Morgunblaðið - 22.01.1983, Side 20

Morgunblaðið - 22.01.1983, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983 Picasso vildi verða nautabani Frí Heigu Jónsdóttur, frétta ritara Mbl. í Burgos, Spáni. Á árunum í kringum 1920 klæddist listamaðurinn nauta- hanajakka í glæsiveislum fyrir manna Parísarborgar. Ótal mörg verka snillingsins frá Málaga eiga rætur að rekja til nautaatslistar, því eins og Picasso var vanur að segja, „fyrir utan að verða listmálari hefði ég viljað verða nautabani.“ Þessi köllun kom skýrt fram strax í barnæsku, „Maðurinn sem stingur" málaði Picasso þegar hann var aðeins átta ára gamall. I stað þess að lesa lexíur sínar fyrir skólann málaði piltur myndir af nautum, hestum ... Föður Picasso, José Ruiz, teikni- kennari og umsjónarmaður listasafns í Málaga, leist ekki á blikuna og óttaðist að eina svein- barn hans — Picasso átti tvær systur — væri á góðri leið með að vera einskis nýtur í lífinu. En sem betur fór sá faðir Pic- asso fljótlega hvað í syninum bjó. Ef svo hefði ekki farið hefði Picasso að öllum líkindum helg- að sig nautaatslistinni í orðsins fyllstu merkingu. Picasso lést 8. apríl 1973. Alls staðar í heiminum grétu menn dauða hans. Fáir listmálarar höfðu auðgast eins mikið af starfi sínu. Pablo Ruiz Picasso kom aldrei fram sem nautabani þrátt fyrir vilja hans og ákafa. En lista- maðurinn átti sinn uppá- haldsnautabana: mann frá Sev- illa, Francisco Reina að nafni; venjulegar kallaður „Minuni". Picasso og Minuni kynntust í Nimes í Frakklandi 1957. Minuni fæddist í Tomares og þegar hann var 15 ára gamall dreymdi hann um að verða nautabani. Picasso hreifst svo af leikni Minuni í nautaatshringnum að listamað- urinn bauð nautabananum að dveljast á heimili sínu í fríi. Ágæt vinátta tókst þannig brátt með þeim. Þegar meiðsli eða slys henti einhvern nautabana í starfi var Picasso kominn á vettvang með ástúð sína, auðæfi og vald. í nóvembermánuði 1958 meiddist Minuni illilega og varð í skyndi fluttur á sjúkrahús. Þegar Picasso frétti um slysið Jacqueline Roques, síðasta eigin- kona Picasso, tileinkaði Minuni þessa mynd þar sem hún er klædd nautabanabúningi. Með henni á myndinni er Minuni. lagði hann strax af stað í bifreið, 300 km leið, til þess að vera hjá vini sinum nautabananum. Færði listmálarinn hinum særða að gjöf þykka peysu, 25 sígar- ettupakka og háa peningaupp- hæð til þess að greiða allan .. % Picasso skreytti sjálfur mynd sem hann tileinkaði vini sínum, nautabananum Minuni. Minuni er yst til vinstri á myndinni (við hlið Picasso). lækniskostnað. Minuni, þessi góðvinur og uppáhaldsnautabani Picasso, lést árið 1977, 68 ára að aldri. Picasso var alla tíð örlátur við vini sína. Minuni gaf hann teikn- ingar og styttu úr leir eftir lista- manninn sjálfan. Þegar Picasso færði nautabananum gjafirnar sagði hann að Minuni gæti selt verkin ef hann þyrfti á pening- um að halda og sú varð raunin á. Teikningarnar væru af flam- ingóhátíð þar sem fjöldinn skemmti sér við að horfa á nautaat. Leirstyttan var eins og geitshöfuð í laginu sem hægt var að nota sem bakka. Kaupandinn greiddi milljón peseta fyrir þessi listaverk Picasso. Kona búsett í Barcelona keypti verkin. Þau eru nú varðveitt í Safni Picasso þar í borg. Picasso átti þá heitu ósk að verða nautabani. Hér hefur listamaðurinn frá Málaga teiknað inn á myndina þennan dæmigerða andalúsíska hatt og bætt við vangaskeggi. Minuni er til vinstri. Lýst eftir myndum í Stéttartal ljósmæðra Ritstjórn Stéttartals Ijósmæðra hefur beðið Mbl. að birta eftirfar- andi: Hér birtist listi yfir nöfn nokk- urra ljósmæðra, er fluttu af landi brott kringum seinustu aldamót, einnig annarra sem enn hefur ekki tekist að hafa upp á mynd af. Ef einhverjir hafa undir hönd- um myndir eða geta bent á, hvar myndir sé að finna, eru þeir vin- samlega beðnir að hafa samband við Björgu Einarsdóttur eða Val- gerði Kristjónsdóttur í síma 17399 hið allra fyrsta, því prentun stétt- artalsins er að hefjast. Anna Hannesd., f. 26.7. 1822, d. 26.11.1890. Ljósm. síðast Garðahr. 1869—1880, bús. Hausastöðum, Álftanesi. Anna Pálsd., f. 27.5. 1832, d. 25.3. 1913. Ljósm. Neshr. innan Ennis 1878—1881. Dagbjört Jónsd., f. 12.1. 1828, d. 22.2. 1908. Ljósm. Jökuldal 1865—1881, síðar Reyðarfirði. Elín Pálmad., f. 18.2. 1851 á Brókarlæk, d. 27.9. 1914 í Mountain, N.-Dakota. Ljósm. Skefilsstaðahrumd. 1881—1885, fl. til Am. 1888. Elín Alexandra Þor- leifsd., f. 23.2. 1891 í Hólakoti, Rvík., d. 4.3. 1952 í Kaupmanna- höfn. Ljósm.próf 1913. Gift dönsk- um manni, Lynge, sjóm. Khöfn. Eygerður Egilsd., f. 14.7. 1857. Ljósm. Grímsnesumd. 1896—1900, fl. þá til Ameríku. Guðbjörg Guð- mundsd., f. 30.3. 1864, d. 9.8. 1936. Ljósm. Þingvallasv. 1897—1901, fl. þá til Am. Guðfinna Jónsd., f. 29.4. 1823, d. 6.10. 1902 á Minni-Þverá í Fljótum. Ljósm. Fells- og Hofs- hrumd. 1884—1885.Guðlaug Jónsd. f. 23.8. 1862. Ljósm. Hjaltastaða- hrumd. 1898—1906, fl. líklega til Am. frá Seyðisfirði 1909. Guðný Árnad., f. 7.4. 1829. Ljósm. Fá- skrúðsf. 1871—1878, fl. þá til Am. Guðríður Einarsd., f. 16.12. 1842. Ljósm. Breiðuvík 1878—1896, bús- ett Arnarstapa. Guðríður Agnes Jó- hannsd., f. 21.1.1860. Ljósm. Vindhælishrumd. 1885—1887, fl. til Am. Guðrún Kristjana Bene- diktsd., f. 30.11. 1870. Ljósm. Helgafellssv. 1901—1902, bús. Bjarnarhöfn, fl. þá til Am. Guðrún Bergþórsd., f. 1828, d. 10.12. 1890. Ljósm. Rvík 1883—d.d. Guðrún Einarsd., f. 30.12. 1820, d. 7.1. 1897. Ljósm. Nesjaumd. 1877—1892. Guðrún Einarsd., f. 8.1. 1873, d. 18.4. 1907 í Víðirbyggð, Manitoba, Kanada. Ljósm. Nesjaumd. 1892-1902, fl. þá til Am. Helga Guðrún Eyvindsd., f. 17.8. 1850, d. 8.1. 1923. Ljósm. Miðnesumd. 1876—1885, og 1892—1895, síðast bús. Rvík. Guðrún Guðmundsd. f 1.10. 1853, d. 14.3. 1922. Ljósm. Akranesi 1879—1885, fl. til Am. Guðrún Guðmundsd,. f. 3.4.1829, d. 10.10. 1905. Ljósm. Rangárvallas. bús. Reynifelli. Guðrún Hinriksd., f. 1860, d. 9.10. 1903. Ljósm. Bisk- upstungum 1883—1886, fl. til Am. Guðrún Jónsd., f. 19.5.1845, d. 25.3. 1912. Ljósm. Beruneshr. 1879— 1881, fl. til Am. Gunnhildur Hall- dórsd., f. 1.8. 1814, d. 6.4. 1890. Ljósm. Akranesi 1846—1888. Gyð- ríður Guðnad., f. 3.8. 1873 (á lifi í Am. 1954). Ljósm. Borgarfjarð- arhrumd. eystra 1897—1903, fl. þá til Am. Halla Jónsd., f. 19.12. 1825, d. 7.5. 1898. Ljósm. Fljótshlíðarhr. 1870-1892, bús. Kollabæ. Halla Þorgilsd., f. 22.4. 1840, d. 31.12. 1915. Ljósm. Villingaholtshrumd. 1878-1911, bús. Flögu. Halldóra Guðmundsd., f. 5.8. 1854, d. 28.10, 1921 í Am. fl. þangað 1886. Hall- dóra Halldórsd., f. 4.4. 1838, d. 24.5. 1919 á Stokkseyri. Ljósm. Holta- umd. 1880—1910. Helga Sigríður Ingjaldsd., f. 22.12. 1838, d. 1930 í Am. Ljósm. Bólstaðarhlíðar- hrumd. 1882—1888, fl. þá .til Am. Ríkey Helga Sigríður Magnúsd., f. 4.12. 1873, d. 2.1. 1911 á ísafirði. Ljósm. Mosvallahrumd. 1906—d.d. Helga Þorláksd., f. 25.6. 1829. d. 12.7. 1918 í Am. Ljósm. Bólstað- arhlíðarumd. 1876—1882, fl. til Am. 1883. Hildur Snorrad., f. 31.10. 1833, d. 31.8. 1905. Ljósm. síðast Glæsibæjarhr. 1889—d.d. Hólm- fríður Gunnarsd., f. 22.10. 1828, d. 2.7. 1919 í Rifgirðingum á Skóg- arströnd. Ljósm. í Breiða- fjarðareyjum. Hólmfríður Jónsd., f. 19.5.1834. d. 1.7.1896 í Am. Ljósm. Seyðisfjarðarumd. 1869—1882, fl. til Am. 1883. Ingibjörg Björnsd., f. 1873. Ljósm. Vopnafjarðarhrumd. 1899—1903, fl. til Am. Ingibjörg Sigvaldad., f. 28.2. 1847. Ljósm. V.-Húnavatnss. 1872—1875, fl. til Am. Ingiríður Einarsd., f. 6.4. 1855, d. 27.1. 1933 í Winnipeg. Ljósm. Álftaneshrumd. 1886—1888, fl. þá til Am. Ingveldur Gíslad., f. 28.9. 1824, d. 13.1. 1890. Ljósm. Hafnar- firði 1875—1883. Jakobína Björnsd., f. 25.5. 1874. Ljósm. Öx- arfjarðarhrumd. 1914—1918, fl. til Am. Jóhanna Beata Kristjana Gíslad., f. 8.3. 1833, d. 22.11. 1918. Ljósm. Eyraumd. 1882—1888. Jór- unn Þóroddsd. f. 1.8.1829, d. 30.11. 1908 á Eyrarbakka. Ljósm. Hvolhrumd. 1877-1900. Katrín Guðmundsd., f. 1.6. 1816, d. 9.5. 1898. Ljósm. Garða- og Bessa- staðahr. 1843—1881. Kristbjörg Sigurðars., f. 22.6. 1859. Ljósm. Súðavíkurumd. 1887—1889, fl. til Noregs. Kristín Sigríður Thorlacius Bjarnad., f. 28.5. 1899, d. 8.12. 1929. Ljósm. Suðurfjarðarhrumd. 1923—d.d. Kristín Guðbrandsd., f. 4.2. 1857, d. 7.1.1919 í Am. Ljósm. Torfustaðahrumd. 1880—1883, fl. þá til Am. Ólína Kristín Guð- mundsd., f. 22.6. 1855. Ljósm. Eyr- arsveitarumd. 1880—1886, fl. þá til Am. Kristín Soffía Guðmundsd., f. 18.5. 1876. Ljósm. Rvík. a.m.k. 1920—1922, þá bús. Vesturgötu 20. Sigríður Kristín Hallgrímsd., f. 2.6. 1855, d. 11.11. 1927. Ljósm. Ólafs- vík frá 1899. Kristín Sesselja Jónsd., f. 14.12. 1860, d. 15.8. 1896. Ljósm. Kjósarumd. 1887—1889, bús. Rvík frá 1890. Magnfríður Gíslad., f. 28.8. 1818, d. 10.8. 1910. Ljósm. Tálknafjarðarhrumd. 1861—1891. Margrét Bjarnad., f. 1.2. 1823, d. 14.1. 1900. Ljósm. Vatnsleysustr. 1857—1882. Mar- grét Einarsd., f. 5.10. 1874, d. 9.7. 1910 í Rvík. Ljósm. Hlíðarhrumd, N-Múl. 1900—1908. Margrét Krist- rún Halldórsd., f. 5.8. 1858. Ljósm. Skriðu- og Öxnadalshrumd. 1886-1888, fl. þá til Am. Margrét Hjálmsd., f. 26.8.1827, d. 14.4.1890. Ljósm. Siglufirði 1876—d.d. Mar- grét Jóhannsd., f. 26.11. 1857 að Borg Miklaholtshr. Hnapp. Fl. til Am. 1886. Margrét Jónsd., f. 14.5. 1822, d. 29.12. 1908. Ljósm. undir Eyjafjöllum 1870—1902, bús. Syðstu-Grund. Margrét Þórarinsd., f. 6.2. 1830, d. 13.2. 1892 í Am. Ljósm. Hólahr. og Viðvíkursv. 1879-1885, fl. til Am. 1889. María Elisabet Kristjánsd., f. 17.3.1841, d. 3.7. 1913 í Am. Ljósm. Kjalarnes- umd. 1876—1891, fl. þá til Am. Karólína María Sigurðard., f. 12.2. 1826, d. 22.9. 1907. Ljósm. Fáskrúðsf. 1878—1890. Matthildur Hannesd., f. 8.10. 1837, d. 24.11. 1914. Ljósm. Helgafellssv. 1867—1900 og Stykkishólmi til 1909. Oddný Magnúsd. Bjarnason, f. 21.8. 1854, d. 25.4. 1932 í Am. Ljósm. Seyðisfjarðarhrumd. 1880-1888, fl. þá til Am. Ragn- heiður Þórarinsd. Fjeldsted, f. 18.5. 1888, d. 1.11. 1924. Ljósm. Flateyj- arhrumd. Breiðaf. 1920—d.d. bús. Flatey. Rannveig Jónsd., f. 23.4. 1884. Ljósmpróf 1906, þá bús. Auð- kúlu, Svartárdal. Guðný Margrét Regína Jónsd., f. 12.12. 1874, d. 13.3. 1960. Bús. Am. 1914-1921, síðar vökukona á Kleppsspítala um árabil. Sesselja Þorvaldsd., f. 13.6. 1861. Ljósm. Fáskrúðsfjarð- arumd. 1897—1902, fl. til Am. Sig- ríður Bjarnad., f. 24.6. 1865, d. 18.9. 1907. Ljósm. Skeggjastaðahrumd. 1898—d.d. Hallgrímína Sigríður Þórarinsd. Fjeldsted, f. 10.3. 1891, d. sept. 1920. Ljósm. ísafirði 1918—d.d. Valgerður Þorsteinsd., f. 15.7. 1857. Ljósm. Reykdæía- hrumd. 1878—1883, fl. til Am. Vigdís Guðmundsd., f. 20.8. 1860. Ljósm. Svínavatns- og Torfalækj- arhrumd. 1896—1900, fl. þá til Am Vigdis Ögmundsd., f. 2.2. 1830, d. 30.12. 1902 í Rvík. Ljósm. Skeiðahrumd. 1879—1890. Þórdís Guðmundsd., f. 26.8. 1860. Ljósm. Eyraumd. (Patreksf.) 1888—1908. I>órdis Jónsd., f. 26.9.1864 í Péturs- ey í Mýrdal. Ljósmpróf 1903. Þór- dís Þorbjörnsd., f. 18.4. 1836. Ljósm. Á-Landeyjahrumd. 1878-1886, fl. þá til Am. Þórey Ingimundard., f. 20.9. 1851. Ljósm. Biskupstungum 1879—1888, fl. þá til Am. Þorgerður Daníelsd., f. 22.12. 1822, d. 26.11. 1911 í Am. Ljósm. Langanesi, fl. til Am. 1883. Þorgerður Erlendsd., f. 31.5. 1853. Ljósm. Fjallahrumd. 1886—1892, fl. til Am. 1893. Þórunn Jóhannsd., f. 19.4. 1860. Ljósm. Loðmundar- fjarðarhrumd. 1891—1898, fl. til Am. Þuríður Gottskálksd., f. 15.3. 1841. Ljósm. Gerðahrumd. 1885—1887. Þuríður Jónsd., f. 9.4. 1862, d. 22.5. 1935. Ljósm. Valla- hrumd. 1896—1931.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.