Morgunblaðið - 19.01.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983
19
■ HAVfc
beaw
Vilja frí á afmælisdegi King
Myndin hér að ofan sýnir stuðningsmenn þess, að almennur frídag-
ur verði skipaður í Bandaríkjunum þann 15. janúar ár hvert til að
minnast fæðingar Martin Luther King, í fjölmennri göngu í Los
Angeles. Þá vildu þeir, sem í þessari göngu voru, mælast til þess að
Santa Barbara Avenue í LA yrði framvegis nefnd Martin Luther
King Boulevard. King hefði orðið 54 ára þann 15. janúar.
„Sanngjarnt samkomulag er
báðum aðilum fyrir bestu“
— segir Yasuhiro Nakasone, forsætisráðherra
Japana, um efnahagsviðræður hans og Reagans
Washington, 18. janúar. AP.
YASUHIRO NAKASONE, sem nú er í opinberri heinisókn í Bandaríkj-
unum, sagðist í dag vonast til þess að geta dregið úr þeirri ákvörðun
Bandaríkjastjórnar að vernda vinnumarkaðinn með því að draga úr
innflutningi, m.a. frá Japan. Nakasone og Reagan Bandaríkjaforseti
áttu í dag viöræður um varnarmál og viðskipti.
Nakasone sagði í viðtali við
fréttamenn, að mikilvægt væri
að koma í veg fyrir ögranir af
beggja hálfu, sem leitt gætu til
þess að framtíðarmarkmið
beggja ríkjanna biðu verulegan
hnekki af. „Það er báðum aðil-
um fyrir bestu að halda höfði og
komast að sanngjörnu sam-
komulagi, sem báðir aðilar geta
sætt sig fyllilega við,“ sagði for-
sætisráðherrann.
Háttsettur bandarískur emb-
Á atvinnumissi yfir höfði
sér vegna erótísks ljóðs
Helgrað, 18. janúar. AP.
,;Ég HELD að málið snúist fyrst og fremst um þá staðreynd að ég er kona.
Ég á í höggi við hóp þröngsýnna kerfiskarla, sem setja lög og reglur, en skilja
ekki gildi listar. Ég mun halda áfram að skrifa það, sem ég hef lögun til að
skrifa.“
Það er júgóslavneska ljóðskáld-
ið Gordana Stosic, sem nýtur um-
talsverðrar virðingar og vinsælda
í heimalandi sínu, sem segir svo.
Hún á nú á hættu að missa kenn-
arastarf sitt eftir að erótískt ljóð,
sem hún samdi, birtist á prenti.
Gordana mun fyrsta konan, sem
birtir slíkt ljóð á prenti í
Júgóslavíu. Hún hefur gefið út
þrjár ljóðabækur.
Ætla að
hrella sendi-
ráðsstarfs-
menn áfram
Kuala Lumpur, Malajsíu, 18. janúar. AP.
Noðanjarðarhreyfing múham-
eðstrúarmanna, sem berst gegn veru
sovéskra hermanna í Afganistan,
hefur skýrt frá því, að árásum á sov-
éska sendiráðið í Kuala Lumpur
verði haldið áfram.
Hreyfingin, sem ber nafnið Al-
þjóðleg bræðralagshreyfing mú-
hameðstrúarmanna og segist
vinna með sambærilegum hreyf-
ingum í Afganistan, Pakistan,
Indlandi og Thailandi, hefur lýst
ábyrgð á skotárás á sovéska sendi-
ráðið í borginni þann 12. þessa
mánaðar á hendur sér. Tuttugu
skotum var þá hleypt af á sendi-
ráðið, en ekki urðu nein meiðsli á
starfsmönnum þess.
„Ef Sovétmenn hætta ekki barb-
arisma sínum í Afganistan eiga
þeir ekki skilið samúð eins né
neins,“ sagði m.a. í tilkynningu frá
hreyfingunni.
Þá var haft eftir einum meðlima
hreyfingarinnar í dagblaðinu New
Straits, sem gefið er út á ensku í
Malaysíu, að henni væri hvorki í
nöp við lögreglu né yfirvöld heldur
beindust aðgerðir hennar ein-
göngu að sovéska sendiráðinu.
Yfirmenn kommúnistaflokksins
í Júgóslavíu voru fljótir að komast
á snoðir um þetta sérstæða ljóð og
vöruðu Gordönu við því, að hún
kynni að missa starfið. Verði
henni vikið úr starfi á hún rétt á
launagreiðslum í tvö ár, eða þar til
henni hefur verið fundin önnur
staða.
Júgóslavneskir rithöfundar
njóta mun meira frelsis en kolleg-
ar þeirra í Austurblokkinni al-
mennt, en það eru takmörk fyrir
því hversu frjálslyndir þeir mega
vera í skáldskap sinum án þess að
misbjóða yfirvöldum.
Vandræði Gordönu hófust fyrst
þegar bílablað í Belgrað, Autosvet,
krafðist þess, að henni yrði vikið
úr starfi með þeim ummælum, að
hún væri ekki verðug þess að
kenna börnum eftir það sem hún
hefði látið frá sér fara á prenti.
Greinin í Autosvet var mynd-
skreytt með myndum, sem sýndu
m.a. bert læri Gordönu.
„Þetta eru einungis venjulegar
sumarmyndir. Ég var í stuttum
kjól og það er ekkert óeðlilegt né
athugavert við það þótt sjáist
eitthvað í lærin á mér,“ hefur
Gordana sagt um myndbirting-
una. „Ég hef heldur ekkert gert á
hlut nemenda minna. Ég hef
kennt þeim að lesa eins og áður og
ekki hefur verið gerð nein athuga-
semd við kennsluna."
ættismaður sagðist í dag á hinn
bóginn telja útilokað, að ágrein-
ingur sá, sem ríkt hefur á milli
ríkjanna í viðskiptamálum, yrði
leystur á meðan þriggja daga
heimsókn Nakasone stendur.
Frá því stjórn Nakasone tók
við völdum í nóvember hefur
hún gefið eilítið eftir og stækkað
innflutningskvóta sinn á ýmsum
bandarískum vörutegundum og
lækkað tolla og aðflutningsgjöld
af sumum þeirra að auki. Hefur
tilslökun þessi mælst vel fyrir í
Bandaríkjunum, en um tíma var
ástandið orðið þannig, að lá við
að uppúr syði á milli þjóðanna.
„Við erum þeirrar skoðunar,
að enn sé langt í það að banda-
riskar vörur eigi jafn greiðan
aðgang að japönskum kaupend-
um og japanskar vörur eiga að
kaupendum í Bandaríkjunum,"
sagði embættismaðurinn, sem
óskaði nafnleyndar.
Begin hefur
öruggt forskot
Tel Aviv, 14. janúar. AP.
MENACHEM Begin, forsætisráö-
herra ísraela, hefur örugga forystu
yfir stjórnarandstæðinga samkvæmt
könnun, sem gerö var í ísrael nýver-
ið.
Þótt forysta hans sé örugg hefur
heldur dregið saman með stjórn-
arflokkunum og þeim sem eru í
stjórnarandstöðu. Þannig var hin-
um fyrrnefndu spáð 57 þingsætum
ef til kosninga kæmi, en þeim síð-
arnefndu 39. í síðustu könnun
voru hlutföllin 60 á móti 37.
Vöruskiptajöfnuður Banda-
ríkjanna við Japan var á síðasta
ári óhagstæður um 20 milljarða
Bandaríkjadala og hefur hallinn
aldrei verið meiri. Skiptir þar
vafalítið mestu bifreiðainn-
flutningur Japana. Markaðs-
hlutdeild japanskra bíla var á
síðasta ári 20% í Bandaríkjun-
um. ______, , T_____
Milljónir
tóku þátt í
yerkfalli
Róm, 18. janúar. AP.
IÐNVERKAMENN á Ítalíu efndu i
dag til fjögurra stunda langs verk-
falls til þess að mótmæla því, aö
ekki er enn búiö aö undirrita nýja
kjarasamninga til þriggja ára. Þá er
einnig talið, að verkföllin hafi einnig
beinst gegn nýjum skattahækkunum
yfirvalda.
Milljónir iðnverkamanna tóku
þátt í verkfallinu í dag og stór
hluti þeirra efndi til mótmæla-
gangna um götur stórborga. Ekki
kom til neinna átaka á milli
göngumanna og lögreglu.
Talsmenn verkalýðsfélaga
segja, að geysilega mikil og al-
menn þátttaka hafi verið í verk-
fallinu, eða um 90%. Má, sem
dæmi nefna, að starfsemi FIAT-
verksmiðjanna í Tórínó lamaðist
algerlega þann tíma, sem verkfall-
ið stóð yfir. Engin dagblöð komu
út á Ítalíu í dag vegna verkfalls,
sem prentarar efndu til í gær, þar
sem verkfall þeirra í dag hefði
ekki valdið neinum verulegum
óþægindum.
Viðræður um nýja kjarasamn-
inga standa yfir á milli verkalýðs-
félaga og yfirvalda þessa dagana.
Ber enn talsvert í milli í viðræð-
unum og var verkfallið í dag fyrir-
skipað til þess að reyna að þrýsta
á um samninga.
Mynd þessi er tekln ofan af þaki þinghússins í Kaupmannahöfn i dag,
eftir að hluti þess hafði fokið með þeim afleiðingum að tvær konur létu
lífið og margir slösuðust. Símamynd-AP.
Ofsaveður í Danmörku:
Björgunarmenn hlúa að fórnarlömbum, sem liggja innan um timbur og
koparbita sem lágu á víð og dreif. Símamynd-AP.
Tvær konur létust
og margir slösuðust
— þegar hluti af þaki Kristjánsborgarhallar
fauk af og hafnaði á strætisvagnabiðstöð
Kaupmannahofn, 18. janúar. AP.
TVÆR KONUR létu lífið og margir slösuðust í morgun þegar fárviðri
skall á og hluti af þaki þinghússins í Kaupmannahöfn fauk og hafnaði á
einni stærstu strætisvagnastöð borgarinnar, að því er segir í fregnum
lögreglunnar.
Yfirmaður í slökkviliði Kaup-
mannahafnar telur að um tíu
tonn af kopar og timbri hafi
dreifst yfir fórnarlömbin, sem
öll voru að bíða eftir strætis-
vögnum.
Vindurinn stóð af Norðursjón-
um, þar sem öll umferð ferja og
skipa stöðvaðist og einnig varð
að stöðva flestar lestir vegna
trjábola, sem lágu dreifðir um
járnbrautarteinana.
Yfirvöld vöruðu landsmenn
við því að vera á ferð um skógi
vaxin svæði, vegna þeirrar
hættu sem stafaði af trjám sem
fallið gætu og svo virðist sem
fólk hafi orðið við þeirri beiðni.
Miklar truflanir urðu á síma-
sambandi vegna ofsaveðursins,
þar sem staurar brotnuðu og lín-
ur slitnuðu, en einnig urðu
nokkrar truflanir vegna gífur-
legs álags þegar ættingjar og
vinir voru að huga hver að öðr-
um. Nokkra truflanir urðu einn-
ig á rafmagni.
Talið er að eignatjón vegna
fárviðrisins nemi a.m.k. 200
milljónum islenskra króna.
Rokið lægði með kvöldinu í
Danmörku, en olli talsverðum
skemmdum þegar það skall á
S-Svíþjóð. Þar slasaðist einn
maður er trjábolur lenti á bif-
reið hans.