kristjánsson,
Júlíus H. Kristjánsson,
Guömundur M. Kristjánsson, Kristín Arnardóttir,
og barnabörn.
Örn Jóhannsson,
Guðmunda Jónasdóttir,
Kristín Halldórsdóttir,
Kristín Gunnarsdóttir,
Guörún Eyþórsdóttir,
t
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall og útför móöur
minnar og tengdamóöur,
RAGNHEIÐAR KONRÁDSDÓTTUR,
Hellulandi.
Þórunn Ólafsdóttir,
Jón Björnsson.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför eiginmanns míns, fööur okkar, afa og sonar míns,
JÓNS G. AXELSSONAR,
fyrrv. skipstjóra.
Sérstakar þakkir eru færöar yfirlækni, hjúkurnar- og starfsfólki
Epdurhæfingardeildar 13 G Landspítalans fyrir umönnun í veik-
indum hans.
Guöný Hannesdóttir,
Rósa Steinunn Jónsdóttir, Guóný Arna Eggertsdóttir,
Oddfríóur Ragnheióur Jónsdóttir, Tryggvi Haröarson,
Hannes Axel Jónsson,
Oddfríöur Ragnheiöur Jónsdóttir,
Minning:
Emilía Friðriks-
dóttir Fagrahvammi
Fædd 3. október 1906
Dáin 16. desember 1982
I dag kveðjutn við vinir og ætt-
ingjar húsfreyjuna í Fagra-
hvammi, Hveragerði. Útför henn-
ar verður gerð frá Fossvogskirkju
kl. 13.30 en hún varð bráðkvödd á
heimili sínu síðari hluta fimmtu-
dags þann 16. þ.m.
Þessi milda heiðurskona hefur
staðið fyrir heimili á glæstu höf-
uðbóli í meira en 47 ár.
14. maí 1935 giftist Emilía Ingi-
mari Sigurðssyni, garðyrkjubónda
í Hveragerði. Þetta var því á
kreppuárunum miklu, ef svo má
segja, sem þessir ungu elskendur
ákváðu sína samstarfsbraut á
lífsleið líðandi samfélags.
Emilía var frá mennta- og
menningarheimili upprunnin,
dóttir Friðriks Guðjónssonar,
skólastjóra á Súðavík, og konu
hans, Daðínu Hjaltadóttur.
Nú á tímum virðist ef til vill
mjög auðvelt og í sjálfu sér ekki
orð á hafandi þótt ung stúlka
gangi inn á lífsbraut með elsk-
huga sínum í brautryðjandastarf
og „þjóðleg" verkefni. En þegar
betur er íhugað þá sjáum við, sem
höfum orðið þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fylgjast með lífshlaupi
Ingimars og Emilíu, að kennara-
dóttirin frá Súðavík færðist meira
í fang sem tilvonandi húsmóðir en
að vera gift fyrirvinnu heimilis-
ins, eins og þar stendur.
Fagrahvammsheimilið hefur
frá byrjun borið reisn og aðals-
merki íslenskrar landbúnaðar-
menningar. Þar hefur farið saman
hugur og hönd faglegrar þróunar
og blæhrein smekkvísi bæði utan-
húss og innan.
Hinn merki leiðtogi Jónas
Jónsson frá Hriflu gaf út á sínum
stjórnunartíma heila bók um
verklegar framkvæmdir ríkisins
sem bar titilinn „Verkin tala“. Þau
myndarhjón í Fagrahvammi hafa
ekki látið einn eða neinn skrifa
ritverk um athafnir sínar á liðn-
um nær 5 áratugum en svo sann-
arlega tala þeirra verk í samtíð og
framtíð.
Tengdafaðir Emilíu, hugsjóna-
maðurinn og landbúnaðarfrömuð-
urinn Sigurður Sigurðsson, búnað-
armálastjóri, studdi að sjálfsögðu
og hvatti til dáða og framtaks
fyrstu frumbýlingsárin í Hvera-
gerði. í þá tíð vantaði bæði tækni
og peninga til að gera hugsjónir að
veruleika. Samtíðin var öll að
flestu leyti fátæk og fákunnandi
svo markaðurinn á garðyrkju-
sviðinu var afar takmarkaður.
Fyrsta gróðurhús fjölskyldunnar
Minning:
Sigurður Hallbjörns-
son vörslumaður
Fæddur 25. desember 1917
Dáinn 12. desember 1982
(xuðdóms fagri geisli þinn
gef aó sálum þjóóa lýsi
þá mun haldasl þrótturinn
þó að bárur krappar rísi.
I»egar jarðnesk þrýtur sól
þú munt gefa eilíf jól.
H.B.
Hið skyndilega fráfall Sigurðar
Hallbjörnssonar, vörslumanns
Reykjavíkurborgar, kom öllum
ættingjum hans og vinum mjög á
óvart. Öllum er til hans þekktu,
fannst hann vera hraustur og
þrekmikill og stóðu vonir til að
hann næði háum aldri og að við
vinir hans fengjum að hafa hann
lengur hjá okkur og njóta velvild-
ar hans og drenglyndis. En enginn
ræður sínu skapadægri. Sigurður
Hallbjörnsson var brott kvaddur
við skyldustörf sín. Þann dauð-
daga hefði hann vafalaust kosið
sjálfur, svo samviskusamur sem
hann var í lífi sínu og störfum alla
tíð. Þar mátti hann hvergi vamm
sitt vita.
Sigurður Hallbjörnsson var
fæddur á Seyðisfirði á jóladag
1917, sonur Hallbjöms Þórarins-
sonar og konu hans, Halldóru Sig-
urjónsdóttur. Þau eignuðust átta
börn og var Sigurður þriðji í röð-
inni. Sigurður var 11 ára er for-
eldrar hans fluttust til Reykjavík-
ur ásamt börnum sínum.
Hallbjörn Þórarinsson, sem var
búfræðingur frá Eiðum, hafði far-
ið til Kaupmannahafnar og lært
þar trésmíði, en utanfarir á þeim
tíma voru óvenjulegar. Því má
segja að hann hafi verið vel undir
það búinn að takast á við verkefn-
in hér í Reykjavík. Hallbjörn var
eftirsóttur og góður smiður. Af-
koman var því góð , þótt fjölskyld-
an væri stór.
Sigurður fór snemma að taka
þátt í íþróttum, sérstaklega var
þjóðaríþrótt okkar, „glíman", hon-
um hugleikin. Þau voru orðin
mörg glímumótin sem hann hafði
tekið þátt í og margir verðlauna-
skildir og peningar og 1933 fékk
hann hornið frá Armanni til eign-
ar.
Á heimili Hallbjörns og Hall-
dóru var mikill gestagangur og
gott var að vera ’í návist þessa
góða fólks, sem öllum vildu gott
gera. Því miður naut Halldóru
ekki lengi við, en hún andaðist 12.
október 1955.
Eftir lát móður sinnar tók Guð-
laug Hallbjörnsdóttir við búi föð-
ur síns að Sörlaskjóli 82 og síðar,
er hún sjálf hafði komið sér upp
húsnæði að Reynimel 84, tók hún
föður sinn og Sigurð bróður sinn
með sér. Hallbjörn andaðist í
hárri elli 20. júní 1982, en Guðlaug
hafði alla tíð annast hann af mik-
illi alúð.
Jensína Björns-
dóttir - Minning
Fædd 10. mars 1902
Dáin 4. desember 1982
Það var mér mikil sorg þegar
mér var færð sú frétt að Jensína
okkar væri látin, eftir stutta dvöl
á Landspítala íslands. Erfitt var
að lifa í þeirri von að góður Guð
mundi gefa henni styrk til að lifa.
Mér fannst eins og slökkt hefði
verið á stóru ljósi inni í Auðar-
stræti. Það er hálftómlegt að
koma inn í Auðarstrætið og engin
Jensína til að taka á móti mér með
opnum örmum og bros á vör, svo
sannarlega var það hlýlegt. Jens-
ína hefur reynst mér eins og mín
eigin amma, svo yndisleg og góð.
Hún vildi allt fyrir alla gera, vilj-
ug og áhugasöm.
Hún sagði oft sjálf að hún gæti
kennt okkur margt ef við myndum
hlusta á hana. Og höfum við lært
margt af henni. Mér efst í huga er
virðing og þakklæti til hennar. Bið
var t.d. hitað upp á þann hátt að
fylla stórar tunnur með sjóðandi
vatni sem síðan var rúllað inn í
gróðurhúsið til upphitunar.
Okkur Islendingum er mjög tíð-
rætt um, og erum stoltir af, okkar
gömlu landbúnaðarmenningu sem
framfleytt hefur þessari þjóð við
kröpp kjör í aldaraðir. En Fagra-
hvammsheimilið var og er svo
sannarlega að sínu leyti
brautryðjandi í framleiðslu
garðyrkju-búgreinar sem síðan
hefur orðið prýði í íslenskum
landbúnaði.
Fyrir mig og mína samtíðar-
menn í þjónustu landbúnaðarins
hefur það verið sérstakt stolt og
hlý tilfinning að sjá verkin tala
jafn augljóst og þjóðlega sem raun
ber vitni í lífsstarfi þeirra Fagra-
hvammshjóna.
En nú að leiðarlokum húsmóð-
urinnar, Emilíu í Fagrahvammi,
Sigurður Hallbjörnsson réðst
snemma til starfa hjá Hitaveitu
Reykjavíkur og starfaði þar um
langan tíma, þar til hann 1974 var
ráðinn vörslumaður Reykjavík-
urborgar og gegndi hann því starfi
allt til endaloka. Þar reyndist
hann trúr og traustur og vann sér
hylli yfirboðara sinna og sam-
starfsmanna. Sigurður var alla tíð
mikill dýravinur. Átti hesta og
kindur sem hann hugsaði um af
mikilli natni. Hestamaður var
Sigurður með afbrigðum góður,
bar gott skyn á íslenska hestinn
og þótti vænt um hann, enda átti
hann úrvals hesta.
Sigurður var ókvæntur, en átti
uppkominn son, Eðvald Karl, sem
nú er 28 ára.
Ég vil nú kveðja Sigurð frænda
minn hinstu kveðju og þakka hon-
um allar góðar stundir sem við
höfum átt saman og bið góðan guð
að blessa hann og ástvini hans.
Þorsteinn Halldórsson
ég góðan Guð að styrkja hennar
nánustu í þessari sorg.
Patricia