Morgunblaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983 23 Látnir vinna 7 daga í viku The Sun birtir bréf frá hermanni á Falklandseyjum London, 21. janúar. AP. BREZKIR hermenn á Falklandsevjum halda því fram afi þeir séu látnir vinna sjö daga í viku, heilsugæzlu þeirra sé áfátt, þeir þjáist af matareitrun og þeir fái ekki nógan bjór. Hefur Jerry Wiggin, aðstoóarvarnarmálaráð- herra Bretlands, verið falið að athuga málið, en hann er nú staddur á Falklandseyjum. 120 japanskir lögreglu- menn fengu áminningu Tókýó, 21. janúar. AP. ÖRYGGISMÁLARÁÐ Japans og yfirmenn lögreglumála í Osaka í Japan kunngerðu í dag, að eitt hundrað og tuttugu lögreglumenn hefðu fengið misjafnlega alvarlegar áminningar í tengslum við alvarlegasta spillingarmál sem komið hefur upp innan japönsku lögreglunnar. Nú eru um 4000 brezkir her- menn á Falklandseyjum. I bréfi til blaðsins The Sun kvartar einn þeirra undan 17 atriðum og eru þau blaðinu tilefni greinar, sem birtist undir fyrirsögninni: Larfalákar réðust að bú- stað Sclhiiters Lyngby, 21. janúar. AP. ÞRJATÍU og fjögur ungmenni voru úrskurðuð í gæzluvarðhald i dag, eft- ir að nokkrir úr hópnum höfðu brot- izt inn í embættisbústað Poul Schlúters, forsætisráðherra, til að láta í Ijósi reiði vegna skorts á ódýru leiguhúsnæði, að því er talsmaður lögreglunnar sagði. Hann sagði að fimm ungmenn- anna hefðu sagzt vera félagar í samtökum BZ-samtökunum, en þau hafa einkum á stefnuskrá sinni að setjast að í auðum húsum, sem ætluð eru til niðurrífs og mót- mæla þannig húsnæðisskorti í Danmörku. Aðferðir félaga í sam- tökunum hafa iðulega orðið til þess að óeirðir hafa brotizt út. Fæstir þeirra sem hér um ræðir stunda vinnu og margir eru fíknir í eiturlyf. „Hneyksli á Falklandseyjum — Hvern fjandann er verið að gera gagnvart piltunum okkar.“ Segir blaðið, að því sé fullkunnugt um, hver skrifað hafi bréfið, en af augljósum ástæðum, þá muni nafn bréfritarans ekki verða birt. Hermaðurinn, sem bréfið ritar, heldur því fram, að „villt sé um fyrir almenningi varðandi stað- reyndir um lífið á Falklandseyj- um“. Kvartar hann m.a. yfir því, að á einum stað sé aðeins til eitt bað og ein sturta handa 56 manns, að eggin, sem þeir borða, séu sjö mánaða gömul. Þá hafi bréf um aðbúnað hermanna á Falklands- eyjum, sem sent hafi verið frú Margaret Thatcher forsætisráð- herra, er hún heimsótti eyjarnar, verið stöðvað í Port Stanley og höfundur þess fengið ofanígjöf. Af hálfu brezka varnarmálaráðuneytisins hefur því verið lýst yfir, að sá lélegi að- búnaður, sem kvartað er yfir í bréfinu, geti alls ekki talizt al- gengur á Falklandseyjum og harmar það, að The Sun skuli ekki hafa haft samband við ráðuneytið til þess að staðreyna það, hvort kvartanir bréfritarans eigi við rök að styðjast. Þá er því alfarið neit- að af hálfu varnarmálaráðuneyt- isins, að bréf hermanna á Falk- landseyjum séu ritskoðuð. Veður víða um heim Akureyri -5 snjókoma Amsterdam 5 skýjaó Aþena 8 heiöskírt Barcelona 9 heióskirt Berlín 6 skýjaó Brussel 6 skýjað Chicago +2 skýjaó Dublin 10 skýjaö Feneyjar 5 léttskýjaö Frankfurt 4 skýjað Genf 3 heiðskírt Helsinki +7 heiöskírt Hong Kong 14 skýjaó Jerúsalem 12 heiðskírt Jóhannesarborg 27 heióskírt Kaupmannahöfn 2 skýjað Kairo 21 heiðskírt Kanaríeyjar 20 mistur Lissabon 12 heióskírt London 8 skýjaó Los Angeles 16heióskírt Madrid 11 heióskírt Mexíkóborg 20 heiðskirt Miami 21 rigning Mallorca 12 léttskýjaó Malaga 12 hélfskýjaö Moskva 2 heiðskírt Nýja Delhi 21 heióskírt New York +2 heióskírt Ósló 9 heióskirt París 6 skýjaó Peking 1 heiðskírt Perth 27 skýjaó Reykjavik 5 rign. og súld Rio de Janeiro 32 skýjaö Róm 9 heiðskírt San Francisco 12 skýjaö Stokkhólmur +3 skýjaó Tel Aviv 17 heiðskírt Tókíó 8 heiöskirt Vancouver 8 skýjaó Vínarborg 2 snjókoma í nóvember sl. var lögreglumað- ur handtekinn fyrir að þiggja mútur og þá fór skriðan af stað. Lögreglumaðurinn leysti þá frá skjóðunni og í ljós kom að fjöldi japanskra lögreglumanna hafði þegið mútur fyrir að hylma yfir innbrot og fleiri saknæma verkn- aði. Voru múturnar greiddar bæði í peningum og gjöfum, dýrlegum hádegisverðum og fleiru. í þeim hópi 120 manna sem hér um ræðir voru fimm háttsettir lög- regluforingjar og var þeim öllum sagt upp störfum, 40 voru kærðir Með vélinni var 41 maður. Eftir lendingu í Portland féllst maður- inn á að láta nokkra farþeganna lausa og síðan þustu lögreglumenn inn í vélina og skutu manninn til bana. Engin sprengja reyndist vera í skókassanum. Maður þessi rændi annarri vél frá sama flugfé- lagi fyrir rúmum tveimur árum. Hann hélt þá vél í tíu klukku- fyrir ósæmilega hegðun i starfi en hinir fengu siðan alvarlegar ofaní- gjafir, kauplækkanir og allir voru lækkaðir í tign. Með þeim verður fylgzt sérstaklega. Þetta mál hef- ur vakið mikla reiði japanskra borgara og var áfall fyrir lögreglulið landsins, sem naut álits og trausts. Er trúlegt að fleiri aðilum innan lögreglunnar verði gefnar gætur vegna gruns um að enn gætu einhverjir þeir verið, sem þegið hafa mútur og ekki hefur komizt upp um. stundir á Seattle-flugvelli og stað- hæfði að hann myndi sprengja vélina í loft upp nema hann fengi eitt hundrað þúsund dollara. Síð- an breytti hann kröfu sinni, krafð- ist hraðskreiðs bíls, öruggs for- skots áður en leit væri hafin og þriggja ostborgara. Hann komst undan í það sinnið. Flugræningi skotinn til bana Portland, Orojjon, 21. janúar. AP. VANGEFINN maður, rændi flugveál frá Northwest Airlines í gærkvöldi þegar vélin nálgaðist Portland frá Seattle. Maðurinn sem var tvítugur að aldri sagðist vera með sprengiefni í skókassa, og krafðist þess að fá að fara til Afganistan. ... -- A~ DRAUMAHUSIÐ Á KOSTA BOÐI Kynning á húsunum frá Trésmidju Þórdar ásamt innfluttum húsum frá Götene-Hus í Sví- þjód, fer fram á Hótel Esju, í dag, laugardag, frá kl. 13—19 og á morgun, sunnudag, frá kl. 13—17. Sérfræöingur frá Svfþjód verdur á stadnum. Trésmidja Þórdar, Vestmanna- eyjum, kynnir timbureininga- hús. Verksmidjubyggdar eining- ar, hús sem þú getur rádid sjálf- ur hvernig koma til med ad líta út. Vid veitum alla þjónustu og adstod. Trésmiöja Þóröar V*stmanna«yjum • Simi 2040 BOX 164 - Nalnnúmar 8936-7034

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.