Morgunblaðið - 24.12.1982, Qupperneq 32
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982
Sjónvarp & útvarp
Sjónvarp á annan í jólum kl. 20.35:
Stundarfriður
— eftir Guðmund Steinsson
Á dagskrá sjónvarps að
kvöldi annars jóladags kl.
20.35 er leikrit Guðmundar
Steinssonar, Stundarfriður.
Hér er um að ræða leikgerð
l’jóðleikhússins sem frumsýnd
var árið 1979 og öðlaðist meiri
vinsældir en áður voru dæmi
til um nýtt íslenskt leikrit þar.
Myndatöku annaðist Ómar
Magnússon; hljóð: Baldur
Már Arngrímsson; lýsingu:
Ingvi Hjörleifsson; leikmynd
og búninga: Þórunn Sigríður
Þorgrímsdóttir; tónlist og
leikhljóð: Gunnar Reynir
Sveinsson. Leistjóri: Stefán
Baldursson. Stjórn upptöku:
Kristín Pálsdóttir.
Upptakan var gerð í sjón-
varpsal í sumar. Leikendur
eru: Helgi Skúlason, Krist-
björg Kjeld, Sigurður Sigur-
jónsson, Lilja Guðrún Þor-
valdsdóttir, Guðrún Gísla-
dóttir, Guðbjörg Þorbjarn-
ardóttir, Þorsteinn Ö.
Stephensen, Randver Þor-
láksson og Sigurður Skúla-
son.
Leikritið gerist á heimili
reykvískrar nútímafjöl-
skyldu þar sem tímaskortur
og tæknivæðing koma í veg
fyrir allt eðlilegt fjölskyldu-
líf og heimilið líkist helst
umferðarmiðstöð þangað
sem fjölskyldan kemur til að
skipta um föt, borða og góna
á sjónvarp.
Hljóðvarp á jóladag kl. l!).i
„Með vísnasöng ég
vögguna þína hræri“
Á dagskrá hljóðvarps kl.
19.25 á jóladag verður þáttur
sem ber yfirskriftina „Með
vísnasöng ég vögguna þína
hræri“, í umsjá Baldurs Krist-
jánssonar.
— I þættinum verður m.a.
rætt við Brodda Jóhannes-
son, skólastjóra Kennara-
skólans og síðar rektor
Kennaraháskólans, sagði
Baldur, — um þau jól sem
hann man fyrst, en það var
upp úr 1920 norður í Skaga-
firði. Lýsir Broddi aðstæðum
öllum skilmerkilega og dreg-
ur upp mynd af jólahaldi
þess tíma. Þá er viðtal við sr.
Sigurð Sigurðarson, sókn-
arprest á Selfossi, um starf
prestsins á jólum og ýmis-
legt varðandi trúarinnihald
jólanna fyrr og nú. Lesari
með mér í þættinum er Sjöfn
Jóhannesdóttir guðfræði-
nemi.
Baldur Broddi
Kristjánsson Jóhannesson
Sr. Sigurður
Sigurðsson
Svanavatnið í Covent Garden
Á dagskrá sjónvarps kl. 21.00 að kvöldi jóladags er upptaka frá sýningu í
Covent Garden-óperunni í Lundúnum í júlí 1980 á Svanavatninu — ballett
eftir Pjotr Tchaikovsky. Helstu dansarar eru rússneska ballettstjarnan Nat-
alia Makarova og breski dansarinn Anthony Dowell ásamt Konunglega
breska ballettinum.
Guðrún Birgisdóttir
Sunnudagsstúdíóió
á annan í jólum:
Alþjóðlegur
jólablær í
frásögnum
og tónum
Á dagskrá hljóðvarps kl. 20.00
á annan í jólum er Sunnu-
dagsstúdíóið — Útvarp unga
fólksins. Guðrún Birgisdóttir
stjrónar.
— Þessi þáttur verður með
nokkuð alþjóðlegum jólablæ
vona ég, sagði Guðrún. —
Rætt veðrur við fjóra skipti-
nema, sem dvalist hafa hér á
landi undanfarið, þau Robertu
Bianconi frá Ítalíu, Helenu de
Nijs frá Hollandi, Söndru
Martinez frá Ecuador í Suð-
ur-Ameríku og Christofer (eða
Chris, eins og hann kallar sig)
Finch frá Kaliforníu í Banda-
ríkjunum. Og þau segja okkur
frá jólum, jólasiðum, jóla-
sveinum og öðru sem tengist
jólum í löndum þeirra. Svo
verður jólastemmning í mús-
íkinni á milli atriða.
Hljóövarp á aöfanga-
dag kl. 14.30:
„Jólabarn“
— smásaga eftir Ingi-
björgu Þorbergs
Á aðfangadag kl. 14.30 er
smásaga, „Jólabarn", eftir Ingi-
björgu Þorbergs. Höfundurinn
les.
— Þetta er ný saga, sagði
Ingibjörg, — samin á sunnu-
dögum á aðventunni, í stað
þess að baka smákökur. Hún
gerist í kirkju suður á Italíu
og fjallar um konu á miðjum
aldri, sem stendur frammi
fyrir vissu vandamáli.