Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 23 Góðir tónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson LÍKLEGT er að reynsla ís- lendinga af einhæfri tónlist, sem leikin hefur verið í nokkra áratugi af lúðrasveitum, sé að nokkru fjötur um fót þeirra, sem annars hlusta mikið á tónlist og því sé þeim nokkuð þungt fyrir fæti, er hyggjast venja landann við hlustun tónlistar fyrir blásturshljóð- færi. Til er óhemju magn af góðri tónlist fyrir margvísleg- ar samsetningar blásturs- hljóðfæra og gat að heyra nokkurt sýnishorn þeirrar tónlistar á tónleikum í Laug- arneskirkju sl. mánudag. Flutt voru verk eftir Beethoven, Sweelinck og Mozart. Sextett- inn í Es-dús, opus 71, eftir Beethoven, er skemmtilegt verk, en höfundurinn taldi verkið ekki með betri verkum sínum og sagðist hafa að mestu samið það á einni nóttu. Tilbrigðin sex yfir lagið, Mein Junges Leben hat ein End, er eitt frægasta tilbrigðaverk Sweelinck og var hér leikið í umskrift gerðri af Ernest Lub- in. Sweelinck hefur verið nefndur faðir þýskrar orgel- tónlistar og Tilbrigðaformið, eins og hann útfærir það, er framhald þeirrar tækni er virginalistarnir ensku höfðu náð. Annar merkur þáttur í tónsmíðatækni Sweelinck er gerð fantasíunnar en í þeim verkum ryður hann brautina er fullunnin var í fúgugerð Bach, enda er þeim skipað til sætis á sama bekk. Flutningur verksins var mjög góður, enda er hér um að ræða frábæra tónsmíð og mjög fallega útfærða af góð- um fagmanni. Tónleikunum lauk svo með tólftu serenöð- unni eftir Mozart. Mozart er talinn hafa samið verkið fyrir útitónleika en umritaði verkið sem strengjakvintett (K,406) nokkru seinna og eins segir í bók Alfred Einsteins, um Moz- art, „hreinlega af fjárhags- ástæðum". Verkið vegur salt á mörkum þunglyndis og glað- værðar. Þessi undarlega og óvenju- lega skipan kemur fram í dansþættinum, Menuettinum, sem að hluta til er unninn í Canonformi, eins og höfundur- inn sé ekki alsáttur við að sleppa sér í leikærsl dansins. Ekki er vitað hvérsu til tókst um flutning verksins en talið er ósennilegt að þessi tónlist hafi fallið vel í „gardenpartí- in“ á þeim tíma og bendir um- ritun verksins til þess, að höf- undinum hafi verið óhætt að endurselja það með nýrri hljóðfæraskipan. Þeir sem stóðu að þessum tónleikum voru: Bernard Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Janet Wareing, Einar Jóhannesson, Óskar Ingólfsson, Hafsteinn Guð- mundsson, Björn Árnason, Joseph Ognibene og Jean P. Hamilton og var leikur þeirra allra góður og á köflum frá- bær, sérstaklega í verki Sweel- incks. ^Vskriftar- síminn er 83033 Starfsfólk Sparisjóós Hafnarfjarðar, 47 manns. varð hann fyrsti bæjarfógeti í Hafnarfirði. Faðir Páls var Einar B. Guðmundsson bóndi að Hraun- um í Fljótum, en hann var einn af aðalhvatamönnum að stofnun Sparisjóðs Siglufjarðar, sem nú er elzta starfandi peningastofnun landsins. Mun Páll hafa kynnst og heillast af þessum hugsjónum í föð- urhúsum. Auk Páls voru stofnendur sjóðsins þeir Agúst Flygenring kaupmaður, Einar Þorgilsson hreppstjóri og kaupmaður, Finnur Gíslason seglamakari, Jóhannes Sigfússon kennari, Jón Gunnarsson verzlunarstjóri, Jón Þórarinsson skólastjóri, Sigfús Bergmann, verzl- unarstjóri, Sigurgeir Gíslason vegagerðarmaður og Ögmundur Sigurðsson kennari. Sama árið og Sparisjóður Hafn- arfjarðar tók til starfa hófst vél- bátaútgerð á íslandi. Þremur árum síðar togaraútgerð, er hafði bæki- stöð sína í Hafnarfirði, og þannig rak hver viðburðurinn annan í breyttum og bættum atvinnu- háttum landsmanna. Af bókum sparisjóðsins má sjá að stjórnendur hans hafa þegar í önd- verðu stefnt að því að sjóðurinn stuðlaði að eflingu atvinnulífs í Hafnarfirði og hefur sjóðurinn því komið nokkuð við sögu merkra nýj- unga. Fyrsta lánið Fyrsta lánveiting úr Sparisjóði Hafnarfjarðar var til Jóhannesar Reykdals, hins mikla framkvæmda- og hugsjónamanns. Það var lítil upphæð, 125 krónu víxillán, en síðar á árinu fékk hann nokkuð stórt fasteignalán er hann var að reisa fyrsta trésmíðaverkstæðið á Is- landi, sem nú er Dvergur hf., elzta iðnfyrirtækið í Hafnarfirði. í beinu framhaldi þeirrar framkvæmdar og í tengslum við hana, keypti Jóhann- es rafmagns-„dýnamó“ í Noregi er átti eftir að verða fyrsta rafveita á íslandi. Jóhannes setti „dýnamó- inn“ niður við Hafnarfjarðarlæk og beizlaði fallvatn úr læknum til að knýja hann og var rafallinn tekinn í notkun í desember 1904. Þar með hófst rafvæðing á íslandi. Fyrsta sparisjóðsbókin var stofn- uð 16. febrúar 1903, með 10 króna innleggi Halldórs M. Sigurgeirs- sonar. Úr töludálkum bóka sparisjóðs- ins má margt lesa, bæði er snertir efnahagslega afkomu fólksins og hvernig hún tengist þróun atvinnu- iífsins í bænum og í sumum tilfell- um almennt í landinu. Þar má lesa um erfiðleikatíma er lýsa sér í minnkun innstæðufjár og samdrátt í útlánum. Þar má lesa um björtu hliðarnar, fyrir fólkið, sem jafn- framt urðu erfiðleikar fyrir spari- sjóðinn, þegar svo mikið fé barst í sjóðinn að enginn kostur var á að ávaxta nema hluta af því í víxil- eða fasteignalánum. Með samanburði má lesa um sterka stöðu fólksins í efnahags- og sjálfsbjargarlegu til- liti á tímum stórfelldrar aukningar í byggingum íbúöarhúsa í bænum án þess að séð verði að útlánamögu- Stúlkurnar í útibúinu í Norðurbænum. Hildur Haraldsdóttir útibússtjóri er lengst til hægri á myndinni. leikum Sparisjóðsins í þennan tíma hafi verið ofboðið. Eftirfarandi töl- ur sýna aðeins útlínur vaxtar og viðgangs Sparisjóðs Hafnarfjarðar á þessu tímabili, en í þeim felast þó samandregin viðskipti einstakl- inganna í bænum og þáttur þeirra í uppbyggingunni í bænum. Arslok Innistæðufé Varasjóður 1902 15.178.00 4.000.00 1922 366.000.00 48.000.00 1942 5.193.000.00 308.000.00 1962 87.288.000.00 8.411.000.00 1971 396.635.000.00 16.814.000.00 Heildarinnistæðufé í sparisjóðnum í dag eru um 210 milljónir króna og eigið fé var um síðustu áramót 25 milljónir króna. Skírnargjafir Forstöðumenn Sparisjóðs Hafn- arfjarðar segja að jafnan hafi verið lögð áherzla á að hvetja börn og unglinga til ráðdeildar í meðferð fjármuna, og hafi sjóðurinn átt þátt í að grundvalla sparifjármyndun þeirra. í því skyni hafi aðalfundur sjóðsins árið 1931 samþykkt að sjóðurinn gæfi hverju skírðu barni í Hafnarfirði, Garðahreppi og Bessa- staðahreppi sparisjóðsbók með fimm króna innistæðu. Þessum sið hefur verið haldið í rúma hálfa öld, en upphæðin smáhækkuð með breyttu verðgildi peninganna. Þannig var upphæðin 500 krónur fyrir 10 árum, og hafði því hundr- aðfaldast á 40 árum, en er nú 180 krónur, þ.e. 18 þúsund gamlar, og hefur því margfaldast með 3600 miðað við upphaflegu upphæðina. Eing^og áður segir eru Guðmund- ur Guðmundsson og Þór Gunnars- son núverandi sparisjóðsstjórar, en auk þeirra hafa sparisjóðsstjórar verið: Jóhannes Sigfússon, Jón Gunnarsson, Guðmundur Helgason, Ólafur Böðvarsson og Matthías Á. Mathiesen, sem nú er formaður stjórnar sjóðsins, en auk hans eru í stjórninni: Guðmundur Guðmunds- son sparisjóðsstjóri, Stefán Jónsson forstjóri, sem setið hefur í stjórn- inni í 40 ár, eða frá 1942, Árni Grét- ar Finnsson hæstaréttarlögmaður og Guðmundur Árni Stefánsson rit- stjóri. Afmæliskaffi í tilefni 80 ára afmælisins er öll- um Hafnfirðingum í dag boðið í af- mæliskaffi hjá sparisjóðnum, hve- nær sem er opnunartímans, því séð verður um að heitt verði á könnunni frá því fyrir opnun og fram yfir lokun. Jafnframt er æsku bæjarins boðið uppá gosdrykki og sælgæti, sem jólasveinar munu reiða fram. — ágás Úr afgreiðslusalnum í sparisjóðshúsinu við Strandgötu. Sérstakt veggmerki minnir á afmælið. MorgunhlaAiÁ KÖK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.