Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982
17
Farþegar ganga um borð í Flugleiðavél á Reykjavíkurflugvelli.
Innanlandsflug
var með eðlilegum
hætti í gærdag
FLUGLEIÐIR fluttu hátt á annað
þúsund farþega innanlands í
gærdag að sögn Sæmundar Guð-
vinssonar, fréttafulltrúa Flug-
leiða. Alls voru farnar 24 ferðir til
allra áætlunarstaða félagsins, en
eins og skýrt hefur verið frá hefur
slæmt veður hamlað öllu innan-
landsflugi undanfarna daga.
Sæmundur sagði í gærkvöldi,
að ef allar áætlanir stæðust
myndu allir þeir farþegar, sem
beðið hafa eftir fari og þeir, sem
bókaðir voru í gærdag komast
til síns heima. Síðasta ferð fé-
lagsins var áætluð frá Keflavík-
urflugvelli klukkan 02.00 í nótt
með Boeing 727-100 þotu félags-
ins.
Samkvæmt upplýsingum hjá
Arnarflugi gekk innlandsflug
félagsins mjög vel, en flognar
voru 19 ferðir til 9 staða víðs
vegar um landið, með hátt á
fjórða hundrað farþega, sem er
með því mesta, sem félagið hef-
ur flutt á einum degi.
Tvö skip seldu
afla erlendis
TVÖ ÍSLENSK flskiskip seldu afla
sinn erlendis i fyrradag, í Grimsby
og Fleetwood. Gullberg NS 11 seldi
123,5 tonn í Grimsby, fyrir samtals
2.403.200 krónur, meðalverð var
19,46 pr. kg.
Þá seldi Helga RE í Fleetwood
samtals 59,2 tonn, og fékk fyrir
það 768.500 krónur, eða 12,99 kr.
pr. kg. meðalverð. Gæði aflans
voru mun lakari en hjá Gullbergi,
og kom það fram í lægra meðal-
verði.
Hjörtur Torfason um opið bréf Inga R. Helgasonar:
Aðeins brot af sögunni,
og það hálfgert pottbrot
„í BRÉFINU segir Ingi, að á fundi
nefndarinnar mánudagskvöldið 6.
desember hafi ég „svarað því
hreinlega, að ég gæti ekki stutt
tillögu Guðmundar", það er um að
setja fram við Svisslendingana
skýrt afmarkaðar tillögur varð-
andi grundvöll og framhald við-
ræðna. Hér segir Ingi ekki nema
brot af sögunni, og það hálfgert
pottbrot, þar sem framsetning
hans er mjög villandi“, sagði
Hjörtur Torfason sem sæti átti í
svonefndri álviðræðunefnd fyrir
hönd þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins, en Hjör.tur var spurður
um innihald bréfs Inga R. Helga-
sonar til Guömundar G. Þórarins-
sonar alþingismanns sem nýlega
var birt í Mbl. Bréfið er ritað í
tilefni af úrsögn Guðmundar úr
álviðræðunefnd hinn 7. þ.m. vegna
ágreinings við iðnaðarráðherra um
tillögugerð í viöræðum við Alu-
suisse.
Hjörtur sagði ennfremur:
„Hið rétta er að ég lét það skýrt
í ljós á fundinum, að ég væri
ekki mótfallinn tillögu Guð-
mundar, heldur mundi ég sitja
hjá við afgreiðslu á henni, þar
sem ég hefði ekki átt þess kost
að bera hana undir þá sem ég
væri fulltrúi fyrir. Jafnframt
sagðist ég telja það meginatriðið
á þessu stigi að halda þannig á
málum, að ekki þyrfti að slitna
upp úr viðræðum, og teldi ég það
sjónarmið í sjálfu sér mikilvæg-
ara en einstök tillöguatriði.
Ég minnist þess líka vel frá
fundinum að formaður nefndar-
Iljörtur Torfason
innar, Vilhjálmur Lúðvíksson,
benti Inga R. Helgasyni á það,
að ég væri ekki mótfallinn til-
lögu Guðmundar. Gerði Vil-
hjálmur þetta ekki aðeins einu
sinni heldur tvisvar eða þrisvar,
þar sem nefndinni varð marg-
rætt um stöðu málsins.
Um afstöðu annarra nefnd-
armanna ætla ég ekki að ræða,
en ljóst var, að tillaga Guð-
mundar fékk jákvæðar undir-
tektir hjá hinum þingflokka-
fulltrúunum, og að þeir töldu
hana vel geta farið saman við
það stefnumið að láta þráðinn
ekki slitna i viðræðunum, en um
það voru allir þessir fulltrúar
sammála, eins og Ingi getur um
í bréfinu. Um afstöðu Inga sjálfs
varð hinsvegar ekki ljóst á þess-
um kvöldfundi.
Vegna þess ágreinings, sem
upp kom um tilögu Guðmundar
daginn eftir, hefur hann sagt sig
úr nefndinni og nefndin nú verið
lögð niður með bréfi iðnaðar-
ráðherra. Þótt ég hafi að ýmsu
leyti haft ánægju af störfum í
nefndinni tel ég samt betur far-
ið að sú ráðstöfun var gerð.
Hefði raunar mátt gera það
fyrr, eins og þingflokkur sjálf-
stæðismanna hafði lagt til. Mál-
in þróuðust þannig snemma á
þessu ári, að nefndin féll út úr
hlutverki sínu sem viðræðu-
nefnd gagnvart Alusuisse, og
þær takmörkuðu viðræður, sem
átt hafa sér stað síðan, hafa ver-
ið í höndum iðnaðarráðherra
sjálfs. Til þess að árangur náist
í viðræðum við Svisslendinga
þarf nefndin, sem um þær fjall-
ar, að vera skipuð með meira til-
liti ti þingstyrks flokkanna og
meiri áherzlu á pólitíska sam-
stöðu og jafnræði í störfum.
Einnig þarf hún að hafa styrk-
ara umboð til athafna en gamla
nefndin.
Ég held að ágreiningurinn
milli iðnaðarráðherra og Guð-
mundar G. Þórarinssonar sé að
verulegu leyti afleiðing af því
millibilsástandi sem ríkt hefur í
þessu máli svo langa hríð, og að
þess vegna hljóti enn að vera tök
á að byggja upp þá samstöðu,
sem við þarf til samningslausn-
ar í málinu", sagði Hjörtur
Torfason að lokum.
„Ætli einhver lýrísk æð
hafi ekki þurft útrás4<
— segir Guðrún P. Helgadóttir fyrrverandi skólastjóri
Kvennaskólans, sem sent hefur frá sér sína fyrstu Ijóðabók
Nýútkomin er hjá bókaforlaginu l»jóðsögu Ijóðabókin „Hratt flýgur stund“ eftir Guð-
rúnu P. Helgadóttur fyrrverandi skólastjóra Kvennaskólans í Reykjavík, en það er fyrsta
Ijóðabók höfundar, og eru Ijóðin öll ort hin síðari ár. Blaðamaður sló á þráðinn til
Guðrúnar einn morguninn og innti hana fregna af kveðskap hennar.
„Þetta eru fyrst og fremst
ljóð sem ég orti er við hjónin
vorum á ferðalögum, þá sá ég
margt nýtt er heillaði hugann.
Fyrstu ljóðin eru ort 1976, en
þá fór ég að hripa ferðaminn-
ingarnar niður. Þannig var að
sumarið 1976 fórum við hjónin
í ferðalag til Þýzkalands, yfir
Alpafjöll og til Ítalíu, en til
þessara landa hafði ég aldrei
komið áður. Við höfðum ágæt-
an fararstjóra, sem fræddi
okkur um héruðin, sem við
ókum um, og sögu þeirra. Um-
hverfið hreif mig og hafði á
mig sterk áhrif. Seinna fórum
við til Grikklands og Mallorca
og í sumar dvöldumst við í
sumarleyfi í Lundi og í Klitt-
erbyen við Skjaldarvík á vest-
urströnd Svíþjóðar. Öll þessi
ferðalög höfðu sín áhrif og
urðu tilefni ljóða.
Það vakti hins vegar aldrei
fyrir mér að gefa út ljóðabók.
Én um mitt sumar lauk ég við
að semja skólaskýrslu Kvenna-\
skólans. Hún var í stærra lagi
og fremur þurr eins og skýrsl-
ur eru. Þetta var um miðjan
júlí. Þá fór ég að sinna ýmsu
sem setið hafði á hakanum,
meðal annars að taka til í
hirslum mínum. Fljótlega
rakst ég á allstórt brúnt um-
slag með tveimur stílabókum
og nokkrum lausum blöðum, en
á umslagið var ritað að inni-
hald þess ætti að brenna eftir
minn dag.
I stílabókunum voru einkum
ferðaminningar í ljóðaformi,
hripaðar lauslega upp, og á
blöðunum smákvæði og hug-
leiðingar. í erilsömu starfi
hurfu mér slíkar hugleiðingar
með öllu, en á ferðalögum sóttu
þær á mig á ný. Er ekki að
orðlengja það að ýmis drög frá
þessum ferðalögum ásamt ljúf-
um endurminningum höfðu
töluverð áhrif á mig, létu mig
eiginlega ekki í friði í sumar,
og mér fannst ég þurfa að
vinna betur úr þeim. Sjálfsagt
hefur það einnig haft sín áhrif,
að mér fannst, að nú væri tími
til kominn að gera ýmislegt,
sem mig langaði til. Annað
hvort var að gera eitthvað úr
þessu eða fleygja því.
Ég sýndi síðan þessa ljóða-
smíð mínum nánustu og fáein-
um vinum, og hlaut jákvæðar
undirtektir. Það varð til þess
að ég sýndi þetta Hafsteini í
Þjóðsögu í október, og hann
skellti þessu út,“ sagði Guðrún.
I bókinni eru 45 kvæði, mis-
jafnlega löng, á rúmum eitt-
hundrað síðum. Auk ferðaljóð-
anna er ljóðakafli um hennar
nánustu, m.a. móður hennar og
systur, sem dó ung. í síðasta
bókarkaflanum er svo að finna
ýmsar hugdettur, ljóð almenns
eðlis, sem flest voru ort í
sumar.
Guðrún hefur kennt bók-
menntir í áratugi og eftir hana
liggja bækurnar „Skáldkonur
fyrri alda“, sem út komu árin
1961 til 1963. Einnig tók hún
saman „Sýnisbók íslenzkra
bókmennta" ásamt Sigurði
Nordal og Jóni Jóhannessyni,
og Guðrún og Jón sömdu
bókmenntaskýringar við sýn-
isbókina. Jafnframt var hún
ritstjóri „19. júní“ 1958 til 1962.
„Ég hef alltaf haft ánægju af
bókmenntum og hef alltaf jafn
gaman af að lesa góðar bækur.
Eg les mikið, svo þetta hefur
kannski blundað í mér,“ sagði
Guðrún.
Guðrún P. Helgadóttir
Eins og áður segir er „Hratt
flýgur stund" fyrsta ljóðabók
Guðrúnar og aðspurð sagðist
hún ekki hyggja á frekari
ljóðaútgáfu. Yms önnur aðkall-
andi störf biðu. Áður hafa fá-
einar vísur birst eftir Guðrúnu,
og jafnframt sagðist hún hafa
kastað fram stökum og ein-
staka tækifærisljóði áður fyrr,
eins og svo margir aðrir.
„Og ljóðin og ljóðauppköstin
lágu í dvala alveg þar til í
sumar. Ég leit ekki við þessu,
enda hafði ég haft mikið að
gera. Þetta var merkileg lífs-
reynsla og ljóðin sóttu svo ein-
kennilega á mig. Ætli það hafi
ekki verið einhver lýrísk æð,
sem þurfti að fá útrás," sagði
Guðrún að lokum.
— ágás