Morgunblaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983 Minning: Dóróthea Erlends- dóttir — Akranesi Fædd 1. september 1910 Dáin 15. janúar 1983 I dag verður gerð frá Akranes- kirkju útför frú Dórótheu Er- lendsdóttur, en hún andaðist í Sjúkrahúsi Akraness að morgni hins 15. janúar. Dóra, eins og hún var jafnan nefnd í daglegu tali, var fædd á Isafirði 1. september 1910, dóttir hjónanna Helgu Daníelsdóttur og Erlends Kristjánssonar málara- meistara, danskmenntuðum í þeirri iðngrein, sem þá var sjald- gæft. Tvo bræður eldri átti Dóra, Kristján, trésmíðameistara, nú dáinn, og Ragnar, verkstjóra. Þau hjón, Helga og Erlendur, slitu samvistum um þetta leyti og flutti Helga þá til Hnífsdals með dóttur- ina og gerðist ráðskona hjá Jó- hannesi Jónssyni, verkamanni þar, en drengjunum var komið fyrir hjá góðu fólki, vandalausu. I Hnífsdal ólst svo Dóra upp hjá móður sinni og þessum fóstra sín- um, sem reyndist þeim mæðgum í alla staði mjög vel, enda þótti telpunni vænt um hann sem væri hann faðir hennar og virti hann mikið alla tíð. Móður sína missti Dóra er hún var 12 ára, en fóstri hennar vildi ekki sleppa af henni hendinni fyrr en hún væri fermd, en þá fluttist hún til Isafjarðar aftur og dvaldi næstu árin í skjóli góðs fólks, er átti verslunina Dagsbrún, en við þá verslun starf- aði hún nokkur síðustu árin sem hún dvaldi á Isafirði. A þeim árum þótti engan veginn sjálfgefið að allir unglingar, og þó síst munaðarleysingjar, gengju í skóia að lokinni barnafræðslu, þó bæði hefðu löngun og gáfur til frekara náms. A ísafirði var þá góður unglingaskóli og fékk Dóra þar inngöngu, mest fyrir atbeina séra Sigurgeirs, síðar biskups, þar sem hún stundaði nám tvo vetur með góðum árangri og kom það sér vel fyrir hana, er hún tók að stunda verslunarstörf í Dagsbrún og ekki síður við margvísleg fé- lagsstörf síðar á ævinni. Móðir Dóru hafði verið kaupakona á Hóii í Önundarfirði, myndarlegu og fjölmennu heimili, og varð það til þess að Dóra fór þangað stundum á sumrin og þar kynntist hún eig- inmanni sínum, Hálfdáni Sveins- syni kennara, en þau gengu í hjónaband 12. maí 1934 og fluttu sama ár til Akraness, þar sem Hálfdán fékk stöðu við barnaskól- ann og bjuggu þau þar æ síðan. Hálfdán lést 18. nóvember 1970, 63 ára að aldri, en hann var einn af þekktustu borgurum bæjarins, tók mikinn þátt í félagsmálum ýmiss konar, var t.d. lengi í bæjarstjórn og einn helsti forystumaður í verkalýðsmálum, svo nokkuð sé nefnt. Skólaskylda var færð niður í 7 ár á Akranési 1934, og varð það til þess, að þrír nýir kennarar komu að skólanum, sem þá var undir stjórn Svövu Þorleifsdóttur, en þeir voru Hálfdán Sveinsson, El- ínborg Aðalbjarnardóttir og Guð- mundur Björnsson, er línur þessar ritar. Eigi höfðum við Hálfdán, þó báðir værum kvæntir, haft fyrir- hyggju um útvegun húsnæðis og öllum ókunnir hér. En með hjálp góðra manna, og vil ég þá sér- staklega nefna Petreu í Mörk, sem þá var í skólanefnd, fengum við inni á Suðurgötu 27, þriggja her- bergja íbúð og sameiginlegt eld- hús. Eigi hefði það þótt glæsiiegt nú til dags fyrir tvær fjölskyldur, herbergin frekar lítil, kolaeldavél og ekkert bað. En þar er skemmst frá að segja, að þetta sambýli tókst með ágætum og sú vinátta er þá myndaðist milli þessara fjöl- skyldna varði æ síðan og gekk í arf til barnanna, sem urðu 9, fjögur hjá þeim Dóru og fimm hjá okkur Pálínu. Árið 1944 fluttu þau Hálfdán og Dóra í eigið húsnæði á Sunnu- braut 14, þar sem þau eignuðust fallegt og rúmgott heimili, enda voru börnin þá orðin 4, eins og fyrr greinir: Hilmar Snær, f. 24/2’34, vélvirki og nú kennari við Iðnskóla Reykjavíkur, Rannveig Edda, f. 6/l’36, húsmóðir og skrifstofustúlka, Sveinn Gunnar, f. 23/7’39, prentari og prent- smiðjustjóri, Helgi Víðir, f. l/4’44, umdæmisstjóri Brunabótafélags tslands á Austfjörðum. Áður hefur verið getið viðamik- illa félagsstarfa húsbóndans, en húsfreyjan var líka vel liðtæk á því sviði. Var hún lengi í stjórn Kvennadeildar Slysavarnafélags Akraness og formaður um nokkur ár og starfaði þar af miklum dugnaði og fórnfýsi, enda kjörin heiðursfélagi Slysavarnafélags ís- lands á 50 ára afmæli þess. Auk þess var Dóra ötull starfsmaður Oddfellowreglunnar og Kvenfé- lags Alþýðuflokksins á Akranesi og fyrsti formaður þess. Það gefur augaleið, að heimilið á Sunnu- braut 14 krafðist mikils af hús- móðurinni, umsjá og uppeldi fjög- urra barna, auk umfangsmikilla félagsmálastarfa, eins og að fram- an greinir, því húsbóndinn hafði nóg á sinni könnu „út á við“, svo vart mátti búast við mikilli aðstoð úr þeirri átt, verkaskiptingin slík á þeirri tíð, að það þótti ekki um- talsvert. Og hvað sem jafnréttis- fólk nútímans vill um það segja, þá blessaðist þetta í alla staði eins og best verður á kosið, börnin fjögur og þeirra heimili er aug- ljósasti vitnisburðurinn um það. Og er við nú að leiðarlokum, hinir mörgu vinir og vandamenn Dórótheu Erlendsdóttur, kveðjum hana hinstu kveðju, minnumst við hennar ætíð sem mikilhæfrar og elskulegrar konu, sem gott var að hafa kynnst og átt samleið með um lengri eða skemmri tíma. G.B. Hún Dóra er dáin. Dóróthea Erlendsdóttir hét hún fullu nafni, en af flestum var hún ævinlega kölluð Dóra. Hugurinn er dapur hjá mér og okkur vinum hennar, því fallin er frá góð og elskuleg kona. Ég minnist hinna mörgu ára sem við Dóra erum búnar að eiga samleið í gegnum lífið. Já, margar glaðar góðar stundir höfum við átt saman. Ég minnist þeirra hjóna, Hálfdáns og Dóru, allt frá því að þau ung og falleg kennarahjón fluttust til Akraness árið 1934. Síðan hafa leiðir okkar legið sam- an í blíðu og stríðu. Við nánari kynni af Dóru hefur hún stækkað og stækkað í huga mér. Þegar á hefur reynt, erfiðleikar og sorgir barið að dyrum hefur hún verið sú sterka. Mér er minnisstætt þrek hennar þegar hún missti elsku- legan eiginmann sinn á besta aldri, Hálfdán Sveinsson, sem hún tregaði mjög, að þá var hún for- maður í fjölmennu, starfsömu fé- lagi Kvennadeildar Slysavarnafé- lags Akraness og lét engin störf niður falla og stýrði hverjum fundi og öllu starfi eins og ekkert væri. Svo sterk var hún. Eins leitar hugurinn langt aftur Fædd 13. nóvember 1895 Dáin 7. janúar 1983 Þórdís Þorleifsdóttir var jarð- sett í Grundarfirði, laugardaginn 15. janúar. Það hefur orðið skammt stórra högga á milli í Grundarfirði um þessi áramót. Það var stutt milli mágkvenn- anna, Ólafar og Þórdísar, þær voru nábýliskonur eftir að Olöf giftist Páli Þorleifssyni, bróður Þórdísar. Þær fylgdust að mikinn hluta ævinnar og fóru svo hinstu ferðina sitt hvoru megin við ára- mótin, Ólöf þann 3. nóvember, en Þórdís þann 7. janúar. Og þann 24. desember kvaddi í Grundarfirði athafnamaður á besta aldri, Ágúst Sigurjónsson, og votta ég samúð mína fjölskyldu hans og Grund- firðingum öllum eftir missi þessa ágæta fólks. í tímann, þegar maður hennar, Hálfdán, var formaður í Verka- lýðsfélagi Akraness og stundum var hart barist og við mörg fylgd- um honum fast eftir í baráttunni, þá sat Dóra heima með börnin þeirra ung og var aðeins áheyr- andi, þó full af eldmóði, því hún vildi hag Verkalýðsfélagsins sem mestan og framgang þeirra mál- efna sem barist var fyrir hverju sinni. Og Dóra var félagslynd og vildi gjarnan vera þátttakandi, en hún lét börnin sín og heimilið ganga fyrir félagsstörfum þangað til þau voru vaxin úr grasi og jafn- vel farin að heiman. Þá gerðist hún hin mikla félagsmálakona. Hún var varaformaður og um áraraðir formaður Kvennadeildar Slysavarnafélags íslands á Akra- nesi, eins og áður er sagt, og hún var gerður heiðursfélagi Slysa- Þórdísi hefi ég þekkt í 40 ár, hún var gæðamanneskja, vinur vina sinna, hlý í viðmóti, gestrisin með afbrigðum, og finnst mér eiga vel við að minnast hennar með þess- um orðum og er þá nóg sagt. Hvar þú finnur fátækan á förnum vegi, gerðu honum gott en grættu hann eigi, Guð mun launa á efsta degi. Þar var hún fyrsta manneskjan að hjálpa og gera þeim lífið bærilegt sem erfitt áttu. Þórdís var kona Ásgeirs Kristjánssonar og eignuð- ust þau 10 börn. Þórdís var aldrei heilsuhraust en margt var það sem hún varð að takast á við í lífinu, 3 börn missti hún, en erfið- ustu sporin hafa verið er hún missti mann sinn og ungan dótt- urson sem fóru báðir í sama hvílu- rúmið. Blessuð sé minning Þórdísar Þorleifsdóttur, þessar línur frá 37 varnafélags Islands fyrir hin margþættu störf sín að slysa- varnamálum. Hún var ein af stofnendum í Ás- gerði, stúku Oddfellowa hér í bæ, og síðast en ekki sist var hún virk- ur og traustur félagi í Alþýðu- flokksfélagi Akraness frá því að það var stofnað og til hinstu stundar. Hún trúði því að jafnaðarstefn- an væri réttlátasta lífsstefnan, ef rétt væri á málum haldið, til þess að öllum gæti liðið sem jafnast og best hér á jörð. Ég minnist þess líka, þegar við um nokkur ár vorum samstarfs- menn í verslun, hvað hún var sam- viskusamur starfskraftur. Það var ævinlega gott að vera með Dóru, þessari hlýju góðu konu. Þá áttum við oft saman indælar stundir á ferðalögum um landið okkar og einnig erlendis, bæði á Mallorca og í Júgóslavíu. Allt okkar sam- starf og samveru vil ég þakka Dóru af alhug. Ég sakna hennar sárt. Og ég hugsa með samúð til elskulegra barna hennar, Hilmars Snæs, Rannveigar Eddu, Sveins Gunnars og Helga Víðis og barna- barnanna og langömmubarnanna allra, sem hún sem elskuleg mamma og amma vildi allt gera fyrir. Og öllu sínu fólki var hún ástkær og góður félagi sem lýsir sér í þeirri viðurkenningu sem tengdadætur hennar gáfu henni á góðri stund fyrir nokkru: „Við vit- um að Dóra er besta tengda- mamma í heimi." Ég og við systur á Vesturgötu 88, viljum votta börnum hennar, barnabörnum, tengdabörnum og hinum mörgu vinum hennar okkar dýpstu samúð. Fari hún í friði, hennar bíður vinur í varpa. Sigríður Ólafsdóttir mér eiga að færa öllum ættingj- um, vinum og vandamönnum hennar mínar bestu samúðar- kveðjur og Guðs blessunar. Elísabet Helgadóttir Svo þegar loksins leggst ég hvíldar til og líf og starf og frændur vid ég skil og |n‘gar Ijós ei lengur augað sér þú líknin allra vertu þá hjá mér. (E.K.) Minning: Þórdís Þorleifsdótt- ir frá Fornu-Grund Ríkharður Meyvants- son — Minningarorð Fæddur 20. janúar 1922 Iláinn 7. janúar 1983 Jólin voru að kveðja okkur, öll mislitu ljósin, skraut og tré pakk- að niður og vel geymt til næstu jóla, og allir ánægðir eftir þessa sameiginlegu hátíð fjölskyldunn- ar. En skuggi kom yfir heimilið eftir alla ljósadýrðina, Ríkharður Meyvantsson er látinn. Hjartað er harmi slegið en samt er þar að finna létti, því nú þarf Ríkharður engar kvalir að líða framar. En allir biðu samt í von- inni um að kraftaverkið gerðist, því við áttum bágt með að trúa að Ríkharður mundi hverfa svona fljótt úr þessu lífi, því vonin var okkar styrkur, á meðan Ríkharður barðist með hetjudáð við banvæn- an sjúkdóm. En eitt er víst að hann gengur nú um í hásölum drottins og kval- irnar er hinn jarðneski likami geymdi eru horfnar og sálin finn- ur til léttis og unaðar í drottins ríki. Ríkharður Meyvantsson var móðurbróðir mannsins míns, hann var tíður gestur á okkar heimili, er hann brá sér í bæinn utan af landi. Það var oft glatt á hjalla innan veggja heimilis okkar er við sátum og spiluðum bridge og oft var brugðið sér á hestbak í sólarljósi eða klæðum vetrar, þegar norður- ljósin og stjörnurnar lýstu upp hamingjuna í hjörtum okkar allra og þeyst var á yfirferðartölti yfir ísilagt Rauðavatnið svo brestirnir buldu undan skeifum gæðinganna. Þarna fann Ríkharður sig best, þarna átti hann heima. Ríkharður var hestamaður mikill, hann hafði einstakt lag á að hæna þessi yndislegu dýr sem hross eru að sér. Hann keypti hestinn minn, Roða, og ég sá ekki eftir honum í hans hendur. Ég vissi að þar yrði farið vel með hann, Roði var frek- ar hvumpinn og styggur að láta ná sér, en það leið ekki á löngu þang- að til Roði kom hlaupandi til Ríkharðs er hann kallaði nafn hans. Ríkharður elskaði það hross af einlægni, það tjáði hann okkur oftar en einu sinni, en því miður voru forlögin honum óhliðholl. Roði varð haltur, hann var sendur hingað til Reykjavíkur á Dýraspít- alann til röntgenmyndatöku og staðfestist þá að hann var með ólæknandi spatt, svo Roði var all- ur. Það þarf ekki að lýsa tilfinning- um Ríkharðs á þessari sorglegu stundu, Roði var vinur hans og svo sannarlega er hægt að elska dýrin eins og mennina. En Ríkharður var hér ekki mik- ið lengur, það eru rétt tveir mán- uðir á milli brottfarar þessara góðu vina frá þessari jörð, en sál Ríkharðs lifir áfram og minning hans mun lýsa upp hjörtu margra manna hér á garnla góða Fróni og hversu mikið sem vindar blása, þá verður hún aldrei máð burt úr hinum geymda fjársjóði hjartans. En einhvers staðar las ég að sál dýranna væri dauðleg en sál mannsins ódauðleg, svo ef það er rétt að framhaldslíf sé ekki til fyrir dýrunum, þá hittast þeir ekki í hinni æðri veröld guðs, en það eru svo margir aðrir sem taka á móti honum, móðir, systkini, vinir og frændfólk, sem eru horfin burt úr skóla lífsins. Okkur þótti mjög vænt um Ríkharð, svo vænt um hann, að við létum drenginn okkar bera nafnið Ríkharður sína ævidaga, nú er hann aðeins þriggja ára og ég veit að hann á eftir að bera nafn þetta með stolti í framtíðinni. Ríkharður var trúnaðarvinur minn, hann vissi um leyndustu til- finningar mínar og vandamál og hann var allur af vilja gerður að rétta mér hjálparhönd og styðja við bak mitt á erfiðum stundum, hann var mér ætíð góður og ég veit að ef honum hefði öðlast sú hamingja að eignast börn, þá hefði hann verið þeim einlægur faðir. Ríkharður var sem einn af fjöl- skyldunni og hjarta mitt fyllist unaði er litli Ríkharður tók upp á því að kalla hann afa og ég sá að Ríkharður varð stoltur sjálfur. Já, minning um góðan vin og frænda mun lifa í hjörtum okkar og við biðjum góðan guð að styrkja alla er hans sakna og best er að hafa það hugfast að honum líður betur núna í hásölum drott- ins. Laufey Dís og Maggi Þór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.