Morgunblaðið - 19.01.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983 Okkur ber aðeins að borga það sem ákveð- ið er á fjárlögum — segir Höskuldur Jónsson um greiðslur vegna sjúkrahúsbygginga „l>EGAR fé er veitt á fjárlögum til sjúkrahúsbygginga, þá er það bund- in fjárhæð, sem breytist ekl irt. Ef sveitarfélög byggja af einhverjum orsökum hraðar, þá bera þau alger- lega ábyrgð á því umframfé, sem það leggur fram. Mótframlagið, sem í þessum tilfellum kcmur frá ríkinu, kemur því oft seint og í Öðru raun- virði," sagði Ilöskuldur Jónsson, Frakki hvarf í Klúbbnum Á gamlárskvöld hvarf grár, síð- ur leðurfrakki úr veitingahúsinu Klúbbnum. Frakkinn er nýr og því tilfinnanlegt fyrir eigandann að tapa honum. Skilvís finnandi er beðinn að skila frakkanum i Klúbbinn eða hringja í síma 85704. I frakkanum var veski með persónuskilríkjum. ráðuncytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu, i samtali við Mbl., er hann var inntur eftir fullyrðinum þess efnis, að ríkið skuldaði Reykjavíkurborg háar fjárhæðir vegna nýbyggingar við Borgarspítalann, i formi lög- bundins mótframlags. „Við höfum i raun enga aðra vörn í málinu. Við getum engan veginn látið sveitarfélög halda áfram málinu að eigin vild og borga síðan meirihlutann af kostnaði, sem við höfum í raun aldrei samþykkt. Það er því alveg rétt, að ef dæmið er reiknað út frá þessum forsendum, þá á Reykja- víkurborg umtalsverðar fjárhæðir hjá ríkinu," sagði Höskuldur Jónsson ennfremur. Höskuldur Jónsson sagði, að oft hefði ekki verið gengið nægilega vel frá þessum málum í samning- um ríkis og sveitarfélaga. „Okkur ber því alls ekki að borga annað en Alþingi ákveður hverju sinni“. V algerður H. Bjarnadóttir um hugsanlegt kvennaframboð: „Ekki farnar af stað, en þetta er viss byrjun“ Fullt samráð við Kvennaframboðið í Reykjavík „Það er mikill áhugi meðal kvenna á sérstöku kvennaframboði, einkum vegna úrslita i ýmsum prófkjörum að undanförnu. Nei, ég vil ekki segja að við séum farnar af stað, en þetta er viss byrjun. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að í fram- boð skuli farið. Við höfum haft fullt samráð við aðstandendur kvenna- framboðsins í Reykjavík, síðast átti ég viðtal við þær i dag, en við erum ckkcrt komnar lengra en þær að öðru leyti en því að við höfðum hátt i gær. Þær eru búnar að funda mikið og velta þessu mikið fyrir sér, en munurinn er bara sá að þær hafa ekki sent frá sér ályktun,“ sagði Valgerður H. Bjarnadóttir á Akur- eyri í samtali við Mbl. í gær, en um Akranes: Færri skráðir atvinnulausir ATVINNUÁSTAND á Akranesi hef- ur batnað frá því sem var í siðustu viku samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér hjá verka- lýðsfélaginu þar i gær. í siðustu viku voru á fjórða hundrað skráðir at- vinnulausir, en nú eru þeir eitthvað á annað hundrað. Ástæðan fyrir bættu atvinnu- ástandi er, að hafin var vinna í tveim frystihúsum að nýju. helgina hélt Kvennaframboðið nyrðra fund um hugsanlegt framboð við næstu þingkosningar. Á fundinum var ákveðið að samtökin hefðu forgöngu um að kanna áhuga kvenna í Norður- landskjördæmi eystra á kvenna- framboði í kjördæminu. Var þar samþykkt svohljóðandi ályktun: „Það hefur sannast mjög áþreif- anlega í prófkjörum flokkanna að undanförnu að konur eiga erfitt uppdráttar á stjórnmálasviðinu enn sem fyrr. Ljóst er að þessar niðurstöður spegla aðstæður og stöðu kvenna í þjóðfélaginu al- mennt, og hljóta að kalla á að- gerðir kvenna sem karla. Úrslit sveitastjórnarkosninganna í vor kveiktu vonarneista í brjóstum ís- lenzkra kvenna, en hvað er að ger- ast nú. Hvað getum við gert til þess að sú þróun í jafnréttisátt, sem við sáum fara af stað í vor, haldi áfram. Framboð til Alþingis í Norðurlandskjördæmi eystra er mál sem varðar allar konur í kjör- dæminu. Kvennaframboðið á Ak- ureyri vill leggja sitt að mörkum til þess að hlutur kvenna á Alþingi verði veglegri eftir næstu kosn- ingar og vill í því skyni koma af stað starfshóp í kjördæminu til þess að undirbúa hugsanlegt framboð til Alþingis. Áhugasamar konur geta hringt í síma 24507 í Kvennarisi, mánudags- og mið- vikudagskvöld klukkan 20 til 22.“ Kristján Zophaníasson hjá Hljómbæ heldur á nýju plötunni við laser-spilarann. Mynd Mbl./Emilía Bylting í sjónmáli á plötum og spilurum HVER tækjabyltingin rekur aðra og nú eru það plötur og plötuspilar- ar sem taka á sig nýja mynd. I október síðastliðnum var í Japan kynnt ný tækni sem felst í að spilari les af lítilli hljómplötu með lasergeisla í stað nálar og í gær tók Hljómbær, Hverfisgötu, upp sitt fyrsta tæki þessarar tegundar. Fyrirtækin Philips og Sony fundu upp þessa tækni í sameiningu en flest stærri fyrir- tæki hafa hafið framleiðslu á þessum nýju tækjum. Sameinast var um eitt kerfi og gerir það allri framleiðslu auðveldara fyrir. Platan sjálf er aðeins 12 sentímetrar á breidd, mun sterkari en gömlu plöturnar. Og þar sem snertiflötur er enginn koma óhreinindi ekki að sök. Þá er allt suð úr sögunni og hljóm- gæði mun meiri enda gjörólík tækni notuð til að setja hljómlist á plöturnar og svipar henni mest til þess sem notað er fyrir tölvur. Aðeins önnur hlið plötunnar er notuð og rúmast á henni 60 mín- útur, inn á spilararnn er svo stillt hvaða lög á að spila, í hvaða röð og hversu oft. Mbl. hafði samband við Ólaf Haraldsson hjá Fálkanum til að spyrjast fyrir um plöturnar fyrst tækin létu ekki á sér standa. Ólafur er einmitt ný- kominn af ráðstefnu ytra þar sem þessari tækni var sýndur mikill áhugi af hálfu plötufram- leiðenda enda er því spáð að þessi tækni verði ráðandi eftir 5—10 ár. Hann taldi fyrirtækið Polygramm verða fyrst til að hefja framleiðslu í Evrópu á nýju plötunum en það mun senda um 250 titla frá sér í febrúar, einnig mun framleiðsla vera hafin í Japan. SH og Coldwater: Horfur á mikilli aukningu á útflutningi fersks fisks COLIIWATER Scafood Corporation, fyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, telur sig nú geta stóraukið sölu á ferskum fiskflökum í Banda- ríkjunum þegar á næstunni og í um tveggja mánaða tíma. Hefur fyrirtæk- ið áhuga á að fá um 90 lestir vikulega af ferskum fiski, aðallega karfa. Um nokkurt skeið hafa verið fluttar út á vegum þessara fyrir- tækja um 40 lestir vikulega með flugfélaginu Flying Tigers og hafa DC-8 þotur verið notaðar við flutningana. Verði af auknum flutningum verður flogið tvívegis í viku með Boeing 747 eða svoköll- uðum Jumboþotum, sem munu koma við hér á leið frá Evrópu til Bandarkjanna. Að sögn Guðmundar H. Garð- arssonar, blaðafulltrúa SH, eru þessir flutningar vissum skilyrð- um háðir. Hér er aðallega um að ræða útflutning á karfaflökum en framundan er ekki aðalkarfaveiði- o INNLENT Samkeppni skólabarna um myndefni til reykingavarna Nú í ársbyrjun efnir reykinga- varnarnefnd til samkeppni meðal skólabarna um gerð myndefnis til reykingavarna. Annars vegar er um að ræða auglýsingaspjöld (plaköt) stærð A-3 eða meira, hins vegar myndasögur, fjórar til sex myndir. Efni myndanna þarf að tengjast skaðsemi reykinga eða baráttunni gegn reykingum á ein- hvem hátt. Allir nemendur í grunnskólum hafa rétt til þátttöku, en samkeppnin fer fram i þremur aldursflokkum; 6—9 ára, 10—12 ára og 13—15 ára. Verðlaun verða sem hér segir: Aðalverðlaun kr. 7.000 fyrir þá mynd sem dómnefnd telur besta. Auk þess verða veitt þrenn verð- laun í hverjum aldursflokki, kr. 2.500, 1.500 og 1.000. Allir þátttak- endur i samkeppninni fá viður- kenningarskjal fyrir þátttökuna. Myndmenntakennarar i skólum munu sjá um framkvæmd sam- keppninnar. Skilafrestur til reykingavarnar- nefndar rennur út 28. febrúar 1983, en þriggja manna dómnefnd fjallar um myndefnið og metur það til verðlauna. Áskilin er réttur til birtingar verðlaunamynda, en myndir sem ekki fá vcrðlaun verða endursendar. Nefndin hvetur nem- endur og kennara þeirra til víð- tækrar þátttöku í samkcppninni. tímabil togaranana. Vegna aug- ljósra atriða er nauðsynlegt að treysta aðeins á suðvesturhluta landsins varðandi þennan útflutn- ing og vegna hans gera kaupendur nú aðrar kröfur um vinnslu fisks- ins, sem krefjast ákveðinna breyt- inga í vinnslurás fiskvinnslu- stöðvanna. Þessi mál eru til at- hugunnar hjá SH og þeim frysti- húsum, sem um er að ræða og er niðurstöðu að vænta á næstunni. Frá því að þessir flutningar til Bandaríkjanna hófust um mán- aðamótin september október 1981 hafa farið um 2.00 lestir af fersk- um flökum til Bandaríkjanna. Verði af aukningu flutninganna munu um 1.000 lestir verða fluttar til Bandaríkjanna á tveggja mán- aða tímabili. Doktorsvörn í heimspekideild HÍ LAUGARDAGINN 22. janúar 1983 fer fram doktorsvörn í heimspeki- deild Háskóla íslands. Mun Vé- steinn Ólason, mag. art., verja rit- gerð sina, „Traditional Ballads of Iceland. Historical Studies", til doktorsnafnbótar í heimspeki. Andmælendur af hálfu heim- spekideildar verða Jón M. Sam- sonarson, mag. art., og Erik Sönd- erholm, dr. phil. Deildarforseti heimspekideildar, Gunnar Karls- son, prófessor, dr. phil., stjórnar athöfninni. Doktorsvörnin fer fram í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 2 e.h. Öllum er heimill aðgangur. Vésteinn Olason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.