Morgunblaðið - 22.01.1983, Blaðsíða 48
Jiig—iwm ggg—ggg
x\skriftar-
síminn er 830 33
^/V^glýsinga-
síminn er 2 24 80
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983
Verkamannabústaðir Reykjavíkur:
Um 680 manns
sóttu um íbúð
— í mesta lagi 150 íbúðir til skiptanna
Morgunblaðid/Rax.
Hlákan undanfarna daga hefur gert mörgum erfitt fyrir í umferðinni, enda hafa viða myndast stöðuvötn og
stórar elfur, þar sem áður voru breiðar götur — eða snjóskaflar öllu heldur síðustu vikur!
Svartolía hækkar um 13,6% og gasolía um 13,7%:
Halli útgerðar um
5% eftir hækkunina
Utgjaldaaukinn tæplega 100 milljónir króna með 35% niðurgreiðslu
VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gærdag að heimila 13,7% hækk-
un á gasolíu, þannig að lítrinn hækkar úr 6,20 krónum i 7,05 krónur. Ráðið
samþykkti ennfremur að heimila 13,6% hækkun á svartolíu, sem hefur það í
för með sér, að hvert tonn hækkar úr 4.330 krónum í 4.920 krónur.
UM 680 manns sóttu um íbúð í
gegnum verkamannabústaðakerfið í
Reykjavík, en umsóknarfrestur rann
út þann II. des. sl. í mesta lagi 150
íbúðum verður úthlutað, en niður-
stöðu um það hverjir hreppa hnossið
er ekki að vænta fyrr en í mars i
fyrsta lagi, að sögn Ríkarðs Stein-
bergssonar, framkvæmdastjóra
Verkamannabústaðanna í Reykja-
vík.
„Það tekur nokkra mánuði að
fara í gegnum umsóknirnar, svo
menn verða að bíða fram í mars að
minnsta kosti eftir niðurstöðum
úthlutunarnefndar," sagði Ríkarð-
ur. „Það fyrsta sem nefndin gerir
er að athuga hvort menn uppfylli
skilyrði fyrir því að fá úthlutað
íbúð á vegum Verkamannabústað-
anna. Þessi skilyrði eru: í fyrsta
lagi að eiga lögheimili í Reykjavík,
í öðru lagi að vera undir ákveðnu
tekjuhámarki, og í þriðja lagi að
eiga ekki íbúð fyrir.
Reynslan er hins vegar sú að um
90% umsækjenda uppfylla þessi
skilyrði. Nefndin verður því að
velja úr þessum 90%, og þá er
fyrst og fremst stuðst við tvennt:
annars vegar þá húsnæðisaðstöðu,
sem fólk býr við, og hins vegar
möguleika fólks á að útvega sér
húsnæði eftir öðrum leiðum,"
sagði Ríkarður.
Kjörin sem verkamannabústað-
irnir bjóða upp á eru þau, að 20%
Færð víðast
mjög góð
FÆRÐ er nú yfirleitt góð á vegum,
til dæmis greiðfært í allar áttir frá
Reykjavík: Um Reykjanes, upp í
Hvalfjörð og vestur á Snæfellsnes
og norður yfir Holtavörðuheiði, og
um Hellisheiði um Suðurland og
allt til Austurlands.
Á Vestfjörðum er færð ekki
eins góð, og í Húnaþingi mikill
jafnfallinn snjór, sem gæti orðið
erfiður ef hvessir. Frá Akureyri
er greiðfært bæði um Eyjafjörð
og austur í Þingeyjarþing.
Víða er hálka á útvegum, og
þar sem hláka er víða mikil, getur
orðið hætta á að snjór stífli ræsi.
íbúðarverðs eru borguð út, en hin
80% eru lánuð til 42 ára, verð-
tryggð með xk% vöxtum. Þetta
þýðir í raun að árleg útborgun er
2,7% af lánsupphæðinni, en um
2% af íbúðarverðinu. Það yrðu
14.000 krónur á ári miðað við íbúð
sem kostar 700.000 kr.
Rændur í mann-
þröng á götu
í Lundúnum
SÍÐASTLIÐINN laugardag var ís-
lenzkur maður rændur i mannþröng í
Lundúnaborg. Hann var ásamt félaga
sínum á Tottenham ('ourt Road þegar
þrír menn réðust á hann og felldu.
Hann náði að gripa í einn þeirra, en
ræninginn náði að rífa sig lausan.
Ræningjarnir náðu fé af íslendingn-
um, 300 sterlingspundum og 250 doll-
urum, eða sem nemur um 15 þúsund
krónum, og lögðu á flótta.
En sagan er ekki öll — íslending-
urinn veitti þeim manninum eftir-
för sem hafði féð, en þá höfðu fé-
lagar mannsins varðað undan-
komuleið hans. Fyrst var hlaupið á
hann og gripið í handtösku manns-
ins, sem þá sleppti henni. Skömmu
síðar var aftur hlaupið á hann og
hann felldur, en enn veitti hann
ræningjanum eftirför. Þá hljóp
þriðji maðurinn á hann og hindraði
för hans svo hann missti sjónar af
ræningjanum.
Mikill mannfjöldi var þarna,
„þetta var eins og Austurstræti á
17. júní“, eins og íslendingurinn
komst að orði. Þrátt fyrir það
hreyfði enginn legg né lið honum til
hjálpar og enginn reyndi að stöðva
flótta ræningjanna. Félagi hans
varð árásarinnar ekki áskynja fyrr
en ræningjarnir voru lagðir á
fiótta.
Ræningjarnir voru vel klæddir og
á aldrinum 35—40 ára, að mati
mannsins. Mbl. hefur fregnað að
fieiri hafi verið rændir erlendis.
Ljóst er, að ræningjarnir höfðu
fylgzt með manninum um nokkurt
skeið, en hann hafði gengið í nokkr-
ar verzlanir og þeir því getað séð
féð, sem hann bar á sér. Ástæða er
til þess að vara fólk við að hafa of
mikið fé á sér í stórborgum erlend-
is. Að sögn mannsins má hann telj-
ast heppinn að hafa sloppið óskadd-
aður, því búast má við að ræningj-
arnir hefðu beitt vopnum, hefði
hann náð að halda þeim föstum.
„Hækkunin hefur í för með sér
um 150 milljóna króna útgjalda-
auka á ári fyrir íslenzka fiskveiði-
flotann, óniðurgreitt, en miðað við
35% niðurgreiðslu á olíu eru
áhrifin um 98 milljónir króna,"
sagði Ágúst Einarsson, hagfræð-
ingur Landssambands íslenzkra
útvegsmanna, í samtali við Mbl.
„Hækkunin hefur í för með sér
tæplega 2% verri afkomu flotans,
frá þeim tölum sem gengið var út
frá að kæmu út eftir síðustu fisk-
verðshækkun, þ.e.a.s. um 3% halla
á útgerðinni. Hallinn eftir hækk-
unina er því tæplega 5%,“ sagði
Ágúst Einarsson ennfremur.
Georg Ólafsson, verðlagsstjóri,
sagði í samtali við Mbl., að megin-
ástæðan fyrir þessari hækkun
væru gengisbreytingar frá síðustu
hækkun, en ennfremur hefði verið
ákveðið, að auka innstreymi inn á
innkaupajöfnunarreikning og
jafna þannig halla hans.
Á síðasta ári hækkaði gasolía
um 99,9%, en svartolían um
96,7%. Gasolía hefur því hækkað
frá 30. janúar sl. um 117,3%, en
svartolía á hinn bóginn um
113,5%.
Borgarfjörður:
Aligæsarækt sem
aukabúgrein hjá
nokkrum bændum
BÆNDASKÓLINN á Hvanneyri hef-
ur í samvinnu við nokkra borgfirska
bændur staðið fyrir aligæsarækt nú
um nokkurt skeið. Vorið 1981 voru
flutt inn frá Noregi um 200 egg af
þremur tegundum, „hvítum itölum“,
„austfoldgæs" og „smálandsgæs". Á
Hvanneyri eru staðsettar klak- og út-
ungunarvélar. Þeir fuglar sem komust
upp af þessum 200 eggjum verptu síð-
an í vor og í vetur var slátrað um 150
gæsum og sett á jólamarkað og annað
eins sett á.
Að sögn Markúsar B. Jónssonar
skólastjóra Bændaskólans á Hvann-
eyri er hér enn um algera tilrauna-
starfsemi að ræða en hún hefur lof-
að góðu það sem af er. Góður mark-
aður er fyrir framleiðsluna og verð-
ið er gott. Magnús sagði að þyngd
gæsanna hafði verið 3,9 kíló að með-
altali og hefðu framleiðendur fengið
140—150 krónur fyrir hvert kíló.
Hann sagði að í vor fengist talsverð-
ur fjöldi af gæsarungum ef allt
gengi vel og yrðu þeir boðnir bænd-
um. Magnús sagði að hér væri ekki á
ferðinni nein stóriðja en þetta gæti
verið góð búbót fyrir bændur með
öðrum búskap enda væri áhugi
manna mikill fyrir þessu. Aðalvand-
inn í þessari framleiðslu sagði
Magnús vera að slátra gæsunum og
markaðsfæra, tækist að leysa það
án of mikils kostnaðar væri hann
bjartsýnn á að þessi gæsarækt gæti
átt nokkra framtíð fyrir sér sem góð
búbót hjá þó nokkrum bændum.
KOSMOS 1402:
„En mjög ólíklegt, að einhverjir hlut-
ar gervitunglsins lendi á íslandia
segir Guðjón Petersen
Kjarnorkuknúni rússneski
njósnahnötturinn KÖSMOS 1402,
sem bilaði á dögunum, er nú vænt-
anlega á síðustu snúningum sínum
umhverfis jörðu. Eins og komið
hefur fram í fréttum eru skoðanir
vísindamanna nokkuð skiptar um
það hvort hnötturinn muni að öllu
leyti brenna upp í gufuhvolfinu,
eða hvort einhverjir hlutar hans
muni falla til jarðar. Almannavarn-
ir víða um heim eru nú í við-
bragsstöðu, en búist er við að
hnötturinn fari í gegnum gufu-
hvolfið nú um helgina, eða í síð-
asta lagi á mánudaginn. Morgun-
blaðið hafði í gær samband við
Guðjón Petersen, framkvæmda-
stjóra Almannavarna á íslandi, og
innti hann eftir viðbúnaði íslend-
inga.
Sagði Guðjón að Almanna-
varnaráð hefði fyrir skömmu
skipað sérstaka nefnd vísinda-
manna til að ráðleggja Al-
mannavarnaráði til hvaða við-
búnaðarráðstafana ætti að
grípa. í vísindanefndinni eiga
sæti Ágúst Valfells prófessor,
Sigurður Magnússon forstöðu-
maður geislavarna ríkisins,
Þorsteinn Sæmundsson stjarn-
fræðingur, Þorbjörn Sigur-
geirsson prófessor og Örn
Bjarnason læknir.
„Við höfum átt tvo fundi með
þessari nefnd,“ sagði Guðjón,
„þar sem nefndin hefur lagt
fram tillögur um það hvernig
taka skuli á málinu, ef svo ólík-
lega skyldi vilja til að einhverjir
hlutar gervitunglsins höfnuðu
hér. Ég ítreka að það er mjög
ólíklegt að hlutar hnattarins
lendi hér, í fyrsta lagi vegna þess
að hnötturinn gæti brunnið upp í
gufuhvolfinu, og í öðru lagi af
þeim sökum, að hnötturinn er
aðeins yfir íslandi einu sinni til
tvisvar á sólarhring. Umferð-
arhraði hnattarins er nú um 88,6
mínútur, þ.e.a.s. tunglið fer einn
hring í kring um jörðina á tæp-
um einum og hálfum tíma.
Við höfum ákveðna áætlun um
það hvernig við munum bregðast
við ef illa fer, en frá þeirri áætl-
un verður ekki skýrt fyrr en ljóst
er, að raunveruleg hætta sé á
ferðum. Bandaríkjastjórn hefur
boðist til að senda hingað sér-
fræðinga umsvifalaust ef brot úr
hnettinum lenda hér, og við höf-
um þegið það boð. Sem stendur
er viðbúnaður okkar ekki annar
en sá, að það er vakt hér á
skrifstofunni allan sólahringinn,
auk þess sem menn á vegum Al-
mannavarna munu vera á varð-
bergi utandyra um helgina og
rýna til himins. Þetta eru ekki
annað en ofur eðlilegar varúð-
arráðstafanir við hugsanlegri
hættu, hversu lítil sem hún kann
að vera,“ sagði Guðjón.