Morgunblaðið - 19.01.1983, Síða 23

Morgunblaðið - 19.01.1983, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983 23 Akranes: Skuttogarar lönduðu í fyrsta skipti í ár AKKANESI 1K. janúar. Skuttogararnir lönduðu í gær og dag fyrsta afla sínum á þessu ári. Haraldur Böðvarsson var með 140 tonn, Krossvík var með 100 tonn, Skipaskagi 85 tonn og Óskar Magn- ússon var með 50 tonn. Afli línubáta hefur verið góður að undanförnu, en slæmar gæftir hafa mjög hamlað veiðum. Nokkrir bátar eru að hefja netaveiðar og auk skuttogaranna eru tvö af stærri fiskiskipunum á veiðum með botnvörpu. Á sl. ári var landað hér á Akra- nesi alls 23.422 tonnum af fiski. Þar af var afli togara og togskipa 14.780 tonn, bátafiskur var 7.106 tonn og af síld var landað 1.536 tonnum. Afli skuttogaranna á ár- inu var þessi: Haraldur Böðvarsson 4.970 tonn, Krossvík 3.642 tonn, Óskar Magnússon 3.389 tonn og Skipaskagi 1.801 tonn, en hann hóf ekki veiðar fyrr en í maímánuði sl. JG— Friðrik og Browne gerðu jafntefli Wijk un Zee, fra Berry Wilhuis. Friðrik Ólafsson gerði jafntefli við Kandaríkjamanninn Walter Browne i 4. umferð „Sigurvegaramótsins" í gær. Báðir lentu kapparnir í miklu tímahraki en í lokin kom upp hróks- endatafl og jafntefli óumflýjanlegt. Mesta athygli vakti glæsileg skák Seirawans frá Bandaríkjunum, en hann fórnaði tveimur mönnum gegn Kuligowski frá Póllandi og vann glæsilega. Úrslit í 4. umferð urðu: Nunn — Anderson 'h — 'h. Van der Wiel — Scheeren 'h — 'h Friðrik — Browne lh — 'h Seirawan — Kuligowski 1—0 Korschnoi — Ree 1—0 Hort — Speelman 1—0 Ribli — Hulak 'h — 'h Staðan er nú: Ribli, Hulak og Anderson hafa hlotið 3 vinninga, Friðrik og Seirawan 2'h, Ree, Browne, Scheeren, Korchnoi og Nunn 2 vinninga. Hort og van der Wiel hafa 1 'h og Speelman og Kuligowski 'h. Friðrik mætir Scheeren í dag og hefur svart, en Hollendingurinn hefur gert jafntefli í öllum fjórum skákum sínum. Forval Abl. á Norðurlandi eystra: Olafur Ragnar þingflokks- formaður varð í 6. sæti í FYRRI hluta forvals Alþýðubanda- lagsins í Norðurlandskjördæmi eystra, sem fram fór um siðustu helgi, varð Ólafur Ragnar Grimsson, formaður þingflokks Alþýðubanda- lagsins, í sjötta sæti, en tæplega 200 manns tóku þátt í forvalinu. Efstu átta sætin skipuðu eftir- taldir: Steingrímur Sigfússon, Þistilfirði, Svanfríður Jónasdóttir, Dalvík, Soffía Guðmundsdóttir, Akureyri, Helgi Guðmundsson, Akureyri, Kristján Ásgeirsson, Húsavík, Ólafur Ragnar Gríms- son, Seltjarnarnesi, Eysteinn Sig- urðsson, Mývatnssveit, Arigantýr Einarsson, Raufarhöfn. eigendur Pústkerfin eru ódýrust hjá okkur Hjá okkur fáið þið orginal pústkerfi í allar gerðir Mazda-bíla. ísetningarþjónusta á staðnum. BÍLABORG HF. Smiðshöfða 23 Símar: Verkstæði 81225 —Varahlutir 81265 Steinuun í Mararbúð (Sigríður Hagalín), Sigurlína (Margrét Helga Jóhannsdóttir) og Kvía-Jukki (Sigurður Karls- son). Salka Valka á fjölunum á ný Á fimmtudagskvöldið hefjast að nýju sýningar hjá Leikfélagi Reykja- víkur á Sölku Völku eftir Halldór Laxness eftir hálfs árs hlé. Leikurinn var frumsýndur á miðju síðasta leikári í tilefni átt- ræðisafmælis höfundar og var sýndur 40 sinnum fyrir troðfullu húsi og var síðan boðið á alþjóð- legu leiklistarhátíðina, Leikhús þjóðanna, sem haldin var í Búlg- aríu í sumar. Var sýnt þar tvívegis og góður rómur gerður að sýning- unni. Ástæðan fyrir því, að ekki hefur verið hægt að hefja sýn- ingar fyrr, voru forföll í leikhópn- um, en nú hefjast sem sé sýningar að nýju. Friðþjófur Karlsson endurkjör- inn formaður Taflfélags Reykjavíkur AÐALFUNDUR Taflfélags Reykja- víkur var haldinn nýlega. Friðþjóf- ur Max Karlsson var einróma endurkjörinn formaður félagsins, en aðrir í stjórn voru kosnir: Krist- inn B. Þorsteinsson, varaformaður, Björn Þorsteinsson, gjaldkeri, Þri- inn Guðmundsson, ritari, Ólafur H. Ólafsson, skákritari, Ólafur S. Ás- grimsson, umsjónarmaður skák- móta, Guðjón Teitsson, umsjónar- maður æfinga, Stefán Björnsson, fjármálastjóri, Einar H. Guð- mundsson, útgáfustjóri, Óttar F. Hauksson, umsjónarmaður skák- móta, og Pétur ö. Andrésson, æskulýðsfuiltrúi. Varamenn í stjórn voru kosnir: 1. Þórir Kjartansson, 2. Benedikt Jónasson, 3. Sævar Bjarnason, 4. Lárus Jóhannesson, 5. Páll Þór- hallsson og 6. Áslaug Kristins- dóttir. Endurskoðendur félagsins voru kosnir Hólmsteinn Stein- grímsson og Björn Theódórsson og til vara Tryggvi Árason. Á aðalfundinum var rætt um fyrirhugaða stækkun félags- heimilisins að Grensásvegi 44—46. Er áformað að stækka það verulega, ef unnt reynist að standa straum af byggingar- kostnaði. Skákæfingar, þjálfun og skákmótahald félagsins er orðið það umsvifamikið, að mik- illa þrengsla gætir í félagsheim- ilinu af þeim sökum og brýn nauðsyn að fá viðbótarhúsnæði til að sinna margs konar þjálfun og námskeiðum fyrir allan al- menning. Til að afla fjár vegna fyrirhug- aðrar stækkunar félagsheimilis- ins stendur nú yfir firmakeppni í hraðskák á vegum félagsins. Hef- ur þátttaka verið góð, og vill stjórn TR færa öllum þeim fyrir- tækjum og stofnunum, sem eru meðal þátttakenda, kærar þakkir fyrir stuðninginn. FrétUlilkynning r. A finnwear | fínnska Sérverzlun með finnskan barnafatnað Lækjargötu 2 S. 22201. £ : Stærðir 120—140 Stærðir 120—140 Janúartilboö okkar: % 15% Verólækkun á náttsloppum í Finnwear líður barninu L. Stærðir 100—160 þínu vel. Sendum í póstkröfu. i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.