Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 Rannsóknarreikningur 6 m. kr.: Geta ekki ráðstafað tekjum Hafnarfjarðarkaupstaðar — sagði Matthías Á. Mathiesen um bakreikning fjármálaráðherra vegna kostnaðar iðnaðarráðherra Kostnaður vegna athugana sem iðnaðarráðuneytið hefur gengizt fyrir á starfsemi Islenska álfélagsins, kom á dagskrá í sameinuðu þingi 16. desember sl., vegna fyrirspurna frá þingmönnum Reykjaneskjördæmis varðandi bakreikning á hendur Hafnarfjarðarkaupstað, sem gert var að axla hluta kostnaðarins. Kostnaður vegna þessara rannsókna árið 1981 reyndist samtals kr. 2.831.803.- og frá upphafi árs 1982 til októberloka kr. 3.230.135.- Harnarfjarðarkaupstaður samdi á sínum tíma um hlutdeild í fram- leiðslugjaldi ÍSAL, sem kom í stað annarra gjalda er sveitarfélög eera atvinnurekstri að greiða, en ISAL greiðir ekki, eða einvörðungu í þessu formi. Riðstöfunarréttur iðn- aðarráðuneytis á þessum sveitar- sjóðstekjum er því enginn að dómi þingmanna, er gagnrýna umræddan bakreikning. Spurningar, sem þingmenn Reykjaneskjördæmis báru frara til fjármálaráðherra, vegna þessa máls, voru efnislega: I) Hvar í lögum eða samningum eru ákvæði, er réttlæta að gera Hafnarfjarðarkaupstaö reikning vegna hluta rannsóknar er iðnaðarráðuneytið stendur eitt að? 2) Hver tók þá ákvörðun að senda Hafnarfjarðarkaupstað þennan reikning? 3) Hefur Hafnarfjarðar- kaupstað áður verið gert að axla víð- líka kostnað? 4) Var haft samráð við kaupstaðinn um rannsóknina og kostnaðinn? 5) Hvenær hófust þess- ar greiðslur og hverjar eru þær? 6) Hvernig skiptist kostnaðurinn? Ekki lagaheimild til að greiða Hafnarfjarðarbæ Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, sagði m.a. í svari sínu, að frá í júlí 1976 hafi skort beina lagaheimild „til þess að greiða Hafnarfjarðarbæ hlutdeild af tekjum ríkissjóðs af álgjaldi, og að sjálfsögðu einnig lögákveðnar reglur við hvað slík hlutdeild skyldi miðuð“. í framkvæmd hafi hinsvegar verið „höfð hliðsjón af þeim efnisreglum sem ráðgert hafi verið að lögfesti" (en ekki orð- ið af). Megininnihald þeirra sé, að Hafnarfjörður hefur fengið jafn- virði $250 þús. af heildartekjum, óskipt, og að öðru leyti 18% af árlegum heildartekjum af gjald- inu. Ljóst er, sagði ráðherra, að ekki verður til langframa unað við, að ekki séu í lögum ákvæði um skiptingu álgjaldsins. Það vóru iðnaðarráðuneyti og fjármálaráðuneyti, sagði ráð- herra, sem tóku ákvörðun um hvað §kyldu teljast hreinar tekjur af álgjaldi er til skipta koma, og þar með meintan þátt Hafnar- Ragnar fjarðarkaupstaðar í kostnaði við umrædda rannsókn. Ráðherra sagði að hliðstæður kostnaður hefði verið dreginn frá álgjaldi óskiptu 1974. Hinsvegar hafi ekki verið haft samráð við Hafnar- fjarðarkaupstað nú, málið „alfarið verið í höndum ríkisins án sam- ráðs við Hafnarfjarðarbæ". Kostnaðurinn vegna athugunar iðnaðarráðuneytisins á árinu 1981 Kjartan að fjárhæð kr. 2.831.803.- skiptist þannig: A) Aðkeypt sérfræðiþjónusta kr. 2.505.202,- B) Ferðakostnaður kr. 97.646.- C) Funda- og risnukostnaður kr. 39.951.- D9 Annað kr. 189.004.- (þ.á m. launagreiðslur og akstur). E) Kamtals kr. 2.831.803.- Kostnaður« vegna þessa máls 1982, frá upphafi árs til október- loka, var þessi: A) Sérfræðikostnaður kr. 2.723.695.- B) Ferðakostnaður kr. 82.275.- C) Funda- og risnukostnaður kr. 74.994.- D) Annað kr. 349.172.- D) Samtals kr. 3.230.135.- Athugasemdir bæjarstjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar vegna umræddrar gjaldfærslu (kost- naðarhluti rannsóknar dreginn frá gjaldhluta kaupstaðar í fram- leiðslugjaldi) „hafa ekki verið teknar til greina og kröfur bæja- rins hafa ekki verið viðurkenn- dar“, sagði fjármálaráðherra í lokaorðum svars síns, en verða áfram til athugunar í ráðuneyt- inu. Gengið á hagsmuni Hafnarfjarðar Matthías Á. Mathiesen (S) sagði m.a. að því hafi verið haldið fram af ráðherra „að það hafi aldrei verið ætlunin að Hafnarfjarðar- bær taki þátt í þessum kostnaði, en síðan kemur fram, þegar kost- naður lá fyrir, að hann var dreg- inn frá álgjaldinu og þannig hlut- fallslega dreginn frá réttmætum hlut Hafnarfjarðarkaupstaðar, samkvæmt þeim reglum sem um það hafa gilt“. Þessi kostnaður nálgast samtals % af heildarál- gjaldi 1981 (9 m.kr.). Samanburður ráðherra við 1976 er rangur. Sú endurskoðun, sem þá fór fram, var dregin frá af ÍS- AL, ekki ráðuneyti, og mótmælt af Hafnarfjarðarkaupstað. Þær upp- hæðir sem þá og nú er um að ræða eru og naumast sambærilegar. Eins og svar ráðherra bar með sér er nú um ráðstöfun að ræða, „sem gerð er án vitundar og sam- þykkis Hafnarfjarðarbæjar". Ég verð að minna á, sagði Matthías, að hluti Hafnarfjarðar- kaupstaðar í álgjaldinu er þann veg til kominn, að um það er sam- ið gegn niðurfellingu þeirra gjalda, sem önnur fyrirtæki greiða í sveitarsjóði. Það er með öllu óeðlilegt að ríkisvaldið geti skert eða ráðstafað þannig tekjustofni sjálfstæðs sveitarfélags, en ég er sammála ráðherra í því, að það verður að lögfesta þessa skiptingu, í samræmi við þann samning sem ríkið gerði á sínum tíma við Hafn- arfj arðarkaupstað. Reikningar á ráðu- neyti sendir út í bæ Kjartan Jóhannsson (A) minnti á að gerður hafi verið samningur milli iðnaðarráðuneytis og Hafn- arfjarðar um endurskoðun á tekjustofnun Hafnarfjarðarkaup- staðar og þar gert ráð fyrir löggjöf um það efni. Þetta hefur ekki ver- ið efnt 7 ár um síðar. Hver er staða sveitarfélaga, eða annarra sem semja við ríkið, ef samningar eru ekki haldnir, ef ekki er sett sú löggjöf sem heitið var? Hverskon- ar ráðslag er það þegar ríkisvaldið leyfir sér að koma fram með slík- um yfirgangshætti? Ég sé engar forsendur fyrir þeim frádrætti á umsömdum tekjupósti Hafnarfjarðar, sem hér um ræðir, hvorki að því er varðar þann kaupstað né aðra er hlut eiga í framleiðslugjaldinu. Hér er auk þess um sérstaka umfangsmikla athugun að ræða, sem iðnaðar- ráðherra ber fyrst og fremst ábyrgð á, „og ég skil ekki hvar get- ur endað. Getur iðnaðarráðherra bara fundið upp á því að athuga hvað sem er og senda hverjum sem er reikninginn?" Aldurshámark ríkisstarfsmanna: 53 hætta í ár. 68 1983. 90 1984 Mildari reglur hjá Reykjavíkurborg Birgir ísleifur Gunnars- son (S) bar nýlega fram fyrirspurn til fjármálaráð- herra, Ragnars Arnalds, um aldurshámark starfsmanna ríkisins. Hann sagði orð- rétt: „Hinn 5. mars 1981 var samþ. á Alþingi svohljóðandi þings- ályktun: „Alþingi ályktar að fela ríkis- tjórninni að endurskoða lagareglur um aldurshámark starfsmanna ríkisins. Skal sú endurskoðun unn- in i samráði við samtök ríkisstarfs- manna og markmið hennar vera það að kanna hvort ekki sé rétt að hækka aldursmörk þau, sem nú er miðað við, gera reglurnar sveigj- anlegri, svo og setja fastari reglur um möguleika eldri starfsmanna til að gegna hlutastörfum, ýmist á sínum gamla starfsvettvangi eða á öðrum stofnunum." Hvað líður framkvæmd þess- arar tillögu? „Ég vil geta þess að á sínum tíma var breytt reglum sem í gildi hafa verið hjá Reykjavík- urborg að því er þetta snertir og verkalok starfsmanna gerð sveigjanlegri heldur en voru samkvæmt eldri reglum. Miðaði sú þingsályktun, sem samþykkt var á sínum tíma og ég var flutn- ingsmaður að, að því að þær reglur sem giltu hjá ríkinu yrðu a.m.k. ekki lakari að þessu leyti. Þess vegna leikur mér nú for- vitni á að vita hvað líður fram- kvæmd þessarar tillögu.“ Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, minnti á að við gerð kjarasamnings við BSRB í ágúst 1980 hafi orðið samkomulag m.a. um málefni eftirlaunafólks og öryrkja. Þar sagði orðrétt: „Sett verði nefnd til að gera tillögu um skipan málefna eftir- launafólks og öryrkja, sem feli í ?ér rýmri heimildir til handa starfsmönnum að halda störfum sínum að hluta, eftir að há- marksaldri er náð. í því sam- bandi verði m.a. höfð hliðsjón af tillögu nefndar, sem fjallað hef- ur um endurskoðun á reglum um aldurshámark starfsmanna Reykj avíkurborgar." Tilsvarandi ákvæði er í sam- komulagi við BHM. Til þessarar nefndar var stofnað vorið 1981. Nefndin hefur reynt að áætla fjölda ríkisstarfsmanna sem láta af störfum á næstu árum. Þannig láta 53 starfsmenn af störfum fyrir aldurs sakir 1982, 68 1983, 90 1984, 97 1985, 120 1986, 147 árið 1987. Nefndin hefur ekki gert ráð fyrir að nein breyting verði á núgildandi reglum um lausn fyrir aldurs sakir. Aðalatriðið er að starfsmaður hafi nokkurt val um með hvaða hætti starfslok verða, að hann geti um tiltekinn tíma haldið áfram fyrra starfi eða sótt um annað hjá sama vinnuveitanda, hálft eða fullt eftir atvikum. Störf nefndarinnar féllu að hluta til niður á sl. ári vegna sumarleyfa, en gert er ráð fyrir að hún ljúki störfum fljótlega á næsta ári. Birgir ísl. Gunnarsson (S) þakk- aði svör og kvað rétt vera, að þessi mál þurfi að leysa í fullu samráði við viðkomandi starfsmannafélög. Þannig var og að staðið hjá Reykjavíkurborg. Þar gilda þær reglur að starfs- maður skuli láta af störfum og starf hans verða laust um fyrstu mánaöamót eftir að hnn nær 71 árs aldri. Þannig er það tímabil lengt sem gilti hjá ríkinu. Þá er heimilt að ráða viðkomandi á tímavinnukaup í allt að hálft starf hjá borginni, án þess að það hafi áhrif á rétt hans til að taka lífeyri. Jafnframt er heim- ilt að ráða starfsmann á tíma- kaupi í fullt starf, enda fresti hann þá töku lífeyris án þess að það hafi áhrif til hækkunar líf- eyris. Þessar reglur milda nokkuð þann tíma sem hlýtur að vera erfiður hjá þeim sem láta verða af störfum vegna aldurs. Það gerist og æ tíðara í einkarekstri að fyrirtæki segi ekki upp starfs- mönnum vegna aldurs, heldur leitist við að hafa þá í störfum eins lengi og mögulegt er og þeir óska. Ég held að æskilegt sé að ríkið taki upp svipaða reglu en hverfi frá þeim ósveigjanleika, sem nú tíðkast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.