Morgunblaðið - 22.01.1983, Side 2

Morgunblaðið - 22.01.1983, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983 Tilmæli útvarpsráðs: Fulltrúi Alþýðuflokks og Vilmundur komi saman í sjónvarpsþátt JÓN Baldvin Hannihal.sson alþingis- maður hefur í bréfi til útvarpsráðs gagnrýnt, að felldur var niður hluti þáttarins Kastljóss i sjónvarpi í gærkveldi, þar sem ræða átti við hann og Vilmund Gylfason alþing- ismann um efnið „Jafnaðarstefnan: Tveir flokkar — hvers vegna?“ f bréfi sínu segir Jón Baldvin að Guð- jón Kinarsson stjórnandi þáttarins Húsavík: Gæftaleysi og fiskleysi á miðunum Húsavík, 21. janúar. GÆFTALEYSI og fiskleysi hefur verið hér á nærliggjandi miðum síð- an um áramót. Bátarnir aðeins farið þrjá til fjóra róðra, og togararnir hafa tafist frá veiðum vegna óveð- urs, og því minna lagt á land af fiski en eðlilegt væri. Vinna hefur verið stopul í frystihúsinu, og nú gilda þeir kjarasamningar, að fastráðið fólk er á kaupi þó ekki sé vinna fyrir það svo þetta tíðarfar og aflaleysi skapar Fiskiðjusamlagi Húsavík- ur rekstrarerfiðleika. — Fréttaritari. hafi tjáð sér að V ilmundur hafi beð- ist undan því að koma í þáttinn, og þar sem vinnuregla sé að Kastljós komi jafnan báðum sjónarmiðum að í málum sem þessu, hafi verið ákveðið að fella þáttinn niður. Jón Baldvin bendir á það í bréfi sínu, að sú vinnuregla, að Kastljós hafi forgang umfram aðra þætti í sjónvarpinu sama eðlis, sé ekki virt, þar sem Vilmundur eigi að sitja fyrir svörum um sama eða svipað efni í þættinum á Hrað- bergi á þriðjudagskvöldið. Gagn- rýnivert sé að með því að Vil- mundur neiti að mæta í Kastljósi, sé honum gert kleift að ráða því sem þar verði tekið fyrir, þar eð sjónvarpið hafi ekki farið sömu leið og oft er gert í slíkum tilvik- um; að annar aðilinn mæti, en þess sé getið að hinn hafi ekki vilj- að koma. Gagnrýnir Jón Baldvin þessi vinnubrögð sjónvarpsins, og bendir einnig á að þar sem mál- efni Bandalags jafnaðarmanna og brottför Vilmundar úr Alþýðu- flokknum snerti bæði Bandalagið og Alþýðuflokkinn, þá sé eðlilegt að fulltrúi Alþýðuflokksins verði einnig í þættinum á þriðjudags- kvöld. Útvarpsráð fjallaði um bréf Jóns Baldvins í gær, og var það samþykkt að beina þeim ein- dregnu tilmælum til stjórnenda þáttarins Á hraðbergi, að fulltrúa Alþýðuflokks verði boðið þangað um leið og Vilmundi. Fundur SVS og Varðbergs: Breytingar á hern aðarjafnvæginu SAMTÖK um vestræna sam- vinnu og Varðberg halda sam- eiginlegan hádegisverðarfund í Atthagasal Hótel Sögu (suður- enda) í dag, laugardaginn 22. janúar. Fundarsalur verður opnaður kl. 12. Á fundinum flytur Gilbert M. Sauvage, aðstoðarforstöðu- maður upplýsingadeildar NATO, erindi um breytingar á hernaðarjafnvægi í heiminum um miðbik þessa áratugar. Fundurinn er einungis opinn félagsmönnum í Sam- tökum um vestræna samvinnu og Varðbergs og gestum þeirra. Frá slökkvistarfinu í Sædýrasafninu Sædýrasafnið: Eldur í apa- og ljónahúsinu — en skepnur björguðust ELDUR kom upp í svokölluðu apa- og Ijónahúsi í Sædýrasafninu á þriðja tímanum í gær. Þar voru ap- ar og Ijón og einnig kjúklingar — þegar slökkviliðsmenn bar að garði voru aparnir lausir inni og höfðu forðað sér á öruggan stað og Ijónin ekki i hættu, en starfsmenn höfðu náð að bjarga kjúklingun- Mikill eldur var í vesturhluta hússins þegar slökkviliðið kom á vettvang. I fyrstu gekk erfiðlega með vatnsöflun en að klukku- stund liðinni hafði tekist að ráða niðurlögum eldsins. Vesturhluti hússins er gjörónýtur eftir eldsvoðann. Eldsupptök eru ókunn. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ: Eðlilegt að útflutnings- gjaldið dragist frá aflaverð mæti við löndun erlendis „ÞAÐ er lagt á 4% útflutningsgjald hér heima. Erlendis verður lagt á útflutningsgjald, sem nemur 4% af FOB-verðinu, sem er 75% af brúttóverðinu. Þessi 4% verða því um 3% af brúttósöluverði. Það er því fullkomlega eðlilegt, aö þetta dragist frá aflaverðmæti áður en kemur til hlutaskipta, alvcg með sama hætti þegar selt er erlendis og þegar selt er heima,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenzkra út- vegsmanna, í samtali við Mbl„ er hann var inntur álits á ummælum Óskars Vigfússonar, formanns Sjó- mannasambands íslands, sem tel- ur að gjaldið eigi ekki að dragast frá erlendis. „Mér er því nánast óskiljanleg afstaða sjómannaforystu, sem Utandagskrárumræður um lögbann á fargjaldahækkun SVR: Alþýðubandalagiö tekur þátt í að falsa laun í landinu - segir Davíð Oddsson borgarstjóri BORGARSTJÓRN staðfesti þá ákvörðun að hætta að selja afslátt- arfargjöld með Strætisvögnum Reykjavíkur á borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag, en þessi ákvörðun var tekin vegna lögbannsins sem sett var á fargjaldahækkun strætis- vagnanna. Þá var og samþykkt að miða verð á farmiðaspjöldum aldr- aðra við hálft fargjald fullorðinna. Jafnframt var tillögu frá Alþýðu- bandalaginu um að hefja sölu á af- sláttarmiðum vísað frá. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði við umræður um lögbannið á fargjaldahækkun SVR, sem fram fóru utan dagskrár, að fyrrgreind tillaga Alþýðubandalagsins kæmi á óvart, því málið kristallaðist ekki í fargjaldahækkuninni sem slíkri, heldur í valdníðslu ríkis- valdsins. Alþýðubandalagið ætti að standa með Reykjavíkurborg í varnarbaráttu hennar við ríkis- valdið. Framkoma Alþýðubanda- lagsins og málgagns þess, Þjóð- viljans, undirstrikaði það, að um væri að ræða deilu borgar og ríkisvalds, sem Alþýðubandalagið verði. Davíð benti á að fulltrúi Al- þýðubandalagsins í stjórn SVR hefði lagt það til á síðasta ári, að fargjöld stæðu undir 75% af rekstrarkostnaði fyrirtækisins, en nú hefði verið við það miðað að fargjöld stæðu undir 77,8% kostn- aðar og væri það lítill munur. Hins vegar tæki steininn úr þegar Alþýðubandalagið segði að lækk- un fasteignagjalda hefði leitt til hækkunar á fargjöldum SVR, og benti Davíð á að þegar vinstri meirihlutinn hefði hækkað skatta, hefði hann ekki lækkað fasteigna- gjöld. Sagði Davíð fáránlegt að tengja þetta saman. Davíð sagði að menn ættu að standa saman, en ekki að hlaupa í skjól ríkisvaldsins í baráttu Reykjavíkur við það. Alþýðu- bandalagið tæki þátt í þeim leik ríkisins að falsa laun í landinu og slægi skjaldborg um óbilgjamt ríkisvald, en stæði ekki með Reykjavíkurborg. telur að það eigi að beita öðrum aðferðum, þegar selt er erlendis. Þá væri aðeins verið að hygla þeim sem selja erlendis, þegar þetta er látið ganga yfir þá, sem selja heima. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að allar gengisbreyt- ingar, sem orðið hafa, koma sem tekjuaukning til þeirra sjó- manna, sem landa erlendis, þar sem það hefur áhrif á þeirra sölu- verðmæti. Að okkar mati er því fullkomlega eðlilegt, að það sama gildi, þegar selt er erlendis og þegar selt er heirna," sagði Kristján Ragnarsson. „í framhaldi af þessu gerum við ráð fyrir að olía, sem keypt er erlendis, verði greidd niður á sama hátt og hér heima, þó þann- ig að hvert skip, sem selur erlend- is, fái ekki meiri niðurgreiðslu heldur en þetta útflutningsgjald gefur í hverri söluferð. Þannig að skip, sem sigla, taki ekki meira úr þessum sjóði, en þau leggja í hann. Með þessu móti er náð fullu samræmi gagnvart hagkvæmni þess að kaupa olíu erlendis eins og verið hefur, vegna þess að hún hefur verið ódýrari en heima. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að nýta þau olíukaup," sagði Krist- ján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenzkra útvegs- manna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.