Morgunblaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983 25 eftir málgögnum andstæðinganna, annaö hvort er ég ábyrgðarlaus trúöur eða víö Oddsson, borgarstjóri. samtals 91 breytingartillögu. Þeir gátu ekki sameinast allir um eina einustu af þessum tillögu, og voru þó 8 þeirra af sama toga. Mér seg- ir svo hugur um að þarna komi í hnotskurn fram lýsing á samstarfi þessara flokka í meirihluta og menn geta rétt ímyndað sér niður- stöðuna ef gagnstæð sjónarmið þeirra hefðu verið brædd saman með venjulegum hrossakaupum þessara flokka. — Vinstrimenn halda því nú fram, að sjálfstæðismenn undir þinni for- ystu standi fyrir aðför að borgar- búum og þá helst þeim sem eru minnimáttar. Hvert er þitt svar við þessu? „Þetta er fjarri öllu lagi. Hins vegar höfum við horfið af vinstri línunni og hætt að sækja æ meiri skattpeninga í vasa borgaranna. Okkur finnst á hinn bóginn rétt- mætt, að neytendur greiði stærri hluta af raunkostnaði við að inna þá þjónustu af hendi, sem fyrir- tæki borgarinnar láta í té, þó hún sé og verði áfram ríflega niður- greidd úr sameiginlegum sjóði. Vinstrimenn vildu hækka skatta takmarkalaust. Slíkar hækkanir hafa ekki áhrif á vísitölubætur á laun, þjónustugjöldin hafa hins vegar áhrif á vísitölubæturnar og samkvæmt því kerfi sem vinstri- mönnum sýnist mjög kært, að minnsta kosti þegar þeir snúa andlitinu til launþega, eiga menn að fá hækkun á þjónustugjöldum borgarinnar bætta. Þá er það pólitískt hugsjónamál vinstrimanna að þeir sem til for- ystu eru valdir eigi að hafa vit fyrir fólki og til dæmis stýra neysluháttum manna með því að hrifsa af þeim aflaféð með skött- um og niðurgreiða suma þjónustu mun meira en eðlilegt getur talist. Skattalækkanirnar sem við stönd- um nú að og stefnum að í auknum mæli verða til þess að auka frelsi borgaranna til að fara með laun sín og aðrar tekjur að eigin vild og þennan ráðstöfunarrétt einstakl- inganna á auðvitað að taka fram yfir opinbera hagsmuni. Að sjálf- sögðu teljum við eðlilegt að létta undir með þeim sem erfiðast eiga í bráð og lengd en hitt ber að varast að ala á hugmyndum manna á meðal um það, að opinber þjón- usta sé gjöf á silfurbakka. Fjár- mögnun hennar kemur ekki úr neinum nægtabrunni stjórnenda heldur geta þeir ekki aflað fjárins nema með því að skerða á móti þær tekjur sem almenningur fær til eigin ráðstöfunar. Og ekki get- ur sú stefna verið skynsamleg við stjórn Reykjavíkur sem miðar að því að falsa verðskyn almennings með því að niðurgreiða þjónustu með dýru fjármagni sem tekið er að láni í útlöndum. Ég býst við að hver sem hugsar sitt ráð vilji heldur greiða rétt verð fyrir þjónustu Hitaveitunnar en eiga von á því að þurfa síðar að þola tvöfaldan skell: annars vegar að Hitaveitan hætti að geta annað eftirspurn eftir vatni vegna þess að leit og öflun þess hefur verið stöðvuð og hins vegar að þola stór- felldar kollsteypur í verðlagningu á þjónustunni vegna krafna frá erlendum lánardrottnum. Það er hart fyrir höfuðborgina að þurfa að sæta afarkostum í þessum efn- um vegna þvermóðsku fjandsam- legs ríkisvalds. í stjórnarráðinu sýnast menn treysta á það, að endalaust sé unnt að villa um fyrir almenningi með moldviðri og draga upp niðurtalningu á papp- írnum um örfárra mánaða skeið með því að gera arðbærasta fyrir- tæki landsins að þurfaling, og skipa því að draga fram lífið með því að ganga með betlistaf fyrir útlenda bankastjóra. Þetta er ófögur lýsing en sönn þegar af- staða ríkisstjórnarinnar til Hita- veitu Reykjavíkur er skoðuð. Þessi óheillavænlegu afskipti sem eru þjóðhættuleg þegar til lengdar lætur hafa kristallast í framkomu ríkisvaldsins í garð öfl- ugra reykvískra þjónustufyrir- tækja: rafmagnsveitunnar, hita- veitunnar og strætisvagnanna. Reykvíkingar hafa falið forystu- mönnum sínum að sjá hag þessara fyrirtækja borgið og una því illa eða alls ekki að þurfa að sæta af- arkostum og hitta ofjarl sinn fyrir hjá stjórnendum landsins sem eru meira eða minna umboðslausir og reyna aðeins að kaupa sér skammgóðan vermi með alþekktri aðferð." — Hefur borgarstjórinn í Reykja- vík sagt ríkisvaldinu stríð á hendur? „Nei, alls ekki. Höfuðborgin þarf að eiga náið og gott samstarf við ríkisvaldið. Reykjavíkurborg hefur sýnt, að hún er albúin til þess. Sé um stríð að ræða, er ég ekki í neinum vafa um það hver til þess hefur stofnað. Augu æ fleiri eru sem betur fer að opnast fyrir því, hvernig málum er komið. Þá er jafnframt vert að veita 4>ví at- hygli, að vinstri flokkarnir í borg- arstjórn leggja sitt lóð á vogarskál ríkisvaldsins í þessum átökum í stað þess að sinna því hlutverki, sem þeir rétt eins og við eru kosn- ir til að gegna, að slá skjaldborg um hagsmuni Reykvíkinga. En þessi staðreynd skýrir kannski best hvers vegna svo mjög seig á ógæfuhliðina fyrir Reykjavík gagnvart ríkisvaldinu á tíma vinstri meirihlutans 1978 til 1982.“ — Ráöuneytisstjóri menntamála- ráðuneytisins sagði nýlega í Tíman- um, að það væri „bull“ hjá borginni, að hún hefði mikinn kostnað af utanbæjarnemendum og ráðuneytið væri að verja nemendur gegn ágcngni borgaryfirvalda og fjárhags- kröfum á hendur þeim. „Þessi furðulegu ummæli ráðu- neytisstjórans eiga rætur að rekja til þess, að hinn 5. janúar sendi Reykjavíkurborg menntamála- ráðuneytinu bréf út af námsvistargjöldum. Þessu bréfi hefur ráðuneytið síðan svarað með útúrsnúningi. Ráðuneytið á auð- vitað að gæta þess að öll sveitar- félög sitji við sama borð og njóti jafnréttis í samræmi við gildandi lög en ekki ástunda hnútukast þegar þess er vinsamlega farið á leit að það gegni þessari skyldu sinni. Allir hljóta að sjá það — fyrir utan ráðuneytisstjórann í menntamálaráðuneytinu — að það er ekki í verkahring Reykjavík- urborgar að reiða í raun fram hluta annarra sveitarfélaga. Að snúa sjálfsögðum óskum um að lög séu virt upp í aðför að skóla- fólki er til vansæmdar fyrir sjálft menntamálaráðuneytið. Ná- grannasveitarfélög höfuðborgar- innar hafa í verki viðurkennt þá kostnaðarskiptingu sem hér er til umræðu og standa í skilum sam- kvæmt því. Þá er það furðulegt að fyrir til- stilli ráðuneytis og starfsmanna þess sé tekið til við að ala á þeim misskilningi, að borgin sé að fjandskapast við íbúa landsbyggð- arinnar. Ekkert slíkt vakir fyrir okkur — fjarri því, en borgin á að sæta sanngjarnri meðferð. Auðvitað er það stolt höfuð- borgarinnar og fagnaðarefni að menningar- og þjónustustofnanir landsins alls hafa hér aðsetur. Ef við tökum upp peningalegu mæli- stikuna, þá hefur borgin bæði tekjur og gjöld af slíkum stofnun- um. Ég vil að gefnu tilefni frá ráðuneytisstjóra menntamála- ráðuneytisins þó minna á það, að margar stofnanir á starfssviði þess eru undanþegnar fasteigna- gjöldum og gatnagerðargjöldum." — Nú er augljóst, að þú sætir töluverðum persónulegum árásum og ert meðal annars sakaöur um ofríki. Hefur þetta komið þér í opna skjöldu? „Þessar árásir eru stundum næsta hatrammar. Ég hef lítið gert með þær og líklega ráða hin sáru vonbrigði vinstrimanna yfir útreiðinni í kosningunum mestu hjá þeim. Þeir töldu jú sjálfir, að 1978 hefði þeim tekist í eitt skipti fyrir öll að útiloka sjálfstæðis- menn frá meirihlutastjórn í Reykjavík. Nú vilja þeir ná hefnd- um og sjást ekki fyrir. Lýsingar á mér eru sveiflukenndar eftir mál- gögnum andstæðinganna, annað hvort er ég ábyrgðarlaus trúður eða forstokkaður einræðisherra. í þokkalega upplýstu þjóðfélagi eins og okkar eru slík skrif ekki líkleg til árangurs. Raunar er alltof þröngt að ein- blína á mig í þessu samhengi, því að vinstrimenn sjá ofsjónum yfir því að ég sit hér í umboði sam- hents borgarstjórnarflokks sjálf- stæðismanna sem glímir við úr- lausnarefnin af einurð og festu og auk þess hefur þegar tekist af- burðagóð samvinna með okkur og starfsmönnum Reykjavíkurborgar svo ég nefni ekki þann ómetanlega skilning sem borgarbúar sýna okkur í átökum við hin erfiðu verkefni sem við blöstu eftir fjög- urra ára vinstri óstjórn. Það er kannski von, að andstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins hafi fengið það sem í daglegu tali er kallað „blod pÁ tanden", því þeim hefur með ómaklegum hætti tek- ist að spúa eitri og óhróðri um ýmsa forystumenn Sjálfstæðis- flokksins þannig að áhrifanna gætir innan flokksins sjálfs. En ég er sannfærður um að flokksmenn eru farnir að bera kennsl á þau vinnubrögð og eru smám saman að verða ónæmir fyrir þessu eitri." Bj.Bj. Friðrik með erfiða biðskák gegn Andersson Wijk aan Zee, frá Berry Withuis. FRIÐRIK Ólafsson á biöskák við Svíann Ulf Andersson og á Friðrik undir högg að sækja. Friörik reyndi mjög að tefla til vinnings, en litli Svínn varðist mjög vel. Ulf Anders- son er þekktur að því, að „gera ekk- ert“ en ná frumkvæði engu að síður. Úrslit í 6. umferð urðu: Nunn — van der Wiel biðskák Seirawan — Scheeren 1—0 Korschnoi — Browne V2 — V2 Hort — Kuligowski 1—0 Ribli — Ree '/2 — ‘/2 Hulak — Speelman biðskák Staða efstu manna er nú: And- ersson 4 og biðskák, Ribli og Seir- awan 4, Hulak og Friðrik 3‘A og biðskák, Hort 3*A, Browne 3, Nunn 2lA og biðskák. Hér fylgir staðan í biðskák Friðriks og Andersson. Friðrik hefur hvítt, Andersson svart. Stofnað loðdýrarækt- arfélag STOFNAÐ hefur verið Loðdýra- ræktarfélag Borgarfjarðar. Stofn- endur eru 15, 3 á Mýrum, 6 í Andakíl, 2 í Stafholtstungum og 4 í uppsveitum Borgarfjarðarsýslu. Á stofnfundinn, sem haldinn var í desember, mættu Sigurjón Blá- feld, og Jón Árnason, ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands, og Jón R. Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra loðdýrarækt- enda. Borgarfjörður er eitt af fáum héruðum landsins þar sem ekki hafa enn verið stofnuð loðdýra- bú þrátt fyrir tiltölulega góðan aðgang að hráefni í fóður. Það stafar af því að bændurnir vilja eiga tryggan aðgang að tilbúnu fóðri áður en þeir fara af stað. Að sögn Magnúsar B. Jónssonar, skólastjóra á Hvanneyri sem á sæti í stjórn félagsins, verða fóðurmálin fyrsta verkefni stjórnarinnar. Sagði Magnús að ýmislegt kæmi til greina í því sambandi, en engar ákvarðanir hefðu verið teknar um þau mál enn. Flestir stofnendurnir hugsa sér að hefjast handa þeg- ar leyfi fást fyrir stofnun loð- dýrabúanna. Rekstur Stakfells- ins gengur vel RF.KSTl R Þórshafnartogarans Stak- fells ÞII hefur gengið vel síðan skipið hóf veiðar í ágúst á síðastliðnu ári. Að sögn útgerðarstjórans, Páls Arnasonar, aflaði skipió samtals unt 1.500 lesta til síðustu áramóta og nam aflaverðmæti um 9,5 milljónum. Páll sagði ennfremur, að veiðarn- ar hefðu gengið mjög vel, skipið væri mjög gott og ekkert verið um bilanir eða aðra erfiðleika. Nú væri skipið búið að landa tvisvar á þessu ári, 80 lestum og rúmum 100 lestum. Sagði hann tilkomu skipsins hafa verið mikla lyftistöng fyrir Þórshöfn en þar hefði það landað um 1.200 lest- um og aukið atvinnu á staðuum verulega. Hvað fjárhagslegan rekstur skips- ins varðaði, sagði hann að það væri nýtt að afborganir og vextir af því væru ekki komin á af fullum þunga enn, en hingað til hefðu að sjálf- sögðu farið 20% af aflaverðmæti þess í stofnfjársjóð eins og lög gerðu ráð fyrir. MORGUNBLADID. flMMTltDACUR » MAl II k S JÁLFST ÆÐISM ANN A Nú orðið hafa flestir skömm á kosningaloforðum — vegna þess að stjórn- málaflokkarnir hafa komið á þau óorði — með vanefndum sínum. En kosningaloforð er hægt að efna og þaö munum vlð sjálfstæöismenn í borgarstjórn gera. Hér á eftir fara nokkur skýr og ótvíræð kosningaloforð. Fyrir aftan hvert loforö er reitur sem viö biðjum þig aö færa dagsetningar inn í þegar loforðið hefur verið efnt. Þú skalt geyma þetta blaö til næstu kosninga og þá mun það verða þér hjálp við aö gera upp hug þinn þá. Efnt: r - r- Sjálfstœöismenn munu: Lækka tastsignagjöldln svo þau vsrAI samtusrHsg vlð þaA som gsrist f nágrannasveltarfAtögunum Samþykkja aA takka borgarfutltrúum Hætta vlA RauAavatnsbyggAlna og byggja moö- fram stróndinni Lsggja nldur tramkvsmdaráð Fella úr gitdl ikvarAanlr msirihlutans um „sfldar- ptsn" út f Rsykjavfkurt|örn Leggja nldur punktakerftA i atongum og stsfna aA pvf aA lóAnframboA fuflnagf lóAaeftlrspurn Bolta sér fyrlr pvf aA hafin vsrAI bygglng bffrsiAa- geymsluhúss f miAbanum Sslja Ikarus-stratisvagnana Fefla úr gfldl AkvórAun vinstri meirihlutans um ibuðabyggA i Laugardalnum £dex!80- \5-0í'S^ Bfrta pessl loforð meA skyrslu um otndirnar I lok næsta kjórtfmablls svo menn getl pa boriA saman orA og sfndlr Fyrir borgarstjórnarkosningarnar 22. maí 1982 birtu sjálfstæðismenn þessa auglýsingu um kosningaloforð sin. Hér er hún endurbirt ásamt efndadagsetn- ingum loforðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.