Morgunblaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983 3 Oryggislínan hef- ur bjargað lífi margra sjómanna EINS og kom fram í Morgunbladinu í gær fékk skuttogarinn Snæfugl SU 20 á sig brotsjó á veiðum í „Rósagarði“ þegar verið var að taka inn trollið. Við óhappið tók einn skipverjann fyrir borð en annar fékk högg á höfuðið. Báðir siuppu þeir með skrekkinn og minni háttar meiðsli, og þakka þeir það fyrst og fremst góðum öryggisútbúnaði, en þeir voru báðir með öryggislinu og hjálm. Af þessu tilefni hafði Morgunblaðið samband við Þórhall Hálfdánarson hjá sjóslysanefnd og spuröist fyrir um það hvort notkun hjálma og öryggislína væri almenn og hvort vitað væri um mörg tilfelli þar sem notkun þessa búnaðar hafi orðið mönnum til lífs. Sagði Þórhallur að það væri skylda samkvæmt lögum að hafa slíkan útbúnað um borð, en hins vegar væru sjómenn ekki skyld- ugir til að nota öryggisbúnaðinn nema skipstjórinn krefðist þess. Samt sem áður hefði notkun ör- yggislínanna a.m.k. færst í vöxt á síðustu árum, og mætti heita að menn notuðu þær alltaf í vondu veðri þegar verið er að taka inn vörpuna. „Sem betur fer er hugsunarhátturinn — Ekkert kemur fyrir mig — á undanhaldi hjá sjómönnum," sagði Þórhall- ur, „og menn eru hættir að líta á það sem veikleikamerki að nota öryggislínuna. Og ekki er þeirri fyrirbáru til að dreifa að það sé of mikið umstang að festa á sig línuna, þetta er augnabliksverk, og þvingar sjómenn ekki nokk- urn hlut.“ Þórhallur sagðist vita um mörg tilfelli þar sem öryggislína og hjálmur hefðu bjargað lífi sjómanna, eða forðað þeim frá meiðslum. Hins vegar væri það því miður svo, að í mörgum til- fellum væri sjóslysanefndinni ekki tilkynnt um slík atvik, sér- staklega ef menn slyppu úr háskanum án meiðsla. Þórhallur minntist þó sjóprófa sem haldin voru vegna manns sem hafði slasast mikið og talið var sannað að öryggislínan hefði orðið hon- um til lífs. „Síðan Sjóslysanefnd tók til starfa árið 1971 hafa 9 manns farið aftur úr rennu, þannig að það ætti að vera hverjum manni ljóst að línan er bráðnauðsynlegt öry8gist*ki,“ sagði Þórhallur ennfremur. „Sérstaklega þurfa þeir tveir menn sem slá á trollið, þegar verið er að hífa það inn, að binda sig.“ En ef línan er svona nauðsyn- leg, því eru sjómenn einfaldlega ekki skyldaðir til að nota hana? Hvers vegna að eftirláta skip- stjóranum valdið í þessu efni? „Það er nú kannski það æski- lega að skylda sjómenn alfarið til að nota þennan öryggisbúnað. En þetta hangir þannig á spýt- unni, að ef það væri gert þá fengju sjómenn engar bætur ef þeir yrðu fyrir slysi án þess að vera með búnaðinn. En hvað sem öllum boðum og bönnum líður er aðalatriðið að sjómenn geri sér grein fyrir því, að þessi öryggis- búnaður er ekki upp á punt, heldur beinlínis lífsbjörg þeirra í mörgum tilfellum." Línan bjargaði lífi mínu Sá sem féll útbyrðis heitir Gunnar Bjarni Ólafsson, 26 ára gamall Reyðfirðingur. Morgun- blaðið náði sambandi við Gunn- ar í gær, hann var þá staddur úti á rúmsjó, en Snæfuglinn lagði upp í söluferð til Þýskalands í gærmorgun. „Það er ágætt í sjóinn núna, suðvestan 9 vindstig." Þeir láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna, sjómennirnir. Við spurðum Gunnar hvort áföll af þessu tagi gerðu menn ekki fráhverfa sjómennskunni. J'Iei, nei, þetta fylgir því að stunda sjóinn. Það þýðir ekkert að láta bugast, annað hvort er maður í þessu eða ekki. Ég hef verið á sjó alla mína tíð, fór mína fyrstu ferð 11 ára gamall, og fer varla að hætta úr þessu.“ Varstu hræddur? „Jú, víst var ég það. Mér brá gífurlega. Það var haugasjór þegar þetta gerðist, við vorum í rennunni að láta út aumingja- keðju og allir með taug í okkur. En brotsjór gerir ekki boð á und- an sér og brotið reið mjög óvænt yfir.“ Heldurðu að taugin hafi bj argað lífi þínu? „Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Þetta er mikilvægt örygg- istæki og sjálfsagt mál að nota línuna. Enda hef ég ekki orðið var við annað en að menn noti öryggislínuna, hér um slóðir allavega." Listi Sjálf- stæðisflokks- ins á Vestfjörð- um ákveðinn FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- flokksins i Vestfjarðakjördæmi hef- ur verið ákveðinn. Listann skipa eft- irtaldir: 1. Matthías Bjarnason, alþingis- maður, Hafnarstræti 14, ísafirði. 2. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, alþingismaður, Skildinganesi 48, Reykjavík. 3. Einar K. Guðfinnsson, stjórnmálafræðingur, Skólastíg 21, Bolungarvík. 4. Hilmar Jónsson, sparisjóðs- stjóri, Mýrum 4, Patreksfirði. 5. Engilbert Ingvarsson, bóndi, Tirðilmýri, Snæfjallahreppi, Norður-ísafj arðarsýslu. 6. Sigrún Halldórsdóttir, skrifstofumaður, Hafraholti 28, Isafirði. 7. Guðmundur Jónsson, bóndi, Stóru-Avík, Arneshreppi, Strandasýslu. 8. Anna Pálsdóttir, meinatækn- ir, Fagraholti 9, ísafirði. 9. Sigríður Harðardóttir, hreppsnefndarmaður, Hafnar- stræti 3, Þingeyri. 10. Ásgeir Guðbjartsson, skip- stjóri, Túngötu 9, Isafirði. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! Þorrinn J| cd n/ i höfum viö Jt byrjaöi í V^Áfl Zrt — og i UJr \\R opiö til kl. Þorrabakkinn okkar með öllu þessu lost; Urvals sviðasulta, svinasulta, lundabaggi, hrútspungar, bringukollar, blóðmör, lyfrapylsa, súr-hvalur, úrvals hákarl, síld, flatkökur, seytt rúgbrauð, hangikjöt, harðfiskur, smjör. ££110,00* 'w ▼ - 35 33 Veriu ve/komin MJÖR , SMIOR ,M)ÖR SMIÖR «■4 Tt / KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2.s. 865II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.