Morgunblaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983 17 að nálgast stríðsyfirlýsingu, og einkennist af hatri og þvættingi. Verður vikið nánar að þessari grein hér síðar. Sá munur á eðlisfari karls og konu, sem hér hefur verið lýst, er algjörlega óviðkomandi jafnrétti karla og kvenna. Kvenréttinda- hreyfingin á íslandi á sér langa sögu, og hafa íslenskar konur fyrir löngu öðlast kosningarétt og kjör- gengi, aðgang að hvers konar skól- um jafnt og karlar og rétt til emb- ætta og hvers konar starfs, sem þær hafa menntun og getu til. Allt hefur þetta fengist hávaðalítið, og konur hafa yfirleitt reynst jafnok- ar karla i þeim embættum, er þær hafa verið settar í, og ýmsum öðr- um störfum, sem áður voru unnin af karlmönnum. En því ber ekki að neita, að mörg störf eru betur unnin af öðru kyninu en hinu. Sagt er, að tímarnir breytist og mennirnir með. Það er aðeins hálfur sannleikur. Áunnir eigin- leikar breytast með tímanum, eins og lífskjör fólksins, en sjálft manneðlið breytist ekki, fyrr en þá, að úrval náttúrunnar kemur til skjalanna, en það tekur langan tíma. Nokkur ágreiningur verður oft um það, hver störf eigi að teljast við hæfi kvenna og hver við hæfi karla. Ýmsir, einkum konur, telja að þarna eigi ekki að gera neinn greinarmun, og hefur þar stund- um verið rasað um ráð fram; meira að segja af löggjafanum. I lögum nr. 78 frá 31/5 1976, um jafnrétti kvenna og karla, stendur í 4. gr.: „Starf, sem auglýst er laust til umsóknar, skal standa opið jafnt konum sem körlum. í slíkri auglýsingu er óheimilt að gefa til kynna, að frekar sé óskað starfsmanns af öðru kyninu en hinu." Hér er vægast sagt um gróft brot á mannréttindum að ræða, þegar vinnuveitandi má ekki sjálf- ur taka fram, hvort hann vill held- ur ráða karl eða konu til þess starfs, er hann þarf að fá unnið. Hæfileikar karls og konu til margra starfa eru geysilega ólíkir, sum störf eru miklu betur unnin af körlum, önnur miklu betur af konum. Hitt er svo annað mál, að þar sem hvoru tveggja störfin eru jafn mikilvæg fyrir þjóðfélagið, þá ber auðvitað að launa þau sam- kvæmt því. Þar með teljast að sjálfsögðu umönnun og gæsla barna og húsmóðurstörf, sem hvoru tveggja er undirstaða heim- ilisins og þá um leiðmeginstoð þjóðfélagsins. um aðra málaflokka er að ræða hjá sýslunefndum en hrepps- nefndum. Persónulega tel ég mig gera meira gagn í sýslunefnd fyrir mitt byggðarlag en á meðan ég starfaði í hreppsnefnd. Ég lít svo á að tillögur hinnar stjórnskipuðu nefndar séu spor aftur á bak. Sú þróun hefur hlotið velþóknun kerfisins að þegar ákveðið byggð- arlag hefur náð tilskilinni stærð þá slítur það sig úr tengslum við byggðina í kring og fær sér kaup- staðarréttindi. Þessi aðferð er röng vegna þess að hún eykur á sundrung og fólkið í kaupstaðnum telur sér trú um að það standi ofurlítið ofar í mannvirðingastig- anum en fámennið í kring. Okkur ber að hugsa um aðra og stéttaskipting er aðeins vörn fyrir hégómaskap og minnimáttar- kennd. Algengt er að deilur skjóti upp kollinum þegar raðað er á lista til Alþingiskosninga. Þær deilur fara ekki ætíð eftir hæfni viðkomandi frambjóðanda, heldur eftir búsetu hans. Ég fullyrði að maður í réttri stöðu sem á rétta vini á réttum stöðum og búsettur er í Stór- Reykjavík eigi greiðari aðgang að 1. sæti á framboðslista til Alþingis en jafnhæfur maður búsettur í sveit eða smáþorpi í kjördæminu. Að lokum. Það er ekki einkamál okkar sem úti á landinu búum hvort allt landið er í byggð. Það er mál þjóðarinnar allrar. Hinar dreifðu byggðir þola ekki meiri villimennsku í grisjun. 6. jan. 1983, Sveinn Guðmundsson. Frædsluþættir frá Geöhjálp „Hvernig notar maður neyðar- rSAsp’ þjónustu?“ Áður en ég svara spurning- unni „Hvernig notar maður neyðarþjónustu", langar mig að fara nokkrum orðum um skipu- lag og starfsemi bráðaþjónustu geðdeilda ríkisspítalanna. Hinn 1. desember sl. tók til starfa bráðaþjónusta fyrir geðsjúka á vegum geðdeilda rík- isspítalanna og geðdeildar Borgarspítalans. Með tilkomu bráðaþjónustunnar er að mikl- um mun bætt sú þjónusta sem fyrir var og eiga geðsjúklingar nú greiðari aðgang að geð- heilbrigðisþjónustunni. Starf- semi göngudeildar fyrir áfeng- issjúklinga, göngudeildar geð- deildar Landspitala, göngu- deildar á Kleppsspítala og göngudeildar barnageðdeildar verður með sama sniði og áður á opnunartíma þessara deilda, en eftir lokun þeirra tekur bráðaþjónustan við beiðnum um aðstoð. Starfslið göngudeilda eru geðlæknar, aðstoðarlæknar, geðhjúkrunarfræðingar, sál- fræðingar og félagsráðgjafar og veita þessir aðilar meðferð og ráðgjöf hver á sínu sviði, eftir því sem við á hverju sinni. Afgreiðslutími bráðaþjónust- unnar við geðdeild Landspítal- ans er sem hér segir: Virka daga frá kl. 8.00—22.00. Um helgar frá kl. 16.00—22.00. Síminn er: 29000. Vakthafandi læknar og hjúkrunarfræðingar á geðdeild- um Landspítalans munu sinna þeim er leita aðstoðar utan þess tima. í síma 29000. Bráðaþjónusta geðdeildanna er ætluð þeim einstaklingum sem þurfa á bráðri aðstoð að halda, t.d. vegna bráðageðveiki, sj álf smorðshugleiðinga, sjálfsmorðstilrauna eða árás- arhneigðar, einnig er ætlast til að þeir sjúklingar, sem þjást af langvarandi geðsjúkdómum og versnar snögglega, geti leitað sér aðstoðar, hvort heldur það er að eigin frumkvæði eða fyrir milligöngu aðstandenda, lækna eða annarra meðferðaraðila. Bráðaþjónustan annast ráðgjöf og leiðbeiningar eru veittar þar í síma allan sólar- hringinn. Æskilegt er að síma- samband sé haft við bráðaþjón- ustuna áður en þangað er kom- ið. Leitast er við að veita öllum sem aðstoð leita úrlausn að undangengnu mati á bráðaþörf, Þeim sjúklingum sem ekki er vísað annað, svo sem til heimil- islæknis, annarra geðlækna eða meðferðaraðila, verður veitt viðeigandi meðferð. Sjúklingum sem þarfnast innlagnar verður séð fyrir sjúkrarými, ef þeir samþykkja að leggjast inn, þ.e.a.s. sjálfviljugir, annars þarf að gera ráðstafanir til sjálfræðissviptingar, sem er al- gjört neyðarúrræði. Hafi þeir verið til meðferðar áður, verða ráðstafanir gerðar í samráði við viðkomandi lækni. Náin sam- vinna er á milli hinna einstöku deilda sem sinna bráðaþjón- ustu. Þar sem svo stutt er um liðið síðan bráðaþjónustan tók til starfa, er ekki hægt að segja endanlega til um, hve stóru hlutverki hún kemur til með að gegna í framtíðinni, en sam- kvæmt reynslu annarra þjóða er áætlað að 10—15 sjúklingar þarfnist bráðaþjónustu á sól- arhring. Á meðan bráðaþjón- ustan er í mótun fer fram stöð- ug endurskoðun á starfsemi hennar og tekið verður mið af þeirri reynslu sem fæst til að bæta hana, og til hagræðis fyrir þá sem til hennar leita og starfsliðið sem við hana starfar. í því sem sagt hefur verið hér að framan hefur undirrituð að mestu fjallað um þá bráðaþjón- ustu sem nú er veitt á vegum geðdeilda ríkisspítalanna, þar sem starfsvettvangur hennar er innan ramma þeirra. Borgar- spítalinn er einnig aðili að bráðaþjónustunni og er skipu- lag hennar þar með sama hætti og við aðrar deildir spítalans, öll bráðatilfelli fara í gegnum slysavarðstofuna. Geðdeild Borgarspítalans annast bráða- þjónustu þá daga sem aðrar deildir spítalans sjá um bráða- móttöku. Geðdeildir ríkisspítal- anna annast þjónustuna þá daga sem aðrar deildir Land- spítalans og Landakotsspítala sjá um bráðamóttöku annarra sjúklinga. Því ber að fagna að bráða- þjónustan er nú tekin til starfa og er opin allan sólarhringinn. Það er von okkar sem að þess- um málum vinnum, að starf- semi hennar gefi góða raun. Reykjavik, 19.1. 1983, Þórunn Pálsdóttir. Norræna húsið: Tóku sýn- inguna nið- ur og hurfu af landi brott Um síðustu helgi settu tveir Norðmenn upp Ijósmynda- sýningu með „erótísku ívafi“, eins og það var orðað, í Norræna húsinu. Það kom mönnum mjög á óvart þegar Norðmennirnir fóru af landi brott á þriöjudag með allt hafurtask sitt, en til stóð að sýningin yrði opin fram að mánaðamótum. Norðmenn- irnir heita Göran Ohldieck og Kjetil Berge. Mbl. spurði Þórdísi Þórvalds- dóttur, bókavörð í Norræna hús- inu, hverju það sætti, að Norð- mennirnir hefðu horfið svo skyndilega af landi brott og tekið niður sýninguna, en Ann Sandelin er stödd erlendis. „Norðmennirnir settu upp ljós- myndasýningu eins og um var rætt, en þeir gerðu gott betur — þeir bættu við litskyggnum, sem ekki var ráð fyrir gert. Norræna húsið lét í ljós óánægju með þetta og þeir voru beðnir að taka lit- skyggnusýninguna niður. Það vildu þeir ekki fallast á — töldu að með því væri sýningin slitin úr samhengi. Þeir tóku niður sýning- una á mánudaginn og héldu af landi brott á þriðjudaginn, en þá áttu þeir bókað far með Flugleið- um,“ sagði Þordís. „Við töldum að sú sýning sem sett var upp hafi ekki verið í sam- ræmi við sýnishorn sem send voru. Að innihaldið hefði ekki verið það sem lofað var — það er sýning á svart-hvítum myndum. Um lit- skyggnurnar var aldrei samið," sagði Þórdís. LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 1-6 Sýndar verða 1983 árgerðirnar af Mazda 929, Mazda 323 og verðlaunabílnum Mazda 626, sem kosinn var bíll ársins 1982/1983 í Japan. Ennfremur verða sýndar videomyndir frá Mazda verksmiðjunum á 60 tommu sjón- varpsmyndvarpa frá PHILIPS. Komið á sýninguna og sjáið það nýjasta frá Mazda. B/LABORG HF. Smióshöfóa 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.