Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 32
12
DAGAfi'
TIL JÓLA,
<£>ull & é>ilftir
Laugavegi 35
pliOíVi0íUltlil>feí>iÍÍ>
.^^yglýsinga-
síminn er 2 24 80
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982
Ars fang-
elsi fyrir
manndráp
af gáleysi
DOMUR í máli tvítugs pilts
féll í Sakadómi Reykjavíkur í
gær, en hann varð manni að
bana í ryskingum í aprílmán-
uði á síðasta ári.
Pilturinn var daemdur fyrir
manndráp af gáleysi og fékk hann
eins árs fangelsisdóm. Atvik þetta
átti sér stað í Breiðholti í Reykja-
vík, en þar kom til ryskinga á milli
unga mannsins og sambýlismanns
móður hans á heimili þeirra
mæðgina. Lést sambýlismaður
móður piltsins á sjúkrahúsi dag-
inn eftir.
Falsaði ávís-
anir fyrir tugi
þúsunda kr.
MAÐUR var úrskurðaður í
gæsluvarðhald á mánudag
fyrir stórfellt ávísanafals og
stendur varðhaldið fram yfir
áramót, samkvæmt upplýs-
ingum sem Mbl. fékk hjá
rannsóknarlögreglunni í gær.
Falsaði maðurinn ávísanir í
Noregi, svo nam tugum þúsunda
og einnig hér á landi. Hér gaf
hann út margar ávísanir og nam
andvirði þeirra 60—70 þúsundum
króna. Maður þessi mun ekki hafa
komið áður við sögu hjá lög-
reglunni.
Þannig var umhorfs í Vik þegar óveðrinu slotaði.
MorgnibUtit/Rerair RagnartBon.
Vík í Mýrdal
5JT * y v ..
r r*
1 '4/*• ?. - ; lfU||■ A
Oll hitunartæki seldust upp
HITUNARTÆKI ýmiss konar
voru flutt með hraði til Víkur í
Mýrdal á mánudagskvöld, en þá
voru uppseld öll slik tæki í vcrsl-
unum staðarins, en kalt í húsum
vegna rafmagnsleysisins sem
óveðrið olli.
Var fenginn sendiferðabíll úr
Reykjavík með gastæki og gas og
önnur hitunartæki og kom bíll-
inn til Víkur um klukkan 10.30.
Tækin komu síðan í verslanir í
gær og seldust allvel, samkvæmt
heimildum Mbl.
Ekki urðu slys á fólki í óveðr-
inu, en þó munaði mjóu þegar
bíll björgunarsveitarinnar fauk
út af veginum og einn björgun-
arsveitarinaður féll út úr honum
og bíllinn valt á fætur hans. Það
varð honum hinsvegar til happs
að hann var í fjallgönguskóm
með stálsóla og lá bíllinn á skón-
um og urðu skórnir til þess að
maðurinn beinbrotnaði ekki.
Segja má að skórnir hafi haldið
uppi bílnum, samkvæmt upplýs-
ingum sem Mbl. fékk hjá Reyni
Ragnarsyni í Vík í Mýrdal.
Nokkurt tjón varð í Vík í
óveðrinu um helgina og brotn-
uðu rúður í 15 húsum og járn-
plötur fuku af nokkrum húsum,
samkvæmt upplýsingum Reynis.
Reynir sagði að ekki væri farið
að meta tjónið nákvæmlega,
Bandaríkjamarkaður:
Sala Coldwater 190—
200 millj. dollara ’82
ÁÆTLAÐ er að söluverðmæti fiskaf-
urða er Coldwater selur í Bandaríkj-
unum á þessu ári, nemi milli 190 og
200 milljónum bandarískra dollara,
eða milli 3.135 og 3.300 milljónum
íslenskra króna, að því er Guðmund-
ur H. Garðarsson, blaöafulltrúi SH,
sagði í samtali við blaðamann Mbl. í
gærkveldi.
„I*AD færi betur á að vilji væri til að
leysa þennan gífurlega vanda útgerð-
arinnar með öðrum ráðum,“ sagði
Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri
Sölusamhands íslenzkra fiskfram-
leiðenda, er Mbl. ræddi við hann um
fyrirhugaða fiskveröshækkun og um-
mæli Steingríms Hermannssonar í
Timanum í gær, að gengisfelling
komi ekki til greina.
Friðrik sagði einnig: „Sjómenn
og útvegsmenn hafa lengi vitað að
fiskiskipaflotinn væri of stór og
þeir hafa sjálfir varað við stækkun
hans. Samt stækkar flotinn. Það er
því eðlilegt að afkomá hvers skips
versni eftir því sem skipunum
Að sögn Guðmundar er þetta
álíka upphæð og selt var fyrir til
Bandaríkjanna árið 1981. íslensk-
ar fiskafurðir fara á markað vítt
og breitt um Bandaríkin, en lang-
stærsti viðskiptaaðili Coldwater,
sem er dótturfyrirtæki Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna, er
fjölgar án pess að heildaraflinn
aukist eða hann hreinlega minnk-
ar.
Til skamms tíma var í tísku að
tala um nauðsyn hagræðingar og
sparnaðar í fiskvinnslu og meðal
annars vann sérstök nefnd að því
að fækka fiskiðjuverum, allt til að
auka hagkvæmni og framleiðni.
Það verður nú að fækka fiskiskip-
um.
Nú eru um 280 saltfiskframleið-
endur í landinu og afkoma þeirra
flestra viðunandi. Hver hefði af-
koma þeirra verið og þeirra starfs-
fólks, ef þeir hefðu verið til dæmis
350 og með hlutfallslega fleira
starfsfólk, en orðið að lifa af sömu
matsöluhringurinn Long John
Silver. Kvað Guðmundur Garðars-
son Long John Silver reka um
1.400 matsölustaði víðs vegar um
Bandaríkin, og á þessu ári hefði
fyrirtækið keypt fisk og fiskafurð-
ir fyrir milli 30 og 40 milljónir
dollara.
heildartekjum, það er ef fram-
leiðslan hefði ekkert aukist.
Hreinlega hörmuleg.
Það eru hvorki undur né stór-
merki að gerast. Flotinn er ein-
faldlega of stór til að sækja þann
takmarkaða afla, sem sýnist verða
leyft að veiða á næstu misserum.
Það er örugglega vænlegra að að-
stoða útgerðaraðila við að leggja
skipum um tíma og skapa þannig
mögulegan rekstrargrundvöll fyrir
hæfilegan flota heldur en að klóra
aðeins í bakkann með olíugjaldi og
auknum lánveitingum, sem engan
vanda leysa," sagði Friðrik að lok-
um.
Laxveiðileyfin:
Hækkunin
alltað 113%
LAXVEIDILEYFIN hækka á bil
inu 30%—113% á milli ára í ám
þeim sem Stangaveiðifélag
Reykjavíkur býður upp á, að því er
fram kcmur í verðskrá félagsins
sem nýlega er komin út.
Mest er hækkunin í Leirvogsá,
113%, og kosta dýrustu dagarnir
næsta sumar 3200 krónur, en
kostuðu 1500 krónur í sumar.
Veiðileyfi í Norðurá hækka um
64% og kosta dýrustu dagarnir
þar 5900 krónur, en kostuðu 3600
krónur í sumar. Hækkunin í
Grímsá nemur 60%.
Veiðileyfi í Sogi hækka mis-
mikið, en á dýrasta svæðinu, í
Ásgarðslandi er um 100% hækk-
un að ræða á milli ára og kostar
dagurinn þar 1600 krónur næsta
sumar. í Elliðaánum er um 75%
hækkun að ræða, úr 500 krónum
í 875 krónur. Minnst er hækkun-
in hins vegar í Breiðdalsá, eða á
milli 30% og 40% og kosta dýr-
ustu dagarnir þar 550 krónur.
2,0-2,1%
launa-
hækkun
1. janúar
Kjarasamningar flestra
verkalýðsfélaga gera ráð fyrir
2—2,1% launahækkun 1. janú-
ar nk., en á árinu voru undirrit-
aðir aðalkjarasamningar við
nánast öll verkalýðsfélög lands-
ins.
Aðalkjarasamningur ASÍ og
VSÍ gerir ráð fyrir 2% launa-
hækkun til launþega 1. janúar, en
hins vegar gerir samningur BSRB
og ríkisins ráð fyrir 2,1% launa-
hækkun.
Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri SÍF:
Fækka þarf fiskiskipum