Morgunblaðið - 19.01.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.01.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983 31 Minning: Dora S. Lewis prófessor — Síðbúin minningarorð Dora S. Lewis fyrrverandi pró- fessor í New York lést hinn 6. ág- úst sl. að heimili sínu í La Jolla í Kaliforníu. Dora var alíslensk að ætterni en fædd í Bandaríkjunum hinn 26. nóvember 1893. Foreldrar hennar voru hjónin Sumarliði Sumarliðason Brandssonar, gullsmiður frá Kollabúðum í Reykhólasveit og Helga Krist- jánsdóttir Franzsonar frá Tungu í Dalamynni við ísafjarðardjúp. Dora stundaði nám í Seattle í Washingtonríki, lauk kennara- prófi og stundaði barnakennslu í 5 ár. Síðan lauk hún B.Sc. prófi frá Washington State College 1920 og M.A. prófi við Columbia Univers- ity 1926. Hún lagði síðan stund á uppeldisfræði og sálarfræði við Columbia og háskóla í Cincinatti og Minnesota. Dora Lewis gegndi mörgum trúnaðarstörfum um ævina og skal hér greint frá hin- um helstu þeirra: Kenndi heimil- ishagfræði og veitti forstöðu East- ern Washington College í Cheney, kenndi heimilishagfræði (Home Economics) við University of Hawaii, Honolulu 1926—1928, námsstjóri í heimilishagfræði í Washingtonríki 1928—1933, síðan starfaði hún á vegum ríkisstjórn- ar Bandarikjanna sem „federal agent" með aðsetri í innanríkis- ráðuneytinu og hafði þá yfirstjórn fræðslu í heimilishagfræði í 11 fylkjum, en á árunum 1937—1940 var hún „State supervisor of Home Economics" í Washington- ríki. Boði um þá stöðu tók Dora til þess að geta verið í návist aldraðr- ar móður sinnar og systkina, sem bjuggu á Kyrrahafsströndinni. Frá 1940—1961 var hún fyrst pró- fessor við New York University og síðar prófessor og deildarstjóri við Hunter College í New York. Hún starfaði í herstjórn MacArthurs hershöfðingja í Japan eftir síðari heimsstyrjöldina sem ráðunautur við skipulagningu húsmæðra- fræðslu þar í landi. Eftir að Dora lét af prófessors- embætti 1961 sinnti hún áfram fé- lagsmálastörfum og ritstörfum allan sjöunda áratug aldarinnar, en dró sig síðan í hlé og flutti til Kaliforníuríkis, þar sem hún naut ellinnar í ró, dáð og elskuð af ætt- ingjum og miklum fjölda vina og velunnara víðsvegar í heiminum. Hún sinnti félagsmálastörfum alla tíð en eftir að hún lét af pró- fessorsembætti tók hún að sér það félagsmálastarfið, sem hún var þekktust fyrir víða um heim, er hún á árinu 1964 gerðist alheims- forseti Soroptimis International Association eða Soroptimista klúbbanna. Hún gegndi því starfi í all mörg ár. Fæddur 31. júlí 1898 Iláinn 10. janúar 1983 Þorleifur Eggertsson, hann afi, hann afi Leifi, hefur kvatt okkur afabörnin, og öðlast sína hinstu hvíld frá þessum jarðneska heimi. I þetta sinn tók hann ekki rútuna uppá Reykjalund, heldur valdi sér annan fararkost og aðra leið. Hann hefur skilið margt eftir sig. Hann tók sér bústað í okkur öll- um, þar sem hann mun lifa og ríkja, og halda áfram að fylgja og veita á lífsleið okkar. Það var ekki daglegur viðburður að hitta afa. Um helgar, á hátíð- isdögum og í sumarleyfum kom hann að ofan. Og alltaf kom hann færandi hendi. Hann gældi við okkur með gjöfum sínum, sem ekki voru af veraldlegum uppruna, heldur komu frá þeim brunni og því forðabúri sem hann svo ríkt átti sér innra. Við bárum gæfu til að fá að dreypa af þeim bikar lífs- Dora S. Lewis var þekkt kona víðsvegar í heiminum fyrir stjórn- sýslustörf, kennslustörf, ritstörf, fyrirlestra og ekki síst félags- málastörf. Hún mun hafa verið fyrsta kona af íslensku bergi brot- in, sem fyrir eigin verðleika (ekki eiginmanns) var getið í Who is Who in America. Hennar var einnig getið í Who’s Who of Amer- ican women og Who’s Who in the East. Eiginmaður Doru, skóla- bróðir hennar Lee C. Lewis höfuð- smaður í her Bandaríkjanna, féll í Frakklandi 1918. Hún giftist ekki aftur. Dora kom fyrst til íslands á ár- inu 1933. Hún sótti ættland sitt oft heim síðar, siðast fyrir 4—5 árum. Einsog að framan greinir var Dora fædd og uppalin vestan hafs og kom í fyrsta sinn til Islands á fertugasta aldursári. Hún talaði þó íslensku lýtalaust alla tíð og mig minnir, að í fyrstu heimsókn hennar hafi hún haft allan orða- forða þann sama og við sem heima bjuggum. Á síðari árum þurfti hún stöku sinnum að nota einstök erlend orð til þess að tjá sig, en það var vegna breytinga á ís- lensku máli og nýsköpunar frá því að foreldrar Doru fluttu vestur um haf, frekar heldur en af því að hún hefði týnt einhverju niður. Dora var stolt af sínu íslenska ætterni og hún elskaði Island. Hún sýndi ást sína á íslandi ekki aðeins með tengslum við ættingja sína hér á landi og mörgum ferð- um sínum hingað til lands, heldur einnig með því að reyna að tengja nánustu fjölskyldu sína, bróður- og systurbörn sín, íslandi. Hún fékk þau með sér hingað til lands og kynnti þau ættfólki sínu hér. Það vill oft verða svo, að áhugi á ættlandinu dofnar þegar komið er að þriðju kynslóð í öðru landi. Gegn þeirri þróun vildi Dora vinna með framangreindum hætti. í síðustu ferð til Islands tók hún með sér 2 bróðurdætur ásamt eig- inmanni annarrar. Þegar Dora kom í fyrsta sinn til íslands 1933 voru samgöngur inn- anlands erfiðar, þannig að hún gat ekki hitt alla ættingja sína, sem áttu heima víðsvegar um landið. Hún fór þó vestur að ísafjarðar- djúpi að hitta móðurfólk sitt þar, en föðurfólk sitt hitti hún ekki að ráði annað en það, sem bjó í Reykjavík og nágrenni. Þar sem faðir minn var einn af fáum ætt- ingjum föður hennar, sem í Reykjavík bjuggu, varð talsverður kunningsskapur og síðar bréfa- skipti með Doru og honum, sem aftur leiddi til þess, að ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að þekkingar og lífsþrótts, sem hann ávallt bar fram og veitti, fram til hans hinsta dags. Með ótæmandi áhuga og kærleika fylgdist hann með og tók þátt í gleði og sorg á öllum þrepum þroska okkar. Hann spurði, hlustaði, studdi og örvaði. Með ást hans til lífsins vakti hann sansa okkar til lífs og þróun- ar. Hann var skapandi tengiliður þeirra þátta í lífinu sem fólu í sér vöxt og gleði. Hann tengdi okkur afabörnin saman, færði okkur inn í heima og leyndardóma rollunn- ar, hænunnar, kartöflunnar og krækiberjanna, inn í heima tón- listar og trúar, leikja og tjáningar og veraldlegrar þekkingar. Afi var maður hávaxinn, hægur í hreyf- ingum, fallegur og frásagnaglað- ur. Áhugi hans og ást á sínu fólki og umhverfi var öllu ofar í huga hans og gerðum. kynnast Doru vel, er við hjónin dvöldum í hálft ár í New York 1949. Það var ógleymanlegt að fá að vera með henni þar, bæði á heimili hennar og ekki síður að fara með henni á ýmsa þá staði, sem henni fannst ástæða til þess að kynna okkur, og einnig að hitta sumt af því fólki, sem hún um- gekkst. Síðar áttum við eftir að ferðast með henni, bæði hér á landi og vestan hafs og einu sinni að dvelja á heimili hennar um skeið. Við vorum því búin að fá all góð tækifæri til þess að kynnast henni vel. Hún var yndisleg mann- eskja. Góðvild hennar og yfirlæt- isleysi fór svo vel saman við hina miklu reisn og glæsileika en hún var hin glæsilegasta kona í útliti og öllu yfirbragði. Við hjónin höf- um verið með Doru í fámenni og fjölmenni, bæði hér á landi og í heimahögum hennar, og virtist okkur þá gilda einu hverjir við- mælendur hennar voru eða sam- ferðamenn, öllum virtist líða vel í návist hennar og hún ávallt jafn óþvinguð og eðlileg hver sem í hlut átti. Var hún þó viljasterk kona og ákveðin, sem hjalaði ekki það sem hver vildi heyra. Dora bjó í New York í 30 ár (1939—1969). Hún naut þess mjög að búa þar í borg og kom þar margt til. Menningarlíf borgar- innar mun þá hafa staðið á hærra stigi en annarra borga Vestur- heims. Dora var mikill unnandi hljómlistar, leiklistar og málara- listar og hafði betri tækifæri til þess að njóta þessara listgreina í New York en annars staðar. Bróðurdóttir Doru ritaði mér um andlát hennar, sem hún kvað hafa verið jafn fagurt og allt hennar líf. í bréfi sínu ritaði þessi frænka eftirfarandi: „We are all blessed to have known such an admirable and beautiful lady." Undir þessi orð held ég að allir vinir og ættingjar Doru hér á landi, sem þekktu hana, geti tekið af heilum hug. Við kveðjum hann afa okkar, afa Leifa, með þökkum fyrir allt sem hann hefur veitt okkur til lífsins. Blessuð sé minning hans. Söbba, Dísa, Raggí og Hanna Þorleifur Eggerts- son — Minningarorð í Lögbergi-Heimskringlu 17. september 1982 birtist minn- ingargrein um Doru þar sem ýt- arlega var fjallað um starfsferil hennar, ritstörf og félagsmála- störf. I niðurlagi greinar þessarar er getið um nánustu eftirlifandi ætt- ingja hennar þau dr. Elaine Shaw í Portola Valley, California, Phebe Congdon, Orcaseyju, Washington, Doris Slavin, Palm Springs, Calif., og Árna Sumarliðason, Grand Caymaneyju, bresku Vestur- Indíum, en þau eru öll systur- eða bróðurbörn Doru. Þá er getið um eftirgreinda fjærskyldari ættingja á íslandi: Þórhall Þorláksson, Gerði Fjalldal, Bergþóru Krist- jánsdóttur og undirritaðan, en þetta fólk mun hafa haft einna mest samband við Doru af hinum íslensku ættingjum. Þeim sem kynnu að vilja vita nánari deili á foreldrum Doru og fjölskyldu má benda á grein í alm- anaki Ólafs S. Thorgeirsson 1917 (Winnipeg 1916), eftir Friðrik V. Bergmann: Sumarliði Sumarliða- son gullsmiður. Sigurgeir Jónsson t Útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, tengdasonar, afa og langafa, RAGNARS GUÐMUNDSSONAR, umsjónarmanns Korpúlfsstööum, fer fram í Fossvogskirkju, föstudaginn 21. janúar kl. 13.30. Sigríöur Einarsdóttir og fjölskylda. t Aluðar þakkir fyrlr auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför JÓNS EÐVARÐSSONAR, múrara. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir góöa hjúkrun. Svo sendum við bestu óskir um blessunarríkt ár. Guöbjörg Hjartardóttir, Harpa og Andrea Jónsdætur, Helga Lára Jónsdóttir, Sigurrós B. Eövarösdóttir, Ásta B. Eðvarösdóttir og fjölskyldur. t Þökkum innilega öllum sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR KRISTlNAR SVEINSDÓTTUR, Ásvallagötu 35. Jóhannes Ó. Guömundsson, Aóalheiöur Jóhannesdóttir, Svanhildur Jóhannesdóttir, Halldór Kristmundsson, Valur Jóhannesson, Sigrún Pétursdóttir, og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns mins og fööur, JÓNS RAGNARS FINNBOGASONAR, múrarameistara, Kirkjuteig 33. Einnig færum við þakklr læknum og hjúkrunarliöi á E-deild 6, Borgarspítalanum. Guö blessi ykkur, fyrir hönd aðstandenda. Júnía Stefánsdóttir, Stefán Jónsson, Þorkell Kristinsson. t Hjartanlegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför dóttur okkar og systur, ÞÓRUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Otrateig 56. Sérstakar þakkir færum viö læknum og starfsfólki á Barnaspítala Hringsins fyrir frábæra umönnun. Guömundur Haraldsson, Ástbjörg Ólafsdóttir, Birgir Guömundsson, Magnea Sigrföur Guömundsdóttir, Gfsli Þór Guömundsson og aörir vandamenn. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför SVERRIS SIGURDAR ÁGÚSTSSONAR, flugumferöarstjóra, Guö blessi ykkur öll. Ágústfna Guörún Ágústsdóttir, Rannveig Einarsdóttir og vandamenn. t Þökkum innilega fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, LAUFEYJAR HELGADÓTTUR, Laugarnesvegi 114, Reykjavík, Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landspitalans fyrir þeirra miklu og góöu umönnun. Siguröur H. Magnússon, Siguröur Guöni Sigurösson, Elfa Ólafsdóttir, Helgi Ingi Sigurösson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.