Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982
Útgefandi nfrlftMfr hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson,
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 150 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 12 kr. eintakið.
Hvað vill Hjörleifur?
egar mesta reiðin var enn
yfir Hjörleifi Guttorms-
syni, iðnaðarráðherra, vegna
brotthlaups Guðmundar G. Þór-
arinssonar úr álviðræðunefnd-
inni lýsti hann því yfir, að nú
yrði svo sannarlega gripið til
einhliða aðgerða gegn Alusuisse
og átti að kynna þær í síðustu
viku samkvæmt orðum ráðherr-
ans sjálfs, en eins og kunnugt er
hefur ekkert orðið úr aðgerðum,
hins vegar hefur ráðherrann
skipst á skeytum við Alusuisse
eins og frá hefur verið skýrt hér
í blaðinu. Enn liggur því ekkert
endanlegt fyrir um það, hvað
ráðherrann vill gera í álmálinu,
helst sýnist hann kjósa að láta
málið hjakka áfram í sama far-
inu án nokkurrar haldbærrar
niðurstöðu.
Eitt fyrsta málið sem lagt var
fyrir Alþingi var tillaga frá
sjálfstæðismönnum um að þing-
ið tæki um það ákvörðun að
svipta Hjörleif Guttormsson
samningsumboði gagnvart Alu-
suisse og kysi þess í stað nefnd
til að fara með málið. Guðmund-
ur G. Þórarinsson sagði sig úr
álviðræðunefnd til að andmæla
vinnubrögðum iðnaðarráðherra.
Síðan lagði ráðherrann nefnd-
ina niður og situr nú einn að
álmálinu. Ráðherrann hefur lit-
ið á afstöðu framsóknarmanna
og brotthlaup Guðmundar G.
Þórarinssonar sem vantraust á
sig, en Hjörleifur bregst að
sjálfsögðu ekki við þessu van-
trausti eins og ráðherrar eiga að
gera; í stað þess að segja af sér
storkar ráðherrann samstarfs-
aðilum að ríkisstjórn og alþing-
ismönnum öllum með yfirlýs-
ingum um að hann ætli að grípa
til einhliða aðgerða en til þeirra
verka nýtur hann enn minna
trausts en til að hafa áfram-
haldandi forræði á samningum
við Alusuisse.
Þegar Birgir ísl. Gunnarsson,
alþingismaður, fylgdi tillögu
sjálfstæðimanna um nýja álvið-
ræðunefnd úr hlaði sagði hann
meðal annars: „Við íslendingar
bítum nú í það súra epli, að
mjög gott tækifæri til endur-
skoðunar samninga létum við úr
greipum okkar ganga 1980. Þá lá
ljóst fyrir að orkuverð hafði
hækkað svo mikið frá 1975 að
forsendur rammasamningsins
höfðu breyst verulega og knýja
átti á um hækkað rafmagnsverð.
Þá voru ytri aðstæður og mjög
heppilegar. Rafmagnsverðið
hafði hækkað ... og verð á áli
var mjög hátt eða um 2000
Bandaríkjadollarar á tonn. Nú
hefur álverðið lækkað um þús-
und dollara á tonn. Ytri aðstæð-
ur hafa því snúist okkur í óhag
þannig að líkurnar fyrir góðum
árangri eru ekki eins góðar og
þá. En þrátt fyrir það er nauð-
synlegt að halda áfram af meiri
alvöru en gert hefur verið til að
ná fram endurskoðun á þessum
samningum."
Undir þessi orð Birgis ísl.
Gunnarssonar er fyllsta ástæða
til að taka. Það blasir við öllum,
að Hjörleifur Guttormsson er
ekki fær um að fara með mál
Islendinga gagnvart Alusuisse.
Það hefur orðið þjóðarbúinu
mjög dýrkeypt hvernig iðnað-
arráðherra hefur klúðrað álmál-
inu. Hækkun rafmagnsverðs um
6 mills á árinu 1981 úr 6.5 í 12.5
mills hefði þýtt 7.2 millj. dollara
auknar tekjur á einu ári vegna
rafmagnssölu, sem er hærri
upphæð en þeir viðbótaskattar
sem hugsanlega geta fengist frá
Alusuisse og frá álverinu í
Straumsvík. Hingað til hefur
Hjörleifur Guttormsson verið
með allan hugann við skatta-
málin og eldra uppgjör — og
enn er spurt: Hvað vill Hjörleif-
Urslitin í
Hamborg
Jafnaðarmenn unnu góðan
sigur í Hamborg þvert á
vonir kristilegra demókrata sem
nú hafa gert ráðstafanir til þess
að kosið verði til sambands-
þingsins í Bonn í mars. Fyrir því
eru margar ástæður, að jafnað-
armönnum vegnaði svo vel í
Hamborg. Enginn vafi er á því,
að kjósendur veittu jafnaðar-
mannaflokknum brautargengi
til að efla einn flokk til meiri-
hlutastjórnar, en síðan í júni
hefur borgin verið stjórnlaus
vegna sundurlyndis stjórnmála-
flokkanna, en enginn þeirra
hlaut þá meirihluta. Þá mælist
það síður en svo vel fyrir í
Vestur-Þýskalandi, hvernig
kristilegir demókratar og sam-
starfsmenn þeirra í frjálslynda
flokknum hafa staðið að því að
ná völdum á sambandsþinginu í
sínar hendur. Það sjónarmið
jafnaðarmanna, að nær hefði
verið að kjósa strax og ríkis-
stjórn Helmut Schmidt missti
meirihluta sinn, aflar þeim í
senn virðingar og vinsælda sem
geta orðið kristilegum demó-
krötum hættulegar í mars.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir GUÐM. HALLDORSSON
Zia segir að Pakistan
sé í „fremstu víglínu“
AFSTAÐA Pakistana til umheimsins hefur í vaxandi mæli mótazt af ugg út
af návist Rússa í Afghanistan síðan innrásin var gerð fyrir þremur árum.
Þess vegna hefur Mohammed Zia ul-Haq forseti sótzt eftir vinfengi Banda-
ríkjamanna, án þess að hverfa frá óháðri stefnu sinni, og nýlega fór hann í
opinbera heimsókn til Washington, þar sem hann lagði áherzlu á að
Pakistan væri „framlínuríki". Zia hefur einnig haft á hendi forystu um
tilraunir á vegum SÞ til að finna lausn á Afghanistanmálinu og reynt að
bæta sambúðina við Indverja.
Fáir halda að Rússar muni í
fyrirsjáanlegri framtíð grípa
til beinna aðgerða gegn Pakistan
(eða ríkjunum við Persaflóa), en
ef til innanlandsókyrrðar kæmi í
Pakistan mundu þeir ekki hika
við að nota hana til að grafa
undan stjórnvöldum og tryggja
sér yfirráð að lokum. Raunveru-
leg ógnun mundi skapast á
landamærunum ef Rússar næðu
yfirhöndinni í Afghanistan og
Pakistanar óttast það mest í
svipinn. Pakistanar óttast einnig
í vaxandi mæli að Rússum takist
að koma á fót velþjálfuðum og
velvopnuðum her afghanskra at-
vinnuhermanna, öldum upp í
marxisma, þótt sá möguleiki sé
ekki nærtækur.
Pakistanar hafa átt undirbún-
ingsviðræður við Rússa um
Afghanistan fyrir hönd SÞ og
Zia hershöfðingi ræddi einnig
við Yuri Andropov, hinn nýja
leiðtoga Rússa, í Moskvu í síð-
asta mánuði, en án árangurs.
Nýlega sagði Zia í viðtali að
„engin lausn væri i sjónmáli" og
engin lausn möguleg, nema því
aðeins að allt herlið Rússa færi
og Afghanistan yrði aftur óháð
ríki. Hann sagði í öðru viðtali að
Rússar mundu aldrei sætta sig
við fjandsamlega ríkisstjórn í
Kabul, þótt hann kvæðist telja
þá einlæga í leit sinni að viðræð-
um um framtíð Afghanistans.
Sjálfur kvaðst hann aldrei
sprengju. Þegar Zia var í Wash-
ington harðneitaði hann því að
Pakistanar ynnu að smiði kjarn-
orkusprengju og kvað þá einung-
is nýta kjarnorku í friðsamleg-
um tilgangi. Harðhent stjórn Zia
hefur heldur ekki komið í veg
fyrir bætta sambúð við Banda-
ríkin. Andstæðingar hans benda
á aðgerðir hans gegn pólitískum
andstæðingum og andófsmönn-
um. En Bandaríkjastjórn telur
að Zia-stjórnin hafi yfirleitt
stuðlað að jafnvægi í stjórnmál-
um og efnahagsmálum og mann-
réttindabrot hafi ekki verið út-
breidd, þótt herlög séu í gildi.
Verði hins vegar um víðtæk
mannréttindabrot að ræða er
sagt að sambúðin komist í
hættu.
Astandið í Afghanistan hefur
aukið áhuga Pakistana á bætt-
um samskiptum við Indverja,
enda er sagt að Pakistanar hafi
fyrir löngu komizt að þeirri
niðurstöðu að það mundi jafn-
gilda pólitísku sjálfsmorði ef
þeir legðu út í aðra styrjöld við
Indverja í likingu við ófriðinn
1971, þegar Bengalar slitu sig
lausa og stofnuðu Bangladesh.
Frú Indira Gandhi forsætisráð-1
herra virðist hins vegar ekki
reiðubúin að grípa þetta tæki-
færi með því að viðurkenna
opinberlega þá hættu, sem staf-
ar frá íhlutun Rússa í Afghan-
istan. Veruleg breyting verður
Reagan og Zia ræðast við í Hvíta húsinu.
mundu viðurkenna Karmal-
stjórnina, þar sem það mundi
jafngilda viðurkenningu á inn-
rásinni 1979.
Sambúð Pakistana og Banda-
ríkjamanna hefur verið stirð síð-
an um miðjan síðasta áratug,
sumpart vegna þess að um það
leyti hófust Pakistanar handa
um að koma á fót kjarnorkuiðn-
aði, og hún versnaði í nóvember
1979, þegar æstur múgur
brenndi bandaríska sendiráðið í
Islamabad til ösku. Lega Pakist-
ans er mikilvæg, Bandaríkja-
menn telja mikilvægt að jafn-
vægi ríki í námunda við Afghan-
istan og Persaflóa og Pakistanar
eru taldir hafa hófsöm áhrif í
heimi múhameðstrúarmanna.
Því hefur Bandaríkjastjórn heit-
ið Pakistönum 3,2 milljarða doll-
ara efnahags- og hernaðaraðstoð
næstu sex ár og m.a. lofað að
selja þeim 40 F-16 herþotur.
Babb kom í bátinn þegar Pakist-
anar neituðu að taka við fyrstu
sex þotunum, þar sem í þær
vantaði fullkomin rafeindatæki,
en sá ágreiningur hefur verið
leystur.
Aðstoð Bandaríkjamanna yrði
áreiðanlega hætt ef Pakistanar
gerðu tilraun með kjarnorku-
líklega ekki á þessari afstöðu
Indverja, sem verða í forsæti
leiðtogafundar óháðu ríkjanna í
marz, a.m.k. ekki fyrr en óháðu
ríkin hafa mótað sameiginlega
afstöðu í málinu. Indverjar hafa
þrívegis setið hjá í atkvæða-
greiðslum um ályktanir SÞ gegn
íhlutun Rússa.
Frú Gandhi hefur sagt að hún
kysi helzt að Rússar færu frá
Afghanistan, en aðstæður séu
ekki fyrir hendi vegna aðstoðar,
sem skæruliðar fái erlendis frá.
Hún hefur harðlega gagnrýnt
tillögur Bandaríkjastjórnar um
refsiaðgerðir og í staðinn hvatt
til samninga um lausn. Indverj-
ar fá flest sín vopn frá Rússum
og verzla mikið við þá og Ind-
verjar hafa gætt þess að láta
ekki dvöl Rússa í Afghanistan
bitna á samskiptunum, þótt
íhlutunin hafi vakið ugg í ind-
versku stjórninni. Rússar virð-
ast vona að Indverjar geti fengið
Pakistana til þátttöku í viðræð-
um um pólitíska lausn.
Fyrir nokkrum vikum ræddi
Zia hershöfðingi við frú Gandhi
og sagði á eftir að fundurinn
hefði verið vinsamlegur og aukið
bjartsýni sína á friðsamlegum
samskiptum Pakistana og Ind-
Benazir Bhutto varð leiðtogi pak-
istanska þjóðarflokksins þegar
Nusrat móðir hennar fór úr landi
að leita sér lækninga.
verja. Engin lausn fannst á
deilumálum þeim (aðallega um
Kasmír), sem hafa þrívegis leitt
til styrjaldar milli þjóðanna, en
Zia sagði Pakistana staðráðna í
að „brjóta blað í samskiptunum"
og kvaðst viss um að viðbrögð
frú Gandhi yrðu jákvæð. Á fund-
um þeirra var ákveðið að skipa
nefnd til að hefja viðræður um
griðasáttmála, sem Pakistanar
stungu upp á í september 1981,
og vináttusamning, sem Indverj-
ar buðu í haust.
Zia hefur neyðzt til að skjóta
skjólshúsi yfir 2,8 milljónir
afghanskra flóttamanna með
miklum tilkostnaði, þótt dvöl
þeirra valdi hættu á ókyrrð inn-
anlands. Búðir flóttamanna eru
mikilvægar bækistöðvar fyrir
skæruliða í Afghanistan og þeir
nota þær til að fá nýliða. Kostn-
aðurinn vegna flóttamannanna
hefur aukizt í eina milljón doll-
ara (16,5 millj. kr.) á dag, en þeg-
ar Zia var í Washington lofaði
Ronald Reagan forseti því að
hlaupa undir bagga. í heimsókn-
inni var einnig undirritað sam-
komulag um sameiginlega nefnd,
sem á að auka samskipti land-
anna. Jafnframt lofaði Zia að
hefta gífurlegt heróínflóð til
Bandaríkjanna. Um 70% alls
heróíns í Bandaríkjunum kemur
frá Pakistan, en þótt Pakistanar
segist samvinnufúsir benda þeir
á að þetta væri ekkert vandamál
ef eftirspurn bandarískra neyt-
enda væri ekki eins mikil og
raun ber vitni.
í sjónvarpsviðtali í heimsókn-
inni sagði Zia hershöfðingi að
hann „sæi fram á“ að geta efnt
til þingkosninga „eftir tvö ár“.
Þegar hann steypti stjórn Zuli-
fikar AJi Bhutto 1977 hét hann
kosningum eftir 90 daga og síðan
hefur hann oft heitið kosningum
„eftir tvö til þrjú ár“. Um leið
hefur hann tekið fram að kosn-
ingar mundu aðeins raska jafn-
vægi og uppbyggingarstarfi, sem
verði að sitja í fyrirrúmi.
Flokkur Bhutto er sem fyrr
öflugasti stjórnmálaflokkurinn
og mundi líklega sigra ef kosið
væri nú. Ekkja Bhutto fékk ný-
lega að fara til Múnchen að leita
sér lækninga vegna Jungna-
krabbameins og 29 ára gömul
dóttir hennar, Benazir Bhutto,
er tekin við stjórn flokksins.
Frammámenn í flokknum segja
að hún sé vel í stakk búin til að
veita flokknum forystu og efla
hann, þótt hún sé í stofuvarð-
haldi.