Morgunblaðið - 22.12.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982
3
Háhyrningar bíða
enn brottflutnings
Margrét Helga Jóhannsdóttir, Soffía Jakobsdóttir, Gisli Halldórsson, Guðrún
Ásmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson í hlutverkum sínum í Forsetaheimsókn-
Jólaleikrit LR:
Franskur gamanleikur
um forsetaheimsókn
Háhyrningarnir í Sædýrasafninu við
Hafnarfjörð, sem þar bíða flutnings úr
landi, munu varla fara utan fyrir jól úr
þvi sem komið er, að sögn Jóns Kr.
Gunnarssonar framkvæmdastjóra
safnsins. Jón sagði háhyrningana vera
við afbragðsheilsu, og hefði þeim síður
en svo orðið meint af því að bíða svo
lengi í laugum safnsins; frekar hið
gagnstæða, þeir söfnuðu kjarki sagði
Jón.
Að sögn Jóns er nú beðið ákvörð-
unar bandaríska umboðsaðilans, um
hvenær háhyrningarnir verða fluttir
úr landi, en samkvæmt upphaflegum
áætlunum átti það að gerast um
mánaðamótin nóvember-desember.
Jón kvaðst ekki hafa nákvæmar upp-
lýsingar um hvert þeir færu, en það
væri á söfn bæði vestan hafs og
austan. — í sjávarútvegsráðuneyt-
inu fengust þær upplýsingar í gær,
að engin tímamörk hefðu verið sett
varðandi útflutning háhyrninganna,
er leyfi til veiða þeirra var veitt. —
Þar hlyti að vera tekið mið af heilsu
þeirra og veðurfari hér, og það skil-
yrði sett að yfirdýralæknir fylgdist
með ástandi þeirra.
Brynjólfur Sandholt héraðsdýra-
læknir, sem eftirlit hefur með dýr-
unum, sagði í samtali við Mbl. í
gærkveldi, að háhyrningarnir hefðu
það gott í Sædýrasafninu, enda væri
aðstaða þar öll hin besta eftir að þak
var sett yfir laugina. Ekkert væri því
til fyrirstöðu að þeir yrðu þar í allan
vetur þess vegna. Góð reynsla hefði
komist á laugina nú i kuldakastinu;
þá hefði ekkert amað að háhyrning-
unum.
LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýnir
29. desember franska gamanleikinn
Forsetaheimsóknina eftir Luis Régo
og Philippe Brauneau í þýðingu Þórar-
ins Eldjárn. Leikstjóri er Stefán Bald-
ursson, leikmynd og búninga gerir
Ivan Török og lýsingu annast Daníel
Williamsson.
Tólf leikarar koma fram í sýning-
unni. í stærstu hlutverkum eru:
Kjartan Ragnarsson, Sigríður Hagalín,
Soffía Jakobsdóttir, Guðrún Ás-
mundsdóttir, Guðmundur Pálsson,
Hanna María Karlsdóttir, Gísli Hall-
dórsson og Margrét Helga Jóhanns-
dóttir. Aðrir leikendur eru Harald G.
Haraldsson, Steindór Hjörleifsson,
Karl Guðmundsson og Aðalsteinn
Bergdal.
í frétt frá LR segir, að leikurinn
gerist í París á okkar dögum á heim-
ili almúgafjölskyldu, sem fær
Frakklandsforseta í heimsókn.
Verkið hafi verið sýnt við miklar
vinsældir í Frakklandi fyrir nokkr-
um árum og hafi síðan verið leikið i
fjölmörgum löndum.
Póstflug
Ernis um
Vestfirði
hafið á ný
ísafírði, 21. desemher.
FLUGFÉLAGIÐ Ernir mun
hefja að nýju póstflug um
Vestfirði á morgun, miðviku-
dag. Að sögn Harðar Guð-
mundssonar, framkvæmda-
stjóra félagsins, verður flugið
með svipuðum hætti og verið
hefur, þó fækkar eitthvað
ferðum til Suðureyrar, en í
athugun er að taka upp flug
til Ingjaldssands.
Taxtar fyrir póstflugið hækka
ekki, en á næsta ári hefur verið
tekin inn sérstök fjárveiting á
fjárlögum ríkisins til flugfélagsins
Ernis, en auk þess er gert ráð
fyrir, að til komi fjárframlag frá
sveitarfélögum á Vestfjörðum í
framtíðinni.
Mjög slæmt ástand hefur ríkt í
samgöngumálum innan Vest-
fjarða, þann tíma sem póstflugið
hefur legið niðri, því allur póstur
og farþegaflutningar hafa þurft
að fara um Reykjavík.
- Úlfar.
Háhyrningarnir fimm í laug Sædýrasafnsins. Ljósm.: KÖE.
G-7000 sjónvarps-
leiktækið.
Skemmtilegt lciktæki sem
gcfur fjölskyldunni óteljandi
möguleika til dægrastyttingar.
Golf, kappakstur.
Samlokurist frá Philips.
Þú þarft ekki út í sjoppu
til þess að fá samloku með
skinku, osti og aspas. Sam-
lokuristin á heima í öllum
eldhúsum.
Tunturi - þrek-
þjálfunartæki.
Róðrabátur, þrekhjól,
hlaupabrautir og lyftingatæki.
Allt sem þarf til þrekþjálfunar
f heimahúsum.
Jólaéiafimar frá
Heimilistækjum
frá Philips
er 700 W, med fjórum fylgihlutum.
Fáanlegt í þremur geröum.
(Jtvarpstæki
frá Philips
fyrir rafhlödur, 220 volt eda
hvort tveggja. Urvalid
er mikid, allt frá einföldum
vasatœkjum til fullkomnustu
med og án stands.
Þnggja og fimm hradcL
Afar handhægt og
fyrirferöarlitid eldhústœki.
Þeytir, hrærir og hnoðar.
Veggfest ingar fylgja.
Straujárn frá Philips
eru afar létt og meöfærileg.
Þau eru meö opnu haldi, hitastilli
og langri gormasnúru.
Heymatólin frá Philips.
Tilvalin jólagjöf handa
unga fólkinu ( fjölskyldunni.
Heyrnartólin stýra tónlistinni
á réttan stað!
Útvarpsklukkur frá Philips
Morgunhanann frá Philips þekkja
flestir. Hann er bœöi útvarp og
vekjaraklukka í einu tœki.
Hann getur bœöi vakiö þig á
morgnana meö léttri hringingu og
músik og siöan svœfi þig meö
útvarpinu á kvöldin.
Morgunhaninn er fallegt tœki og
gengur auk þess alveg hljóölaust
Brauðristir frá Philips
eru meö 8 mismunandi stillingum,
eftir þvi hvort þú vilt hafa
brauöiö mikiÖ eöa lítiö ristaö.
Ómissandi viö morgunveröar-
boröiö.
Rafmagnsrakvélar
frá Philips
Þessi rafmagnsrakvél
er tUvalinn fuUtrúi
fyrir hinar velþekktu
Philips rakvélar.
Hún er þriggja kamba
bartskera og stiUanlegum
kömbum. Hún er nett og fer vel
í hendi KynniÖ ykkur aörar
geröir Philips rafmagnsrakvéla.
Sinclair pínutölvan.
Frábær tölva með ótrúlegum
möguleikum. Tilvalin lcið inn
í tölvuheiminn.
Djúpsteikingapottur
frá Philips.
Tilvalinn fyrir frönsku
kartöflurnar, fiskinn, klein-
urnar, laufabrauðið, kjúkling-
ana. laukhringina, camenbert-
inn, rækumar, hörpufiskinn
og allt hitt.
heimilistæki hf
Hafnarstræti 3 — 20455 Sætúni 8 — 15655
Ryksuga frá Philips.
Lipur, þróttmikil Philips gaða-
ryksuga með 850W mótor,
sjálfvirkri snúruvindu og 36Œ
snúningshaus.
P
- i :
Philips Maxim.
Fullkomin og ótrúlega ódýr
hrærivél með hnoðara, bland-
ara, þeytara, grænmetiskvörn,
hakkavél og skálum.
Vasadiskó frá Philips.
Þeir hjá Philips eru sér-
fræðingar í framleiðslu hljóm-
tækja sem ganga fyrir raf-
hlöðum. Vasadisköið er eitt
þeirra. Fæst með eða án
útvarps.
Kaffivélar frá Philips
hella upp á 2-12 bolla
í einu og halda kaffinu
heitu. Þær fást
í nokkrum gerðum,
sem allar eiga það
sameiginlegt að lagc t
úrvals kaffi.
Teinagrill frá
Philips býöur
ujrp á skemmtilega
nýjung í matargerö. t
Átta teinar
snúast
um element,
sem grillar
matinn fljótt og
vel GriUiö er auövelt i hreinsun
og fer vel á matboröi
Philips
solaríumlampinn
til heimilisnota.
Fyrirferðalitill og þtegilegur
í notkun.
Hárblásarar
frá Philips
fyrir alla fjölskylduna.
Jólagjöf sem aUtaf er í giUti
Hljóðmeistarinn frá
Philips.
Geysilega kraftmikið ferða-
tæki með útvarpi og kassettu-
tæki, 2x2 DW magnara,
tveimur 7 tommu hátölurum
og tveeterum. Sannkallað
tryllitæki!
Grillofnar frá Philips gera
hversdagsmatinn aö veislumat
í þeim er einnig hægt aö baka.
Þeir eru sjádfhreinsandi
og fyrirferöarlitlir.
Philips kassettutæki.
Hafa lengi verið vinsælar
gjafir handa unglingum. Þau
eru ekki síður áhugaverð
fyrir afa og ömmu!