Morgunblaðið - 19.01.1983, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983
„Getum verið
við öllu búnir“
segir framkvæmdastjóri Almannavarna
vegna falls sovéska hnattarins
„VIÐ fylgjumst náið með þróun
þessa máls og höfum í höndunum
gögn frá Kanadamönnum um
reynslu þeirra af falli annars hnattar
með geislavirk efni innanborðs við
ÞrKlavatn í Kanada 1978,“ sagði
Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri
Almannavarna, þegar Morgunblaðið
hafði tal af honum vegna falls sov-
éska gervihnattarins, en eins og
fram kom í frétt í Morgunblaðinu í
gær er ísiand innan marka þess
svæðis, sem hnötturinn kann að
falla á.
„Við höfum þannig mjög góðar
upplýsingar um hvernig bregðast
eigi við og standa að málum ef
hnötturinn kæmi niður í nágrenni
okkar og höfum að sjálfsögðu
skoðað þær mjög ítarlega. Þá
fáum við upplýsingar til okkar
varðandi feril hnattarins og hugs-
anlegt fallsvæði, ef til kemur að
hann falli til jarðar, þannig að við
getum verið við öllu búnir,“ sagði
Guðjón Petersen.
Arnarflug hefur endurnýjað samning
sinn við Líbýumenn:
Um 20 starfs-
menn
starfa
félagsins
þar syðra
ARNARFLUG hefur undirritað
samning við Libyan Arab Airlines
um áframhaldandi flug fyrir Líbýu-
menn, en núverandi samningur fé-
laganna rennur úr í marzmánuði
nk., að sögn Agnars Friðrikssonar,
framkvæmdastjóra Arnarflugs. Nýi
samningurinn gildir til næstu ára-
móta.
Samningurinn gerir ráð fyrir,
að Arnarflug verði með eina
Boeing 707 vöruflutningavél,
ásamt áhöfnum í Líbýu. Síðan
hefur Arnarflug forgang á ann-
arri vél, verði þess þörf, hvort
heidur um verður að ræða far-
þegaflutninga, eða vöruflutninga.
„Við erum ákaflega ánægðir
með þessa niðurstöðu, en þessi
Engin skoðana-
könnun á vegum
Morgunblaðsins
AÐ GEFNU tilefni vill Morgunblað-
ið taka fram, að enginn starfsmaður
þess vinnur að skoðanakönnun um
fylgi stjórnmálaflokkanna.
Þeir, sem hafa samband við fólk
í nafni Morgunblaðsins til að
spyrja það um fylgi þeirra við ein-
staka stjórnmálaflokka eru því
ekki á vegum blaðsins.
samningur er mjög hliðstæður
þeim samningi, sem er í gildi, og
við erum tiltölulega bjartsýnir á
að koma annarri vél að áður en
langt um líður," sagði Agnar Frið-
riksson.
„Við erum sérstaklega ánægðir
með að hafa náð þessum samningi,
þar sem um verulega harða sam-
keppni er að ræða. Eg tel hins veg-
ar, að það sem hefur gert útslagið
um að við vorum valdir, sé sú stað-
reynd að Líbýumenn séu ánægðir
með það starfsfólk okkar, sem
starfað hefur þarna syðra og þá
þjónustu, sem þeir hafa fengið,"
sagði Agnar Friðriksson.
Agnar Friðriksson sagði að-
spurður, að flogið væri frá Líbýu
aðallega til írlands, Bretlands,
Belgíu, Þýzkalands og Ítalíu.
„Annars erum við sérstaklega
ánægðir með að þurfa ekki að
grípa til uppsagna á starfsfólki
með tilkomu þessa nýja samnings,
en til þess hefðum við neyðzt að
öðrum kosti. Liðlega 20 starfs-
menn Arnarflugs starfa beint við
þess starfsemi í Líbýu.
„Ég tel að þessi samningur svari
þeim sögusögnum fullkomlega og
ekki þurfi að hafa um þetta fleiri
orð,“ sagði Agnar Friðriksson er
hann var inntur eftir sannleiks-
gildi sögusagna þess efnis, að fé-
lagið hefði átt í einhverjum úti-
stöðum við Líbýumen að undan-
förnu.
Akranes:
Flutninga-
skipinu Frey-
faxa lagt
Akranesi 18. janúar.
Flutningaskipinu Freyfaxa hefur nú
verið lagt við bryggju á Akranesi.
Ekki hefur verið endanlega ákveðið
hvað gert verður við skipið, en verið
er að kanna möguleika á sölu á því.
Ástæðan fyrir þessu er skortur á
verkefnum, flutningar á sekkjuðu
sementi hafa dregist mikið saman á
undanförnum árum og til marks
um það má segja að árið 1966, þegar
Freyfaxi kom nýr til landsins, voru
flutt 35.000 tonn af sementi á ári,
en sú tala hefur nú lækkað um nær
helming. Auk þess var skipið mikið
í mjölflutningum frá landinu, en
þegar loðnuveiðar stöðvuðust dró
að mestu úr þeim.
Að sögn Friðriks Jónssonar út-
gerðarstjóra er skipið í góðu ásig-
komulagi og því hefur verið haldið
vel við. Ahöfninni hefur verið sagt
upp með löglegum fyrirvara, eri yf-
irmenn og hluti undirmanna eru
enn við störf við ýmis viðhaldsverk-
efni. Friðrik sagði að verið væri að
kanna önnur störf fyrir þá.
- JG
UóuuKÖE.
Grýlukerti og snjóhengjur hanga nú víða fram af húsþökum, og geta valdið
hættu fyrir vegfarendur. — Þessi húseigandi ætlar þó berlega ekki að láta
þessa „aðskotahluti" húss síns verða öðrum til tjóns.
Sprengjugabb
í Hagkaupum
TILKYNNT var um sprengju í versl-
uninni Hagkaupum í Skeifunni f
Reykjavík laust fyrir klukkan 18.00
í gær, en sprengjan átti að springa
klukkan 20.00.
Lögregla og slökkvilið mættu á
staðinn og var leitað í versluninni,
en engin fannst sprengjan. Hún
var ósprungin enn þegar Mbl. fór í
prentun, enda talið að um gabb
væri að ræða.
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar:
Starfsemin getur haf-
izt að láninu afgreiddu
— segir Sigurður Þórðarson, formaður útgerðarráðs
A FUNDI stjórnar Framkvæmda-
stofnunar ríkisins á mánudag var
ákveðið að veita Bæjarútgerð Hafn-
arfjarðar fjögurra milljóna króna lán
og Fiskvinnslunni á Seyðisfirði
þriggja milljóna króna lán úr
Byggðasjóði. Er lánveitingin bundin
því að ríkið ábyrgist hana. Bæjarút-
gerð Hafnarfjarðar hafði óskað eftir
10 milljóna króna láni til að leysa
rekstrarvanda sinn, en eins og kunn-
ugt er hefur starfsemi fyrirtækisins
legið niðri frá því fyrir áramót. Lán-
veiting þessi var samþykkt á þeim
Full samstaða um aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja:
Fá tvo fulltrúa hvert og að-
ild að ráðherrasamstarfi
FuIItrúum Norðurlandaráðs fjölgað í 87, ísland fær 7 í stað 6
Á FUNDI laganefndar Norðurlanda-
ráðs voru í gær samþykktar sam-
hljóða tillögur um hvemig standa
skuli að aðild Færeyja, Grænlands
og Álandseyja að ráðinu. Tillögurnar
fela í sér að löndin fá 2 fulltrúa
hvert, aðild að ráðherrasamstarfinu,
en ekki forsætisnefndinni. Hún
verður áfram skipuð fulltrúum ríkj-
anna fimm. Fulltrúar landanna
þriggja koma til með að skipa eigin
sendinefndir en þær starfa þó innan
sendinefnda ríkjanna sem þau til-
heyra, þ.e. Danmerkur og Finn-
lands. Með þessari breytingu fjölgar
fulltrúum Norðurlandaráðs úr 78 í
87, þar af fá íslcndingar einn til
viðbótar þeim sex sem nú sitja í ráð-
inu.
Að sögn Halldórs Ásgrímsson-
ar, fulltrúa íslands í nefndinni,
var full samstaða um þessa af-
greiðslu og verða tillögur nefndar-
innar til endanlegrar afgreiðslu á
þingi ráðsins, sem hefst í Osló 21.
febrúar nk. Eftir afgreiðslu Norð-
urlandaráðsþingsins þurfa þjóð-
þing ríkjanna fimm öll að sam-
þykkja tillögurnar og er reiknað
með að breytingin hafi að fullu
gengið í gildi á þingi Norðurlanda-
ráðs 1984.
Þingfulltrúarnir níu sem fjölgað
er um skiptast þannig á milli ríkja
að ísland fær þá 7 fulltrúa í stað 6,
en önnur ríki 20 hvert. Af dönsk-
um fulltrúum fá Færeyingar 2,
eins og verið hefur, en Grænlend-
ingar, sem engan fulltrúa hafa átt,
fá einnig 2. Alandseyjar hafa átt
einn fulltrúa í ráðinu, en fá nú
annan, þannig að Finnar verða þá
með 18 fulltrúa í stað 17 áður.
Noregur og Svíþjóð fá 20 fulltrúa
hvor þjóð í stað 18 áður. Þessi
fjölgun var ákveðin til að halda
svipuðu jafnvægi og verið hefur,
að sögn Halldórs.
forsendum að þessi fyrirtæki hefðu
ekki fengið fyrirgreiðslu á síðasta
ári.
Vegna þessa ræddi Morgunblað-
ið við Sigurð Þórðarson, formann
útgerðarráðs Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar, og innti hann eftir
því, hvort þetta dygði til þess að
starfsemi útgerðarinnar gæti haf-
izt að nýju. Sigurður sagði, að
miðað við að þessi lánveiting feng-
ist afgreidd og ef lausn fengist á
þeim tillögum, sem nú lægju fyrir
í sambandi við skuldbreytingar-
málin, myndi útgerðarráð koma
saman í vikunni til að meta stöð-
una. Teldi útgerðarráð grundvöll
fyrir því að hefja rekstur fyrir-
tækisins að nýju vegna þessarar
fyrirgreiðslu, mætti ætla að skipin
gætu farið út um helgina eða í
upphafi næstu viku.
Sigurður sagði ennfremur, að
hann teldi, miðað við að lánveiting
Byggðasjóðs fengist afgreidd, að
skuldbreytingin næði fram að
ganga og að úr framkomnum
hugmyndum um aðstoð viðskipta-
banka fyrirtækisins yrði á þessu
ári, væri búið að leysa meginhluta
þess vanda, sem óskað hafði verið
að Ieystur yrði. Þá væri kominn
grundvöllur fyrir því að Bæjarút-
gerðin hæfi störf að nýju.
Um 10 milljón-
ir kr. borgaðar
með ávísana-
heftum á sl. ári
RAGNAR Onundarson, aðstoðar-
bankastjóri Iðnaðarbanka íslands,
sagði á ráðstefnu Verzlunarráðs ís-
lands um lánamarkaðinn í liðinni
viku, að þrátt fyrir verulega hækk-
un á ávisanaheftum á liðnu ári úr
16 krónum í 35 krónur hrykki það
ekki fyrir prentunar- og færslu-
kostnaði, hvað þá að eitthvað feng-
ist upp í annan kostnað.
„Mér sýnist, að á árinu 1982
hafi nálægt 10 milljóna króna
kostnaði verið velt yfir á spari-
fjáreigendur og lántakendur,
bara af þessum eina þætti. Vitað
er, að svipað hefur verið ástatt
um marga aðra liði gjaldskrár-
innar," sagði Ragnar Önundar-
son ennfremur.
Fjögur skip seldu erlendis
FJÖGUR íslenzk fískiskip hafa selt
afla sinn erlendis í þessari viku, bæði í
Englandi og Þýzkalandi, og fengu
heldur lægra verð fyrir aflann en feng-
izt hcfur að undanfórnu. Ekki eru
fyrirhugaðar söluferðir fleiri skipa í
þessari viku.
Á mánudag seldi Ársæll Sigurðs-
son HF 90,2 lestir í Grimsby. Heild-
arverð var 1.771.400 krónur, meðal-
verð 19,66. Sama dag seldi Már SH
143,1 lest í Cuxhaven. Heildarverð
var 2.612.600 krónur, meðalverð
18,26. Á þriðjudag seldi Vigri RE
183,6 lestir í Bremerhaven. Heildar-
verð var 3.159.600 krónur, meðalverð
17,21. Sama dag seldi Sigurey SI 118
lestir í HuII. Heildarverð var
2.554.800 krónur, meðalverð 21,64.