Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 29 kemur óumflýjanlega upp verð- skuldað þakklæti fyrir hvað hún og þau elskulegu hjón hafa lagt til stóran skerf til framþróunar ís- lenskri garðyrkju og aukið þannig tiltrú samtíðar sinnar fyrir vel- megun komandi kynslóða. En verkin myndu ekki tala í þessu landbúnaðar-„hofi“ í Hvera- gerði nema af því að þar hefur komið til samstillt átak þeirra hjóna. Þegar litið er til baka finnst manni táknrænt að þessi hljóðláta en lífsglaða húsfreyja í Fagrahvammi er komin frá af- skekktri strönd og átti létt með að gerast „landnemi" við allt aðrar aðstæður en hún var upp alin við. Það er svo margt sem kemur í hugann þegar minnisstæðir vinir eru kvaddir og öll þakklætisorð verða smá og fátækleg í því sam- bandi. En vegna þeirra mörgu sem hafa verið aðnjótandi þeirrar frábæru gestrisni sem hefur ein- kennt Fagrahvammsheimilið í áratugi þá leyfi ég mér að segja — það var styrkur og ómetanleg upp- lifun að njóta þess að vera gestur þar. Það er enginn smáhópur bæði hérlendra og erlendra gesta sem þar hefur borið að garði. Reisn og smekkvísi hefur setið þar í fyrir- rúmi úti sem inni. Þar hafa árstíðaskiptin ekki einu sinni haft áhrif á umhverfið utanhúss eins og eðlilegt má teljast í þessum at- vinnuvegi. Nei, stúlkan frá Súða- vík með gott uppeldi og kvenna- skólanám frá Blönduósi, hefur svo sannarlega leyst sitt hlutskipti með glæsibrag við hlið eigin- mannsins sem landnemi í Hvera- Sextán ára piltur í Ghana með áhuga á popptónlist og póstkorta- söfnun: Alexander Samuel Koufie, I’.O.Box 932, (’ape Coast, Ghana. Sextán ára japönsk skólastúlka með tónlistaráhuga: Akemi Higashisaka, 18—22 Hirao-cho, 3-chome Taisho-ku, Osaka City, Osaka, 551 Japan. Sænsk 34 ára þriggja barna hús- móðir óskar að skrifast á við ís- lenzka konu. Hún á pennavini í mörgum löndum og talar ensku, þýzku og ítölsku auk sænskunnar: Suzzie Roxström-Holgersson, Rumbastigen 86, S-19632 Kungsangen, Sverige. Sextán ára þýzkur piltur með mik- inn íslandsáhuga, óskar að skrif- ast á við íslenzka jafnaldra sína, á ensku eða þýzku: Robert Grunwaldt, Halenseering 13 k, 2000 Hamburg 73, W-Germany.(BRD) Sextán ára piltur í Ghana með knattspyrnuáhuga: Kbenezer A.Dawson, P.O.Box 932, Cape Coast, Ghana. Fjórtán ára japösnk stúlka óskar að skrifast á við íslenzka jafn- öldru sína: Naoki Kinoshita, 2—92 Komadome-cho, Kita-ku, Nagoya, 462 Japan. gerði og frumherji nýrrar atvinnugreinar. Störfin tala sínu máli, Hveragerðis-kaupstaður mun í nútíð og framtíð njóta þess menningarauka sem þar hefur þróast í nær hálfa öld. Þeim hjónum Emilíu og Ingi- mari hefur hlotnast sú gæfa að eignast 4 mannvænleg börn og ennfremur alið upp dótturson, Daða Tómasson, sem nú stundar framhaldsnám í garðyrkju. Börn þeirra hjóna eru í þessari aldursröð: Elst er Þóra, gift Sig- urði Haraldssyni bónda að Gróf- argili í Skagafirði; Sigrún, gift Magnúsi Sigurjónssyni, húsgagna- bólstrara, Reykjavík; Sigurður garðyrkjubóndi í Fagrahvammi, giftur Guðrúnu Jóhannesdóttur. Yngst er Gerður, gift Bergþóri Friðþjófssyni, bifreiðastjóra, Sandgerði. Ég og fjölskylda mín sendum Ingimari, börnum hans og öðrum nánustu okkar innilegustu samúð- arkveðjur við hið sviplega fráfall mikilhæfrar húsmóður og ástúð- legrar ömmu, sem dáð var af barnabörnunum, en þau eru orðin 17, sem og öðrum er henni kynnt- ust. Blessuð sé minning hennar. E.B. Malmquist Aðeins fá orð að lokum til að þakka Emilíu ömmu minni fyrir allt. Ef hún vissi hve allt er óraun- verulegt núna. Dauði hennar kom eins og reiðarslag yfir okkur öll. Og það alversta er að við áttum eftir að upplifa svo margt saman, ekki bara við tvær, heldur Daði, Helga og bara við öll. Ég vil alls ekki fara að skrifa einhver meiriháttar lofsyrði um ömmu, en hún veit best sjálf hve mikils virði hún var okkur. Mér lærist sífellt betur og betur að meta sérstæðan persónuleika hennar. Hún var sérstæður per- sónuleiki, svo áberandi skemmti- leg, það var svo gott að tala við hana um allt, því hún lifði sig al- gjörlega inn í vandamál okkar. Kannski hafði hún stundum of miklar áhyggjur af okkur, en við þökkum fyrir það. Og hún var þrjósk, stundum beinlínis stíf, en það er ég líka og viðurkenni það núna. Friðþjófi líður vel. Það veit hún auðvitað. En ég vildi óska að ég vissi nákvæmlega hvar amma er og vona innilega að henni líði vel, alltaf. F.H. barnabarna, Emilía Sigurðardóttir Blaðburóarfólk óskast! Austurbær Skólavöröustígur Laugavegur 1—33 Flókagata 1—51 Vesturbær Tjarnarstígur Garðastræti Faxaskjól Skerjafjörður sunnan flugvallar ! iJthvorfi Gnoðarvogur 44—88 umvvrn Hjallavegur ptínrpiiiM&Mb UÓÐRÆn BÓK Verðlaunabókin hans Bolla Gústavssonar, Vorganga vindhæringi, I II Whefur hlotið V/VJlverðskuldaða athygli. SKEMMTILEG Ummæli gagnrýnenda segja sitt: „...Fallegt og vel unnið verk, sem ég á von á að flestir geti haft ánægju af að lesa“. Gunnlaugur Ástgeirsson Helgarpóstinum 26. nóv. '82 „Þad er bæði skemmtilegt og fróðlegt að fylgja séra Bolla um bernskuslóðimar“. Halldór Kristjánsson Tímanum, 4. nóv. '82 „...margir...munu fegnir baða sig í æskuminningum Bolla og vaða með honum vordag í vindhæringi....Hafi hann þökk fyrir ljúfa bók og ljóðræna“. Rannveig G. Ágústsdóttir DV 30. nóv. '82. 1 „...umfram allt finnst mér hlýja og kímni skína út úr henni. Þetta er notaleg bók sem gott er að lesa i skammdeginu“. Valgeröur Gunnarsdóttir Víkurblaðinu 9. nóv. '82 „...mér finnst þetta góð bók hjá Bolla“. „Hér er á ferðinni einlæg, ljóðræn og skemmtileg lýsing á hluta fortíðarinnar...“ Sveinbjörn I. Baldvinsson Morgunblaðinu 20. nóv. 82 „Ég er ...mjög ánægður með verkið í heild“. Kristján frá Djúpalæk í Degi 21. nóv. ’82

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.