Morgunblaðið - 19.01.1983, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1983
■ 19«? UnlvtriH Pr«n Snndicm
n HUnn hefur ekki allíotP verið sköllóttur.
þetto. er súru n'^ningunrw
ab ker\r\a.."
ást er ...
Igao «'**
... að hlýja honum
á frostköldum
vetrarmorgni.
TM Rm U S Pat Otl -alt rights reserved
• 1982 Los Angetes Times Syndtcate
Hvað er þetta maður. — Hefurðu
ekki séð mig gefa barninu?
I244
Læknirinn bannaði mér að nota
tókbak og vín næstu þrjá mánuði,
siðan rétti hann mér reikninginn.
Það verða engir peningar til eins
eða neins fyrr en kemur fram á
næsta haust!
HÖGNI HREKKVlSI
„6U0NA NÚ, \>Ó ERf EkLKI BÓINN AO SÍPA
Sl/Ú/VA L-ENCal."
Húmorinn lengi lifi
Gestur Sturluson skrifar:
„Velvakandi.
I útvarpsþættingum „Helgar-
vaktin“ hafði Hróbjartur Jóna-
tansson, viðtal við tvo af leikurum
hins nýstofnaða Revíuleikhúss.
M.a. spurði hann, hvers vegna
botninn hefði dottið úr hinum ár-
legu revíum, sem settar voru ér á
svið fyrir mörgum árum; hvort
verið gæti að skopskyni þjóðarinn-
ar hefði hrakað. Sagðist annar
leikaranna vona, að svo væri ekki,
heldur vær ástæðan einhver önn-
ur.
Ég er sannfærður um að húmor
þjóðarinnar hefur farið síhrak-
andi síðustu áratugina og ætla ég
hér með að koma með skýrt dæmi
máli mínu til stuðnings.
Þegar ég var að alast upp í
kreppunni, var gefið út ágætt
grínblað, eitt hið besta sem gefið
hefur verið út hér á landi. Hét það
Spegillinn. Við þetta blað starfaði
valinn maður í hverju rúmi. Páll
Skúlason var ritstjóri. Teiknarar
voru snillingarnir Tryggvi Magn-
ússon og seinna Halldór Péturs-
son. Ágæt skáld voru heimagang-
ar þar og má þar frægastan telja
Páll Skúlason.
Sigurð Ivarsson. Hver af eldri
kynslóðinni man ekki eftir
„Kleppsreiðinni", „Jónas læknir af
bliðum blundi...“ o.s.frv. Einnig
minnir mig að Guðmundur Sig-
urðsson revíuskáld hafi ort í blað-
ið.
Þetta ágæta blað þreifst prýði-
lega í eymd og auraleysi krepp-
unnar. En svo lauk kreppunni og
peningar flæddu yfir landið. Og
hvað skeður? Jú, Spegillinn logn-
ast út af. Það gekk maður undir
manns hönd til að reyna að reisa
blaðið frá dauðum, en allt kom
fyrir ekki.
Það sem hér hefur verið sagt
held ég að sé nokkuð skýrt dæmi
orðum mínum til stuðnings, um
dvínandi húmór íslensku þjóðar-
innar, „minnkandi magn af húm-
or“ yrði það orðað á stofnanamáli.
Um ástæður þessa yrði of langt
mál að ræða hér og nú. Gæti ekki
ein ástæðan verið sú, að við lifum
í þjóðfélagi, sem er að verða ein
allsherjar revía. Ég segi fyrir mig,
að ég veltist oft um af hlátri, þeg-
ar ég hlusta og horfi á suma
landsfeðurna grafalvarlega láta
ljós sitt skína í fjölmiðlunum. Og
segir ekki Shakespeare einhvers
staðar, að mannlífið sé leiksvið
sem við höfum alltaf fyrir augun-
um?
Að endingu óska ég stofnendum
Revíuleikhússins til hamingju og
góðs gengis með hið nýja leikhús.
Húmorinn lengi lifi.“
Fyrirspurn um
mötuneytismál
Austfirðingur skrifar 7. janúar:
„Velvakandi góður.
Vegna fréttar í Morgunblaðinu
fyrir jólin um opnum mötuneytis
starfsfólks Framkvæmdastofnun-
ar ríkisins spyr ég:
1) Hve mikið greiddi ríkissjóður
sl. ár vegna slíkra mötuneyta?
2) Hve margir njóta þeirra fríð-
inda að hafa aðgang að þeim?
3) Eru þau fríðindi skattfrjáls?
4) Hvernig skiptist þessi kostnað-
ur milli Reykjavíkur og lands-
byggðar?
b) Hefur komið til tals að opna
slík mötuneyti fyrir aðra þjóð-
félagsþegna, sem greiða gjöld
til ríkissjóðs engu síður en rík-
isstarfsmenn?
Með þökk fyrir væntanleg svör.“
Hinn þögli meirihluti
á bara að þegja
Ingjaldur Tómasson skrifar:
„Segja má að ári aldraðra hafi
lokið „með glæsibrag". Á stuttum
tíma ráðast ungir menn á einar
sex eldri konur, ýmist á götunni
eða inni í íbúðum. Ein konan sem
ráðist var á á götunni var með
brotinn handlegg í fatla. Komið
hefir fram að þessir upprennandi
afbrotamenn fái yfirleitt mjög
milda eða jafnvel enga dóma fyrir
þessu lík brot, gangi jafnvel lausir
tímum saman án þess að um mál
þeirra sé fjallað.
Oft hefir heyrst í fjölmiðlum, að
það sé mikill löstur á mönnum, ef
þeir séu ekki í nokkrum mæli
„mannlegir". Með öðrum orðum,
dálítið hrekkjóttir, árásargjarnir,
smáþjófóttir, drekki talsvert
brennivín, og umfram allt, séu
„sniðugir" að koma sér áfram,
helst í hinar efstu tröppur þjóðfé-
lagsins og allt í lagi þótt þetta allt
sé gert á kostnað samborgarans.
Hinn þögli meirihluti á bara að
þegja og þola hinn andlega og lík-
amlega árásarlýð, sem nú veður
uppi nær hvert sem litið er, að
mestu afs'kiptalaust af, að því er
virðist, máttvana og viljalausu
stjórnkerfi okkar.
I útvarpsviðtali við lögreglu-
mann, sem átti að taka að sér
vörslu við höfnina með aðstoð
hunda, upplýsti hann (það sem
reyndar allir vita), að iðulega
hefði verið ráðist á fólk, helst
eldra fólk, og það slasað eða jafn-
vel drepið. Annar lögreglumaður
var spurður, hvort þessar árásir
hefðu átt sér stað og svarið var:
Ég hefi aldrei neitt um þetta
heyrt.
Hinn 6. desember sl. var lesið úr
forustugrein Víkurblaðsins. Blaðið
lýsir undrun sinni yfir því við-
undri sem dóms- og lögregluyfir-
völd virðast vera. Tekið er dæmi
af samtali í sjónvarpi, þar sem
lögreglumaður viðurkennir, að
þeir sem hefðu framið afbrot,
gætu frestað fangelsisvist eða
jafnvel alveg sloppið með þ ví að
fremja fieiri afbrot.
Og það er svo sannarlega eðli-
legt að spurt sé: Hversu lengi á að
halda uppi þessum slöppu dóms-
mála- og lögregluyfirvöldum
ásamt tilheyrandi dómsmálaráð-
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til
fóstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er
þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fvrirspurnir og frásagnir, auk pistla
og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer
og heimilisróng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykjr ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.