Morgunblaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983 Lífsjátning Guðmundu Elías- dóttur og Tveggja bakka veður eftir Matthías Johannessen tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Matthías Johannessen Ólafsfjörður: Nýtt fiski- skip keypt frá Djúpavogi Óursljöróvr. 21. janiur. í GÆR bættist fiskiskip í flota Olafsfjarðar, er Krossanes SU 5 kom hingað, en skipið hefur verið keypt hingað frá Djúpavogi. Þetta er 300 rúmlesta skip, yfirbyggt. Krossanesið fór í sinn fyrsta róður í dag, en það er hlutafélagið Guðmundur Ólafsson, sem kaupir þennan bát. Verður hann gerður út á línuveiðar héðan frá Ólafs- firði. Skipstjóri á Krossanesinu er Maron Björnsson. — Fréttaritari. Doktorsvörn DOKTORSVÖRN Vésteins óla- sonar dósents, sem hefst kl. 2 e.h. í dag, verður í stofu 101 í Lögbergi, en ekki í hátíðarsal Háskólans, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Prestsstarfið í Höfn: Séra Jóhann Hlíðar hættir SÉRA Jóhann Hlíðar, sem um árabil hefur verið prestur meðal fslendinga í Danmörku, lætur af starfi um þess- ar mundir, og hættir prestsskap. Samkvæmt upplýsingum er blaðamaður Morgunblaðsins fékk á biskupsskrifstofu í gær, hefur staðan verið auglýst, og er um- sóknarfrestur til 15. febrúar næstkomandi. Skipað er í stöðuna, en ekki kos- ið eins og í önnur prestaköll, vegna sérstöðu þess. V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamióill! MÁNUDAGINN 24. janúar mun nefndin sem úthlutar Bókmennta- verðlaunum Norðurlandaráðs koma saman í Kaupmannahöfn og taka ákvörðun um hver hlýtur verðlaunin. Af Islands hálfu eru tilnefndar til verðlauna bækurnar Lífsjátn- ing. Endurminningar Guðmundu Elíasdóttur söngkonu sem Ingólf- ur Margeirsson skráði og ljóðabók Matthíasar Johannessen Tveggja bakka veður. Dönsku bækurnar eru ljóðabók- in Alfabet eftir Inger Christensen og smásagnasafnið Om fjortcn dage eftir Peter Seeberg. Frá Finnlandi eru tilnefndar skáldsögurnar Allt har sin tid eftir Eeva Joenpelto og Kesjarstaden eftir Barbara Winckelmann. Norðmenn hafa valið skáldsögu eftir Dag Solstad: Gymnaslærer Pedersens beretning om den store politiske vekkelsen som har hjem- sökt várt land og smásagnasafn eftir Björg Vik: Snart er det höst. Guðmunda Elíasdóttir Ljóðabókin Evighetens barnbarn eftir Elsa Grave er tilnefnd af Sví- um ásamt skáldsögunni Ormens vág pá hálleberget eftir Torgny Lindgren. Ingólfur Margcirsson Fulltrúar íslands í dómnefnd Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs eru þeir Heimir Pálsson skólastjóri og Jóhann Hjálmars- son skáld. UPPAKOMA fyrir fjðlskyldnna í dag frá kl. 10- 6 e.h. . a\6' ORTOLVUR Mataöar leikjum fyrir síunga á öllum aldri, eru fyrir gesti. SHARP VÍKINGARNIR mæta í dag frá kl. 10 — 6 e.h. MPtONCUJ "-ÍBÍHI77H HUÐM*HEIMIllS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGOTU 103 SIMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.