Morgunblaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983 Villukenníngar um mannlegt eðli eftir Siguró Pétursson gerlatrœóing í stjórnmálabaráttu bæði hér og erlendis er leitað margra bragða til þess að sannfæra kjósendur um ágæti einnar stefnu framyfir aðr- ar. I þessum áróðri er þá oft geng- ið framhjá staðreyndum, þær mis- túlkaðar eða þem er beinlínis neit- að. Þetta gildir ekki aðeins um þjóðfélagsmál, eins og ástand og horfur varðandi efnahag, atvinnu- rekstur, Iaunakjör eða stjórnsýsl- an, heldur einnig um staðreyndir mannlegs eðlis og lögmál náttúr- unnar. Skapast þannig margvís- legar kenningar, misjafnlega rökstuddar og sumar villandi eða beinlínis rangar. Sósíalistar og alls konar þrýsti- hópar þeim áhangandi leggja þráfaldlega áherslu á tvær kenn- ingar af þessu tagi. Þær eru báðar líffræðilegs eðlis og í fáum orðum sagt þannig: 1. Allir menn eru fæddir jafnir og eiga samkvæmt því að hafa sömu möguleika í lífinu, bæði karlar og konur. 2. Munurinn á karli og konu er enginn annar en á kynfærum þeirra. Að öðru leyti er karl og kona eins og geta því gengið inn í hvors annars hlutverk í lífinu. Þetta er hvort tveggja rangt. Þetta eru villukenningar, sem brjóta í bága við náttúrufræði- legar staðreyndir og til þess gerð- ar að villa um fyrir kjósendum. Svo er margt sinnið sem skinnið Engir tveir menn eru eins að eðlisfari, hvorki karlar né konur. Arfgervi eða eðlisfar hvers manns ræðst af þeim litningum með til- heyrandi erfðavísum, sem foreldr- arnir hafa geymt í kynfrumum sínum og saman pöruðust við frjóvgunina. En faðir og móðir geta valist saman á ýmsa vegu, sem kunnugt er, auk þess sem erfðavísarnir, er saman parast, geta reynst missterkir, svo að til- heyrandi eiginleiki annars mak- ans verður ríkjandi og hins þá víkjandi (t.d. háralitur). í þessum samanpöruðu erfðavísum frá föð- ur og móður felast allir þeir eig- inleikar barnsins, bæði líkamlegir og andlegir, sem verða uppistaðan í útlitsgervi eða svipfari þess. Meðfæddir eiginleikar barnsins geta síðan ýmist magnast eða minnkað allt frá fósturskeiði til fulls þroska, fyrir áhrif umhverfis og uppeldis. Fyrir sams komar áhrif bætast þarna við ýmsir nýir eiginleikar, góðir eða vondir eftir því, hvernig á það er litið. Þetta nefnast áunnir eiginleikar eða at- viksbreytingar og þær erfast ekki. Svonefndar stökkbreytingar eru annars eðlis og þær erfast strax. Hér er ekki staður til þess að fara nánar út í erfðalögmál Mend- els frá 1865, sem enn er í fullu gildi, en um það má lesa í líffræði- bókum. í meðvitund fólks er það rótgró- in hugmynd, að menn séu mis- jafnlega af guði gerðir eða gefnir, eins og það er orðað. Það sé guðs gjöf að vera t.d. skáld, listamaður, góður námsmaður, góður í stærðfræði eða laghentur. Sam- kvæmt lögmáli Mendels, þá eru þetta gjafir náttúrunnar, fengnar við erfðir og kynblöndun. Heim- spekingurinn Spinoza (1632—77) hélt því fram, að guð og náttúran séu eitt og hið sama. Það er vissu- lega snjöll hugmynd og góður grundvöllur til þess að byggja á fyrir þá, sem eru að leitast við að gera sér grein fyrir tilverunni. Þegar nú sósíalistar og þeirra áhangendur hafa gefið sér þá for- sendu, að allir séu fæddir jafnir, þá draga þeir þá ályktun, að það sé umhverfið og þá einkum upp- eldið, sem gerir þegnana svo ólíka hvern öðrum, sem raun ber vitni. Það sé því sjálft þjóðfélagið og skipulag þess, sem ber sök á því, að sumt fólk verður fátækara en annað, kunnáttuminna, heilsu- veilla eða gengur verr að bjarga Dr. Sigurður Pétursson „Sagt er að tímarnir breytist og mennirnir með. Það er aðeins hálf- ur sannleikur. Áunnir eiginleikar breytast með tímanum, eins og lífskjör fólksins, en sjálft manneðlið breyt- ist ekki fyrr en þá að úrval náttúrunnar kem- ur til skjalanna, en það tekur langan tíma.“ sér. Ut frá þessu sjónarmiði er svo hafin herferð, einkum af komm- únistum, gegn þjóðfélaginu og tek- ið að grafa undan ríkjandi skipu- lagi þess. Villan í þessari kenningu liggur í því, að áhrif uppeldis og lífskjara koma aðeins fram á þeim ættlið, sem er að alast upp hverju sinni, en þessir áunnu eiginleikar erfast ekki til þess næsta. Foreldrarnir í þeim ættlið standa því nákvæm- lega í sömu sporum og foreldrar þeirra í þeim fyrri og verða eins og þeir að byrja upp á nýtt með upp- eldi barnanna. Lysenkódeilan Hérna ætlaði Lysenkó að bjarga málinu með aðstoð Stalíns. Trófim Lysenkó, sovézkur garðyrkjufræð- ingur, taldi sig ásamt landa sín- um, Ivan Michurin, sem fékkst við ávaxtarækt, hafa sannað, að áunnir eiginleikar gætu géngið mjðg fljótlega í erfðir, að minnsta kosti hjá hveiti. Og þvi þá ekki líka hjá mannfólkinu, ef rétt er að farið. Þessi kenning hlaut stuðn- ing miðstjórnar rússneska komm- únistaflokksins árið 1948 og Lys- enkó var hafinn til mikilla valda og virðingar, en erfðalögmáli Mendels var afneitað. Ekki er ósennilegt að hugmyndafræðingar flokksins hafi eygt þarna mögu- Ieika á því að gera skoðanir kommúnistaflkksins arfgengar. Þá mætti með tímanum láta alla fæðast kommúnista, eða að minnsta kosti krata til að byrja með. En hér fór öðru vísi en ætlað var, því að niðurstöður Lysenkós reyndust vera falsaðar og kenning hans því röng, eins og frægt er orðið. Hveitiræktin í Sovétríkjun- um tók því ekki neinum framför- um, heldur þvert á móti. Um Lys- enkódeiluna má lesa nánar i grein, sem undirritaður birti í Náttúru- fræðingnum 1. hefti 1950 og frétt í sama tímariti í 1. hefti 1956. í ofangreindum jafnaðaráróðri er algerlega ruglað saman eðlis- fari mannsins og mannréttindum. Hafa verður það hugfast, að þó að menn séu ólíkir að eðlisfari við fæðingu, þá eru allir jafn réttháir. Allir hafa rétt til að lifa og allir eiga að hafa sama rétt til að þroskast eftir bestu getu, þó að sá þroski geti samt aldrei orðið jafn hjá öllum. En „hver hefur til síns ágætis nokkuð", eins og þar stend- ur. Mismunur karls og konu Þeirri kenningu hefur verið haldið mjög fram á áttunda ára- tugnum og nú enn kröftuglegar á þeim nýbyrjaða níunda, að karl og kona séu eins. Hér er þó gerð und- antekning um það sköpulag, sem þjónar því ætlunarverki foreldra að eignast afkvæmi, og móðurinn- ar sérstaklega til þess að ganga með barnið, ala það og hafa það á brjósti. Hefur þessi jafnaðarkenn- ing verið notuð til áróðurs í rétt- indabaráttu kvenna og þá gjarnan studd rækilega af kommúnistum í þeirri von að geta þannig teymt kvenþjóðina til fylgis við þá. Hér er enn ruglað saman eðlis- fari og mannréttindum. Við hlut- lausan og fordómalausan saman- burð á körlum ogkonum kemur í ljós, að þessir tveir mannfélags- hópar eru gjörólíkir að eðlisfari og því verður aldrei breytt, hvorki með uppeldi né lagaboðum. Mun- urinn á því karlmannlega og kvenlega í eðlisfari og persónu- leika hjá heilbrigðum manneskj- um er svo rótgróinn í meðvitund fólks, að enginn getur ruglað þessu tvennu saman. Vaxtarlagið og hreyfingarnar, göngulag, handatiltektir og viðbrögð, mál- rómur og hugsunarháttur. Þetta er tvennt ólíkt hjá karli og konu, og ætla sér að þvinga þetta í sama form með valdi, er vonlaust. Lög- mál náttúrunnar hljóta alltaf að gera sig gildandi. Sádjúpstæði mismunur, sem er á eðlisfari karls og konu, liggur að sjálfsögðu í mismunandi erfðavís- um í litningum beggja kynja og í þessu tilfelli liggja þeir í sérstök- um kynlitningum. Eru þeir tákn- aðir í fræðibókum með bókstöfun- um X og Y, kvenlitningurinn með X en karllitningurinn með Y. Af 24 litningapörum í kroppfrumum beggja kynja mynda kynlitning- arnir eitt parið, táknað XY hjá körlum en XX hjá konum. Frjó- frumur karlsins verða því tvenns konar, annað hvort með kynlitn- ingnum Y, eða kynlitningnum X, jafnmargar af hvorri gerð, en eggfrumur konunnar verða allar eins, með kynlitningnum X. Það er því karllitningurinn Y, nærvera hans eða fjarvera, sem gerir út um kynferði barnsins, en hann mynd- ar síðar þá kynhormóna, m.a. testósteronið, sem gefa barninu eiginleika karlmanns. Um áhrif og vald þessa kynlitn- ings karlsins og þá sérstaklega hormónsins testósteron birtist í Lesbók Morgunblaðsins dagana 23/10, 30/10 og 6/11 framhalds- grein, þýdd úr þýska vikuritinu Stern. Höfundurinn, R. Knusman, gegnir hér svipuðu hlutverki og Lysenkó í Sovétríkjunum og áður var getið, en það felst í því að mis- nota og rangtúlka líffræðilegar rannsóknir í þágu róttækrar bylt- ingarstefnu. Greinin er harkaleg árás á karlmanninn sem slíkan fyrir hönd kvenþjóðarinnar, svo Hvers vegna ekki meiri breyt- ingar í sveitarstjórnarmálum? eftir Svein Guð- mundsson, Mióhúsum N ú er starfandi nefnd sem fé- lagsmálaráðherra skipaði 13. júní 1981. Nefndina skipa sex karlmenn og allir eru þeir tengdir þéttbýli. Þessi nefnd hefur lagt fram hugmyndir sínar til umræðu í Sveitarstjórnarmálum í 4. tbl. 1982. Þar sem ég tel að nefndar- menn hafi ekki tekið á þessum málefnum sem skyldi þá vil ég leggja nokkur orð í belg. Þar sem tillögur mínar eru víst allróttækar þá dettur mér ekki í hug að þær breytingar komi í einu vetfangi, vegna þess að við erum bundin við gamlar venjur og langtíma ein- angrun. Til hægðarauka hef ég númerað þær. 1. Leggja skal alla hreppa niður sem grunneiningu og í þeirra stað komi sýslurnar sem minnsta ein- ing samfélagsins. Nafngift læt ég liggja á milli hluta. Flestir hreppar eru litlir og van- megnugir til þess að framkvæma þá hluti sem eru til heilla fyrir fólkið í byggðinni. Jafnvel eru sumir hreppar það litlir að þeir eru á stærð við stórt heimili á fyrrihluta þessarar aldar. Sum verkefni má færa til, svo sem „Sú þróun hefur hlotið velþóknun kerfisins að þegar ákveðið byggðar- íag hefur náð tilskilinni stærð þá slítur það sig úr tengslum við byggð- ina í kring og fær sér kaupstaðarréttindi. Þessi aðferð er röng... “ fjallskil, en ég tel þau eigi frekar heima hjá stjórnum búnaðarfé- laga, svo dæmi sé nefnt. Um flest mál þarf að leita til kerfisins í Reykjavík, sem við það fær of mikil völd og oft hefur kerf- isfólk ekki næga yfirsýn yfir mál- efni þeirra sem á landsbyggðinni búa. Þar sem sjónarhóllinn er ekki réttur er hætt við því að byggð á Islandi sé frekar háð tilviljunum en rökhyggju. Þessar tilviljanir valda svo aftur neikvæðum hugs- unarhætti og vonleysi, sem er svo orsakavaldur í því að fólkið flýr byggðina og við köstum fjármun- um fyrir róða. Við vitum um þann mismun, sem ríkir í fræðslumálum þéttbýl- is og dreifbýlis. Fólk hefur ekki tækifæri til þess að gera saman- burð, vegna þess að í reynd er skólakerfi okkar of lokað. Væri ekki gott ef kennarar og foreldrar í dreifbýli gætu fengið að koma í þéttbýlisskóla og sjá mismuninn. Ég held að það muni opna augu þeirra, sem sjón og sjónskyn hafa, fyrir mismunandi aðbúnaði og fjölbreytni í kennslu. Með því að gera hreppana að stærri einingu er hægt að beina fjármagni hverju sinni til ákveð- ins verkefnis. Mér finnst það bera vott um rnikla vanmáttarkennd af smá- þjóð í erfiðu landi, að samtimis sem hún vill að aðrar þjóðir líti upp til sín, þá líta þéttbýlisstaðir á Islandi niður á fámennisstaði. Þessa staðhæfingu vilja fæstir viðurkenna, en hún er staðreynd engu að síður. Nú má ætla að fólk í fámenn- ishreppum sé hrætt við þessa hugmynd og telji að réttur þess sé fyrir borð borinn — en hvaða rétt- ur? Fúslega skal það viðurkennt að sú hætta er fyrir hendi, að sá stærri og sterkari telji að allir vegir séu sér færir án stuðnings Sveinn Guðmundsson hinna smáu og þar bætir kvenna- framboð eitt sér ekki úr skák. Til skýringar á þessari fullyrð- ingu vil ég segja frá veglegu kven- félagasambandi sem klofnaði í tvennt vegna þess að stærri og sterkari félögin töldu sig ekki hafa nægileg völd. Ahugamál önnur. Einnig að stjórnin væri of dreifð. Áfram rennur tíminn og margt gengur aftur. Mér sýnist að sagan geti endurtekið sig að minnsta kosti hjá öðru sambandinu. Til þess að gera báðum kynjum jafnt undir höfði má minnast á búnaðarsamböndin og karlaveldið þar. Tæplega held ég að þeir séu betri en kvenfólkið. Núverandieiningar eru of litlar, þannig að samfélagið stendur I stað, sem býður upp á lakari lífskjör, sem er orsök fyrir því að fólk yfirgefur byggðina. Fækkun fólks á óskipulegan hátt gerir við- komandi byggð nær óstarfhæfa félagslega séð. í hinni nýju skipan hljóta kosn- ingar að verða hlutbundnar og það á sama tíma um allt land. Hlut- bundnar kosningar gefa oftar sterkari stjórn og hvetja til fram- fara. Fáar einingar eru svo litlar að þær geti ekki haft áhrif ef sam- staða heima fyrir er til staðar. 2. Hinir nýju „hreppar" þurfa að skipa sér í stærri einingar og kem- ur mér helst í hug að eðlilegast sé að nota kjördæmin sem næstu ein- ingu. Kjördæmin þurfa að vera fjár- hagslega sterk svo að þau geti sinnt þeim málum er til var ætl- ast. Mörg málefni sem tilheyra kerfinu í Reykjavík verða afgreidd af kjördæmisþingi eða af kjör- dæmisstjórn. Kjördæmin virka sem hvati á þingmenn og landið fær betri stjórn. Hvernig skal velja í stjórn „kjördæmisins". Það má hafa tvo valkosti. Það er að velja fulltrúa á beinan eða óbeinan hátt. Ég hef þá skoðun að betra sé að velja þá á beinan hátt. Það er að fólkið velji sér sína fulltrúa sjálft. Sú skoðun byggist á því að fulltrúar á „kjör- dæmisþingi" þurfa oft að hafa víð- ari sjónarhring og líta raunsæjum augum til annarra hagsmunaað- ila. Við sem höfum komið nálægt sveitarstjórnarmálum vitum að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.