Morgunblaðið - 19.01.1983, Síða 30

Morgunblaðið - 19.01.1983, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ; MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983 Konan mín og móöir okkar, MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, Fagradal, Mýrdal, lést í sjúkrahúsi Suöurlands 17. janúar. Jónas Jakobsson og dætur. Móöir okkar, RÓSA ANDRÉSDÓTTIR, Hólmum, Austur-Landeyjum, andaöist 17. janúar. Jón Guðnason, Andrés Guðnason, Kristrún Guðnadóttir, Magnea G. Edvardsson, Geröur Elimarsdóttir. Móöir okkar. t ÓLÖF GUOMUNDSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höföa, Akranesi, lést 18. janúar. Börnin. t Móðir okkar og tengdamóöir, FRU GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR, andaöist mánudaginn 17. jan. sl. Anna G. Hallsdóttir, Ágúst Hallsson, Ásgeir Hallson, Margrét H. Sveinsdóttir, Kristinn Þ. Hallsson, Hjördís Þ. Sigurðardóttir. Kveðjuorð: Hermundur Tómasson fv. lögregluflokkstjóri Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr it sama en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. (Hávamál) Þrettándinn var liðinn. Á mínu heimili sem annarra höfðu jólaljósin verið slökkt bæði inni og úti, þegar mér barst fregn um lát vinar. Líf hafði slokknað. Mig setti hljóðan þó þetta hefði ekki átt að koma svo mjög á óvart. Samt kom fregn þessi mér í opna skjöldu. Mér fannst sem ég hefði ekki þakkað Hermundi nógsam- lega vináttu við mig og góða sam- fylgd um langt skeið, á meðan tími var til. Ég vil reyna að bæta fyrir þetta með fátæklegum kveðjuorð- um. Ég kynntist Hermundi þegar ég kom til starfa í lögreglulið Reykjavíkur og lenti með honum á vakt. Hann vakti vissulega athygli nýliðans og var mér og öðrum ungum lögreglumönnum góð fyrirmynd að mörgu leyti. Her- mundur var einstakt prúð- og snyrtimenni og bar mikla virðingu fyrir einkennisfötum sínum. Það var alltaf eins og hann væri í nýj- um fötum og hvítu hanskarnir alltaf nærtækir. Ég sé hann fyrir mér hvernig hann tyllti sér á bekkjarhorn, þegar hvíldarstund gafst, gætandi þess að vel færi um einkennisbúninginn og brotið héldist í vel pressuðum buxunum. Hann vakti þó helst athygli ungra lögreglumanna sem annarra veg- farenda fyrir vel útfærða umferð- arstjórn á gatnamótum. Hann þótti sýna öruggan og fallegan limaburð og bera sig hressilega hvar sem hann fór og þó margir lögreglumenn hefðu frjálslegt og hressilegt yfirbragð fannst mér Hermundur hafa sinn sérstaka stíl og sjarma. Ég kynntist Her- mundi vel þegar við urðum nábúar í Bústaðahverfi og fylgdumst þá bæði á vakt og heim í mörg ár. Fjölskylda hans var íþróttafólk í eðli sínu og þar áttum við Her- mundur sameiginlegt áhugamál og umræðuefni. í lögregluna hafa ráðist hraust- ir dugnaðarmenn gegnum árin og það tíðkast að menn vinna langan vinnudag. Falast var eftir þessum mönnum til erfiðisvinnu, og vegna vaktafyrirkomulags tóku þeir að sér húsgrunnagröft og bygg- ingarvinnu. Þá hafa lág laun kraf- ist þess að leitað væri fanga í aukavinnu utan starfs, til að sjá heimili farborða, og ef mönnum átti að auðnást að byggja sér og sinum eigið húsnæði. Hermundur var ekki eftirbátur annarra á þessu sviði og stundaði jafnan byggingarvinnu með lögreglu- starfi. Hann starfaði í lögregluliði Reykjavíkur á hinum erfiðu stríðsárum en lét af störfum á ár- inu 1969 eftir þrjátíu og tveggja ára starfstíma og þó langt um ald- ur fram vegna alvarlegra veik- inda. Síðustu starfsárin var hann á næturvökum í Stjórnarráði Is- lands. Hermundar var saknað þegar hann hvarf úr starfi, og þó hann gæti ekki blandað geði við vinnu- félaga þau þrettán ár sem hann Iifði eftir það, var hans oft minnst á vaktinni og alltaf af góðu einu. Ég kveð Hermund, kæran vin minn, með söknuði. Blessuð sé minning hans. „Far þú í fridi friður (>uds þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Hermundur V. Tómasson fædd- ist á ísafirði 7. júní 1911. Foreldr- ar hans voru hjónin Vilhelmína B. Guðmundsdóttir frá Vallanesi, Skagafirði og Tómas Skúlason frá Ytra-Vatni, Skagafirði. Þau fluttu til Reykjavíkur 1918. Hermundur kvæntist Gyðu Thorlacius ættaðri úr Reykjavík þann 18. maí 1940 og eignuðust þau þrjú börn, Sigmund, Bergljót og Auði. Ég sendi Gyðu, börnum, tengda- börnum og barnabörnum innileg- ar samúðarkveðjur og bið Guð að blessa þau. Ég vona að með þeim lifi alltaf minningin um góðan dreng. Guðmundur Hermannsson t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR, áöur til heimilis aö Eikjuvogi 19, lést í elliheimilinu Grund mánu- daginn 17. janúar. Halldór Snorrason, Anna Ólsen, börn og barnabörn. t Maðurinn minn, BJARNI EINARSSON fró Skaröshömrum, lést í Borgarspítalanum, 9. þ.m. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Arndís Magnúsdóttir. t Útför fööursystur okkar, SNORRU BENEDIKTSDÓTTUR, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 20. janúar kl. 14.00. Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir, Björn Hallgrímsson, Geir Hallgrímsson. Kristín Valentínus- dóttir — Minning Eftir langvarandi veikindi er amma nú horfin á braut. Ömmu Bíu kölluðum við hana alltaf, og margar af okkar kærustu minn- ingum eru tengdar henni. Á barnmörgu heimili höfðu for- eldrarnir oftast nóg fyrir stafni með hin daglegu annasömu störf. Það kom því oft fyrir að amma Bía og afi tóku að sér að stytta okkur stundirnar. Þau fóru með okkur í gönguferðir eða bíltúra, og útileg- ur uppi í sveit, í Grafningnum, voru fastir liðir sem allir hlökk- uðu til meira en orð fá lýst. Amma var óeigingjörn á tíma sinn fyrir okkur. Hún var gjafmild og taldi ekki eftir sér að hlusta á vangaveltur ungra drengja um líf- ið og tilveruna. Við biðum alltaf eftir að fá að dvelja heima hjá ömmu og afa um helgar, eða jafnvel lengur. Þá yrði dekrað við okkur, og við fengjum að sofa í stóru stólunum sem amma renndi saman til að búa til rúm. Amma og afi voru tíðir gestir heima, og þegar fjölskyldan flutt- ist í Kópavoginn, þá komu þau með og áttu heima á neðri hæð- inni í húsinu við Hrauntungu. Við t Sonur okkar og bróðir, SIGURÐUR PÉTURSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. janúar, kl. 10.30. Blóm eru afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á byggingu Hrafnistu, Hafnarfiröi. Fyrir hönd annarra ættingja, Sigríöur Sveinadóttir, Pétur Sigurösson, Ásta Pétursdóttir, Skúli Pétursson, Margrét Pétursdóttir. t Eiginmaöur minn, sonur, faðir, tengdafaöir og afi, AGNAR LÍNDAL HANNESSON, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju, fimmtudaginn 20. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeir sem vllja minnast hins látna, láti Hallgrímskirkju njóta þess. Jarðað veröur í Gufuneskirkjugaröi. Mikala J. Hannesson, Sigurrós Jóhannsdóttir, Karl Óskar Agnarsson, Gísli Líndal Agnarsson, Guórún Aöalsteinsdóttir, Sigurður Agnarsson, Sigurrós Agnarsdóttir, Daníel Agnarsson, barnabörn og systkini hins látna. t Sonur okkar, bróðir, faöir, afi, tengdafaöir og sambýlismaöur, ÞÓRARINN KRISTJÁNSSON, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 21. janúar kl. 10.30. Anna Arngrímsdóttir, Kristjén Jóhannesson, Anna Kristín Þórarinsdóttir, Jóhannes Þórarinsson, Þóranna Birgisdóttir, Álfheiöur Úlfarsdóttir, Sólveig Þorsteinsdóttir og systur hins létna. strákarnir vorum því í daglegu sambandi við ömmu og afa, og þykjumst ríkari af að hafa fengið að njóta samvista við þau. Gestrisni var áberandi þáttur í fari ömmu. Hún tíndi til allt sem hún átti, og gerði ekki upp á milli barna eða fullorðinna. Amma Bía var líka mikill húm- oristi. Það var alltaf gaman að ræða við hana í léttum dúr, og hún vildi frekar sjá ljósu hliðarnar á því sem rætt var um en þær dökku. Síðustu árin sem hún var heima hafði líkaminn gefið sig. En and- inn var hress. Hún hafði yndi af því þegar einhver okkar kom í heimsókn og spjallaði við hana. Og þá brást húmorinn ekki frekar en fyrri daginn. Veikindin ágerðust með árun- um. En amma naut góðs af um- önnun mömmu, og þegar hún varð að lokum að fara á sjúkrahús hlaut hún óeigingjarna aðhlynn- ingu starfsfólks þess. Afi lést fyrir nokkrum árum. Nú er amma farin sama veg, og við vonum að þar liggi leiðir þeirra saman að nýju. Dóttursynir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.