Morgunblaðið - 19.01.1983, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983
15
Kristján Jóhannsson, hagfræðingur Félags íslenzkra iðnrekenda:
Um 8,1% halli var á rekstri
ullariðnaðarfyrirtækja 1981
# / t
AFKOMUÞROUN I PRJ0NAIÐNAÐI 0G ÚTFLUTNINGI ULLAR 1972-1981.
HREINN HAGNAÐUR ERIR SKATTA ut FRAMLEGÐ í HLUTFALLI
VIÐ FRAMLEIÐSLUTEKJUR:
PRJÓNAIÐNAÐUR ULLARIÐNAÐUR
HAGNAÐUR HAGNAÐUR
1972 1.2 0,6
1973 0.0 -2,7
1974 2.0 1.4
1975 5.6 3.3
1976 1.2 2.3
1977 0.3 -0.4
1978 1.7 -3,9
1979 -3.0 -3,3
1980 -2.7 -0.9
1981 -2.3 -8.1
ULLÁRVÖRUÚTFLUTNINGUR 1972-1982
Isl. kr. uss HutfaUaf
(miltp (millj.) heSdarvöruúfflufn.
1972 3.5 4.1 2.1
1973 5.0 5.7 2.0
1974 2.6 7.7 2.3
1975 14.0 9.1 3.0
1976 20.3 11.2 2.8
1977 34.4 17.3 3.4
1978 45.2 16.6 2.6
1979 82.7 23.5 3.0
1980 160.0 33,2 3.6
1981 246.5 33.9 3,8
1982 * 391.9 30.0 4.4
x) ACTLUN.
Útlit fyrir aö hall-
inn hafi verið um
5% á síðasta ári
VÖXTUR ullarvöruútilutnings
hefur aö jafnaöi veriö örari en
vöruútflutningur almennt og má í
því sambandi benda á, aö áriö
1972 var hlutdeild ulíarvara í
heildarútflutningi um 2,1%, en ár-
ið 1982 verður hlutfallið í nám-
unda viö 4,4%. 1‘essar upplýs-
ingar komu fram í erindi Krist-
jáns Jóhannssonar, hagfræöings
Félags íslenzkra iönrekenda á
„Ullarfundinum“, sem haldinn
var í liöinni viku, en þar fjallaöi
Kristján um ástand og horfur í
greininni.
Á árinu 1981 nam ullarvöru-
útflutningur okkar um 33,9
milljónum Bandaríkjadollara,
en það var svipað verðmæti og
árið á undan. Á sl. ári, þ.e.a.s.
1982, er andvirði ullarvöruút-
flutnings áætlaður um 30 millj-
ónir Bandaríkjadollara, á með-
algenginu 13,04. Það er því um
11,5% samdrátt að ræða í
Bandaríkjadollurum talið.
Kristján Jóhannsson fjallaði
um afkomu iðngreinarinnar og
rekstrarskilyrði. Hann sagði að
þegar litið væri á afkomutölur
ullariðnaðar og prjónastofa sl.
10 ár, kæmi í ljós, að afkoma
ullariðnaðarins hefði verið
neikvæð lengst af tímabilinu,
en rekstur prjónastofa heldur
stöðugri, þó ekki muni þar
miklu.
Afkoman var lökust á árinu
1982, en þá var halli sem nam
um 8,1% af tekjum meðalfyr-
irtækis í ullariðnaði. Heldur
skárri var afkoman hjá prjóna-
stofunum, eða sem nam 2,3%
tapi í hlutfalli af tekjum meðal-
fyrirtækis. „Tölur þessar eru
byggðar á úrtakskönnun Þjóð-
hagsstofnunar nú í haust og
ættu ekki að koma á óvart í
ljósi þeirra gengis- og kostnað-
arþróunar, sem áttu sér stað á
árinu 1982,“ sagði Kristján Jó-
hannsson.
Kristján Jóhannsson sagði,
að með svokölluðum framreikn-
ingi rekstrarstærða, mætti
áætla, að afkoman hjá meðal-
fyrirtæki 1982 hafi verið betri
en árið áður, eða um 5% halli
að meðaltali hjá ullariðnaðar-
fyrirtækjum og svipaður hjá
prjónastofum.
„Flestir virðast sammála um
að sú pólitíska staða sem nú
ríkir valdi því, að engar meiri-
háttar efnahagsaðgerðir verði
framkvæmdar í það minnsta
fram að kosningum, Og hvað
þýðir það fyrir ullariðnaðinn?
Jú, ríkisstjórnin mun væntan-
lega áfram breyta gengi krón-
unnar í samræmi við kosnaðar-
þróun innanlands til stuðnings
sjávarútvegi og það ríkulega
vegna núverandi stöðu. Því eru
allar líkur á að gengi krónunn-
ar verði ekki sama vandamál
fyrir iðnaðinn í ár og það var
undanfarin 2 ár. Sem sagt hall-
æri í útvegs-hagsæld í iðnaði,"
sagði Kristján Jóhannsson um
framtíðarhorfurnar.
Kristján Jóhannsson sagði
ennfremur: „Það er ef til vill
kaldhæðni örlaganna, að þegar
rofar til með samkeppnisstöð-
una, að þá skuli vera áberandi
vægur hagvöxtur í viðskipta-
löndunum, en þó jafnframt
nokkuð stöðugt verðiag. Þó ber
að hafa í huga að vísitala fatn-
aðarverðs og framfærsluvísi-
tala þurfa ekki að falla saman.
Miklar líkur eru á, að þau
grundvallarskilyrði iðnrekstr-
ar, sem birtast í samspili kostn-
aðarþrounar og gengi gjald-
miðla, verði iðnaðinum hag-
stæð á þessu ári. Hvernig tekst
með reksturinn í raun er mun
flóknara mál og háð að veru-
legu leyti aðgerðum einstakra
fyrirtækja,“ sagði Kristján Jó-
hannsson, hagfræðingur Félags
íslenzkra iðnrekenda að síð-
ustu.
Árni Árnason, framkvæmdastjóri
*
Verzlunarráðs Islands:
Atvinnulífínu myndi
opnast nýr heimur
til fjármögnunar
ef fyrirtækjum gæfist kostur á
hlutabréfa- og skuldabréfaútboðum
„í nágrannalöndum okkar búa
fyrirtæki viö fjölbreytta fjármögn-
Sviss:
Framfærslu-
kostnaður
lækkaði um 0,3%
Framfærslukostnaður minnkaði
um 0,3% í desember í Sviss, en
hækkunin síðustu tólf mánuði er
um 5,5%. Stjórnvöld gera ráð fyrir
um 5,6% verðbólgu á yfirstand-
andi ári.
unarmöguleika í fjárfestingum.
Þau geta boðið út hlutabréf, veð-
skuldabréf, almenn skuldabréf, og
skuldabréf, sem síöar má breyta í
hlutafé á ákveðnu gengi,“ sagði
Arni Arnason, framkvæmdastjóri
Verzlunarráös íslands, í erindi sínu
á ráðstefnu Verzlunarráösins um
lánamarkaðinn og þjónustu lána-
stofnana viö atvinnulífið á dögun-
um.
„Bæði bankar og aðrar lána-
stofnanir geta annazt milligöngu
um slík almenn útboð, en einnig
sameinast lánastofnanir um
fjármögnun einstakra fjárfest-
inga. Enginn af þessum mögu-
leikum er opinn íslenzkum fyrir-
Árni Árnason
tækjum bæði vegna ákvæða í lög-
um um tekju- og eignaksatt og
vegna takmörkunar á starfsemi
lánastofnana.
Efnahagsstefnan hefur einnig
dregið úr framboði á lánsfé og
gert lánasamninga ótryggari. Ef
lagahindrunum væri hins vegar
rutt úr vegi opnaðist atvinnulíf-
inu alveg nýr heimur til fjár-
mögnunar á starfsemi sinni,"
sagði Árni Árnason, fram-
kvæmdastjóri Verzlunarráðs ís-
lands.
Er hægt að
spara allt
að 25.000
ferðir?
„Á þjónustusviöinu er bylting
framundan, þegar beinlínu-
vinnsla hefst, en það gæti verið
eftir u.þ.b. tvö ár. Stöðugt er unn-
iö aö margháttaðri og kostnaö-
arminni hagræöingu,“ sagöi
Tryggvi Pálsson, hagfræöingur
Landsbanka íslands, í erindi sínu
á ráðstefnu Verzlunarráðs ís-
lands um lánamarkaöinn og þjón-
ustu lánastofnana viö atvinnulíf-
iö.
„Sameiginleg athugun fer t.d.
nú fram á því með borgarfóg-
etaembættinu, Húsatryggingu
Reykjavíkurborgar og Bruna-
bótafélagi íslands, hvernig
spara má um 25.000 ferðir til
þessara embætta á ári í sam-
bandi við veðsetningar á fast-
eignum við lántöku," sagði
Tryggvi Pálsson ennfremur.
0
ARMULA'l'l
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
GOOLE:
Arnarfell ....... 24/1
Arnarfell ....... 7/2
Arnarfell ...... 21/2
Arnarfell ..... 7/3
ROTTERDAM:
Arnarfell ....... 26/1
Arnarfell ....... 9/2
Arnarfell ...... 23/2
Arnarfell ....... 9/3
ANTWERPEN:
Arnarfell ...... 27/1
Arnarfell ...... 10/2
Arnarfell ...... 24/2
Arnarfell ...... 10/3
HAMBORG:
Helgafell ...... 12/2
HELSINKI:
Dísarfell ....... 1/2
Mælifell ....... 17/2
Dísarfell ....... 3/3
LARVIK:
Hvassafeli ..... 24/1
Hvassafell ...... 7/2
Hvassafell ..... 21/2
Hvassafell ...... 7/3
GAUTABORG:
Hvassafell ..... 25/1
Hvassafell ...... 8/2
Hvassafell ..... 22/2
Hvassafell ...... 8/3
KAUPMANNAHÖFN:
Hvassafell ..... 26/1
Hvassafell ...... 9/2
Hvassafell ..... 23/2
Hvassafeli ...... 9/3
SVENDBORG:
Helgafell ...... 22/1
Hvassafell ..... 27/1
Dísarfell ....... 7/2
Hvassafell ..... 10/2
Hvassafell ..... 24/2
AARHUS:
Helgafell ...... 24/1
GLOUCESTER MASS.:
Jökulfell ...... 29/1
Skaftafell ..... 26/2
HALIFAX, KANADA:
Jökulfell ...... 31/1
Skaftafell ...... 28/2
SKIPADEILb
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
^/\skriftar-
síminn er 830 33