Morgunblaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 17. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins FARIÐ UM BORÐ Mvndin að ofan sýnir FBI-mann klifra inn um glugga flugstjórnarklefans á Boeing 727-þotu Northwest Orient-flugfélagsins á flugvellinum í Portland í Oregon-ríki. Flugræninginn var ráðinn af dögum og allir farþegarnir, 41 að tölu, sluppu ómeiddir. Sjá nánar um flugránið á bls. 23 Hlerunarmálið veldur hræringum innan Fianna Fail: Fyrrum ráðherr- ar segja af sér Dyflini, 21. janúar. AF. RAYMOND McSharry, fyrrum aðstoðarforsætisráðherra írlands, og Sean Doherty, fyrrum dómsmálaráðherra landsins, sögðu í dag báðir af sér trúnað- arstöðum, sem þeir gegndu innan stjórnarandstöðuflokksins Fianna Fail vegna símhlerunarmáls, sem upp hefur komist um í tíð Charles Haughey, fyrrum forsætisráðherra. Aður höfðu tveir æðstu menn lögreglunnar sagt af sér af sömu ástæðu. McSharry viðurkenndi í skrif- legri yfirlýsingu í dag, að hafa tekið upp á segulband í október samtal sitt við Martin O’Donohue, sem þá gegndi stöðu menntamála- ráðherra og var um leið helsti for- vígismaður þess arms innan Fianna Fail, sem vildi velta Haughey af valdastóli. „Eg iðrast gerða minna alls ekki,“ sagði McSharry. „Ég mun verja persónu og mannorð mitt og fjölskyldu minnar til dauðadags." McSharry sagði, að honum hefði verið tjáð, að O’Donohue ætlaði að raeða við sig um „fjárhagsmál", sem gætu haft áhrif á persónu hans og virðingu. Hann skýrði ekki frá í hverju „fjárhagsmálin" hefðu falist, en sagðist hafa tekið samtalið upp á segulband til þess að verja sig ef með þyrfti. Segul- bandið fékk hann hjá lögreglunni. Auðkýfingurinn og leiðtogi Fianna Fail-flokksins, Charles Haughey, hefur verið einn um- deildasti stjórnmálamaður á Ir- landi undanfarinn áratug. Hann neitar staðfastlega, að hann viti nokkuð um þetta mál. Haughey Stuðningsmenn Brezhnevs fjúka einn af öðrum: Fjórir háttsettir embættis- menn settir af á einni viku hefur staðið af sér tvær tilraunir til að velta honum úr leiðtogastóli innan flokks síns á undanförnum tveimur árum, en efasemdir um pólitíska framtíð hans voru látnar í ljósi í írskum blöðum í dag í kjölfar þessarar afhjúpunar. Moskvu, 21. janúar. AP. NÝR innanlandsviðskiptaráðherra var í dag skipaður i Sovétríkjunum. Grigory I. Vaschenko, 63 ára gamall og hefur átt sæti i miðstjórn sovéska kommúnistaflokksins undanfarin 16 ár, tekur við embætti af Alexander I. Struyev, sem verið hefur viðskipta- ráðherra frá því 1965. Hann er nú 76 ára. Svo virðist því, sem stuðnings- menn Brezhnevs séu mjög á und- anhaldi í æðstu röðum embætt- ismanna ríkisins, eftir að Yuri Andropov komst til valda. Skipan Vaschenkos í embætti viðskipta- ráðherra er fjórða breytingin í Minnsta verð- bólga í 13 ár bundúnum, 21. janúar. AP. „I»ETTA eru góðar fréttir fyrir alla,“ sagði Margareth Thatcher, forsætisráðherra Breta, er henni var tjáð, að verðbólga í Bretlandi hefði í síðasta mánuði reynst minni en dæmi eru til þar í landi undanfarin 13 ár, eða 5,4% á árs- grundvelli. Lækkun verðbólgu hefur verið inntakið í efnahagsað- gerðum ríkisstjórnar Margar- eth Thatcher. Verðbólgan náði hámarki í Bretlandi í maí 1980 er hún var 21,9%, en í árslok 1981 var hún komin niður í 12%. röðum háttsettra embættismanna þarlendis á aðeins einni viku. Vaschenko er tæknifræðingur að mennt og hefur starfað í ýms- um vélaverksmiðjum. Hann var gerður að aðalritara kommúnista- flokksins í Kharkov 1958 og varð aðstoðarforsætisráðherra Ukra- ínu 1972. Þá hefur hann átt sæti í fjárhags- og áætlunarnefnd æðsta ráðsins frá árinu 1974. Tilkynningin um hinn nýja viðskiptaráðherra kom í kjölfar fréttar í Pravda, málgagni sov- éska kommúnistaflokksins, um að Valentin N. Makeyev, aðstoðarfor- sætisráðherra, hefði verið leystur frá störfum og fengin staða aðal- ritara landssamtaka sovéskra verkalýðsfélaga. Arftaki hans var ekki nafngreindur. Makeyev tók við embætti 1980 og bjó yfir sér- hæfðri þekkingu á léttum iðnaði. Þá var í gær skýrt frá því, að Valentin Falin, háttsettur áróð- ursstjóri og fyrrum sendiherra, hefði misst stöðu sína í Kreml og gerður að fréttaskýranda við Izv- estia, málgagn stjórnarinnar. Fal- in hefur verið varaformaður al- þjóðaupplýsingadeildar mið- stjórnar kommúnistaflokksins frá árinu 1978 er hann sneri aftur til Moskvu eftir 7 ára starf, sem sendiherra Sovétríkjanna í V-Þýskalandi. Ákvörðun þessi hefur komið vestrænum fréttaskýrendum mjög á óvart. Talið var, að Falin myndi beita sérþekkingu sinni á Vestur- Þýskalandi og góðum samskiptum sínum við sósíaldemókrata þar í landi til þess að reyna að fá ráða- menn í Bonn ofan af þeirri ákvörðun sinni að koma fyrir nýj- um eldflaugum Bandaríkjamanna í landinu. Fjórða breytingin á skipan hátt- settra embættismanna í Sovét- ríkjunum á þessari einu viku var gerð þegar Sergei Pavlov formað- ur íþróttanefndar ríkisins var vik- ið úr embætti. Stöðu hans tók Marat Gramov, fyrrum varafor- maður í áróðursnefnd miðstjórnar kommúnistaflokksins. Slæmt ástand innan EBE: Mesta atvinnu- leysi frá lok- um stríðsins Bríissel, 21. janúar. AP. ATVINNULEYSIÐ í aðildarríkjum Efnahagsbandalagsins hefur í fyrsta skipti frá lokum síðari heimsstyrj- aldarinnar rofið 12 milljóna múrinn. Þessi uggvænlega niðurstaða fékkst i lok nýliðins árs þegar tölur at- vinnuleysingja í EBE-löndunum tíu voru lagðar saman. Samtals voru því 10,5% allra vinnufærra manna í þessum lönd- um atvinnulaus í lok síðasta árs. Aðeins mánuði áður hafði talan verið 10,3%. Fjölgun atvinnu- lausra á þessum eina mánuði var 227.000. Desember var áttundi mánuðurinn í röð, sem atvinnu- leysið jókst yfir heildina í EBE- löndunum. Áðeins í Frakklandi varð breyting til batnaðar í síð- asta mánuði ársins. Þar fækkaði atvinnulausum um 0,1% á því tímabili. Atvinnuleysið hefur aukist hröðum skrefum innan landa Efnahagsbandalagsins og á síð- asta ári bættust 2,3 milljónir af- tan við biðraðir þeirra, sem þiggja atvinnuleysisbætur. Verst er ástandið orðið í Belgíu. Þar eru 15% vinnufærra manna atvinnu- laus. Á írlandi er talan 14,7% og 12% í Bretlandi og í Hollandi. Lausn í fiskveiðideilunni innan EBE í sjónmáli: Danir gefa grænt ljós á málamiðlunartillöguna Kaupmannahofn, 21. januar. AP. VIÐSKII*TANEFND danska þingins hefur gefið dönsku ríkisstjórninni grænt Ijós á málamiðlunartillögu þá, sem kom frá EBE til lausnar fiskveiðideilunni, sem I)anir hafa átt í við önnur aðildarriki bandalagsins frá áramótum. Deilan verður tekin fyrir á fundi hjá EBE á ný í næstu viku. Uffe Elleman-Jensen, utanrík- ist réttur danskra sjómanna til að isráðherra Dana, hefur undanfarn- ar tvær vikur setið á fundum með Gaston Thorn, forseta stjórnar- nefndar EBE, og Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra V-Þýskalands, sem jafnframt er formaður ráðherranefndar banda- lagsins. Ekki hefur enn verið skýrt frá einstökum efnisatriðum málamiðl- unartillögunnar opinberlega. Emb- ættismenn, sem gerst þekkja til, telja á hinn bóginn, að í henni fel- veiða upp í kvóta sinn innan lög- sögu aðildarríkja bandalagsins, eigi þeir ekki aðgang að öðrum miðum. Þá er einnig talið, að í tillögunni felist leyfi stjórnarnefndar EBE til að deila út veiðikvótum til annarra þjóða séu þeir ekki fullnýttir af hlutaðeigandi aðildarríkjum. Þar með eiga Danir, sem og aðrar þjóð- ir, möguleika á að auka leyfilegan ársafla sinn. Til þessa hafa Danir veitt 25% þess fisks, sem leyft hef- ur verið innan EBE. Talið er víst að öll aðildarríkin samþykki málamiðlunartillöguna á fundinum í næstu viku, nema ef vera skyldi Bretar. Sjávarútvegs- ráðherra Breta hefur lýst því yfir, að þeir muni hafna öllum breyting- artillögum, sem fela í sér afla- aukningu til handa Dönum. Þá sagði Douglas Hurd, aðstoð- arutanríkisráðherra Breta, sem nú er í stuttri heimsókn í Danmörku, að í málamiðlunartillögunni væru ýmis atriði, sem „þyrfti að skýra betur“ áður en hægt væri að sam- þykkja hana. Hann var þó þeirrar skoðunar, að hægt ætti að vera að ná samkomulagi á fundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.